Morgunblaðið - 16.07.1998, Page 16

Morgunblaðið - 16.07.1998, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Húsavíkurbær Morgunblaðið/Guttxirmur Þormar HLUTI mótsgesta framan við kirkjuna á Valþjófsstað. Geitagerði, Fljótsdal - Afkomend- ur hjónanna Guttorms Vigfússon- ar, skólastjóra og alþingismanns í Geitagerði, og konu hans, Sigríð- ar Sigmundsdóttur, komu saman á ættarmóti í félagsheimilinu Vé- garði í Fljótsdal dagana 26. til 28. júní sl. Guttormur Vigfússon fæddist í Geitagerði í Fljótsdal árið 1850. Guttormur stundaði nám við Búnaðarskólann í Stend í Noregi 1875 til 1878 og Iauk þaðan prófi sem búfræðingur. Hann varð fyrsti skólastjóri Búnaðarskólans á Eiðum vorið 1883 og gegndi því starfi til ársins 1888. Gutt- ormur sat á Alþingi frá 1892- 1907. Sigríður Sigmundsdóttir fæddist 1862 á Ljótsstöðum á Höfðaströnd í Skagafirði. Sig- ríður lést 1922 og Guttormur 1928. Guttormur og Sigríður eignuð- ust átta börn, sjö syni og dóttur, sem öll tóku sér ættarnafnið Þormar. Ættarnafnið er dregið af Þormur úr nafninu Guttormur (Goð-Þormur) og þýðir sá sem þyrmir eða hyllir. Afkomendur Niðjamót Þormarsætt- ar í Fljótsdal Sigríðar og Guttorms eru nú hátt á þriðja hundrað. íjölmennt ættarmót Föstudaginn 26. júní byrjuðu mótsgestir að koma sér fyrir, bæði í tjöldum á mótsstaðnum Végarði við Valþjófsstað og ann- ars staðar í nágrenninu. Eftir há- degi á laugardag hittist fólk yfir kaffibolla í félagsheimilinu, en síðan var haldið í Geitagerði. Þar tók Guttormur V. Þormar í Geita- gerði á móti hópnum, en hann er sonarsonur Sigríðar og Gutt- orms. Undir leiðsögn hans var lit- ast um á staðnum. Meðal annars var skoðaður garðurinn þar sem þau hjón gróðursettu fyrstu trén skömmu eftir siðustu aldamót. Um kvöldið hófst samkvæmi með sameiginlegu borðhaldi í fé- lagsheimilinu Végarði. Undir borðum var almennur söngur. Var meðal annars sunginn Hreðavatnsvalsinn, texti eftir Atla Þormar við lag Reynis Geirs, og nýr texti eftir Margréti Þorm- ar við sama lag, sem hún nefndi „Þormarsmót". Fimm ungar stúlkur, allar barnabörn Gutt- orms í Geitagerði, sungu fyrir mótsgesti undir borðum. Að máltíð lokinni hófst kvöld- vaka sem Gunnar Þormar stjórn- aði. Guttormur Þormar verkfræð- ingur sagði frá fyrsta fundi þeirra Sigríðar og Guttorms, brúðkaupi þeirra á Ljótsstöðum, og ferð þeirra á hestum frá Ljótsstöðum að Eiðum. Þá gerði hver ættliður grein fyrir börnum þeirra hjóna. Daginn eftir, sunnudaginn 28. júlí, lauk mótinu með helgistund í Valþjófsstaðarkirkju. Þar flutti séra Bjami Guðjónsson, fyrrver- andi sóknarprestur, fallega hug- vekju og minntist þess hve mikið Geitagerðishjónin, afkomendur þeirra og tengdafólk í Geitagerði hafa gert fyrir sveit sína. Alls tóku um 130 manns þátt í ættarmótinu. f tilefni af ættarmótinu var gef- ið út niðjatal Þormarsættarinnar. kaupir Húsavík - Húsavíkurbær hefur keypt jörðina Saltvík í Reykja- hreppi af landbúnaðarráðuneytinu, sem eignaðist hana fyrir nokkru, en eitt sinn stóð til að á jörðinni yrði reist graskögglaverksmiðja. Saltvík er nyrsta jörðin í Reykja- hreppi og liggur að landamerkjum Húsavíkur að sunnan. Jörðin hefur mikil og góð ræktunarskilyrði, gott beitiland bæði til lands og sjávar. Útræði var stundað frá Litlu- Saltvík, sem var fornt býli við sjóinn og sér þar fyrir fornum verbúðum. Tilgangurinn með kaupunum er ekki að reka þar búskap, heldur að Saltvík stækka Húsavíkurland. Nú er í Saltvík rekin myndarlegur hestabú- skapur og hestaleiga og mun svo verða áfram. Til stendur að hefja samninga við Reykjahrepp um lögsögu jarðarinn- ar og að leggja hana undir Húsavík. Þá næði Húsavíkurbær að landa- merkjum stórjarðarinnar Laxamýr- ar að sunnan og að landamerkjum gamla sýslumannssetursins, Héð- inshöfða, að norðan. En 1922 eign- aðist Húsavík jarðirnar Bakka og Tröllakot, sem eru norðan við bæ- inn og tilheyrðu áður Tjörnes- hreppi. Morgunblaðið/Silli JÖRÐIN Saltvík sem Húsavíkurbær hefur keypt. Húsavj'kurfjall er til hægri á myndinni. í S L E N S K r Vegna aukinna verkefna óskum við eftir starfsfólki til að vinna með okkur að rannsóknum. Við leitum að dugmiklu og hæfu fólki sem er tilbúið að starfa að krefjandi rannsóknum á rannsóknarstofu sem er meðal þeirra fremstu á sínu sviði ( heiminum. Áskilið er að umsækjendur hafi reynslu af vinnu við rannsóknir og háskólamenntun á eftirtöldum sviðum: Erföarannsókni Islensk erfðagreining sérhæfir sig í læknisfræðilegum rannsóknum. Markmið fyrirtækisins er að beita erfðavísindum til að bæta heilsu manna og finna nýjar aðferðir til að lækna sjúkdóma. V Líffræði Erfðafræði Sameindalíffræði Efnafræði Lífefnafræði Meinatækni Tölvunarfræði Umsóknum sem tilgreini lífshlaup, námsferil og fyrri störf, skal skilað fyrir 20. júlí, merktum: íslensk erfðagreining b.t. starfsmannastjóra Lynghálsi 1 110 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.