Morgunblaðið - 15.07.1998, Page 33

Morgunblaðið - 15.07.1998, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998 33 * VIÐ afliendingu Verslunarverðlaunanna í húsakynnum Samtaka verslun- arinnar. Frá vinstri: Stefán S. Guðjónsson, framkvæmdastjóri SV/FÍS, Guðrún Björk Stefánsdóttir, Þórhildur Stefánsdóttir, Sigríður Sól Björns- dóttir og Jón Ásbjörnsson, formaður Samtaka verslunarinnar, FÍS. Þrjár konur hljóta V erslunarverðlaunin Á HÁSKÓLAHÁTÍÐ 1998 var til- kynnt um vinningshafa Verslun- arverðlaunanna sem afhent voru í fyrsta sinn nemendum í við- skiptafræðum við Háskóla Islands sem valið höfðu sér lokaverkefni á sviði verslunar. Verðlauni eni veitt af Samtök- um verslunarinnar - Félagi ís- lenskra stórkaupmanna og eru kr. 200 þúsund. Verðlaunin hlutu að þessu sinni Sigríður Sól Bjöms- dóttir sem skrifaði um „Verslunar- svæði flugstöðva" og systumar Guðrún Björk og Þórhildur Stef- ánsdætur, en þær fjölluðu í loka- verkefni sínu um „Þjónustuhagn- aðarkeðju - mannauður í verslun". Akraborg- arblús á Akranesi SKAGALEIKFLOKKURINN sýnir Akraborgarblús í Bíóhöllinni á Aki-anesi í kvöld kl. 20.30. Flutt verður dagskrá þar sem stiklað er á stóru úr sögu Skallagríms hf. sem átti og rak Akraborgina. Akraborg- in var eitt helsta einkenni Aki-aness og tengdist bænum á margan hátt fyi-ir utan að vera samgöngutæki. Aðgangur að Akraborgarblús er ókeypis. Fimm kórar FIMM kórar á Akranesi halda tónleika í Grundarskóla á Aki-anesi fimmtudagskvöldið 16. júlí. Kórarn- ir eru Barnakórinn, Kvennakórinn, Grundartangakórinn, Sönghópur- inn Sólarmegin og Kór eldri borg- ara. Kristniboðar kvaddir KVEÐJUSAMKOMA fyrir kristni- boðana Hrönn Sigurðardóttur og Ragnar Gunnarsson og fjölskyldu og Kristínu Bjarnadóttur verður í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58, í kvöld kl. 20.30. Flutt verður hugvekja og einnig verður einsöng- ur og kvartettsöngur. I fréttatilkynningu frá Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga segir: „Kristniboðarnir Hrönn, Ragnar og Kristín hafa starfað áður í Kenýu og fara nú þangað aftur. Kristín mun kenna á vegum norska barna- skólans í Nairóbí en Hrönn og Ragnar fara til Kapengúría í Pókothéraði. Þar er fræðslumiðstöð á vegum lúthersku kirkjunnar í Kenýu. Tuttugu ár eru síðan ís- lenskir kristniboðar hófu að starfa meðal pókotamanna, þjóðflokks sem er álíka fjölmennur og íslenska þjóðin. Þeir hafa stutt mjög skóla- starf í héraðinu og kirkjulegt starf er í miklum vexti.“ National Geographic Channel í Fjölvarpi NÝ sjónvarpsstöð, National Geo- graphic Channel, hefur bæst við hinar 13 sem fyrir eru í Fjölvai-pi Isþenska útvarpsfélagsins. I fréttatfikynningu segir: „National Geographic rannsóknar- félagið var stofnað árið 1888 og hef- ur um langt árabil gefið út samnefnt tímarit sem 44 milljónir manna um allan heim lesa nú að staðaldri. Síð- an félagið sneri sér að gerð sjón- varpsþátta árið 1965 hefur það hlot- ið fleiri en 800 verðlaun fyrir nátt- úrulífsþætti, þar á meðal um 85 Em- my-verðlaun auk tveggja tilnefninga til Óskarsverðlauna. Náttúrulífs- og heimildarmyndir Nationai Geograp- hic eru með því besta sem framleitt er í heiminum." LEIÐRÉTT Styrktaraðila ógetið í GREININNI „Vatnsskírn jafn- ingja“ sem birtist í Fólki í fréttum, þ. 11. júlí s.l., láðist að geta þess að Flakk, eða vímulausar ferðir fyrir ungiinga á aldrinum 16-25, er sam- starfsverkefni á vegum Samvinnu- ferða-Landsýnar, Landsbanka Is- lands, Eurocard og Jafningja; fræðslu framhaldsskólanema. í myndatexta var að auki farið rangt með skírnarnafn Tómasar Knúts- sonar kafara. Viðkomandi eru beðn- ir velvirðingar á leiðum mistökum. KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur 4 málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Neskirkja. Bænamessa fellur niður ídag. