Morgunblaðið - 16.07.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 16.07.1998, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Sighvatur Björgvinsson fagnar sjávar- útvegsstefnu Sverris Hermannssonar Eins og stefna Alþýðuflokksins 70 ár frá sveinsprófi Steinbær fær að standa GÖTUHÚS við Vesturgötu 50A á sér nú loks viðreisnar von. Götu- hús var byggt 1894 og er einn af 170 steinbæjum sem byggðir voru undir lok síðustu aldar og eru jafnvel taldir eina reykvíska húsagerðin. Núverandi eigendur Götuhúss vinna að því að gera húsið upp og hafa fengið til þess styrk frá húsverndarnefnd sem heyrir undir umhverfismálaráð Reykjavíkur. Fyrri eigendur höfðu farið fram á leyfi til að rífa húsið. Byggingarnefnd Reykja- víkur synjaði beiðninni en um- hverfismálaráðherra felldi síðar úr gildi ákvörðun byggingar- nefndar. Ekki varð þó úr að hús- ið yrði rifið. Núverandi eigendur, Friðrik Weisshappel og Andrea Róberts- dóttir, eru í nánu samstarfi við Árbæjarsafn um endurbæturnar. Enn standa um 20 steinbæir og eru margir í niðumíðslu. Sem dæmi um aðra steinbæi sem gerð- ir hafa verið upp má hins vegar nefna Hákot, Garðastræti 1 la, og Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6. -------------- Fikt olli bruna í bilskúr TALIÐ er að fikt óvita með eld sé orsök að bruna í bílskúr við einbýl- ishús á Álftanesi í fyrradag. Urðu talsverðar skemmdir á bílskúmum og dóti sem þar var en aðallega reyk- og vatnsskemmdir í sjálfu íbúðarhúsinu. Meðal varnings í bílskúmum vom nokkrir gaskútar og samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglu vora þeir í miðju eldhafinu. Sprangu einhverjir þeirra en ollu ekki slysum og telur lögreglan að þarna hafi því farið betur en gat orðið vegna þessa eldfima varnings. SIGHVATUR Björgvinsson segir að sú sjávarútvegsstefna nýs stjórn- málaafls sem Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri, kynnti á stjórnmálafundi á Isafirði fyrr í vik- unni sé sú sama og Alþýðuflokkurinn og jafnaðarmenn hafi barist fyrir ár- um saman. „Hann talar um að setja aflaheim- ildir á markað. Þetta er okkar til- Iaga. Meira að segja tölur sem hann nefnir í þessu sambandi era eins og upp úr ræðu eftir Ágúst Einarsson [Þingflokki jafnaðarmanna]. Þetta er ekkert nýtt.“ Sighvatur bendir á að veiðileyfagjald megi innheimta nán- ÞORSTEINN Pálsson sjávarát- vegsráðherra segir að tillögur Sverris Hermannssonar í sjávarút- vegsmálum séu ein grófasta atlaga að vestfirskum hagsmunum sem hann hafi séð. „Að minni hyggju yrði framkvæmdin á þessari stefnu til þess að Vestfirðir yrðu í besta falli sumarleyfisstaður en ekki vett- vangur fyrir gróskumikinn sjávar- útveg eins og er í dag.“ Þorsteinn tekur undir þau orð forystumanna Alþýðuflokksins að tillögur Sverris séu þær sömu og Alþýðuflokkurinn hafi barist fyrir. „Sverrir og félagar hans koma þó til dyranna eins og þeir era klæddir og segja það sem forystumenn Al- þýðuflokksins hafa ekki þorað að ast í hvaða fiskveiðistjórnunarkerfi sem er, jafnvel þegar veiðar era óheftar. „Varðandi fiskveiðistjórn- kerfið sjálft ræðir Sverrir bara um einn hlut, það er aukinn forgangur strandveiðiflotans vegna þeirrar miklu atvinnu sem hann skapar í landi. Þetta er gamalkunnugt sjónar- mið sem oft hefur komið fram og ég fyrir mitt leyti hef aðhyllst.