Morgunblaðið - 16.07.1998, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
EINKAVÆÐING
BANKANNA
EFTIR að skýrslur Ríkisendurskoðunar um ríkis-
bankana þrjá hafa verið birtar opinberlega og al-
mennar umræður farið fram um þær, þótt þær hafi að
langmestu leyti snúizt um málefni Landsbankans, er
tímabært, að ríkisstjórnin snúi sér að því að taka
ákvarðanir um það, hvernig standa skuli að einkavæð-
ingu bankanna. I kjölfar athugasemda Ríkisendurskoð-
unar hafa forráðamenn bankanna og stjórnvöld gripið til
margvíslegra aðgerða til þess að bæta úr því sem mis-
farið hefur. Með því hefur andrúmsloftið í kringum
bankana verið hreinsað, þótt eftir standi rannsókn Lind-
armálsins, sem væntanlega mun taka töluverðan tíma.
Nú er ekkert því til fyrirstöðu að horfa fram á við og
taka ákvarðanir um hagræðingu í bankakerfinu, sem
mun leiða til verulegs sparnaðar í rekstri bankanna og
bæta afkomu þeirra mjög, ef að líkum lætur. Hagræðing
með fækkun banka og stækkun stendur yfir um allan
hinn vestræna heim og jafnframt er talin brýn þörf á
róttækum umbótum í bankakerfinu í Asíu. Tækniþróun-
in stuðlar mjög að þessari hagræðingu. Hinn almenni
viðskiptavinur banka þarf sjaldnar að koma í afgreiðslur
bankanna en áður. Hann getur bæði stundað viðskipti
sín í hraðbönkum og einnig með beinni tölvutengingu frá
heimili sínu eða vinnustað.
Ríkisstjórnin hefur fyrir alllöngu gefið ákveðnar vís-
bendingar um fyrirætlanir sínar í málefnum bankanna.
Pví hefur verið lýst yfir, að á þessu ári verði 49% af
hlutafé Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. seld og full
ástæða til að fylgja þeim áformum fast eftir. Fjárfest-
ingarbankinn nýtur nokkurrar sérstöðu í bankakerfinu
og eðlilegt að mið verði tekið af því, þegar kemur að
ákvörðunum um sölu hans.
Framundan eru einnig fyrstu skrefin í sölu hlutabréfa
í Landsbanka íslands hf. og Búnaðarbanka Islands hf.
En jafnframt er ljóst, að í viðskiptabönkunum þremur
er áhugi á sameiningu einhverra tveggja banka vegna
þess, að með því næst mest hagræðing í rekstri bank-
anna. Það er auðvitað mikið álitamál, hvernig standa
skuli að slíkri ákvarðanatöku. Æskilegast er, að þar ráði
ferðinni hrein viðskiptaleg og markaðsleg sjónarmið en
að pólitísk viðhorf komi þar ekki við sögu.
Það er hins vegar flóknara mál, hvernig að því yrði
staðið. I öðrum löndum mundi þetta væntanlega gerast
þannig, að sá banki eða þeir bankar, sem teldu sér hag-
kvæmt að sameinast þriðja banka eða kaupa þriðja
banka, mundu gera þeim hinum sama tilboð um kaup
eða samruna á ákveðnum forsendum. Er fráleitt, að það
geti gerzt hér? Er óhugsandi, að erlendir bankar eða
fjárfestar komi hér við sögu? Eignaraðild erlendra aðila
að íslenzka bankakerfinu mundi m.a. gera það óháðara
þeim margslungnu hagsmunahópum og tengslum, sem
einkenna íslenzkt samfélag.
Bankakerfið stendur á þeim vegamótum, að stjórn-
málaflokkarnir eru að sleppa hendinni af því. Ahrif
stjórnmálaflokkanna í bankakerfinu eiga sér sögulegar
forsendur, sem engin ástæða er til að gera lítið úr. Þá
voru aðrir tímar og aðrar aðstæður. Nú er þessi breyt-
ing að verða og þá er mikilvægt, að stjórnmálaflokkarnir
leitist við að standa þannig að henni að engin tilraun
verði gerð til þess að framlengja þessi áhrif.
Þetta er hins vegar ekki auðvelt verk. Það skiptir t.d.
miklu máli að standa þannig að einkavæðingu bankanna,
að niðurstaðan verði ekki sú, að örfáir aðilar nái undir-
tökunum í þeim. Margir mundu líta svo á, að farið væri
úr öskunni í eldinn, ef einkavæðing bankanna yrði til
þess að þeir skiptust á milli þeirra tveggja viðskipta-
blokka, sem menn hafa séð móta fyrir í viðskiptalífinu á
undanförnum árum.