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir Fella- og Hólakirkja. Helgistund á fimmtudögum kl. 10.30. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Akraneskirkja. Kvöldstund í Akra- neskirkju í kvöld kl. 21. Sjónvarps- trúboðar kristilegu sjónvarps- stöðvarinnar Omega, Kolbi'ún og Guðlaugur Laufdal sem leiða kvöldþáttinn Kvöldljós, þjóna ásamt gestum. Vídalínskirkja. Foreldramorgun kl. 10-12. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Bænastund kl. 20. ATVIIMNUAUGLÝSINGAR Óskum eftir að ráða í eftirtalin störf: Starfsmann á lager Vinnutími frá 9—18. Þarf að vera röskur, þjón- ustulundaður með ríka skipulagshæfileika og vöruþekkingu. Aldur 23 ára eða eldri. Reynsla af svipuðum störfum æskileg. Starfsmann í afgreiðslu Þarf að hafa ríka þjónustulund og góða fram- komu. Aldur 23 ára eða eldri. Reynsla af svip- uðum störfum æskileg. Vinnutími frá 13—18. Gjaldkera á kassa Þarf að vera mjög nákvæmur, með góða og örugga framkomu, ríka þjónustulund og geta unnið undir álagi. Reynsla af svipuðum störf- um æskileg. Aldur 23 ára eða eldri. Vinnutími frá 13-18. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skila skriflega til Morgunblaðsins merktum: „Framtíðarstarf - Útilíf". UTILIF m Kennarar! Við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki eru lausartil umsóknar kennara- stöður í eftirtöldum greinum: Sérkennsla fyrir starfsbraut Fullt starf Danska Félagsfræði Líffræði Ritvinnsla Fullt starf Fullt starf V2 staða 1/2 staða Upplýsingar veitir aðstoðarskólameistari í síma 453 5588 Umsóknarfrestur ertil 1. ágúst nk. Skólameistari. Læknar Læknir óskast til starfa frá og með 1. október nk. á Heilsugæslustöðina Hornbrekku á Ólafsfirði. Stöðin er H-1-stöð. Heilsugæslulæknir sinnir einnig hjúkrunar- og dvalarheimili, þar sem eru 30 vistmenn. Sérfræðiviðurkenning í heimilislækningum æskileg. Ólafsfjörður er í 60 km fjarlægð frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Á Ólafsfirði er öll almenn þjónusta, svo sem leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli, nýtt iþróttahús, sundlaug, gott skíðasvæði, 9 holu golf- völlur og knattspyrnuvellir. Læknisbústaðurinn er alls 198 fm með bílgeymslu. Umsóknum skal skilað á þartil gerðum eyðu- blöðum, sem fást hjá Landslæknisembættinu, til Kristjáns H. Jónssonar, forstöðumanns, og veitir hann einnig nánari upplýsingar í síma 466 2480. Fyrir hönd stjórnar, Kristján H. Jónsson. Rafvirki óskast Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. óskar eftir að ráða rafvirkja til starfa sem fyrst. Unnið samkvæmt ákvæðisvinnutaxta. Nánari upplýs- ingar gefur Magnús í síma 892 5586. Handflakarar Óskum eftir að ráða vana handflakara í flat- fisk. Upplýsingar gefur Dóri í síma 421 2420. ÝMISLEGT H HÚSIMÆOI ÓSKAST || ATVINIMUHÚSNÆÐI Sumarferð Framsóknarfélag- anna í Reykjavík verðurfarin laugardaginn 15. ágúst nk. Farið verður um Kjalarnes, komið við í Hvammsvík, síðan ekið til Nesjavalla; Nesja- vallastöðin og framkvæmdir skoðaðar. Að lokum verður stansað í Heiðmörk og stöðv- ar Vatnsveitu Reykjavíkur skoðaðar. Nánar auglýst síðar. Að koma úr námi 4ra manna fjölskylda sem er að flytja heim eftir framhaldsnám í Bandaríkjunum, vantar hús- næði til leigu frá og með 1. ágúst. Reyklaus og reglusöm, öruggar greiðslur. Upplýsingar í síma 554 2366 eða 567 4351. Faxafen Til leigu er ca 200 m2 götuhæð við Faxafen. Hentar vel fyrir sérverslun, hárgreiðslustofu eða aðra þjónustustarfsemi. Sanngjörn leiga. Upplýsingar veitir Ragnar Tómasson hdl., sími 568 2511 og 896 2222. Fulltrúaráð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.