Morgunblaðið - 16.07.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.07.1998, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 ERLENT MORGUNB LAÐIÐ ÚR VERINU K - ' § k . F Morgunblaðið/Alfons Anægður með stórþorskana SUMARBLÍÐAN í Ólafsvík að undanfdrnu hefur gert trillusjó- mönnum Iífið létt. Menn hafa notað blíðuna vel til sjósóknar og er Hermann Sigurðsson á Þresti SH þeirra á meðal. Hann sést hér hampa tveimur stór- þorskum sem hann fékk á færi í Breiðafirðinum og Ieynir það sér ekki að Hermann er hinn ánægðasti með feng dags- ins. Góð veiði á gulllaxi á árinu Aukinn áhugi á er- lendum mörkuðum FRAMLEIÐENDUR segjast verða varir við aukinn áhuga á gulllaxi á erlendum mörkuðum, en veiðin hér hefur aldrei verið meiri en á þessu fískveiðiári, eða um 11 þúsund tonn. Skip Þorbjarnar hf. í Grindavík hafa landað mestum afla eða um 2.500 tonnum að verðmæti 120 millj- ónir króna. Eiríkur Tómasson fram- kvæmdastjóri segir hér um verulega búbót að ræða: „Þetta er fyrsta árið sem við stundum þessar veiðar að einhverju marki og árangurinn hefur verið afar ánægjulegur. Fiskurinn veiðist aðallega í júní og á haustin en aflinn er að stærstum hluta seldur til Rússlands. Fiskistofa gaf út tilkynn- ingu um að veiðum skyldi hætt 9. júlí, en við munum taka upp þráðinn á ný í haust.“ Velðist aðallega í kringum Vestmannaeyjar Fiskurinn veiðist aðallega í kring- um Vestmannaeyjar en auk Þor- bjarnar hf. hafa útgerðarfélögin Bergur-Huginn og Vinnslustöðin i Vestmannaeyjum bæði haft skip við veiðar á gulllaxi. Vinnslustöðin hefur verkað um 2.000 tonn á árinu og tel- ur Sighvatur Björgvinsson fram- kvæmdastjóri að framleiðsluverð- mæti aflans liggi nálægt 130 milljón- um. Félagið hefur gert út tvö skip á miðunum og að sögn Sighvats hefur þetta ár verið eitt hið besta frá því veiðarnar hófust 1993. Magnús Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Bergs-Hugins, tók í sama streng: „Við höfum landað tæp- lega 2.000 tonnum á þessu ári, sem er vel viðunandi. Þetta er fímmta árið sem félagið stundar veiðar á gulllaxi og segja má að það sé fyrst nú sem áhugi virðist vera að vakna á erlend- um mörkuðum, aðallega í Eystra- saltslöndunum og Rússlandi, eftir fremur erfítt tímabil í upphafí.“ --------------- Húsnæði Fiskifélags- ins til leigu HÚSNÆÐI Fiskifélags íslands í Ingólfsstræti 1 í Reykjavík hefur verið auglýst til leigu. Að sögn Bjama Grímssonar fískimálastjóra er verið að kanna hvort hagur sé í því fyrir Fiskifélagið að leigja hús- næðið og leigja annars staðar fyrir þá starfsemi sem nú er í húsnæðinu. „Við eram að skoða mál hjá okkur og átta okkur á því hvers eðlis húsa- kostur er og svo fram eftir götum,“ sagði Bjami. „Þetta er að ákveðnu leyti vinsæll staður og það er spurn- ing hvort við sjáum okkur hag í því að leigja annars staðar eða leigja öðr- um. Við óskum tilboða og verðum bara að sjá hvað kemur út úr því máli og þegar það liggur fyrir verður tek- in ákvörðun um hvemig mál þróast." Húsnæði Fiskifélags íslands er á þremur hæðum og er það samtals um 1.200 fermetrar. Hefur