Morgunblaðið - 16.07.1998, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ég mun ekki gefast upp
Dómari í Istanbúl í
Tyrklandi dæmdi
Halim Al, barnsföður
Sophiu Hansen, í
um eitt hundrað
króna sekt vegna
umgengnisréttarbrots
hans í sakadómi í
gærmorgun. Þór-
oddur Bjarnason
ræddi við Sophiu
Hansen um viðburði
síðustu daga en hún
segir að fundir sínir
og dætranna hafi
valdið því að dómur-
inn varð ekki þyngri
en raun bar vitni.
Hurriyet
SOPHIA Hansen og Halim A1 horfast í augu í dómsal í Istanbúl í Tyrklandi í gærmorgun. Á milli þeirra
standa lögræðingar þeirra, Hasip Kaplan, við hlið Sophiu, og Hayati Yazici við hlið Ilalims.
„FG HEF það svona þokkalegt,
miðað við aðstæður, en er ekkert
alltof hamingjusöm,“ sagði Sophia
Hansen þegar Morgunblaðið náði
tali af henni stuttu eftir að dómari í
sakadómi í Istanbúl hafði dæmt
Halim Al, barnsfóður hennar, í eins
dollara og þrjátíu senta sekt, um eitt
hundrað íslenskra króna, fyrir brot
á umgengnisrétti. Dómarinn dæmdi
Halim fyrst í eins mánaðar og fimm
daga fangelsisvist en breytti svo
dóminum eins og fyrr greinir.
Að sögn Sophiu kom það á óvart í
gærmorgun að sá dómari sem hefur
haft með málið að gera hingað til
hafði verið sendur í annað verkefni.
Hún sagði að sá dómari hefði ávallt
tekið málin föstum tökum og Halim
hafi óttast hann. „Málið hafði verið
tekið úr hans höndum og sá sem tók
við ákveður þarna að dæma strax í
málinu. Af því ég hafði fengið að um-
gangast börnin mín í fjóra daga í
síðustu viku breytti hann dóminum í
peningasekt. Þetta er alveg með
ólíkindum,“ sagði Sophia.
Heilsa mín leyfir ekki
erfíð ferðalög
Hún sagði dóminn með ólíkindum
ekki síst vegna þess að þær aðstæð-
ur sem hún fékk að hitta dætur sín-
ar Dagbjörtu og Rúnu við, voru ekki
viðunandi. „Því tel ég að það hefði
verið í lagi að láta fangelsisdóminn
standa. Að vísu skammaðist dómar-
inn í Halim og sagði honum að
leggja af þennan leiðinlega vana
sinn og leyfa mér að umgangast
bömin eins og ég vildi, og Halim lof-
aði því.“
Sophia segir þó erfitt fyrir sig að
láta reyna á umgengnisrétt sinn ef
dætur hennar verða áfram í fjalla-
þorpinu Divrigi, vegna þess að
heilsa hennar leyfi ekki erfið ferða-
lög af því tagi sem leiðin til Divrigi
krefst. Sophia hefur meðal annars
átt við bakveiki að stríða og mikil
vökvasöfnun í líkamanum, sem
stafar af ókunnum ástæð- ~
um, háir henni mikið. Þœr hafa engu
Halim A1 kom í saka- gleymt og
dóminn í gærmorgun en spyrja margs
þær Dagbjört og Rúna
Kannski hafa dómsyfirvöld verið að
bíða eftir þessu máli sem tekið var
fyrir í morgun [í gærmorgun], ég
veit það ekki, en ég vona að það fari
að líða að því að hæstiréttur taki
málið fyrir,“ sagði Sophia.
Halim er til dæmis einu sinni bú-
inn að fá tæplega fjögurra mánaða
fangelsisdóm, sem hann áfrýjaði, en
Sophia vonar að hann verði látinn
afþlána hann á þessu ári.
Það var stutt í grátinn
dvöldu, ásamt fósturmóður sinni og
öðrum fjölskylduvinum, í borginni
Erzurum í Austur-Tyrklandi, ekki
langt frá þeim stað þar sem
mæðgurnar hittust í síðustu viku.
Ætlar ekki að una sektinni
Samkvæmt því sem Sophia heyrði
frá fólki í réttinum ætlaði Halim A1
ekki að una dómnum þar sem hon-
um finnst með honum vegið að
mannorði sínu. Fjögur umgengnis-
réttarmál Sophiu gegn Halim A1
bíða nú dóms í hæstarétti í Ankara.
