Morgunblaðið - 15.07.1998, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
fltangpmftbifrtí
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
NÝJAR SKÝRSLUR
RÍKISENDUR-
SKOÐUNAR
RÍKISENDURSKOÐUN hefur nú sent frá sér skýrslur um
kostnað bæði Seðlabanka íslands og Búnaðarbanka íslands
vegna veiðiferða, risnu o.fl. Athyglisvert er, að skýrslurnar um
þessa tvo banka einkennast af hófsemd í umfjöllun um einstök
atriði. Má gera ráð fyrir, að hún taki m.a. mið af þeirri gagn-
rýni, sem Ríkisendurskoðun varð fyrir vegna umfjöllunar
stofnunarinnar um málefni Landsbankans.
Nú liggur fyrir, að allir bankarnir þrír, Landsbanki, Búnað-
arbanki og Seðlabanki, gáfu Alþingi rangar upplýsingar um
kostnað vegna veiðiferða, þótt þær upphæðir, sem um er að
ræða hjá síðarnefndu bönkunum tveimur séu mun lægri en hjá
Landsbankanum. Hvort sem um háar eða lágar upphæðir er að
ræða er auðvitað óviðunandi, að Alþingi fái ekki réttar upplýs-
ingar frá ríkisfyrirtækjum eða ríkisstofnunum. Má gera ráð
fyrir, að þær miklu umræður, sem af því hafa spunnizt leiði til
meiri nákvæmni í upplýsingagjöf til Alþingis í framtíðinni.
Jafnframt er ljóst, að það sjónarmið, sem Seðlabankinn hefur
sett fram af þessu tilefni á fullan rétt á sér, þ.e. að auðvitað
verða þessar stofnanir að fá nægan tíma til að undirbúa svör
sín til þingsins. í Búnaðarbankanum hafa verið settar skrifleg-
ar reglur um veiðiferðir, sem útiloka að efnt sé til slíkra ferða
án þess að þær tengist sérstaklega viðskiptavinum bankans og
þar með hagsmunum hans.
Búnaðarbankinn hefur haft íbúð á leigu í London og eru rök-
in fyrir því þau, að með því sparist kostnaður vegna dvalar
starfsmanna á hótelum í borginni í erindum bankans þar. Ráð-
stafanir af þessu tagi eru alltaf umdeilanlegar og alla vega er
Ijóst, að sparnaðurinn þarf að vera ótvíræður til þess að slík út-
gjöld séu réttlætanleg.
í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram, að í báðum bönk-
unum, sem hinar nýju skýrslur fjalla um sé frágangur risnu-
reikninga að mestu leyti óaðfínnanlegur og í þeim tilvikum, sem
leita hafí þurft frekari skýringa hafí þær allar reynzt fullnægj-
andi.
Fram kemur að skilningur bankastjóra Búnaðarbankans um
að ferðakostnaður vegna einkaerinda væri hluti af launakjörum
hefur verið sá sami og fyrrverandi bankastjóra Landsbankans.
Petta sýnir nauðsyn þess, að ráðningarsamningar við bæði
bankastjóra og aðra starfsmenn séu skriflegir þannig að ekki
þurfí að deila um atriði sem þessi. Starfskjörum bankastjóra
Búnaðarbankans eftir breytingu á rekstrarformi hans um ára-
mót hefur verið breytt og er slíkur ferðakostnaður ekki lengur
hluti af kjörum þeirra.
í heild er ljóst, að allar þær umræður, sem orðið hafa um rík-
isbankana á þessu ári hafa orðið til þess að gamlir siðir og venj-
ur hafa verið lagðar af. Það er sá árangur af slíkum umræðum,
sem mestu skiptir.
GAMLIÞÓR OG SAGA
ÞORSKASTRÍÐANNA
STJÓRN Slysavarnafélags íslands hefur ákveðið að skóla-
skipið Sæbjörg, sem áður var um 35 ára skeið varðskip
Landhelgisgæzlunnar og hét þá Þór, verði selt til Húsavíkur. A
að nota það sem hótel þar í bæ.
