Morgunblaðið - 16.07.1998, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 25
FERÐALÖG
Nýr ferðaþjónustu-
skáli í Þórsmörk
Selfossi - Þann 16. júní síðastliðinn
opnaði Austurleið formlega nýjan
skála á svæði félagsins við Húsadal
í Þórsmörk. Skálinn er 180 fm og
var byggður af SG Húsum á Sel-
fossi.
Að sögn Oskars Sigurjónssonar,
stjórnarformanns Austurleiðar eru
nokkrir skálar á svæði félagsins í
Þórsmörk. Skálarnir taka samtals
100 manns í gistingu. Nýi skálinn
tekur 140 manns í sæti og í honum
er einnig salernis- og eldunarað-
staða.
Ferðamannastraumur um Þórs-
mörk hefur aukist jafnt og þétt síð-
astliðin ár og telja menn að sífellt
fleiri kjósi frekari þægindi á ferða-
lögum sínum. Miðað við þær bók-
anir sem nú þegar hafa verið gerð-
ar í sumar þá er ljóst að skálinn
mun verða vel nýttur. Nýi skálinn
er glæsileg bygging sem Austur-
leiðamenn geta verið stoltir af.
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
SIGURÐUR Guðmundsson frá SG Húsum og Óskar Sigurjónsson
stjórnarformaður Austurleiða við nýja skálann í Þórsmörk.
BOMRG
Jarðvegsþjöppur og hopparar
Skútuvogi 12A, s. 568 1044.
Vandaðir gönguskór
fyrir meiri- og minni-
háttar gönguferðir.
Verð frá kr. 5.900
Persónuleg og fagleg þjónusta
spo^t
ÚTIVISTARBÚÐIN
http://www.mmedia.is/sportieigan
Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir
HÓPUR erlendra ferðamanna í sjóstangaveiði á Sundhana ST-3.
Sigling og
sjóstangaveiði
frá Drangsnesi
Drangsnesi - Þjónusta við
ferðamanninn er sífellt að
aukast og einnig kröfur ferða-
mannsins um afþreyingu með-
an á dvöl stendur. Stranda-
menn bregðast við þessum
kröfum eins og aðrir. Það
nýjasta sem boðið er upp á á
Ströndum eru siglingar og
sjóstangaveiði frá Drangsnesi.
Ásbjörn Magnússon á
Drangsnesi hefur byggt yfir
Sundhana ST-3 sem gerður er
út á innfjarðarrækju yfír vetr-
armánuðina. Er hann nú gerð-
ur út til siglinga með ferða-
menn og getur tekið ailt að 16
farþega í ferð. Býður hann nú
upp á siglingar og sjóstanga-
veiði og hvalaskoðun ef vill.
Það var sannarlega alþjóðlegt
um borð í Sundhana þegar
fréttaritari brá sér í siglingu
út á Steingrímsfjörð með hon-
um. Farþegarnir voru frá
fimm þjóðlöndum, bæði frá Af-
ríku og Evrópu.
Fyrst var siglt umhverfís
Grímsey og fuglalífið skoðað
og vakti hinn gífurlegi fjöldi
lunda mikla athygli. Síðan var
reynd sjóstangaveiði og gekk
bara bæriiega. Um borð í
Sundhana eru 8 nýjar
sjóstangir og voru farþegarnir
fljdtir að komast upp á lag
með að veiða þó þeir hefðu
sumir hverjir aldrei haldið á
veiðistöng fyrr. Var hveijum
fiski ákaft fagnað. Aflinn var
síðan flakaður fyrir veiði-
mennina og tóku þeir hann
með sér í land. Ekki þótti þeim
síðra að sólin skein allan tím-
ann og speglaðist í haffletinum
þó að langt væri liðið á kvöld.
Sigling og sjóstangaveiði er
greinilega áhugaverður kostur
sem hægt er mæla með þegar
ferðast er um Strandir.