„Þetta er búið að taka ótrúlega lang-
an tíma og það er búið að gera allt
til að fá þessum málum flýtt.
Aðspurð um fundi hennar og
dætra hennar í síðustu viku segir
hún að þeir hafi verið miklar gleði-
stundir. „Þetta var afskaplega erfitt
en jafnframt var það mikil gleði-
stund þegar ég fékk að faðma þær
og snerta og tala við þær. Það var
stutt í grátinn hjá þeim, og okkur
öllum, en við gerðum allt til að
harka sem mest af okkur til að láta
ekki bera á því.
Þetta var afskaplega erfitt and-
lega, einkum vegna þess að við gát-
um ekki mikið talað saman í ein-
rúmi. Það var einungis fyrsta dag-
inn sem við fengum frið frá Halim
en annars var hann alls staðar á
vappi,“ segir Sophia en þær mæðgur
hittust á heimili Halims og hann var
að sögn Sophiu alltaf nálægt og
fylgdist með samtölum þeirra.
„Við sátum stundum úti á verönd
og hann var í næsta herbergi með
opið inn til sín. Hann gerði sér grein
fyrir því að þær hafa ekkert breyst.
Þær eru sömu elskulegu stúlkurnar
og þær voru, og það hefur farið í
taugarnar á honum. Þær elska mig
og hann er ekki ánægður með að á
þessum átta árum, sem hann hefur
verið með þær, hefur honum ekki
tekist að þurrka mig úr hjarta
þeirra og sál.“
Sophia segir þær mæðgur hafa
náð vel saman á fundum sínum. Hún
segir að þær hafi haldið sig innan-
dyra og þrátt fyrir að þær hafi lang-
að að komast út í gönguferð hafi við-
vera fjölmiðla í bænum
ekki gert það mögulegt.
Þær skoðuðu saman
myndaalbúm með mynd-
um af íslenskum ættingj-
um og vinum. „Þær hafa engu
gleymt. Þær muna eftir hverju smá-
atriði sem þær upplifðu heima á ís-
landi og spurðu mikið um fjölskyldu-
meðlimi og frændsystkini sem þær
eiga á svipuðum aldri, hvað þau
hefðust að, hvaða menntun þau
hefðu valið sér og annað," sagði
Sophia. Hún sagði að þær hefðu þó
ekki fengið næði við að skoða mynd-
irnar þar sem Halim var alltaf yfir
þeim og fékk að skoða hverja mynd.
Hann gerði þó enga athugasemd við
þetta að hennar sögn.
Aðspurð hvað muni gerast þegar
stúlkurnar fái sjálfræði 18 ára gaml-
ar segist hún ekkert vita. „Þá ættu
þær að vera frjálsar, en ég veit ekki
hvað mér tekst að vera mikið með
þeim og hversu mikil áhrif faðir
þeirra getur haft á framtíð þeirra.“
Bökuðu köku handa
móður sinni
Sophia segir að kveðjustundin í
Divrigi síðastliðinn laugai-dag hafi
veið afskaplega erfið. „Við borðuðum
saman morgunmat sem þær undh-
bjuggu. Þær bjuggu til köku handa
mér og við ræddum ýmislegt á með-
an við snæddum. Síðan útbjuggu
þær nesti handa mér því það var
fjögurra tíma ferð út á flugvöll í bfl
og síðan þurfti ég að fljúga til
Ankara og þaðan til Istanbúl. Báðar
leiðir, frá Istanbfl til Divrigi og til
baka, eru samtals um 2.000 kflómetr-
ar og þetta var mjög erfitt ferðalag."
Hún sagði að þegar þær skildu
hafi fylgt óskir um að þær myndu
hittast fljótt aftur. „Ég lofaði að
hringja í þær til að láta vita hvernig
ferðin hefði gengið og það gerði ég á
laugardaginn. Þær voru afskaplega
hamingjusamar og sögðust geta sof-
ið rótt að vita af mér heilli. Þær
sögðust ætla að biðja fyrir velferð
minni og lýstu yfir áhyggjum af
heilsufari mínu en það hefur ekki
verið gott.
Ætla í læknaskóla
Um skólagöngu stúlknanna sagði
Sophia að nær alveg víst væri að
þær gengju í islamskan skóla þótt
Halim A1 vilji ekki viðurkenna það.
