Morgunblaðið - 16.07.1998, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998
LISTIR
MORGUNB LAÐIÐ
Norski bærinn Moss blés til myndlist-
artvíæringsins Momentum í ár þar
sem kallaðir voru saman norrænir
listamenn af yngri kynslóð. Þóroddur
Bjarnason fór til Moss og segir hér
frá því helsta sem á vegi hans varð.
FULLTRÚAR íslendinga á
Momentum voru sjö talsins,
þar með taldir eru fjórir
meðlimir Islenska gjörninga-
klúbbsins, sem við opnun sýningar-
innar fluttu gjörning við vel þekkt
gallerí bæjarins, Gallerí F15.
Gjömingurinn varð þeim síðan efni
I innsetningu sem tók á móti gest-
um í Pakkhúsinu þar sem aðalsýn-
ingin fór fram.
Pakkhúsið er gömul sögunar-
mylla og við húsið rennur Moss
áin. Áin varð einmitt íslendingnum
Ólafi Elíassyni að efnivið en hann
lét vatn úr henni flæða yfir svæðið í
kringum Pakkhúsið á opnunardag
með hjálp verkfræðinga og bruna-
liðs staðarins. Verkið sýndi Ólafur
fyrst á tvíæringnum í Jóhannesar-
borg í fyrra og eins og gefur að
skilja er það nokkurs konar gjöm-
ingur og fátt minnir gesti á flóðið
eftir opnunardag.
N55 LISTAHÓPURINN fékk
fflastyrkinn fyrir framlag sitt
til sýningarinnar. Hér sést eitt
sköpunarverk N55, „Hreinlætis
kerfi“ en hópurinn vinnur verk
sín gjarnan í samvinnu við
verkfræðinga, arkitekta og
heimspekinga.
Viljamóta strauma
og stefnur
Nokkur fjöldi listamanna átti
verk á Momentum, listamenn sem
hægt er að telja til yngri kynslóðar
listamanna. Flestir vom þeir í
Pakkhúsinu svokallaða, 40 talsins,
en í einstökum galleríum í bænum
mátti einnig sjá sýningar Moment-
um og víða vom útilistaverk komin
upp sem glöddu augu vegfarenda.
Sérstaka athygli vakti þar hring-
torg sem þakið hafði verið muldu
gleri sem glitraði á í sólinni.
Hingað til hefur bærinn Moss
ekki verið áberandi í alþjóðlegri
listumræðu en vonir aðstandenda
sýnignarinnar era þær að á
tveggja ára fresti héðan í frá muni
Moss og Momentum verða virk á
vettvangi myndlistar og taka þátt í
að móta strauma og stefnur í
greininni.
Þegar hefur verið minnst á verk
íslenska gjömingarklúbbsins við
inngang Pakkhúsins en í því era
fjórar gínur í hvítum sloppum með
skuplur á höfði staðgenglar klúbb-
meðlima og standa yfir dúkkum
sem lokaðar eru inni í plastkúlum.
í skoti, fyrir miðju uppstillingar-
innar, er svo myndband þar sem
meðlimir gjömingakiúbbsins látá
vel að stæðilegu reðurtákni, eða
varalit í yfirstærð.
Við hlið klúbbsins mátti líta æv-
intýraleg málverk Danans, Christi-
ans Schmidt-Rasmussens sem
hleyptu gáska í áhorfendur og
höggmyndir hans vora að sama
skapi skemmtilegar.
Vibeke Tandberg sýndi skemmti-
legar ljósmyndir á vegg þar sem
hún færði fólk í sömu gráleitu föt-
in, greiddi því á sömu lund og tók
myndimar á sama stað þannig að
við fyrstu sýn virtist sem um sömu
manneskju væri að ræða á öllum
myndunum og vakti það skemmti-
lega skynvillu þegar gengið var
framhjá.
Dró áhorfendur að
sér eins og flugur
Fleiru var snúið við á sýningunni
og þannig sneru þeir Michael Elm-
green og Ingar Dragset bar á út-
hverfuna þannig að áhorfandinn
var kominn inn fyrir barborðið
með því einu að standa fyrir fram-
an það. Listamönnunum fannst
vöntun á hommabar í Moss og
gerðu því þennan bar sem þeir
kalla „Queer Bar with no Audi-
ence“, eða Hommabar án áhorf-
enda.