Fá íslenzk skip hafa komið jafnmikið við íslandssögu þessar-
ar aldar og gamli Þór. Skipið tók þátt í þremur þorskastríðum
íslendinga við Breta, 1958-61, 1972-73 ög 1975-76. Skipið
komst oft í hann krappan er það varð fyrir ásiglingum herskipa
brezka flotans, það tók landhelgisbrjóta og klippti á togvíra
fjölda brezkra togara.
Helgi Hallvarðsson skipherra segir í Morgunblaðinu í gær:
„Mér fmnst furðulegt ef skipið á að enda sem matsölu- og gisti-
staður og einkennilegt að enginn vilji halda því til haga. Helzt
vildi ég að það væri minjasafn um þau þorskastríð sem við höf-
um gengið í gegnum en það tók þátt í þeim öllum, eitt íslenzkra
varðskipa. Ef þetta væri hús þá væri löngu búið að friðlýsa það
en þar sem þetta er skip þá virðist mega gera hvað sem er við
það.“
Taka má undir það með Helga Hallvarðssyni að bezt færi á
því að ekkert yrði af sölu Þórs til Húsavíkur, heldur yrði skipið
gert upp í sem upprunalegastri mynd og yrði safn um sögu
þorskastríðanna. Það er merkileg saga, sem á erindi við kom-
andi kynslóðir; sagan af því hvernig íslendingar náðu yfirráð-
um yfír fiskimiðunum við landið og tókst að vernda þau fyrir of-
veiði og rányrkju. Landhelgisgæzlan á án efa í fórum sínum
mikið af gripum, sem setja myndu svip á slíkt safn.
Verði hins vegar ekki aftur snúið með söluna á skipinu ber að
leggja á það ríka áherzlu að sögu þess og hlutverki verði gerð
sem bezt skil.
Frétt er
annaðhvort
rétt eða
röng
Það eru hættulegar villigötur, sem fjölmiðlar
villast inn á, þegar þeir í æsingi augnabliks-
ins, eða þránni eftir „stórskúbbi“, vaða fram
og birta „fréttir“ sem þeir hafa ekki
sannreynt. Agnes Bragadéttir fjallar um
ástæður þess að slíkt hendir og þann skaða
sem fjölmiðlar verða fyrir, þegar slíkur
„fréttaflutningur“ hendir þá.
UPP Á síðkastið hafa
ákveðnir hlutir gerst í
bandarískri blaða- og
fréttamennsku, sem hafa
orðið ýmsum í blaðamannastéttinni á
Islandi að umhugsunarefni. I einu til-
viki var stórfrétt dregin til baka, þar
sem á daginn kom, að ekki reyndust
nógu traustar heimildir að baki frétt-
inni, til þess að hægt væri að stað-
hæfa að hún væri sönn. I öðru tilviki
var upplýst að ungur blaðamaður
hafði logið svo til öllu sem hann hafði
skrifað í blaðið sem hann vann hjá í
tvö og hálft ár og í þriðja tilvikmu var
um að ræða dálkahöfund sem varð
uppvís að því að ljúga upp tilvist við-
mælenda sinna, leggja þeim orð í
munn og skálda upp fréttaviðburði í
kringum þá. í öllum tilvikum var um
fjölmiðla að ræða, sem leitast við að
láta taka sig alvarlega og líta á sig
sem virðulega fjölmiðla.
Bandaríska fréttastofan CNN hef-
ur löngum þótt hafa á að skipa snörp-
um fréttamönnum sem hafa á ýmsan
hátt staðið sig vel. Vissulega hafa
margir í Evrópu verið gagnrýnir á
CNN fyrir það hversu bandarísk
stöðin er og staðbundin á ýmsan hátt
í fréttaflutningi, en ekki alþjóðleg og
á stundum jafnvel með yfirbragði
æsifrétta. En stöðin hefur einnig
hlotið lof íyrir fréttaflutning af mörg-
um viðburðum, ekki síst af vettvangi
átaka og bardaga.