„Þær sögðu mér að þær hefðu feng-
ið fulla menntun og sögðust eiga eitt
ár eftir í menntaskóla."
Þrátt fyrir að eitt ár sé á milli
þeirra Dagbjartar og Rúnu, eru þær
á sama ári í skóla og útskrifast á
sama tíma. Þær sögðu móður sinni
að eftir menntaskóla langaði þær
báðar í læknanám. „Það er háskóli í
Istanbúl sem þær gætu gengið í en
þær höfðu áhyggjur af því að þeim
yrði ekki hleypt inn vegna þess
hvernig þær eru klædd-
ar,“ sagði Sophia en dæt-
ur hennar klæðast skó-
síðum kápum með slæður
yfir höfði. „Það er bannað
að vera klæddur á þann hátt í há-
skólanum. Það er einkum vegna
hættu á hryðjuverkum því hægt er
að fela vopn innan slíkra klæða.“
Næsta skref hjá Sophiu og dætr-
um hennar verður að fá að hittast á
ný og þá helst í Istanbúl. „Ég treysti
mér varla í aðra svona ferð, og ég
sætti mig ekki við að Halim sé yfir
okkur allar stundir. Við mæðgur
eigum þennan rétt á að vera saman í
júlí og ágúst samkvæmt hæstarétt-
ardómi, en á sama tíma vil ég ekki
að þetta skaði þær á nokkurn hátt.
Ég vil ekki að þær verði þvingaðar
til að koma til mín. Þær báðu mig
líka um það sjálfar að láta ekki taka
sig með valdi heldur að reyna frekar
samningaleiðina.“
Kom með mysing
og flatkökur
Gríðarleg öryggisgæsla var í Di-
vrigi þessa daga sem Sophia dvaldi
þar en að hennar sögn varð hún ekki
fyrir neinni áreitni. Allir sem á vegi
hennar urðu í Divrigi voru elskuleg-
ir og fundu til með þeim mæðgum.
Eftir því var tekið hve vel Halim
A1 kom fram í málinu í síðustu viku
og segir Sophia að ekki hafi orðið
breyting þar á í réttinum í gær-
morgun. „Hann heilsaði mér að
fyrra bragði og talaði við mig og lof-
aði því að hann léti stelpurnar
hringja til mín. Hann gaf jafnframt
út yfirlýsingu um að hann stæði ekki
í vegi fyrir að ég fengi að hafa þær
hjá mér. Næsta skref er eins og ég
sagði áðan að reyna að fá þær til að
koma til mín til Istanbúl,“ segir
Sophia en í íbúð hennar í Istanbúl
bíður matur frá Islandi sem hún
kom sérstaklega með handa dætrum
sínum. „Ég kom með mysing, cocoa
puffs, flatkökur og annað sem þær
voru alltaf mjög hrifnar af.“
Lagalega séð er næsta ski'ef í
stöðunni að bíða eftir að hæstiréttur
taki málið fyrir. Meðferð tyrkneskra
stjórnvalda á málinu í heild sinni
hefur verið kærð til mannréttinda-
dómstólsins í Strassborg og óvíst er
hvenær málið verður tekið fyrir þar,
að sögn Sophiu.
Sophia þarf að fara úr landi í
haust þegar landvistarleyfí hennar
rennur út. Hún segir að tyrknesk yf-
irvöld hafi ekki verið að létta henni
róðurinn, eins og hún orðar það,
með því að láta hana fá lengra land-
vistarleyfi.
Hún segist þakklát fyrir hlýhug
fólks á íslandi og aðstoð þess og
einnig aðstoð utanríkisráðuneytisins
í málinu. Hún lætur engan bilbug á
sér finna. „Ég er þreytt og brotin,
því þetta er búið að vera mjög átak-
anlegt og erfitt þótt það
hafi fært mér hamingju.
