Morgunblaðið - 16.07.1998, Page 1
STOFNAÐ 1913
158. TBL. 86. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll
Övissa ríkir
um utkomuna
Róm. Reuters.
REYNT er til þrautar að ná sam-
komulagi um stofnun alþjóðlegs
stríðsglæpadómstóls á ráðstefnu í
Róm og standa viðræður í jámum.
Samningamenn hafa frest til mið-
nættis annað kvöld til að leggja
fram drög að samningi um dómstól-
inn. I gær var enn deilt um megin-
atriði í honum en forseti ráðstefn-
unnar, Kanadamaðurinn Philippe
Kirsch, vann hörðum höndum að því
að ná samkomulagi og mun í dag
leggja fram ný samningsdrög, að
því er Tómas H. Heiðar, þjóðréttar-
fræðingur utanríkisráðuneytisins,
sem situr fundinn, segir.
Fulltrúar 160 ríkja hafa undan-
famar fímm vikur rætt um eðli og
hlutverk alþjóðlegs stríðsglæpa-
dómstóls. Hópur um sextíu ríkja,
sem Island tilheyrir, vill að dóm-
stóllinn verði sjálfstæð stofnun, sem
hafi vald til að sækja stríðsglæpa-
menn til saka. Bandaríkin, Frakk-
land og fleiri ríki vilja takmarka
vaW og lögsögu dómstólsins.
I gær kynnti fulltrúi Indlands
breytingartillögu sem gerir ráð fyr-
ir að notkun kjarnavopna verði sldl-
greind sem stríðsglæpur, en kjam-
orkuveldin fimm em andvíg því.
Samkomulag hefur þegar náðst
um 80% af texta samningsins en
hart er tekist á um það sem upp á
vantar. Að sögn Tómasar bíður
Kirsch erfitt verkefni. „Ljóst er að
eðli málsins samkvæmt er afar mik-
ilvægt að ná samkomulagi við síðar-
nefndu ríkin og að þau gerist aðilar
að samningnum," segir Tómas.
„Ekki er hins vegar mikið svigrúm
fyrir hendi því samkomulagið má
ekki fela í sér að dómstóllinn veikist
og missi sjálfstæði sitt.
Afdrif IMF-lánsins í
höndum Dúmunnar
Moskvu. Reuters.
Norður-Irland
Ráðist að
lögreglu
TIL átaka kom milli mótmælenda úr
röðum Oraníumanna, sem krefjast
þess að reglubræður fái að ganga
fylktu liði niður Garvaghy-veg, og
öryggissveita lögreglunnar í Porta-
down á Norður-Irlandi í gær.
Mótmælendurnh- kveiktu í gas-
hylkjum og köstuðu bensínsprengj-
um að lögreglumönnum, sem svör-
uðu með því að skjóta plastkúlum að
óeirðaseggjunum. Talsmaður lög-
reglunnar sagði að einn mótmælend-
anna hefði sést handleika byssu, en
engum skotum var hleypt af.
Oraníumenn hafa staðið mótmæla-
stöðu við vegartálma lögreglunnar
við Drumcree-kirkju síðan 5. júlí.
Haft var eftir talsmanni lögreglunn-
ar að mótmælendum þar hefði fækk-
að mjög eftir að þrír ungir bræður
létu lífið á hörmulegan hátt af völd-
um eldsprengjuárásar öfgasinnaðra
sambandssinna um helgina. Hann
sagði að lögreglan þyrfti eftir sem
áður að kljást við fámennan en harð-
skeyttan hóp öfgamanna sem reyndi
að brjótast í gegnum vegartálmana.
Blair segist vongóður
Tony Blah’, forsætisráðherra
Bretlands, sagðist í gær vongóður
um að með viðræðum og góðum vilja
tækist að leysa deiluna. Hann sagð-
ist eiga von á að viðræður við Óran-
íumenn gætu brátt hafist á ný.
„Þótt það vh'ðist undarlegt að
segja þetta í ljósi hins hörmulega
morðs á ungu bræðrunum þremur,
er staðreyndin sú að við munum
sigrast á vandanum," sagði Blair í
ræðu á breska þinginu í gær, og vís-
aði til þess að íbúar Norður-írlands
hefðu tvisvar á þessu ári greitt at-
kvæði í þágu friðar, annarsvegar í
atkvæðagreiðslu um páskasam-
komulagið og hinsvegar í þingkosn-
ingunum í júní.
Lögreglan skýrði frá því í gær að
annar mannanna tveggja, sem teknir
voru höndum vegna morðsins, hefði
verið látinn laus án ákæru.