En áfram hélt yfirferð blaða-
manns og ylur og birta frá 444
ljósaperum dró áhorfendur að sér
eins og flugur en varasamt var að
dvelja þar lengi. Verkið var eilítið
svepplaga og hékk niður úr loftinu
og nam rétt við gólf. Þegar hitan-
um og birtunni sleppti tók hávað-
inn við í ágætu verki Tommys
Grönlunds og Petteris Nisunens
frá Finnlandi. Verkið samanstóð af
stóram málmkössum og inni í þeim
var eitthvað vafasamt að gerast því
þeir gáfu frá sér mikið og þungt
„feedback“ eins og þeir þekkja sem
snúa rafgíturam að.gítarmögnum.
Listamennimir eru báðir starfandi
arkitektar og Grönlund er einnig
hljómpjijtuframleiðandi. í sameig-
ínlegum verkum sínum gera þeir
einkúm tilraunir á sviði hljóðs,
ljóss, hita og hreyfingar.
Nú var ráð að halda til kvik-
myndasalarins sem sérhannaður
var af Knut Ásdam. Inngangurinn í
húsið fyllti mann geimtilfinningu
líkastri því að vera skyndilga orð-
inn persóna í kvikmyndinni 2001
eftir Stanley Kubrick. Inni í þessu
húsi vora fimm bíó. í tveim þeirra
var myndböndum varpað á vegg en
hin bíóin vora einungis prýdd sjón-
varpsskjám.
Þarna inni var að finna verk
Söra Bjömsdóttur, Vindverk, ein-
falt og fallegt og sýndi rauðan
munn umkringdan hvítu ljósi að
STIG Sjölund flutti leikmuni úr Aliens 3 til Noregs.
Morgunblaðið/Þóroddur
I VINDVERKI Söru Björnsdóttur var blásið um rauðar varir.
blása að áhorfandanum. Þeir sem
lögðu leið sína á sýninguna Flögð
og fógur skinn í Nýlistasafninu í
vor kannast við verkið þaðan. Á
sama skjá, til skiptis við verk Söru,
var sýnt verk eftir hinn unga Palle
Torsson og var það af nokkuð öðr-
um toga. Titill þess var „A Violent
Food Splash" eða Ofbeldisfullar
fæðuklessur. Listamaðurinn stóð
ber að ofan fyrir framan mynd-
bandsupptökuvélina og skyndilega
fóru að kastast í átt til hans ýmsar
matartegundir sem lentu á líkama
hans, oftast í andlitinu. Baunir í
tómatsósu, egg, mjólk, tómatsósa,
tómátar og fleira og fleira Varð að
einni klessu á listamanninum. Ann-
að vídeó sem vakti áhuga var eftir
Annika Ström og hét „The Artist
Live“ og fjallar um hvemig það er
að vera listamaður og þá erfiðleika
sem mæta manni í listheiminum.
Stuttmynd finnsku listakonunnar
Elju Liisu Ahtila var einnig ákaf-
lega góð og hét „Today“ eða í dag.
Verk Elju Liisu njóta sífellt meiri
viðurkenningar á alþjóðavettvangi
og vann þessi mynd fyrstu verð-
laun á stuttmyndahátíðinni í
Tampere í Finnlandi í fyiTa. Fjall-
ar hún um fjölskyldu sem segir
sögu sína á skemmtilegan og mjög
svo „finnskan" hátt.
900.000 króna
fflastyrkur
N55 listahópurinn frá Danmörku
fékk sérstök verðlaun hátíðarinnar,
svokallaðan fílastyrk að upphæð
um 900.000 íslenskar lcrónur.
Styrkinn á að veita á hveni
Momentum sýningu héðan í frá og
tilgangurinn er að örva norræna
listamenn til dáða.
N55 sýndi verk sín, meðal ann-
arra, á efstu hæð Pakkhúss. Heill-
aðist blaðamaður ekki mjög af
verkunum við fyrstu sín, eða ekki
fyrr.en hann fór að lesa nánar um
V?rkin. Uppstilling þeirra saman-
stóð af einhvers konar plöntum í
ljósakössum sem verið var að
rækta og við hlið þeirra var eins
konar grind sem síðar átti eftir að
verða að húsi. Framleiðsla N55 er
framsett til að rannsaka hegðunar-
mynstur manna í millum, eins og
segir í sýningarskrá, og mörg
verkanna verða til í samvinnu við
verkfræðinga, heimspekinga og
arkitekta. Fyrrnefnt hús, sem
þarna var hálfklárað, var framgerð
af svokölluðu „Spaceframe N55“
sem í fyllingu tímans verður vinnu,
búsetu og sýningarrými hópsins.
