Morgunblaðið - 16.07.1998, Side 30

Morgunblaðið - 16.07.1998, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Gætum þess að endur- spegla fjölbreytnina Morgunblaðið/Kristinn ÍSLENDINGAR hafa sýnt áhuga sinn á Reykjavík sem menningar- borg Evrópu í verki enda hafa á íjórða hundrað tillögur að marg- víslegum verkefnum borist skrifstofu Reykjavíkur - menningar- borgar. Á myndinni eru María E. Ingvadóttir fjármálastjóri og Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi verkefnisins. Á FJÓRÐA hundrað tillögur að verkefnum, vegna Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000, hafa borist skrifstofiu Reykja- víkur-menningarborgar. Auglýstur skilafrestur var 1. júlí en tillögur héldu áfram að berast og segir Þór- unn Sigurðai'dóttir, stjómandi verkefnisins Reykjavík - menning- arborg Evrópu, að fresturinn hafi hvorki tckinn hátíðlegur hjá stjóm verkefnisins né hugmyndasmiðum sem hafa ýmislegt í pokahominu í tilefni af þeim tímamótum sem framundan em. „Tillögumar sem okkur hafa borist era ótrúlega fjöl- breyttar og ég get nefnt dæmi af verkefnum tengdum umhverfismál- um, íþróttamálum, skóla- og fræðslumálum og verkefnum tengdum náttúranni. Tillögumar hafa borist frá fyrirtækjum, stofh- unum, einstaklingum og samtökum og era verkefnin mismunandi stór í sniðum. Sum þeirra era gríðarmikil og þess ber að geta að margar til- lögur hafa borist frá landsbyggð- inni, enda er Reykjavík sem menn- ingarborg Evrópu árið 2000 ekki takmarkað verkefni Reykvíkinga, heldur er hugsunin sú að öll þjóðin njóti sórnans," segir Þórann. Fjög- urra manna nefnd mun senn hefj- ast handa við að fara yftr tillögum- ar og velja úr þær sem era vel framkvæmanlegar með tilliti til umfangs, fjármögnunar og fram- leika. I ýmsum tilvikum verður leit- að efth' séi'fræðiaðstoð þegar þess gerist þörf við mat á tillögunum. I nefndinni sitja auk Þórannar, Birg- ir Sigurðsson, fulltrúi Bandalags ís- lenskra listamanna, Inga Jóna Þórðardóttir í stjóm Reykjavíkur - menningarborgar og Guðrún Ágústsdóttir, varaformaður stjóm- ar. Ennfremur stendur til að ráða framkvæmdastjóra yfir innlend og erlend verkefni. „Við munum gæta þess að endurspegla þá miklu fjöl- breytni sem hefur einkennt tillög- umar og það verður mjög spenn- andi að vinna úr þessum stóra bunka,“ segir Þórann. Fjölda hug- mynda, sem verður hrint í fram- kvæmd, verður hægt að tilgreina þegar úrvinnsla er komin vel af stað og að svo komnu máli er ekki vitað úr hversu miklu fjármagni verður úi' að moða. I haust verða síðan drög að dagskránni kynnt. Morgunblaðið/Ágúst LÚÐRASVEIT Fuglafjarðar lék m.a. á tdnleikum í Egilsbúð. Hádegis- tónleikar í Hall- grímskirkju í HÁDEGINU á fimmtudögum og laugardögum í júlí og ágúst kl. 12-12.30 er leikið á orgelið í Hall- grímskirkju. Hádegistónleikarnir eru haldnir í tengslum við tónleika- röðina Sumar- kvöld við orgelið sem haldin er í sjötta sinn í sum- ar og er aðgangur ókeypis. Fimmtudaginn 16. júlí leikur Guðmundur H. Guðjónsson, org- anisti í Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum. Á efnisskrá hans eru fjögur verk. Fyrri tvö er frá barokktímabilinu: „Svíta við annað tónlag“ eftir franska tónskáldið Louis Nicolas Clérambault og „Bergamasca“ eft- ir Samuel Scheidt. Þá leikur Guð- mundur „Pastorale" eftir franska tónskáldið César Franck (1822- 1890) og efnisskránni lýkur á „Prelúdíu" í e-moll BWV 548 eftir Johann Sebastian Baeh. Guðmundur H. Guðjónsson er Strandamaður, fæddur á Kjörvogi árið 1940. Hann var nemandi dr. Róberts A. Ottóssonar í Söngskóla þjóðkirkjunnar 1956-61 og var í námi við Kirkjutónlistarskóla lúth- ersku kirkjunnar í Hannover í Þýskalandi 1961-66. Þá hefur hann verið í framhaldsnámi í Konunga- lega tónlistarháskólanum í Lund- únum, í Siena og í Róm hjá Fern- ando Germani og sótt námskeið hjá þekktum orgelleikurum, s.s. Almut RöBler, Ton Koopman, Andrr Pachenel og Marie Claire Alain. Auk þess að vera organisti Landa- kirkju er hann skólastjóri Tónlist- arskóla Vestmannaeyja. Laugardaginn 18. júlí leikur þýski organistinn Jörg Sonder- mann. Hann leikur „Suite de deux- iéme ton“ eftir Louis-Nicolas Clé- rambault en hún er í sjö köflum. Þá leikur hann „Kansónu“ í g-moll, op. 63 nr. 3 eftir Max Reger og efnis- skránni lýkur með „Tríósónötu11 í Es-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Jörg Sondermann tók við starfi organista við Hveragerðiskirkju síðastliðið haust og hann mun einnig leika á sunnudagstónleikun- um 19. júlí kl. 20.30. Tónleikar Lúðrasveitar Fuglafjarðar Neskaupstað. Morgunblaðið. LÚÐRASVEIT Fuglafjarðar í Færeyjum hefur verið í heim- sókn á Neskaupstað undanfarið. Lúðrasveitin er að endurgj'alda heimsókn sem lúðrasveit Tón- skóla Neskaupstaðar fór í til Færeyja fyrir tveimur árum. I hljómsveitinni eru nítján hljóðfæraleikarar og hafa þeir ásamt vinum og vandamönnum dvalið hér í viku og hafa ferðast um landið, m.a. farið til Akureyr- ar þar sem þeir héldu tónleika á Ráðhústorgi. Sveitin hefur haldið tvenna tón- leika í Neskaupstað svo og í Egils- búð. Lúðrasveit Fuglafjarðar er að mati þeirra, sem á tónleikana komu, mjög góð og var góður rómur gerður að leik hennar. Gítarkvart- ett í Grinda- víkurkirkju GÍTARKVARTETT kemur fram í Grindavíkurkirkju fimmtudags- kvöldið 16. júlí kl. 20.30. Kvartettinn er skipaður Halldóri Stefánssyni, Maria José Boira, Francese Ballart og David Murga- das. Á efnisskrá era verk eftir Mompou, Brouwer, Ravel, Torroba og Granados. Gudmundur H. Guðjónsson BANDARÍSKA söngkonan Judith Ganz hefur helgað sig af miklum krafti kynningu á íslenska sönglaginu í Bandaríkjunum. Myndin er tekin í tilefni tónleika hennar og Jónasar Ingimundarsonar í Digranes- kirkju á síðasta ári. Islensk sönglög vekj a athygli í B andaríkj unum BANDARÍSKA söngkonan og framburðarfræðingurinn Judith Ganz hélt nýverið tvenna tón- leika auk fyrirlestrar um íslensk sönglög í Texas í Bandaríkjunum og á ráðstefnu 1.000 söngkenn- ara hvaðanæva úr Bandaríkjun- um, sem lialdin var í Toronto í Kanada. Með henni í för var Jónas Ingimundarson píanóleik- ari sem segir að íslensku lögin hafi „hvellhitt í mark“ hjá áheyr- endum. Á næstu vikum kemur út í Bandaríkjunum geisladiskur með 30 íslenskum sönglögum sem Judith og Jónas hljóðrituðu hér á landi í vor. „Fyrstu tónleikarnir með dag- skrá íslenskra sönglaga voru haldnir í 42 stiga hita í Texas í Bandaríkjunum þaðan sem Ju- dith kemur,“ segir Jónas. „Þaðan héldum við á næstum 1.000 manna ráðstefnu söngkennara og pianóleikara frá öllum fylkj- um Bandaríkjanna sem haldin var í Toronto í Kanada. Fluttum við ein 15 íslensk sönglögþar sem íslensk náttúra var megin- yrkisefnið og Judith hélt siðan fyrirlestur um lögin og framburð á íslensku við góðar undirtektir. Fjöldi manna kom til mín eftir að dagskránni lauk og lýsti yfir ánægju með að hafa fengið að heyra þennan íslenska tón sem ekki hefur verið nærtækur út- lendingum fram til þessa.