eignin verið auglýst til leigu í einu lagi eða í smærri einingum. Fiskifélagið er til hús á efstu hæð hússins, en Fiski- stofa er á neðri hæðunum tveimur. Vopnahlé vegna hungursneyðar Nairobi. Reuters. HINN svokallaði Frelsisher Súd- ans (SPLA) lýsti í gær yfir ein- hliða þriggja mánaða vopnahléi í því skyni að auðvelda flæði hjálp- argagna til svæða þar sem hung- ursneyð hefur gripið um sig í skugga borgarastyrjaldarinnar, sem geisað hefur í landinu með hléum frá árinu 1983. Talsmenn hjálparstofnana fögnuðu yfírlýs- ingu SPLA í gær en kváðust engu að síður telja að hún hefði lítil áhrif. Justin Yaac, talsmaður SPLA í Nairobi í Kenýa, sagði að vopna- hléð hæfíst á miðnætti að staðar- tíma (kl. 21 í gærkvöldi að ísl. tíma) og ætti við um héruðin Bahr el Gazar og Efri-Nfl. Til greina kæmi að stækka svæðið. Sagði talsmaðurinn að SPLA hefði tekið þessa ákvörðun vegna þrýstings frá þjóðum heims, án sam- komulags við stjórnina í Khartoum. SPLA áskildi sér hins vegar rétt til að veijast, ef stjómai’herinn reyndi að nýta sér einhliða vopnahlésyfir- lýsinguna til að sækja fram. „Þjóðir heims þrýsta á okkur að sjá til þess að óbreyttum borgurum sé bjargað og við skoram á þær að koma og hjálpa þjóð okkar,“ sagði Yaac. Talið er að yfir tvær milljónir manna í suðurhluta Súdans séu í hættu vegna hungursneyðar, aðal- lega í Bahr el Gazar-héraði, að mati Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóð- anna. Derek Fatchett, ráðherra utan- ríkis- og samveldismála í brezku ríkisstjórninni, hitti fulltrúa SPLA í fyrradag til að þrýsta á um að ör- yggi flutningleiða hjálpargagna verði tryggt. Starfsmenn hjálpar- stofnana segja að öruggar ílutn- ingaleiðir myndu gerbreyta stöð- unni til batnaðar, þar sem óöryggi og vopnuð átök hafa hindrað flutn- inga hjálpargagna til þessa. I borgarastríðinu í Súdan takast í grófum dráttum á arabískir múslimar í norðri og kristnir svert- ingjar í suðri. Reuters Til sölu BYGGINGIN sem hýsir pakistanska forsætisráðuneytið í höfuðborg- inni Islamabad er til sölu. Talið er að kostnaðurinn við bygginguna hafi numið um einum milljarði rúpía, eða sem svarar einum og hálfum milljarði íslenskra króna, og er markmiðið með sölunni að greiða skuldirnar. í byggingunni eru 372 skrifstofur, 113 baðherbergi, 29 eldhús, ráðstefnusalur, pósthús og banki. Nawaz Sharif forsætisráð- herra flutti út í síðasta mánuði til þess að leggja áherslu á sparnaðar- ráðstafanir sem gripið var til vegna efnahagsþvingana sem Pakistanar hafa verið beittir í kjölfar þess að þeir gerðu kjarnorkutilraunir í maí. Baráttan gegn ETA Dagblaði og útvarpi lokað Madrid. Reuters. SPÆNSKUR dómari fyrirskipaði lögreglunni í gær að loka dagblaði og útvarpsstöð vegna meintra tengsla þeirra við aðskilnaðar- hreyfingu Baska, ETA. Jaime Mayor Oreja innanríkis- ráðherra sagði á blaðamannafundi að dagblaðinu Egin og útvarps- stöðinni Egin Irratia hefði verið lokað tímabundið í gærmorgun þegar spænska lögreglan handtók 11 manns sem sakaðir eru um að hafa aðstoðað ETA. „Það hefur verið sannað að náin tengsl