En ég mun ekki gefast
upp og ég fer ekki heldur
að bregðast þeim stuðn-
ingi sem ég hef fengið frá íslensku
þjóðinni og utanríkisráðuneytinu
með því að gefast upp.“
Að lokum sagði Sophia það hafa
verið erfitt fyrir sig hingað til að tjá
sig um málið. „Það er voðalega erfitt
að opna sig því maður fær ekki útrás
strax. Maður má ekki gráta til að
koma stelpunum ekki í uppnám og
byrgir því tilfinningar inni,“ segir
Sophia sem fær góðan stuðning frá
vinum sínum og fjölskyldu á Islandi
meðal annars og þau stappa í hana
stálinu. „Sigurður Pétur Harðarson,
stuðningsmaður minn, stendur líka
sem klettur við bakið á mér og hann
bregst ekki.“
Átakanlegt og
erfitt en færir
hamingju
íslandi líkt
við risastóra
erfðafræði-
rannsóknar-
stofu
í UMFJÖLLUN blaðsins The Wall
Street Journal Europe um sviss-
neska lyfjafyrirtækið Roche, nýjan
yfirmann þess dr. Jonathan Know-
les, og vaxandi áherslu fyrirtækisins
á erfðafræðirannsóknir í framtíðar
lyfjaframleiðslu sinni, er fjallað um
fimm ára og 200 milljóna dollara,
(14,3 milljarða ki'óna), samning fyr-
h-tækisins við íslenska erfðagrein-
ingu. Starfsemi Islenskrar erfða-
greiningar miðar að því, eins og
greinarhöfundur orðar það, að
„breyta íslandi í risastóra erfða-
fræðirannsóknarstofu."
í greininni kemur fram að sér-
fræðingar hafi dregið gildi samnings
Roche og ÍE í efa, og sagt að pen-
ingum fyrirtækisins hefði hugsan-
lega verið betur varið í að treysta
lyfjadeild fyrirtækisins með hefð-
bundnum samningum við lyfjafyrir-
tæki.
Roche er í dag sjötta stærsta
lyfjafyrirtæki heims á sviði lyfseðils-
skyldra lyfja.
Veðja á erfðafræðirannsóknir
Forstjóri Roche segir að þrátt
fyrir gagnrýni sem þessa megi ekk-
ert standa í vegi fyrir þróun í grein-
inni, nú þegar örar breytingar eru í
heilbrigðismálum.
í greininni segir að Roche hafi
veðjað á erfðafræðirannsóknir sem
mikilvægan þátt í lyfjaframleiðslu
framtíðarinnar og telur að þær
rannsóknir gefi lyfjafyrirtækjum
möguleika á að rannsaka lífefna-
fræðilegan feril sjúkdóma, í þeirri
von að bera kennsl á staði í erfða-
uppbyggingu mannsins þar sem lyf
geta haft áhrif. Þar kemur samning-
urinn við ÍE inn í myndina.
Greinarhöfundur segir að stóra
spurningin sem lyfjaframleiðendur
standa frammi fyrir sé hve mörg
hinna um það bil 100.000 gena
mannsins séu áhrifavaldar í sjúk-
dómsvaldandi stökkbreytingum
gena. „Ef það eru nokkur hundnið,
yrði genamynstur sjúkdóma of flók-
ið til að úr því yrði nokkum tíma
ráðið,“ segir Knowles. „En ef fjöldi
gena sem liggur að baki helstu sjúk-
dómum er nær 10 en 100, sem við
höfum trú á, er mögulegt að leita
þessa sjúkdóma uppi og þróa lyf
gegn þeim.“
Líkur þess að árangur náist í slík-
um rannsóknu eru mestar í ríki eins
og íslandi, segir í greininni, þar sem
einangmn og „innrækt" fólksins
auðvelda að rekja ættir og erfðir.
St. Jósefs-
systurnar
flylja úr
Garðabæ
SÍÐUSTU Sankti Jósefssyst-
umar flytja senn úr aðsetri
reglunnar við Holtsbúð í Garða-
bæ, en þangað fluttu þær eftir
að starfsdegi þeirra lauk á
Landakotsspítala. Verður heim-
ilið leigt fyrir starf og heimili
í'jTÍr aldraða í Garðabæ.
Aðeins voru fjórar systur eft-
ir í Garðabænum en þær vom
flestar á annan tuginn. Tvær
systranna flytja í byrjun næstu
viku til Kaupmannahafnar og
hinar tvær munu flytjast í að-
setur systranna við Bámgötu í
Reykjavík. Bæjaryfirvöld
Garðabæjar hafa ákveðið að
taka hús systranna á leigu sem
aðsetur fyrir starf fyrir aldraða
í bænum og sem hjúkrunar-
heimili. Hefur heilbrigðisráðu-
neytið fyrir sitt leyti samþykkt
slíkan rekstur þar.