Á þessum áratug hefur orðið ótrúleg breyting á við-
horfum í þjóðlífinu. Þessi breyting er árangurinn af
starfi tveggja ríkisstjórna, sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur haft forystu fyrir og unnið fyrst með Alþýðuflokki
og síðan með Framsóknarflokki. Þessi áratugur er orð-
inn mesta umbótatímabil í lýðveldissögunni ásamt Við-
reisnarárunum svonefndu. Það yrði glæsilegur áfangi á
þessum ferli, ef núverandi ríkisstjórn tækist að hrinda
af stað á næstu mánuðum einkavæðingu bankanna og
endurskipulagningu bankakerfisins.
Morgunblaðið/Arnaldur
FRÁ fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar.
HALMSTRA
R-LISTANS
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins
dregur í efa að Reykjavíkurlistanum sé
heimilt að skipta varamönnum inn í borgar-
stjórn í annarri röð en þeirri sem þeir eru
kosnir. Páll Þórhallsson reifar þau sjónar-
mið sem líta þarf til við mat á ágreiningnum.
SJÁLFSTÆÐISMENN hafa
mótmælt aðferð Reykjavíkur-
listans við að skipta vara-
mönnum inn í borgarstjóm.
Að sögn Ingu Jónu Þórðardóttur,
oddvita sjálfstæðismanna í borgar-
ráði, hefur verið ákveðið að kæra
framferði meirihlutans til félagsmála-
ráðherra. Málið snýst um þá stöðu
sem kom upp í kjölfar sveitarstjóm-
arkosninganna í vor þegar Hrannar
B. Amarsson, í 3. sæti R-listans,
óskaði eftir tímabundnu leyfi frá
störfum. Tók Pétur Jónsson sæti
hans en hann er varamaður í 13. sæti
Reykjavíkurlistans. Ekki var sem
sagt gripið til varamanna í 9.-12. sæti.
Sveitarstjórnarlögin eru allskýr
varðandi það hvaða reglur eigi að
gilda um varamenn. Þannig segir í
24. gr. nýju sveitarstjórnarlaganna
nr. 45/1998 (ákvæði sem er sam-
hljóða í þeim eldri):
„1. mgr. Varamenn taka sæti í sveit-
arstjórn í þeim röð sem þeir eru
kosnir þegar aðalfulltrúar þess lista
sem þeir eru kosnir af falla frá, flytj-
ast burtu eða forfallast varanlega á
annan hátt eða um stundarsakir frá
því að sitja í sveitarstjórn.
2. mgr. Nú er framboðslisti borinn
fram af tveimur eða fleiri stjórn-
málaflokkum eða samtökum og geta
þá aðalmenn listans komið sér saman
um mismunandi röð varamanna eftir
því hver aðalmanna hefur forfallast.
Yfírlýsing um slíkt samkomulag skal
lögð fram á fyrsta eða öðrum fundi
sveitarstjórnar eftir kosningar."
Borinn fram af einum eða
fleiri samtökum?
Allt veltur þá á því hvort Reykja-
víkurlistinn telst borinn fram af mis-
munandi flokkum eða samtökum. Ef
sú er raunin er heimilt að skipta
varamönnum inn á í annarri röð en
þeirri röð sem þeir eru kosnir. Ef
hins vegar listinn telst borinn fram
af einum samtökum þá skulu vara-
menn taka sæti í sveitarstjóm í
þeiiTÍ röð sem þeir em kosnir.
Eins og kunnugt er er ekki að öllu
leyti staðið eins að framboði Reykja-
vfkurlistans 1994 og 1998. Fyrir
kosningarnar 1994 óskuðu aðstand-
endur listans eftir því við yfirkjör-
stjórn að listinn yrði borinn fram af
Reykjavíkurlistanum og þannig yrði
þetta á kjörseðli. Yfirkjörstjórn
hafnaði þessu á sínum tíma með úr-
skurði sem varpar ljósi á framhaldið:
„Á framboðslista þeim, sem barst
yfírkjörstjórn fyrir lok framboðs-
frests og auðkenndur hefur verið
með listabókstafnum R, segir orð-
rétt: „Alþýðubandalagið, Alþýðu-
flokkurinn, Framsóknarflokkurinn
og Kvennalistinn hafa ákveðið að
bjóða fram sameiginlegan lista við
borgarstjórnarkosningarnar í
Reykjavík sem fram eiga að fara 28.
