Morgunblaðið - 16.07.1998, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Akurnesingar óska eftir að umdæmi lögreglunnar verði endurskoðað
Sýslumenn
ræða aukna
samvinnu
Sýslumenn í Borgarnesi og á Akranesi
munu á næstunni ræða aukna samvinnu
lögregluliða vegna óska Akurnesinga
um breytingar.
TILLAGA 1
TILLAGA 2,
V/' r$R ö rráil alsfif^p u r
| SRaríTsfieiði 'T' V s<
rgW&Z M. /
/ Léirár- og j
Melahreppur I />*-----
C A > >,,vwaúia<'ð3rstranc/ar/jrert
■ Ú,// -r Miðsarwur
<ÍWilmanna^nn„r(GrUndar-
Núverandi \
stjómsýslumörk
Saurbær»fY \ v —/'>. i
hverfi }V F C í A
Kjalarnes
Reykjavik
./
5km
I
-^Mosfellsbæ/'' ;
NÚVERANDI umdæmi lögregluembættisins á Akranesi nær að bæjar-
mörkum. Bæjarráð hefur komið með þá tillögu að svæðið nái frá Botnsá
að endamörkum Leirár- og Melahrepps eða frá Botnsá að Hafnará.
BÆJARSTJÓRI Akraness, Gísli
Gíslason, sendi í apríl síðastliðn-
um bréf til ríkislögreglustjóra þar
sem farið var fram á að umdæmi
lögreglunnar á staðnum yrði end-
urskoðað, sérstaklega með til-
komu Hvalfjarðarganganna.
í svarbréfl frá Haraldi Johann-
essen ríkislögreglustjóra, sem
barst bæjarstjóranum nú nýlega,
kemur fram að hann hafí ákveðið
fyrirkomulag löggæslu í Hval-
fjarðargöngum í samráði við lög-
reglustjórana í Reykjavík, Borg-
arnesi og á Akranesi. Ákveðið hafi
verið að lögreglustjórinn í
Reykjavík fari með löggæslu í
göngunum að nyrðri munnanum
sem er í umdæmi lögreglustjór-
ans í Borgarnesi.
Jafnframt kemur fram að ríkis-
lögreglustjóri muni heimsækja
embættin á Akranesi og í Borgar-
nesi. Það hefur hann nú gert og
varð niðurstaða þess fundar að
viðkomandi sýslumenn skili af sér
hugmyndum til hans um sam-
vinnu lögregluliðanna tveggja,
bæði hvað varðar umferð vegna
Hvalfjarðarganga og önnur sam-
eiginleg verkefni á sviði löggæslu-
mála. Gert er ráð fyrir að hug-
myndir sýslumannanna verði
kynntar ríkislögreglustjóra um
miðjan ágústmánuð.
I fyrrgreindu bréfí vísar ríkis-
lögreglustjóri spurningu bæjar-
stjóra um lögsagnarumdæmi og
forræði á því til laga um aðskilnað
dómsvalds og umboðsvalds í hér-
aði og reglugerðar um stjórn-
sýsluumdæmi sýslumanna. Þar er
kveðið á um að Akraneskaupstað-
ur heyri undir umdæmi sýslu-
mannsins á Akranesi og að Innri-
Akraneshreppur, meðal annarra,
heyri undir umdæmi sýslumanns-
ins í Borgarnesi. Ríkislögreglu-
stjóri hefur bent á að það sé ekki í
hans valdi að breyta reglugerðum
um stjórnsýsluumdæmi sýslu-
manna, það sé á valdi dómsmála-
ráðherra.
Togstreita og óvissa
Ástæða fyrirspurnar bæjarráðs
Akraness er meðal annars sú að
með tilkomu Hvalfjarðargang-
anna mun umferð um nánasta
svæði Akraness breytast. Segir í
fyrirspurninni að á undanförnum
árum hafi komið upp tilvik milli
lögregluembættanna tveggja
vegna umdæmisskiptingar sem
leitt hafí til togstreitu og óvissu.
