Morgunblaðið - 16.07.1998, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
V eröld
spunans
Þjónn í súpunni, sýning með leikhópi og
áhorfendum, verður frumsýnd 1 Iðnó í
kvöld. Grunnurinn er veitingastaðurinn Al-
veg við Tjörnina en að öðru leyti getur allt
gerst, eins og Orri Páll Ormarsson fékk að
reyna þegar hann brá sér á æfingu.
AÐ ER ár og dagur síðan
ég kom í Iðnó. Ég gef mér
því góðan tíma til að litast
um - finna leiklistarsög-
una umlykja mig. Það jaftiast ekk-
ert á við hús með sál! En skyndi-
lega er ég truflaður. Ung þema
tekur þéttingsfast í höndina á mér.
Hún virðir mig sem snöggvast fyr-
ir sér, segir ekkert. Hárið fellur í
jörpum lokkum niður eftir bakinu.
Því næst dregur hún mig af stað
og leiðir mig til sætis við langt
borð sem er þéttsetið fólki. Takk,
segi ég, þegar ég er búinn að koma
mér fyrir. Þernan virðir mig ekki
svars, virðir mig raunar ekki við-
lits - heldur bara áfram í höndina
á mér. Fólk horfir á okkur. Var ég
ekki nógu kurteis, hugsa ég með
mér, og ákveð að bæta ráð mitt.
Kærar þakkir, ungfrú! Allt kemur
fyrir ekki. Það er ekki fyrr en önn-
ur þema, sem augljóslega er ofar í
metorðastiganum, kemur storm-
andi á vettvang og gefur stöllu
sinni skýr fyrirmæli um að taka
einhverja útlendinga upp á sína
arma, að hún sleppir takinu. A
þessu augnabliki er mér ljóst að ég
á ekkert venjulegt kvöld í vænd-
umj
Ég er staddur á veitingastaðn-
um Alveg við Tjömina. I Ijós kem-
ur að þemurnar tvær em systur
og yfirþjónninn er kvæntur
annarri þeirra. Kokkurinn er
pabbi hans. Kynlegir kvistir, svo
vægt sé til orða tekið.
Skömmu eftir að súpa dagsins
er fram reidd lendir feðgunum,
kokkinum og yfirþjóninum, saman.
I kjölfarið er ónefndur þjónn ráð-
inn af dögum í eldhúsinu. „Hver
djöfullinn, ég hef skotið vitlausa
skepnu,“ fullyrðir kokkurinn þeg-
ar hann sér syni sínum bregða fyr-
ir andartaki síðar. Ogæfusama
þjóninum er komið fyrir í svörtum
mslapoka og hent í Tjömina.
Hefst þá leit að nýjum þjóni úr
röðum matargesta. Nokkrir fá að
spreyta sig áður en sá rétti finnst.
Hann var þó ekki að gefa kost á
sér. „Ég ætlaði bara að fara að
pissa,“ segir hann og streitist á
móti. En engu tauti er við starfs-
liðið komið. Hann skal standa sína
plikt.
Þannig líður kvöldið. Systumar
daðra, hvor með sínum hætti, við
gestina. Kokkurinn leggur sitt af
mörkum annað veifið og yfirþjónn-
inn reynir eftir fremsta megni að
hafa hemil á atburðarásinni - án
árangurs! Hvemig á svo sem að
hafa stjóm á hlutunum þegar eng-
inn veit hvað gerist næst?
Abbast upp á gesti
Hugmyndin að Þjóni í súpunni
er mnnin undan rifjum Eddu
Björgvinsdóttur, sem jafnframt
leikur í sýningunni. Kveikjan er,
UNDARLEGUM aðferðum er beitt við að taka af borðum. Kjartan Guðjónsson, Edda Björgvinsdóttir, Stef-
án Karl Stefáns-son og Margrét Vilhjálmsdóttir í hlutverkum sínum.