Fyrsti þátturinn hófst á skúbbi
Eins og fram hefur komið hér í
Morgunblaðinu og annars staðar,
hafa CNN og tímaritið Time sem
bæði eru að megninu til í eigu Time
Warner-fyrirtækisins hafið samstarf
um fréttaþátt, NewsStand, sem var
m.a. ætlað að skapa CNN nafn í rann-
sóknarblaðamennsku, en á því sviði
hafa þeir ekki þótt ýkja sterkir hing-
að til.
Fyrsti þátturinn fór í loftið í byrjun
júnímánaðar og fyrsta fréttin var
„skúbb“ um að bandaríski herinn
hefði beitt taugagasi a.m.k. 20 sinnum
gegn óvinasveitum í Lagos í Víetnam,
árið 1970, í leynilegum
árásarferðum þangað.
„Skúbbið“ var niðurstaða
af átta mánaða rannsókn-
um og vakti þegar í stað
heimsathygli. Þótti hinn
nýi samvinnufréttaþáttur Time og
CNN fara af stað með glæsibrag með
sinni fyrstu frétt.
En Adam var ekki lengi í Paradís
og þau systkin Time og CNN ekki
heldur, því nú í byrjun júlí, viður-
kenndu yfirmenn CNN að ekkert
væri hæft í fréttum sem stöðin flutti
um beitingu taugagassins. Stjórnar-
formaður fyrirtækisins, Tom John-
son, bað áhorfendur og fyrrverandi
hermenn í Víetnam afsökunar og
sagði að engar sannanir væru fyrir
hendi fyrir áðurnefndum ásökunum.
í kjölfarið sagði aðalframleiðandi
þáttarins NewsStand, April Oliver, af
sér og aðstoðarframleiðendum hans
var sagt upp. Peter Arnett fékk ákúr-
ur, en við það var látið sitja, enda er
hann lifandi goðsögn í bandarískri
fjölmiðlun vegna stríðsfréttaflutnings
síns í gegnum tíðina. Auk þess stað-
hæflr Arnett að hann hafi komið afar
lítið við sögu við gerð sjónvarpsfrétt-
arinnar og um fréttafrásögnina sem
birtist í kjölfar þáttarins í tímaritinu
Time, undir hans höfundarnafni,
sagði hann að hann hefði ekki einu
sinni lagt „eina kommu“ til prentút-
gáfunnar.
Eigi sú staðhæfing hans við rök að
styðjast vakna aftur ýmsar spurning-
ar um trúverðugleika þessara fjöl-
miðla og þeirra sem þar starfa, ef
settar eru á prent heilu fréttafrá-
sagnimar merktar ákveðnum blaða-
mönnum eins og þeir væru höfundar,
en þeir hafa svo ekki einu sinni barið
frásagnirnar augum, hvað þá að þeir
séu höfundar að þeim.
Fregnir bárust út um það að blaða-
menn á Time væru æfir yfir þessu
fjölmiðlahneyksli, því þeir höfðu
hvergi komið við sögu við vinnslu
„fréttarinnar" umdeildu. Þeir höfðu
ekki yfirfarið hana, kannað sannleiks-
gildi hennar, eða gert nokkurn skap-
aðan hlut í tengslum við vinnslu frétt-
arinnar, en bára samt sem áður jafn-
mikla ábyrgð á klúðrinu út á við og
CNN, vegna þess að þátturinn
NewsStand, er samvinnuverkefni
beggja fjölmiðlanna.