Orðrétt segir síðan: „Það er ein-
dregin ósk bæjaryfirvalda á Akra-
nesi að mál þessi verði tekin til
skoðunar með það í huga að ekki
komi upp togstreita milli embætta
á svæðinu um hver eigi að gegna
nauðsynlegri eftirlits- og öryggis-
gæslu.“
Skipting frá árinu 1942
Upphaflega skiptingu Akranes-
hrepps má rekja allt aftur til árs-
ins 1885 þegar honum var skipt
upp í Innri- og Ytri-Akranes-
hrepp. Árið 1942 fékk sá síðar-
nefndi kaupstaðarréttindi og var
nefndur Akraneskaupstaður.
Innri-Akraneshreppur tilheyrði
hins vegar sýslumanninum í
Borgarnesi ásamt þremur nær-
liggjandi hreppum, Hvalfjarðar-
strandarhreppi, Skilmannahreppi
og Leirár- og Melahreppi. Bæjar-
stjórn Akraness hefur hins vegar
talið að sveitarfélögin sunnan
Skarðsheiðar eigi að mynda eitt
stjórnsýsluumdæmi og kom ósk
þar um í bréfi sem hún sendi
dómsmálaráðuneyti árið 1991.
Skoðun sýslumanna
Ólafur Þór Hauksson, nýskip-
aður sýslumaður Akraness, vill
lítið tjá sig um breytingar á um-
dæmisskipan lögreglunnar. „Þar
sem ég er nýtekinn við starfi
sýslumanns get ég lítið rætt um
þetta mál. Eg veit þó að forveri
minn hefur innt dómsmálaráðu-
neytið svara auk þess sem hann
bar fyrirspurnina upp á málþingi
við ríkislögreglustjóra um heim-
ildir hans til að skipa umdæmis-
mörkum upp á nýtt. Það er hins
vegar ekki hægt að segja það að
umræða sé komin um málið innan
dómsmálaráðuneytisins. Eg tel að
bæði lögregluliðið á Akranesi og
Borgarnesi og almenningur allur
hafi hag af því að bæði lögreglu-
liðin sinni í nánu samstarfi
ákveðnum hluta sem liggur á milli
Akraness og Borgarness,“ sagði
Ólafur.
Sýslumaðurinn í Borgarnesi,
Stefán Skarphéðinsson, telur um-
ræðu um breytingar á umdæmis-
skipan lögi-eglu komnar til að
knýja á um sameiningu hrepp-
anna. „Þetta er mál sem Gísli
Gíslason bæjarstjóri hefur verið
að bera upp og skrifa í blöðin.
Þetta tengist áformum hans um
sameiningu sveitarfélaga en ann-
ars er lítið um þetta mál að segja.
Það hefur verið gott samkomulag
Nýlegur dómur Mannréttindadómstóls Evrópu vegna fíkniefnarannsókna
Óheimilt
að nota
tálbeitur
I nýlegum dómi á hendur Portúgal kemst
Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri
niðurstöðu að það sé brot á mannréttinda-
sáttmálanum þegar lögregla leiðir mann í
gildru og fær hann til að fremja afbrot,
jafnvel þótt um fíkniefnamál sé að ræða.
Páll Þórhallsson kynnti sér málið.
Skemmdar-
verk í göngun-
um óupplýst
ENN hefur ekki verið upplýst að
fullu hverjir unnu skemmdar-
verk í Hvalfjarðargöngum að-
faranótt fóstudags. Tveir menn
voru handteknir á fóstudag en
þeir hafa ekki viðurkennt sök.
Að sögn lögreglunnar í
Reykjavík er málið enn í rann-
sókn. Margs konar búnaður í
göngunum var skemmdur og bíl-
um ekið um göngin, á hlið og
fleira. Vildu mennimir ekki
kannast við að hafa valdið öllum
þessum usla.