Morgunblaðið/Jim Smart
VILTU súpu, væna? Þernan (Edda) aðstoðar einn matargesta.
að hennar sögn, leikhópurinn Café
Colbert, sem „abbaðist upp á
gesti“ á veitingahúsum í Reykjavík
á Listahátíð um árið.
„Þetta er ákveðin tegund af
spunaleikhúsi sem við íslendingar
höfum haft lítið af til þessa, þar
sem þátttaka áhorfenda er nauð-
synleg - ræður hreinlega at-
burðarásinni. Vísir að þessu var
sýningin Hár & hitt, sem færð var
upp í Borgarleikhúsinu í fyrra>“
segir Edda sem var þar meðal
leikenda.
Kveðst hún lengi hafa alið þann
draum í brjósti að gera tilraun
með þessa tegund spunaleikhúss
- ekki endilega leikrit, miklu frek-
ar röð af uppákomum, ellegar
samvemstund með gestum og leik-
hópi, þar sem allt gæti gerst.
Þannig stund er Þjónn í súpunni.
„Þetta er ekki hefðbundið leikrit
með upphaf, miðju og endi - og
verður það aldrei!“
Til að gera drauminn að vem-
leika „dró“ Edda Maríu Sigurðar-
dóttur leikstjóra „nauðuga" inn í
myndina, „af því að hún er besti
leikstjóri í heimi, ásamt Þórhildi
Þorleifsdóttur“. Tvennum sögum
fer reyndar af þessum atburði því
María staðhæfir að hún hafi viljað
„allt til þess vinna að fá að vera
með í þessu ævintýri". Kjami
ARKITEKTAR OG TÆKNIFRÆÐINGAR
I
Lífeyrissjóður arkitekta
og tæknifræðinga
hefur hafið starfsemi
Lifeyrissjóður arkitekta og Lifeyrissjóður Tæknifræðingafélags
íslands hafa verið sameinaðir og inneignir og réttindi sjóðfélaga
flutt i Lífeyrissjóð arkitekta og tæknifræðinga.
Lífeyrissjóður arkitekta og
tæknifræðinga er blandaður
lífeyrissjóður með tveimur
deildum, séreignar- og trygginga-
deild. Iðgjöld í séreignardeild
eru færð á sérreikning sjóð-
félaga auk vaxta og verðbóta á
ári hverju en með greiðslum í
tryggingadeildina geta sjóð-
félagar tryggt sér lífeyris-
greiðslur til æviloka og varið sig
og fjölskyldu sína fyrir tekjumissi
vegna örorku og/eða dauða.
Sjóðurinn er opinn fyrir arki-
tektum og tæknifræðingum en
jafnframt geta aðrir aðilar sem
vinna sambærileg störf sótt um
aðild að sjóðnum. Nánari upp-
lýsingar um sjóðinn eru veittar á
skrifstofu sjóðsins 588-9170 eða
hjá VÍB í síma 560-8900.
STJÓRN LÍFEYRISSJÓÐS ARKITEKTA OG TÆKNIFRÆÐINGA
Astríður sýnir
í Hveragerði
í HEILSUSTOFNUN Náttúm-
lækningafélags íslands í Hveragerði
stendur nú yfir sýning á verkum
Astríðar Andersen. Sýnd em 50 ný
og gömul málverk, olía og akrýl.
Myndimar em málaðar hér á
landi og erlendis.
-------------
Sýning
framlengd
SÝNINGIN „Beðið eftir Baltasar
Kormáki" eða 42 andlitsmyndir úr
Grímsnesinu eftir Baltasar sem nú
stendur yfir í Listasafni Ámesinga á
Selfossi, verður framlengd til 31. júlí.
---------♦-♦-♦--
Sýningu lýkur
MYNDLISTARSÝNINGU Ragnars
Lár, í Galleríi Sölva Helgasonar að
Lónakoti í Skagafirði, sem er þver-
snið af verkum hans í gegnum tíðina,
lýkur sunnudaginn 19. júlí.
>
l
I
>
>
>
>
>
>
>
>
>