“ „Það er mjög ánægjulegt að þeir félagarnir Matthías [Bjarnason] og Sverrir skuli gengnu- til liðs við sjón- armið alþýðuflokksmanna og Morg- unblaðsmanna í fiskveiðimálum," segir Sighvatur. Framkvæmd stefnunnar breytir Vestfjörðum í sumarleyfísstað segja upphátt fram til þessa, hvaða upphæð þeir ætla að leggja á í skatt á sjávarátveginn. Þeir segjast ætla að leggja 20 krónur á hvert þorskígildiskíló, þannig að hvert fyrirtæki á Vestfjörðum, bæði stór og smá, og þar á meðal trillukarlar, getur reiknað út sinn skatt.“ Þorsteinn tekur dæmi af einu stærsta sjávarútvegsfyi’irtæki Vest- fjarða, Básafelli, og segir að það yrði fyrir 250 milljóna ki’óna auka- skattheimtu, eða einni milljón króna á hvern starfsmann, næðu tillögur Sverris fram að ganga. „Stjómendur fyrii-tækisins eru auðvitað best til þess fallnir að segja fyrir hvaða áhrif það hefði á rekstur þess en ég hefði gaman af því að heyra sjónarmið verkalýðs- forystunnar á Isafirði á því ef þetta svigrúm væri fyrir hendi, hvort hún teldi að þessi eina milljón á hvern starfsmann væri þá betur komin í ríkissjóði eða í hærri launum fisk- verkafólks. Mín skoðun er sú að ef svigrúm atvinnufyrirtækjanna úti á landsbyggðinni, og þar á meðal á UM þessar mundir eru 70 ár frá því Þorsteinn Löve lauk sveins- prófi í múraraiðn, fyrstur manna á ísafirði. „Meistarinn minn var Þórður Jónasson, móð- urbróðir minn. Þannig lenti ég nú í þessu,“ sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið en hann er 87 ára gamall og búsett- ur í Reykjavík. Sama ár og hann lauk prófí, 1928, fluttist Þorsteinn suður til Reykjavík- ur og starfaði næstu áratugi á eftir við það að byggja borg þar sem áður hafði staðið þorp. „Þeg- ar ég koin liingað fyrst var Barónsstíg- urinn ysta og lengsta gatan í bænum. Rétt eftir að ég kom suð- ur talaði ég við mann sem var múrari eins og ég og hann sagð- ist vera að vinna „lengst inni í rass- gati“; það var á Leifsgötunni," segir Þorsteinn þegar hann riijar upp hve svipmót borgarinnar hefur breyst frá því að hann fyrst hrærði hér steypu. „Ég hef tvisvar flutt út úr Reykjavík; í annað skiptið flutti ég í Hlíðam- ar og í hitt skiptið í Laugarnes- ið.“ Sækir Sundhöllina sem hann byggði Múrverk er erfiðisvinna, eink- um fyrstu árin á starfsævi Þor- steins þegar steypa og múr- blanda var hrærð í höndunum. Þorsteinn segist hafa verið með Yestfjörðum, rýmkast frá því sem nú er, þá væri meira um vert að hækka laun fiskverkafólksins en að auka skattheimtuna í ríkissjóð." Erlendum mörkuðum teflt í tvísýnu Þorsteinn segir að hver maður sjái í hendi sér afleiðingar hug- mynda Sverris um frjálsar veiðar annarra en togara innan 30 mílna markanna. „Ég bendi bara á það að neytend- ur og kaupendur sjávarafurða gera í auknum mæli kröfur um það að af- urðir séu merktar með alþjóðlegri viðurkenningu sem sýni hvort veið- ar hafi farið fram með ákveðnum hætti og á sjálfbærum grundvelli. Við höfum verið í forystu í þessum efnum og fengið alþjóðlega viður- kenningu fyrir það og það væri að minni hyggju alveg fráleitt að ætla að hverfa frá þeirri stefnu og setja bæði lífshagsmuni okkar hér innan- lands og stöðu okkar á erlendum mörkuðum í tvísýnu. Ég minni á að hinn nýi sendiherra okkar í Was- hington hefur ítrekað hvatt stjóra- völd til þess að halda vöku sinni í þessu efni því hann auðvitað finnur hvaða hræringar eru að koma fram á hinum erlendu mörkuðum.