Eldur í stál-
grindahúsi
ELDUR kom upp í húsi í bygg-
ingu við Skútuvog i Reykjavík í
gærmorgun. Slökkviliðið í
Reykjavík var kallað út klukkan
8.08 en kviknað hafði í pappa við
einangrun í gafli hússins.
Verið er að reisa stórt stál-
grindahús sem klætt er með
jámplötum, einangrun og pappa
og hljóp eldur í pappann.
Slökkviliðið hafði snör handtök
við að slökkva eldinn en tjón er
talið þó nokkurt.
Líkamsárás
í veitingahúsi
MAÐUR var fluttur meðvitund-
arlaus á slysadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur eftir líkamsárás í
veitingahúsi við Laugaveg í
fyrrakvöld.
Lögreglu barst tilkynning um
slagsmál á veitingastaðnum kl.
19:26. Þegar hún kom á staðinn
kom í Ijós að maðurinn sem ráð-
ist var á hafði misst meðvitund.
Tveir höfðu ráðist á manninn og
vom þeir fluttir í fangageymslur
lögreglunnar. Var þeim sleppt í
gær og er rannsókn lokið.
MÁLAVEXTIR vora þeir að V.S. lá
undir gmn um fíkniefnasölu. Tveir
leynilögreglumenn fóru heim til hans
og lýstu áhuga á að kaupa heróín.
V.S. sagði að maður að nafni
Francisco Texeira de Castro kynni
að geta útvegað slíkt efni. Síðan var
haldið heim til de Castro. Hann féllst
á að hafa milligöngu um sölu heróíns,
brá sér bæjarleið og sneri aftur með
töluvert magn af eiturlyfinu sem
hann lét V.S. í té. Lögreglumennirn-
ir sögðu þá til sín og handtóku de
Castro. Var hann ákærður og dæmd-
ur í sex ára fangelsi.
De Castro sendi kæru til mann-
réttindanefndar Evrópu í Strass-
borg. Taldi hann að 3. gr. mannrétt-
indasáttmálans um bann við ómann-
úðlegri eða vanvirðandi meðferð eða
refsingu hefði verið brotin, 6. gr. um
réttláta málsmeðferð og 8. gr. um
friðhelgi einkalífs. Bæði nefndin og
dómstóllinn komust að þeirri niður-
stöðu að það væri einkum 6. gr. sátt-
málans sem ætti við og að hún hefði
verið brotin.
Lá ekki undir grun
I forsendum dóms mannréttinda-
dómstólsins (Texeira de Castro gegn
Portúgal, 9. júní 1998) segir að jafn-
vel þótt skipulögð glæpastarfsemi
hafi færst í vöxt verði að standa vörð
um rétt sakborninga til réttlátrar
málsmeðferðar fyi-ir dómi. Ekki sé
unnt að réttlæta notkun sönnunar-
gagna sem lögregla hafí framkallað.
Tekið er til þess að kærandi var ekki
á sakaskrá og hann lá ekki fyrirfram
undir gmn. Fíkniefnin vom ekki í
fórum hans heldur aflaði hann jieirra
frá óviðkomandi. Ekki hafí verið
sýnt fram á að kærandi hafí haft til-
hneigingu til að fremja afbrot.
„Draga verður þá ályktun að lög-
regluþjónarnir tveir hafi ekki látið
við það sitja að rannsaka saknæmt
atferli Teixeira de Castro á óvirkan
máta, heldur var íhlutun þeima til
þess fallin að stuðla að afbroti," segir
þar. Ekkert bendir til þess að mati
dómstólsins að brotið myndi hafa
verið framið án þeirra atbeina. Sú
íhlutun og þýðing hennar fyrir dómi
leiddu til þess að kærandi fékk ekki
notið réttarins til réttlátrar máls-
meðferðar. 1. mgr. 6. gr. sáttmálans
var því brotin.