DUMAN, neðri deild rússneska
þingsins, afgreiddi í gær sem lög
nokkur þeirra frumvarpa, sem ætl-
að er að draga úr efnahagsöngþveit-
inu í landinu og tryggja um leið
mörg hundruð milljarða króna að-
stoð frá alþjóðlegum lánastofnun-
um. Enn eru þó mörg óafgreidd og
stjórnin hefur aðeins frest fram til
20. þ.m. til að koma þeim í gegn.
Stjórn IMF, Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, kemur saman nk. mánu-
dag, 20. júlí, til að afgreiða fyrsta
hluta aðstoðarinnar, 432 milljarða
ísl. kr., en hún er að nokkru háð því,
að stjórnin hafi gripið til ýmissa
ráðstafana í efnahagsmálum. Verða
níu stjórnarfrumvörp rædd í
Dúmunni í dag, þar á meðal nýjar
reglur um tekjuskatt einstaklinga.
I umræðunum í gær lýstu margir
þingmenn áhyggjum af því, að
Rússland væri að verða of háð er-
lendum lánastofnunum, og sögðu,
að efnahagsráðstafanirnar, breyt-
ingar á skattalögum og minni ríkis-
útgjöld, myndu auka enn á vesöld-
ina meðal rússnesks almennings.
Listin að innheimta skatta
Sergei Dúbínín, seðlabankastjóri
í Rússlandi, sagði í gær, að hætt-
unni á gengisfellingu hefði verið
bægt frá í bili með fyrirheiti IMF
um aðstoð en hún yrði þó ekki úr
sögunni fyrr en rússnesk stjórnvöld
lærðu þá list að innheimta skatta,
þegar þau gætu farið að taka undir
með Benjamin Franklin, sem hefði
verið vanur að segja, að í þessum
heimi væri ekkert öruggt nema
dauðinn og skattarnir.
Utför
keisarans
mótmælt
NOKKRIR prestar rússnesku
rétttrúnaðarkirkjunnar og fleira
fólk komu í gær saman í Péturs-
borg til að inótmæla formlegri
útför Nikulásar II Rússakeisara
og fjölskyldu hans, en hún verð-
ur á morgun. Hefur þetta mál,
sem upphaflega átti að vera eins
konar sáttargjörð þjóðarinnar
við sína eigin sögu, snúist upp í
illdeilur og ásakanir en kirkjunn-
ar menn segjast ekki enn vera
vissir um, að líkamsleifarnar séu
í raun af keisarafjölskyldunni.
Veðurblíðan er nyrst
og syðst í Evrópu
Vætutíð á meginlandinu og óvenjukalt í jiilí
Ósltí, London, Dallas. Reuters.
DUDU er elsta panda í heimi, 36 ára, og
býr í dýragarði í Wuhan í Kína. Hér hefur
hún fengið klakastykki sér til hressingar í
sumarhitanum og virðist ekki veita af.
VEÐRIÐ hefur verið mjög undarlegt að und-
anförnu, svækjuhiti sums staðar en hrollkalt
annars staðar og víða skammt á milli veðra-
kerfanna. í Norður-Noregi ríkir hitabeltis-
veðrátta, 30 gráður á daginn og um 20 á nótt-
unni, og á Spáni hefur hitinn legið í 40 gráð-
um. Annars staðar í Evrópu hrylla menn sig
yfir óvenjulega köldu og vætusömu sumri.
Síðustu daga hefur víða verið 30 stiga hiti í
Troms og Norðlandi en nokkru kaldara í
Finnmörk eða „aðeins" 25 stig. I Vesturálnum
fór hitinn ekki niður fyrir 20 stig á nóttunni og
fólk er nú farið að streyma frá Suður-Noregi
til að njóta veðurblíðunnar fyrir norðan heim-
skautsbaug. Er sama veðrinu spáð áfram en
það er þakkað miklu háþrýstisvæði yfii’
Barentshafi. Það mun einnig viðhalda vætu-
tíðinni í sunnanverðum Noregi, Danmörku og
Svíþjóð.
í Vestur- og Austur-Evrópu hefur verið
vætusamt í sumar. Var júní þó aðeins yfir
meðallagi hvað hitafar snertir en það, sem af
er júlí, hefur verið miklu kaldara en í meðal-
ári. Hefur þetta bitnað verulega á gos-
drykkja- og íssölu en reyndin er sú, að hún
eykst eða minnkar um eitt prósent fyrir
hverja gráðu, sem hitinn fer yfir eða undir
meðallagið.
16 látnir í Dallas
A Spáni, einkum inn til landsins, hefur hit-
inn farið upp 140 gráður á celsíus og í Dallas í
Texas í Bandaríkjunum í 43 gráður. Þar hafa
16 manns látist af völdum hitans, aðallega
aldrað fólk og hjartveikt. Sjá veðurfræðingar
ekki fyrir neina breytingu á næstunni en allir
vona að sagan frá 1980 endurtaki sig ekki, en
þá fór hitinn í og yfir 37 stig 69 daga í röð.