Morgunblaðið - 16.07.1998, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Steingrúnur J. Sigfússon segir sig úr Alþýðubandalaginu
Stofnun nýs stjórnmála-
félags í undirbúningi
OG hvar vilt þú svo liggja, góurinn???
Dúxaði í tannlækningum í Háskólanum í Bergen
Stefndi snemma á
tannlækningar
HELGI Sigurðsson lauk í júní
prófí í tannlækningum frá Há-
skólanum í Bergen með glæsi-
brag. Helgi útskrifaðist með
hæstu einkunn í árganginum
10,54 (á skalanum 1-12) en 46
nemendur útskrifuðust með
honum í vor.
Helgi kom heim í lok júní og
er strax byrjaður að vinna á
tannlæknastofu á Selfossi, hann
segir gaman að vera byijaður
að vinna, hann hafi hlakkað til
þess.
Helgi segist hafa verið ákveð-
inn í að leggja tannlækningar
fyrir sig frá því hann var 16 ára
gamall. Hann lauk stúdents-
prófí frá Fjölbrautaskóla Suð-
urlands á þremur og hálfu ári
og fór svo í tannlæknanám í
Háskóla íslands. „Það árið voru
sjö teknir inn en ég var sá átt-
undi í röðinni, ég ákvað þá að
reyna að komast inn í Háskól-
ann í Bergen en það fer gott
orð af skólanum. Eg komst þar
inn en stúdentsprófseinkunnir
eru metnar og tekið inn í skól-
ann eftir þeim,“ segir Helgi.
Mikill lestur
Helgi segist hafa verið mjög
ánægður með skólann, nemend-
ur fái mikla starfsþjálfun og
mikil áhersla sé lögð á rann-
sóknir í skólanum m.a. í tann-
holdssjúkdómum. Námið tekur
fímm ár en skólaárið nær frá
ágúst fram í júní og skiptist í
þrjár annir og lýkur hverri
þeirra með prófum. „Engin
upplestrarpróf eru svo maður
þarf að lesa jafnt og þétt.
Skóladagurinn er frá átta til
fjögur og svo þurfti að lesa
fram á kvöld, þetta var mikill
lestur. Þetta var erfíðast fyrst
Morgunblaðið/ Sigurður Fannar
HELGI Sigurðsson, nýútskrif-
aður dúx í tannlækningum úr
Háskólanum í Bergen, ánægður
að vera kominn til starfa.
meðan maður var að ná tungu-
málinu en dönskukunnáttan
hjálpaði mikið, ég ákvað líka
strax að taka prófin á norsku
en ekki ensku til að komast sem
fyrst inn í málið.“
Sælusnúðar
Ömmu Pizza 450g
Lambi eldhúsrúllur 4 stk.
ianilsnúðar
Lajmbi wc pappír 6 rúllur
pepperone og skinka
INNI HEIM • UM LAND ALLT
Veiðar villtra fugla og spendýra
Kóng'urinn vildi
hvftar rjúpur
Áki Ármann Jónsson
Hhlutverk emb-
ættis veiðistjóra,
sem hefur aðset-
ur á Akureyri,
er skilgreint í lögum sem
yfirleitt eru nefnd villi-
dýralögin og er verksviðið
vemd, friðun og veiðar á
villtum fuglum og villtum
spendýram á Islandi.
Veiðistjóri heyrir undir
umhverfisráðherra og hef-
ur stjóm á þeim aðgerðum
opinberra aðila sem ætlað
er að hafa áhrif á stofn-
stærð og útbreiðslu villtra
dýra eða tjón af völdum
þeirra.
Tveir eru í fullu starfi
hjá embættinu en auk þess
eru nokkur hlutastörf. Áki
Armann Jónsson, nýskip-
aður veiðistjóri, segir að
störfin séu margvísleg, m.a. ráð-
stafanir vegna ágangs álfta og
gæsa á túnum, umsjón refa- og
minkaveiða, talning á hreindýra-
stofninum á Austurlandi og
ákvörðun veiðikvóta, rekstur
hundabús 1 Mosfellsbæ fyrir
minkaveiðimenn og umsjón veiði-
kortakerfisins.
-Eru veiðikortin dýr?
„Gjaldið er 1.500 krónur á ári.
Kortin voru 11.200 í fyrra og
tekjurnar milli 18 og 19 milljónir
króna, líklega aðeins minni á
þessu ári. Féð rennur í sjóð sem
notaður er til rannsókna og nið-
urstöður þeirra eru síðan notað-
ar til að áætla m.a. stofnstærð og
taka út frá þeim upplýsingum
ákvarðanir um veiðar. Veiði-
mennirnir standa nú með
greiðslum fyrir kortin sjálfir
undir rannsóknum á stofnum
sem þeir nýta.“
-Hvernig hefur reynslan af
kerfínu verið?
