Morgunblaðið - 15.07.1998, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998 3ij*
Dýraglens
Grettir
Tommi og Jenni
J
Ljóska
Smáfólk
Ég er með þrjár drottningar, tvo Svo að ég legg út!
gosa, fjórar tíur og eina áttu ... Svo að ég legg út!
Ég er með tvo ása, fjóra kónga,
þrjá tvista og eina níu ...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sfmi 569 1100 • Símbréf 569 1329
Fræðastörf Brynjólfs
biskups Sveinssonar
Frá Einari G. Péturssyni:
í BRÉFUM til Morgunblaðsins
þriðjudaginn 7. júlí var grein eftir
Þorstein Guðjónsson um nýja út>
gáfu á Eddukvæðum gerða af Gísla
Sigurðssyni. Ekki ætla ég að gera
þessa grein að umtalsefni heldur
segja örfá orð um Brynjólf biskup
Sveinsson sem Þorsteinn hefur
réttilega góð orð um. Allt er það al-
deilis rétt svo langt sem það nær, en
þar langar mig til að bæta fáeinum
atriðum við, sem mér sýnist vanta í
formála Gísla og því of fáum kunn-
ugt. Málið er mér skylt, því að ég
hef oft fjallað um einstaka þætti af
fræðastarfsemi Brynjólfs og síðast í
nýlegri doktorsritgerð minni Eddu-
ritum Jóns Guðmundssonar lærða.
Við vitum ekki hvað kvæðasafnið,
sem lengi var kallað Sæmundar-
Edda og síðar Eddukvæði, kallaðist
á miðöldum. Það er misskilningur
að kenna kvæði þessi við Sæmund
fróða, því að hann hefur hvorki ort
kvæðin eða safnað þeim. Heitið er
óheppilegt vegna þess að það fellur
saman við heiti Snorra-Eddu. Elsta
heimildin um Eddu kennda við Sæ-
mund fróða er í Grænlands annál-
um, sem Jón lærði samdi upp. úr
1620 fyrir Hólamenn, sennilega
Þorlák Skúlason síðar biskup. Það
rit var gefíð út fyrir 20 árum af
Olafí Halldórssyni í safnritinu:
Grænland í miðaldaritum. Þar taldi
Jón lærði, að Snorra-Edda væri
eins konar útþynning á Sæmundar-
Eddu. Hugmynd Jóns lærða um
Sæmundar-Eddu fylgja síðan ýms-
ir fræðimenn á 17. öld, t.d. Arn-
grímur Jónsson lærði, Björn Jóns-
son á Skarðsá og Brynjólfur biskup
Sveinsson, sem taldi Eddu Sæ-
mundar glataða og þótti mikill
skaði. Með öðmm orðum hugmynd-
in um Eddu kennda við Sæmund
fróða kemur fyrst fram hjá Jóni
lærða.
Brynjólfur biskup Sveinsson
hafði snemma á sínum biskupsár-
um (1639-1674) áform um að skrifa
mikið rit um fornan noiTænan
átrúnað. Hann átti flest gömul
handrit Snorra-Eddu, sem fáanleg
voru. Eftir að Brynjólfur Sveinsson
fékk Völsunga sögu í hendur 1641
lét hann ýmsa skýra fyrir sig kvæð-
ið Brynhildarijóð, sem þar er, og er
einnig varðveitt undir heitinu Sig-
urdrífumál í Konungsbók Eddu-
kvæða. Einhver sem við þessar
skýringar fékkst skrifaði kvæðið
upp heilt til loka eftir Konungsbók,
en síðar glataðist úr handritinu heil
örk eða kver.
Þorsteinn segir réttilega að litlu
hafi munað að Konungsbók glatað-
ist með öllu, en einnig er það rétt
að litlu munaði að hún varðveittist
heil. Þegar Brynjólfur biskup
Sveinsson fékk konungsbók Eddu-
kvæða í hendur 1643 taldi hann þar
vera komna Eddu Sæmundar
fróða.
EINAR G. PÉTURSSON
fi'æðimaður,
Árnastofnun.
Opinbert svínarí og land-
brot umhverfisráðherra
Frá Bjarna Guðmundssyni:
FLUTNINGUR Landmælinga ís-
lands verður brátt til lykta leiddur.
Þessi fáránlega ákvörðun, sem tek-
in var af umhverfisráðherra fyrir
tveimur áram, ætlar þrátt fyrir
fjölda mótmæla að ná fram að
ganga, en um leið með afdrifaríkum
afleiðingum fyrir stofnunina og
starfsmenn hennar. Margt misjafnt
hefur komið upp á yfirborðið að
undanfórnu, sumt ágætt en annað
stórfurðulegt.
Meðal þess síðarnefnda má nefna
aðför að ágætum forstjóra stofnun-
arinnar til margra ára, Agústi Guð-
mundssyni, sem eytt hefur lengst-
um hluta starfsævi sinnar til upp-
byggingar kortagerðar í landinu. í
dag er almannarómur að honum
hafi verið velt úr starfi að undirlagi
eftii-manna sinna, sem áður voru
hans nánustu samstarfsmenn, fyrir
litlar sem engar sakir. Það er gott
fyrir skattborgara þessa lands að
vita hvernig farið er með fjármuni
þeirra, en þegar Landsbanki ís-
lands losaði sig við þrjá banka-
stjóra og réði einn í staðinn, þá
setti umhverfisráðheiTa þrjá for-
stjóra yfir Landmælingar Islands í
stað eins áður. Enda er ljóst að ráð-
herra hefur lengi verið með allt í
nærhaldinu vegna flutningsmálsins,
svo mikið að hann hefur látið allt
eftir þeim sem vilja flytja með,
jafnvel þó þeir hafi ýmislegt á sam-
visþunni og lítt til verka hæfir.
í fjölmiðlum að undanfórnu hafa
forsvarsmenn Landmælinga ís-
lands farið mikinn gegn þeim
starfsmönnum sem haft hafa ráð og
rænu á að forða sér burtu áður en
flutningurinn ríður yfir. Er nóg að
nefna offarir gegn þeim sem vinna
að kortagerð og kortasölu fyrir Mál
og menningu, sem lengi hefur rekið
heilbrigða samkeppni í bókaútgáfu
og virðist ekki slá vindhöggin í
kortaútgáfu. Eitthvað hefur sam-
keppnin farið fyrir brjóstið á einok-
unarapparati ríkisins, því í stað
þess að svara fyrir sig með bættri
vöra reyna þeir að níða samkeppn-
isaðilann niður í svaðið. Þetta minn—
ir óþægilega á aðfarir gömlu kaup-
félaganna gegn smákaupmönnum
til sveita.
Nei Guðmundur Bjarnason, nú
er nóg komið! Það væri nær að laga
til í kofanum og brýna starfsmenn
til betri verka en að stunda opin-
bert landbrot í krafti pólitískrar bá-
bilju og sturta tugum eða hundruð-
um milljóna okkar skattborgaranna
niður í ræsið. Framtíð íslenskrar
kortagerðar verður ekki borgið
með aðfór sem þessari, heldur væri
nær að einkavæða stofnunina og
hlífa þegnum landsins við sukki og
svínaríi sem virðist grassera í skjóli
opinbers rekstrar.
BJARNI GUÐMUNDSSON,
Hlíðarhjalla 67, Kópavogi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efní
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.