eru milli ETA og Egin ... Egin starfar fyrir ETA,“ sagði Ma- yor Oreja. Egin, sem er gefið út í 50.000 eintökum, hefur verið málpípa ETA og birt yfirlýsingar aðskilnað- arhreyfingarinnar. Þeir sem voru handteknir í gær voru flestir starfsmenn Egin í Guipuzcoa-hér- aði, vígi baskneskra aðskilnaðar- sinna. S Ihuga málshöfðun á hend ur tóbaksfyrirtækjum Washington. Reuters. TALSMAÐUR Bandaríkja- stjórnar greindi frá því á þriðjudag að til greina kæmi að sljórnvöld höfðuðu mál á hend- ur tóbaksiðnfyrirtækjum til þess að endurheimta fjármuni sem varið hafi verið í heilsu- gæslu vegna sjúkdóma er tengdust reykingum. Yrði grip- ið til þessa ráðs ef öldungadeild þingsins samþykkti ekki víð- tækt frumvarp um aðgerðir gegn reykingum. Embættismenn sögðu að málshöfðun væri eitt margra úrræða sem kæmu til greina í kjölfar þess að öldungadeildin afgreiddi ekki frumvarp er byggt var á samkomulagi 40 ríkja við tóbaksfyrirtækin, sem gert var í fyrra, um að fyrirtækin greiddu 368 millj- arða dollara til heilbrigðis- mála er tengdust sjúkdómum af völdum reykinga. I meðför- um deildarinnar hafði upphæð- in reyndar hækkað í 516 millj- arða. Tóku fulltrúar stjórn- valda af allan vafa um að tó- baksiðnfyrirtæki yrðu Iátin reiða fram fjármuni. Mike McCurry, talsmaður Bandaríkjaforseta, tjáði frétta- mönnum að þótt málshöfðun kæmi til greina hefðu yfírvöld fyrst og fremst áhuga á laga- setningu. „Við munum halda áfram tilraunum til að vernda börn gegn tóbaksreykingum og vinna gegn áhrifum tóbaks- auglýsinga og tóbaksfíknar,“ sagði McCurry. Talsmaður tóbaksiðnfyrir- tækjanna lét í ljósi efasemdir um að sljórnvöldum væri stætt á málsókn. „Alríkisstjórnin hef- ur áður athugað þennan mögu- leika og það hefur komið fram [í þinginu] að stjórnin getur ekki haft sjálf frumkvæði að slíku,“ sagði Scott Willams, talsmaður fyrirtækjanna. Frumvarpið, sem öldunga- deildin afreiddi ekki, fól í sér að tóbaksiðnfyrirtækjum yrði gert að standa strauin af kostn- aði við aðgerðir er miðuðu að því að koma í veg fyrir reyk- ingar unglinga; að greiða ríkj- um bætur vegna kostnaðar við heilsugæslu og kosta læknis- fræðilegar rannsóknir og bóta- greiðslur til tóbaksbænda. Full- trúar fyrirtækjanna og allra 50 ríkjanna í Bandaríkjunum hafa aftur tekið upp viðræður um allsherjarsamkomlag um bóta- greiðslur og hafa fundir staðið í Coloradoríki í þessari viku. Hafa viðræðurnar aðallega beinst að möguleikanum á milljarða dollara bótagreiðsl- um án þess að alríkisstjórnin komi þar nærri og án þess að þörf verði á samþykki þings- ins. Gegn því að reiða af hendi bætur vilja tóbaksfyrirtækin fá tryggingu fyrir því að takmörk verði sett á skaðabótaskyldu þeirra og möguleika á máls- höfðunum gegn þeim. Fjármálaráðuneytið áætlar að reykingar kosti ríkissjóð um 130 milljarða dollara á ári, þar af fari um heliningur til greiðslu á sjúkrakostnaði. Um 20 milljarðar eru greiddir af alrikissjúkrasamlaginu, Med- icare, og alríkis- og ríkja- sjúkrasamlaginu Medicaid. ■ Aukin þekking/33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.