Út frá sjónarhóli blaðamannsins
hef ég fullan skilning á reiði blaða-
mannanna hjá Time, því þeir komu
hvergi við sögu við vinnslu „fréttar-
innar“. Það mætti ímynda sér að
Morgunblaðið og einhver sjónvarps-
stöð hér á landi ákvæðu að vinna
sameiginlega að fréttaþáttargerð og
sjónvarpsstöðin tjaldaði sínum fræg-
asta fréttahauk í fyrsta þáttinn, til
þess að hefja þáttinn með flugelda-
sýningu. Síðan kæmi á daginn, að
ekki væri fótur fyrir fréttinni. Það er
alveg ljóst, að ritstjóm Morgunblaðs-
ins myndi kunna sam-
starfsaðilanum, umræddri
sjónvarpsstöð og hinum
svoneftida „fréttahauk",
litlar þakkir.
Onnur nýleg dæmi úr
bandarískri fjölmiðlun, þar sem
blaða- eða fréttamenn hafa misstigið
sig eru m.a. þau að einn dálkahöfund-
ur Boston Globe, Patricia Smith,
missti nýverið starf sitt fyrir að
skálda upp viðmælendur og fréttavið-
burði í dálkum sínum og sama gerðist
með ungan blaðamann í Washington,
Stephen Glass, sem starfaði hjá The
New Republic, en hann ýmist laug að
hluta eða öllu leyti í 27 greinum af 41
sem hann hafði skrifað fyrir blaðið á
undanfómum tveimur og hálfu ári.
Það sem mér finnst vera hvað
Það versta er
að glata
trausti
ánægjulegast við þessa atburði í
bandarískri fjölmiðlun er hin opna
umræða um fjölmiðlun og þýðingu á
sannleiksgildi frétta, sem risið hefur í
kjölfar þeirra.
Draumurinn að skúbba
Draumur sérhvers blaðamanns er
að skrifa stórfrétt - að hafa átt frum-
kvæði að því að afla fréttarinnar,
tryggja að réttar og sannar heimildir
væru að baki fréttinni, að hafa sjálfur
skrifað fréttina frá upphafi til enda og
að vera fyrstur með fréttina, uppslátt-
inn, það sem okkar blaðamanna á
milli nefnist „skúbb“.
Auðvitað vill enginn skúbba með
þeim ósóma að fara með ranga frétt,
en slys gerast hjá okkur eins og öðr-
um. Traustasta jarðsamband og að-
hald okkar blaða- og fréttamanna, er
að starfa hjá traustum og virtum fjöl-
miðli, sem gerir kröfur til okkar, um
gæði, vönduð vinnubrögð, heiðarleika
og það að okkar leiðarljós í starfi sé
sannleikurinn. Með því að fá slíkt fjöl-
miðlauppeldi og því að hafa sem
vinnuveitanda bakhjarl sem rís undir
ofangreindum kröfum, þolum við það
flest hver, að vera svolitlar príma-
donnur að eðlisfari.
Það er fátt sem jafnast á við tilfinn-
inguna af því að skúbba. Streð, fyrir-
höfn, endurteknar tilraunir og hlaup
gleymast í einni andrá, þegar blaða-
maðurinn er orðinn sannfærður um
að hann er kominn með „söguna" og
að hans útgáfa er hin rétta. Þá bíður
hans einungis sú ánægja, að sjá eða
heyra „fréttina sína“ sem hann oft lít-
ur á sem nokkurs konar afkvæmi sitt,
sem uppslátt í þeim fjölmiðli sem
hann starfar við.
Allt er í heiminum afstætt, frétta-
mat er þar engin undantekning. Það,
sem við hér á Morgunblaðinu teljum
stórfrétt, telja þeir, sem öðram frétta-
miðlum stýra, hugsanlega smáfrétt og
öfugt. Það sem fjölmiðlar í Bandaríkj-
unum telja stórfrétt, getum við á ís-
landi talið til smáfréttar og svo fram-
vegis. Svo er það kerlingin hún Öfund
sem leikur stundum nokkuð stórt
hlutverk, a.m.k. hér á landi, þegar
einn fjölmiðill hefur skúbbað með
góða frétt - þá tekur við samtrygging
hinna, með það að reyna að þegja
fréttina í hel, eða a.m.k. að svæfa
hana um stundarsakir, og byrja svo