Morgunblaðið - 16.07.1998, Síða 7

Morgunblaðið - 16.07.1998, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 7 Skál fyrir grænmeti Það er gott að vera við skál því þá er auðvelt að teygja sig í hana og lífga upp á grænmetisbrosið Ef þú kannt að búa til klaka, geturðu gert grænmetissalat. Hráefnið er ferskt íslenskt grænmeti; tómatar, gúrkur, paprikur, laukar, sveppir, margvíslegt kál og ýmislegt fleira úr grænmetisdeildinni. Svo má bæta hinu og þessu við til að gera máltíðina enn ríkulegri, eins og þurrkuðum beikonbitum, skinkubitum, ostbitum, eggjum og ýmsu snakki - allt eftir smekk. Salatsósan eða olían gerir svo útslagið og enn eru það smekksatriðin sem ráða ferðinni. Góðar salatsósur fást í miklu úrvali í verslunum en aðferðin við þær heimalöguðu byggist á samspili vandaðrar matarolíu, ediks og ýmissa kryddtegunda. Svo hefst smökkun sósunnar og þá bæta sælkerarnir oft við einhverju, sem þeir telja að geri útslagið, líkt og sterku sinnepi og hvítlauksolíu. Einfalt og gott grænmetissalat frískar upp á máltíðina og lífgar uppá tilveruna í ferðalaginu eða í garðinum á sólardegi. Áttu skál? ÍSLENSK GARÐYRKJA c£attu/ JlcA/ LíÁcv •íæÍL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.