Fordæmisgildi
Það er ljóst af forsendum dómsins
að niðurstaða hans útilokar ekki
hvers konar starfsemi uppljóstrara
eða leynilögreglumanna. Dómstóll-
inn gerir greinarmun á tálbeitum,
þ.e. lögi’eglumönnum sem fá aðra til
afbrota, og leynilögregluþjónum sem
afla upplýsinga fyi-st og fremst. Það
er starfsemi hinna fyrrnefndu sem
er hæpin.
Þannig undii-strikar dómstóllinn að
málavextir í máli Ludi gegn Sviss, 15.
júní 1992 hafí verið frábrugðnir vegna
þess að sá lögreglumaður sem þá átti í
hlut hafí starfað með vitneskju rann-
sóknardómara, rannsókn var hafín í
því máli og viðkomandi lögregluþjónn
fór vægar í sakimar.
Spurningar hljóta að vakna í kjöl-
far þessa dóms um hvort notkun tál-
beitu sé með öllu óheimil. Ef kona úr
lögreglunni væri til dæmis látin
freista manna með því að ganga um
almenningsgarð að kvöldlagi og á
hana yrði ráðist, væri þá ekki hægt
að dæma viðkomandi fyrir tilraun til
nauðgunar? Eða ef lögregla hefði
upp á barnaklámefni á Netinu með
því að spyrjast fyrir um það undir
fölsku flaggi, væri þá ekki forsenda
til ákæru?
Rýmkandi skýring
I ljósi spurninga af þessu tagi
kemur á óvart hversu mikill einhug-
ur var hjá eftirlitsstofnunum í
Strassborg í máli þessu, nefndin
taldi með 30 atkvæðum gegn 1 að 6.
gr. hefði verið brotin og dómstóllinn
með 8 atkvæðum gegn 1.
Ekki verður heldur sagt að það
blasi við að um sé að ræða brot á 6.
gr. sáttmálans. Það er að minnsta
kosti athyglisvert, sumir myndu
segja langsótt, að ákvæði um réttláta
málsmeðferð sakamála fyrir dómi
eigi við. Hugsunin er væntanlega sú
að það stangist á við grundvallar-
hugmyndú um framgang réttvísinn-
ar að mönnum sé refsað fyrir brot
sem ríkisvaldið ginnti þá til að
fremja.
Þarna er því væntanlega enn eitt
dæmið á ferðinni um rýmkandi túlk-
un sáttmálans sem tryggir vh’kni
hans þrátt fyrir orðalag sem er al-
mennt og miðast við aðstæður og
vandamáls síns tíma.
íslenskt réttarástand
Ekki er að finna neinar ótvíræðar
lagaheimildir í íslenskum lögum til
svokallaðra óhefðbundinna rann-
sóknaraðferða lögreglu, hvað þá til
að nota tálbeitur. I 1. gr. lögreglu-
laga nr. 90/1996 segir að það sé með-
al annars hlutverk lögi-eglu að
stemma stigu við afbrotum og vinna
að uppljóstran brota. í 2. mgr. 66.
gr. 1. nr. 19/1991 um meðferð opin-
berra mála segir að lögregla skuli
hvenær sem þess er þörf hefja rann-
sókn út af vitneskju eða grun um að
refsivert brot hafi verið framið hvort
sem henni hefur borist kæra eða
ekki. Af dómi Hæstaréttar, H
1993.1081, má ráða að heimilt sé við
sérstakar aðstæður að nota tálbeitur
við rannsókn máls.
Dómur Mannréttindadómstólsins
gerir það að verkum að H
1993.1081 er hæpnara fordæmi en
hingað til hefur verið álitið. Má bú-
ast við að nefnd dómsmálaráðherra
sem er að vinna að tillögugerð um
óhefðbundnar rannsóknaraðferðir
skoði gaumgæfílega hvaða ályktan-
ir eigi að draga af þessum nýja
dómi.