“ Þorsteinn vill engu spá um hvaða fylgi Sverrir og félagar hans muni fá í kosningum, bjóði þeir fram. fyrstu mönnum í faginu til að eignast hrærivélar til að hræra múrblöndu, nokkru eftir að far- ið var að hræra steypu í vélum. Meðal þeirra húsa sem Þor- steinn Löve vann við að byggja í Reykjavik voru Sundhöllin og Háskóli íslands. „Mér finnst gaman að því þegar ég kem í sundhöllina núna og veit að ég hlóð sjálf- ur klefann þar sem ég er að skipta um föt,“ segir hann en þótt sjónin sé farin að daprast sækir hann laugamar af krafti. í háskólabygging- unni segist hann stoltur af „Löve- handriðunum," en í framleiðslu þeirra og uppsetningu sér- hæfði hann sig um tíma. „Það sér ekki á því eftir 44 ár,“ segir Þorsteinn. Á stríðsárunum var Þorsteinn verk- stjóri hjá bygginga- fyrirtæki á vegum hersins, gerði samn- inga og annaðist samskipti við herinn og upp úr því fór starf að ýmis konar félagsmálum að verða kröfufrekara á tíma hans. Þegar hann lítur yfir farinn veg segist Þorsteinn sjá ótrú- lega uppbyggingu hér á landi undanfarna hálfa öld. „Við gerðum það á fimmtíu árum sem tók 200 ár á Norðurlönd- unum, þar sem þróunin varð eðlileg. Það er því ekki að undra að sumt sé svolítið skrít- ið hjá okkur hérna,“ segir Þor- steinn Löve múrarameistari. Rannsókn gerð á einelti MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gert samning við Rannsókna- stofnun uppeldis- og menntamála um að rannsaka eðli og umfang á einelti í grunnskólum landsins. Megináhersla verður lögð á söfnun gagna í einum árgangi á miðstigi grannskóla og fer rannsóknin fram á árunum 1998 og 1999. Á síðastliðnu ári óskaði umboðs- maður barna eftir samvinnu við menntamálaráðherra um upplýs- ingaöflun úr gi’unnskólum vegna eineltis. Hér á landi hefur ekki áður verið gerð rannsókn sem varpar ljósi á heildarumfang og eðli eineltis í grunnskóla. Hins vegar hafa veríð gerðar ýmsar kannanir á tíðni ein- eltis innan tiltekinna skóla og svæða og benda þær til þess að einelti sé vandi margra ungmenna á Islandi ekki síður en jafnaldra þeirra er- lendis. Samkvæmt samningi ráðuneytis- ins og Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála verður m.a. leitast við að fá svör við því hvert er um- fang eineltis á íslandi og hvernig börn og ungmenni skilgreina einelti. Einnig er fyrirhugað að afla upplýs- inga um það hvar einelti gegn börn- um og unglingum eigi sér helst stað, hverjir verða fyrir því og hverjir beiti því. Stefnt er að því að þekk- ingin, sem aflað verður með rann- sókninni nýtist til að meta bestu forvarnarúrræðin gegn einelti og hvernig þeim verður hrandið í framkvæmd. SKAGASTRÖND Vorum að fá í sölu einlyft 120 fm einbýlishús ásamt 74 fm bílskúr sem er nýttur að hluta sem íbúðarrými. Húsið er laust nú þegar. Verð 6,5 millj. 8045. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, um sjávarútvegsstefnu Sverris Hermannssonar Gróf atlaga að vest- fírskum hagsmunum ÞORSTEINN Löve, fagnar því um þess- ar mundir að 70 ár eru síðan hann tók sveinspróf í múr- verki á ísafirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.