FiSBiSje
FERÐASÍÐA ALLA FIMMTUDAGA í S.UMAR
Hólar í Hjaltadal
Náttúran í
nýju ljósi
LAUGARDAGINN 18. júlí hefur
verið skipulagt náttúrurölt á Hól-
um í Hjaltadal. Þátttakendur eiga
þess kost að ganga um nágrenni
Hóla og upplifa umhverfi á lífríki
staðarins á nýjan og spennandi
hátt, að því er segir í fréttatilkynn-
ingu. Sérstök áhersla verður lögð á
vötn og votlendi.
Lagt verður af stað í ferðina
klukkan 11 og er áætlaður tími
tveir og hálfur til þrír tímar. Leið-
sögumaður verður Dr. Skúli Skúla-
son, líffræðingur. Verð fyrir full-
orðna er 500 krónur og 250 krónur
fyrir 6-13 ára börn. Léttar veiting-
ar eru í boði.
--------------
Göngusum-
ar í Grund-
arfirði
Grandarfjörður - FAG, félag at-
vinnulífsins í Grundarfirði stendur
fyrir gönguferðum í Eyrarsveit í
sumar. Fyrsta gangan var farin á
Jónsmessunótt á Klakk. Síðan hef-
ur verið gengið umhverfis Kirkju-
fell og yfir Tröllaháls. Framundan
era eftirfarandi göngur: Laugar-
daginn 25. júlí kl. 10: Háls, um-
hverfis Kirkjufell. Sunnudaginn 26.
júlí kl. 14: Hallbjarnareyri, Eyrar-
oddi. Eyrbyggjuslóðir. Laugardag-
inn 1. ágúst kl. 15: Bláfeldur, Arna-
dalsskarð. Laugardaginn 8. ágúst
kl. 14: Lárkot, Stöð og laugardag-
inn 15. ágúst kl. 14: Hamrar,
Skáladalur-Grundarmön.
Skráning fyrir 29. júM. Þátttöku-
gjald er 200 kr. í allar gönguferð-
irnar. Fargjald í rútu Grundar-
fjörður-Bláfeldur 1. ágúst 500 kr.
Leiðsögumenn eru Marteinn
Njálsson, Gunnar Kristjánsson,
Þórunn Kristinsdóttir, Hallur Páls-
son, Ólafur Jónsson, Guðmundur
Pálsson, Jón Böðvarsson, Anna
Guðrún Aðalsteinsdóttir, Guðlaug
Pétursdóttir og Kristmundur
Harðarson.
Bílaleigubílar og sumarhús
í Danmörku
Ódýrir bílaleigubílar fyrir íslendinga
Opel Corsa
Opel Astra
Opel Astra station
Opel Vectra
Vikugjald
dkr. 1.795
dkr. 1.995
dkr. 2.195
dkr. 2.495
3ja vikna gjald
dkr. 4.235
dkr. 5.015
dkr. 5.530
dkr. 6.150
Fáið nánari verðtilboð. Nú til afgreiðslu m.a. á Kastrup-flugvelli.
Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur og tryggingar. (Allt nema bensín,
stöðumælasektir og sektir fyrir of hraðan akstur.)
Aðrir litlir og stórir bílar, minibus og rútur.
Utvegum sumarhús, íbúðir og bændagistingu. Höfum íbúðir til leigu í
orlofshverfum með skiptidögum samkvæmt samkomulagi.
Fáið nánari upplýsingar hjá umboðsmanni okkar;
International Car Rental ApS. Danmörku
Fylkir Agústsson, Isafirði, sími 456 3745.
alpina
gönguskór
C3 LYFJA
f »„, Lágmúla 5, sími 533 2300
Dreifing:
Donna, Hafnarfiröi PÓSTSENDUM
Sól og,sumar
----- angjo
Nær en þig grnnar og nú eru HvalQarðargöngin kominl
Spennandi vélsleða- og snjóbílaferðir fyrir alla,
einstaklinga, fjölskyldur, félaga- og starfsmannahópa.
|, i ðKmntNMRSBtti GRð a i m m > i
Allar nánari upplýsingar í síma 5671205
Langjökull ehf.
Almennilest ferðalas
um Sýrland og Jórdaníu
5.-25. október.
Verð kr. 250 þús./mann.
Kínaklúbbur Unnar, sími 551 2596.
R35
AFE
þú gengur á þjöll
tyrir bragðið.