“ Því skyldu ekki erlendir söngvarar syngja á íslensku? Judith Ganz komst fyrst í kynni við íslensk sönglög í gegn- um alnetið og varð fljótlega heill- uð af þessum verkum og fram- burði þeirra á íslensku en auk þess að syngja og kenna söng hefur hún sérhæft sig í framsögn og framburði ýmissa tungumáia. Hún hefur nú komið hingað til lands og haldið tónleika íjórum sinnum og er það samdóma álit þeirra sem á hafa hlýtt að Judith hafi náð undraverðum tökum á framburði og tilfinningu fyrir ís- lenskri tungu í sönglistinni. Jónas segir það hafa sýnt sig að Judith er ekki eingöngu vel að sér í flutningi laga og texta held- ur hafi hún kynnt sér rækilega bakgrunn sönglaganna og nái að kalla fram fínlegustu blæbrigði þeirra. „Eg held að þessi lög hafi staðið bandarískum áheyrendum nær en ella fyrir það að söngvar- inn var þeirra eigin þjóðar en ekki Islendingur,“ segir Jónas. „Það sýndi þeim að útlendingar geta vel flutt þessi lög. Söngvar- ar í dag syngja á tungumálum eins og rússnesku, ítölsku, finnsku, frönsku og sænsku, og því skyldu þeir ekki syngja á ís- lensku?“ Geisladiskur með 30 íslenskum sönglögum á Bandaríkjamarkað Eins og áður segir er væntan- legur innan tíðar í Bandaríkjun- um geisladiskur með íslenskum sönglögum í flutningi Judithar en í viðtali sem Morgunblaðið átti við söngkonuna fyrir tæpu ári lýsti hún því yfir að hún hefði ákveðið að helga sig íslenskum sönglögum í framtíðinni. „Æðsti draumur Judithar er að koma ís- lenskum sönglögum á framfæri þannig að þau verði aðgengileg öðrum en íslenskum söngvur- um,“ segir Jónas og bætir við að í framhaldinu sjái Judith fyrir sér útgáfu bókar með nótum ým- issa íslenskra sönglaga ásamt hljóðtáknum og framburðarskýr- ingum. Tónleikar í Safnaðarheim- ili Ingjalds- hólskirkju Hellissandi. Morgunblaðið MAGNEA Árnadóttir þver- flautuleikari heldur tónleika í safn- aðarheimili Ingjaldshólskirkju nk. sunnudag, 19. júlí, kl. 20.30. Magnea Ámadóttir var í 9 ár bú- sett í Ólafsvík, en hún er dóttir prestshjónanna sr. Ama Bergs Sigur- bjömssonar og Lilju Garðarsdóttur. Undanfarin 8 ár hefur hún lagt stund á þverflautuleik í Boston í Bandaríkjunum og lauk þaðan mastersgráðu. Undirleik annast bandaríski píanó- leikarinn Deborah Dewolf Emery. Á efnisskrá Magneu er sitthvað af „ljúfri tónlist frá ýmsum tímbil- um tónbókmenntanna". Ekki er að efa að margir hér vestra hafa áhuga á að sjá Magneu að nýju og heyra þann árangur sem hún hefur náð í list sinni. Manuel Moreno í Gallerí Horninu SPÆNSKI listamaðurinn Manu- el Moreno opnar sýningu á verkum unnum með blandaðri tækni í Gall- erí Horninu, Hafnarstræti 15, föstu- daginn 17. júlí kl. 17-19. Moreno hefur haldið fjölda einka- sýninga á Spáni og víðar í Evrópu. Síðast sýndi hann í Granada. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 11-23.30 og stendur til 30. júlí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.