„Við tókum veiðikortakerfið í
notkun í maí 1995 og mér finnst
hún vera mjög góð. Við höfum
átt ágætt samstarf við Skotvís og
skotveiðimenn almennt. Aður
var lítið vitað um veiðistofna hér
á Islandi.
Um veiðarnar gilda svokölluð
rammalög. I reynd má segja að
öll villt dýr séu friðuð í grund-
vallaratriðum en ráðherra leyfir
takmarkaðar veiðar á um 30
fuglategundum auk fáeinna
spendýrategunda. Alls eru veidd-
ir um 500 þúsundir fuglar árlega
á íslandi, mest af lunda eða 200-
250 þúsund."
- Erlendis skjóta menn mikið
af hrossagauk og fleiri fuglum
sem enginn veiðir hér. Af hverju
er þetta bannað?
„Þetta er góð spuming,
hrossagaukastofninn er talinn
vera um ein milljón. Hrossa-
gaukur var skotinn hér á landi til
1918 en friðaður síðan. Fyrir því
eru engin vistfræðileg rök, ein-
göngu tilfinningaleg.
Rjúpnaveiði byrjar í október
og lýkur í desember. Engin
stofnvistfræðileg rök eru fyrir
því að byrja ekki að veiða hana
fyrr. Kóngurinn í Kaupmanna-
höfn vildi á sínum tíma frekar fá
hvíta rjúpu og þess
vegna var bannað að
veiða hana fyrr en 15.
október. Þetta er
gömul hefð en líklega
væri hægt að nýta
stofninn betur með því að byrja
fyrr á haustin.“
-Hvað viltu segja um gæsa-
veiðina?
„Við fylgjumst vel með gæsa-
stofnunum vegna þess að sam-
starfið við þá sem fara með þessi
mál á Bretlandseyjum, þar sem
► ÁKI Ármann Jónsson á ættir
að rekja til Melrakkasléttu en
er fæddur í Reykjavík árið
1967. Hann lauk stúdentsprófí
frá náttúrufræðibraut
Menntaskólans við Sund 1987
og prófí í líffræði við Háskóla
íslands 1993. Áki vann eftir
nám við rannsóknir á æðarfugli
hjá Tilraunastöðinni að Keldum
en einnig hjá Blómavali og við
ýmis önnur verkefni. Hann
réðst til embættis veiðistjóra í
mars 1995, vann þar m.a. að
undirbúningi veiðikorta-
kerfisins og var settur
veiðistjóri nú í ársbyxjun,
skipaður frá 1. júlí.
Áki á eitt barn, eiginkona
hans er Alda Þrastardóttir
framhaldsskólakennari.
heiðagæsin og grágæsin hafa
vetursetu, er afar gott.
Heiðagæsinni hefur fjölgað,
stofninn fór fyrir nokkrum árum
í meira en 200 þúsund fugla en
virðist ekki stækka núna. Svona
stór stofn þolir þó greinilega
meiri veiði en við stundum núna,
hann er vannýttur. Grágæsin
hefur hins vegar staðið í stað, er
um 80.000 fuglar. Við viljum ekki
að gengið sé á stofninn og grá-
gæsin er á mörkunum núna þótt
ekki sé hægt að tala um neina
hættu.
Upplýsingar sem við fengum
með merkingum, veiðikortakerf-
inu og skýrslum sem korthafar
verða að senda okkur urðu til
þess að við gátum áttað okkur
betur á stöðunni.
Áður voru þetta nánast allt
ágiskanir hjá okkur. ímyndaðu
þér fiskifræðing sem fengi aldrei
neinar aflatölur í hendurnar!"
- Segja menn satt og rétt frá í
skýrsiunum?
„Rjúpnaveiðin hefur t.d. aukist
í samræmi við okkar tölur um
meiri stofnstærð svo að þessu
virðist bera saman. Veiðamar eru
hóflegar og endurspegla ástand
stofnsins, hafa ekki áhrif á hann
en eru eins og náttúruleg afföll.
Skýrslumar eru nafnlausar
þannig að menn gera þetta ein-
göngu upp við eigin samvisku.
Við sjáum samt að flestir vanda
sig, skrifa kannski
fyrst sex rjúpur en
stroka út og skrifa sjö.
Sömu mennimir
skrökva auk þess
nokkurn veginn í
sömu hlutfóllum frá ári til árs,
hvort sem þeir nú draga frá eða
ýkja, vegna skattamála eða ann-
ars. Það er erfitt að sjá fyrir sér
að nógu margir geti tekið sig
saman um að blekkja til að fá
niðurstöðu á landsvísu sem þeir
telja sér æskilega."
Alls veiddir
um 500.000
fuglar