Það var fleira „geimlegt" þarna
á efstu hæðinni, Stig Sjölund flutti
leikmuni úr bandarísku kvikmynd-
„Viljum
gera mynd-
list sem all-
ir skilja“
GERNINGAKLÚBBNUM The
Icelandic Love Corporation var
boðið að taka þátt í fyrstu sam-
sýningu ungra norrænna lista-
manna í Moss. Og gott betur,
því þess var einnig farið á leit
við meðlimi klúbbsins, Eirúnu,
Sigrúnu, Jóní og Dóru, að þær
flyttu ræðu fyrir hönd allra
listamannanna við opnun sýn-
ingarinnar. Það gerðu þær og
ein flutti texta í hljóðnema um
leið og hinar þijár sýndu fim-
leikaæfingar í mölinni íklæddar
háhæluðum skóm.
„Ollum þætti örugglega gott
að geta ýtt öllu frá sér og gert
bara það sem þeim finnst
skemmtilegt.“ Þannig lauk
óformlegri ræðu Gerninga-
klúbbsins við opnun listahátíð-
arinnar í Moss, þessa klúbbs
sem hefur ást og hamingju að
leiðarljósi. „I gjörningum okkar
störfum við eins og blanda af
forseta og fegurðardrottn-
ingu,“ segir Sigrún. „Og við
viljum hafa dúllulegt og fallegt
í kringum okkur og þannig
verða verkin okkar oft.“ Þær
segjast vilja gera myndlist sem
inni Alien 3 til Moss og leyfði gest-
um að njóta þeirra. Á platta hjá
verkunum stóð: Vinsamlegast
snertið, en auðvitað þorði það eng-
inn þar sem á öðrum stað vora
hjartveikir varaðir við rafmagni
sem leiddi um alla uppstillinguna.
Freistandi var þó að fá að máta
búning Ripley höfuðsmanns úr
Alien, en ekkert varð þó af því í
þetta skiptið.
Vinur Stigs, sem er sviðshönnuð-
ur hjá 20th. Century Fox kvik-
myndaverinu, útvegaði munina.
Á endavegg salarins var stórt
veggmálverk í anda Franks Stellas
eftir Olav Christopher Jensen.
Verkið er svo sem ekki í frásögur
færandi nema fyrir það að 12 nem-
endur Jensens frá Hamborg hjálp-
uðu honum við gerð þess.
Stolin listaverk
í Galleríi F15 í Moss sýndu 6
listamenn í sýningarstjóm danska
listamannsins Pers Barkleys. Sýn-
ingin bar titilinn París og þátttak-
endur auk Barcleys voru Elisabeth
Ballet, Sophie Calle, Seamus Fam-
ell, Bemard Frize og Ragna St.
Ingadóttir.
París er fjórða og síðasta í röð
stórborgarsýninga gallerísins en
þegar hafa verið haldnar þarna
sýningamar London, Berlin og
New York og er einn listamaður
jafnan fenginn til að kalla saman
hóp fólks, sem starfar í viðkomandi
borjgum, til samsýningar.
Ahugaverðustu verkin þarna
vora verk frönsku listakonunnar
Sophie Calle, sem jafnframt er
þekktust þeirra listamanna sem
þarna sýndu. Um eitt verk var í
raun að ræða sem samanstóð af
ljósmyndum af stöðum úr Isabella
Stewart Gardner safninu í Boston
þar sem listaverk, sem stolið hafði
verið 18. mars 1990, stóðu áður. í
texta sem einnig var sýndur lýsti
fólk, sem situr yfir í safninu dags
daglega, verkunum sem stolið hafði
verið eins nákvæmlega og minni
þeÚTa leyfði. Meðal verka sem um
var að ræða voru tvær Rembrandt
myndir og ein teikning eftir Degas.
Islendingurinn í París, Ragna
Ingadóttir sýndi skyggnur, sem
varpað var á vegg, annars vegar af
vatni og hins vegar af líkamshlutum.
I blaðaviðtali er haft eftir Rögnu
að hún hafi tekið allar myndirnar í
París með „túristamyndavél".