maí 1994. Heiti listans er Reykjavík-
urlistinn og óskað hefur verið eftir
listabókstafnum R.“ Af þessum til-
vitnuðu orðum verður ekki annað
ráðið en listinn sé borinn fram af
fyrrgreindum fjórum stjómmála-
flokkum eða -samtökum. Eins og
listinn er úr garði gerður lítur yfir-
kjörstjóm svo á, að „Reykjavíkurlist-
inn“ sé heiti á listanum en ekki á
stjómmálasamtökum, sem að honum
standa.“
Akvað yfirkjörstjórn þá að á kjör-
seðli skyldi standa fyrir ofan nöfn
frambjóðenda á R-lista: „R. Listi
borinn fram af Alþýðubandalagi, Al-
þýðuflokki, Framsóknarflokki og
Kvennalista."
Við kosningarnar 1994 lék sem
sagt enginn vafi á því að R-listinn
var borinn fram af ólíkum stjórn-
málaflokkum. Fyrir kosningarnar nú
í vor brá hins vegar svo við að stofn-
uð vom ný samtök með formlegum
hætti til að bera fram R-listann. Um
þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir í samtali við Morgunblaðið
sem birtist 5. maí 1998:
„Þegar boðið var fram fyrir fjómm
áram var farið fram á það við yfir-
kjörstjórnina í Reykjavík að þetta
yrði með þessum hætti, þ.e.a.s. að R-
listinn yrði borinn fram af Reykja-
víkurlistanum, og það yrði einvörð-
ungu þannig á kjörseðlinum. Því var
vísað frá af þáverandi yfirkjörstjórn
á þeirri forsendu að þessi samtök
væru ekki til og þau yrðu að vera til
með formlegum hætti til þess að list-
inn gæti verið borinn fram af þeim.
Núna var verið að fullnægja þessu
formsatriði, að til væra samtök á bak
við R-listanafnið, sem eru þá Reykja-
víkurlistinn og kosningabandalag
þessara fjögurra flokka og óflokks-
bundins fólks. Breytingin er í raun-
inni bara formsatriði og breytir engu
um eðli Reykjavíkurlistans."
Mikilvægi formsatriða
Formsatriði sem breytir engu um
eðli? Þar liggur kannski hundurinn
grafinn. Eins og allir vita er form-
hyggja óvíða meiri en í lögfræðinni
og hætt er við að þessi breyting, sem
í augum borgarstjórans er formsat-
riði, skipti töluverðu máli. Það á ekki
síst við um framkvæmd kosninga þar
sem formsatriði vega mjög þungt.
Það þýðir væntanlega lítið að halda
því fram að það sé á allra vitorði að
Reykjavíkurlistinn sé afsprengi til-
tekinna flokka. Það hefur heldur
ekki endilega mikla þýðingu að R-
listinn var valinn með próíkjöri þar
sem þær reglur giltu að sjö efstu
sætunum var skipt á milli fjögurra
stjórnmálaflokka, Samtaka um
kvennalista, Alþýðubandalags,
Framsóknarflokks og Alþýðuflokks.
Fyrirfram var ákveðið að Ingibjörg
Sólrún skipaði 8. sætið. Hún ráðstaf-
aði sjálf 9. sætinu. Eftir prófkjörið
var svo raðað í sætin þar fyrir neðan
með tilliti, meðal annars, til jafnrar
skiptingar milli flokkanna og óháðra.
Það sem hefur mesta þýðingu í
þessu sambandi hlýtur að vera
hvernig framboðið er tilkynnt ski’if-
lega í hendur yfirkjörstjórn á grand-
velli 21. gr. laga um kosningar til
sveitarstjórna nr. 5/1998, ákvæðisins
sem mælir fyrir um að öll framboð
skuli tilkynnt ski-iflega yfirkjörstjórn
í síðasta lagi þremur vikum fyrir
kosningar.
Eins og áður segir var listinn bor-
inn fram af Reykjavíkurlistanum,
sem er lögpersóna með sjálfstæða
kennitölu. Framboðinu fylgdi þó að
sögn Eiríks Tómassonar, formanns
yfirkjörstjórnar, skrifleg yfirlýsing
um að að framboðinu stæðu stjórn-
málaflokkarnfr fjórir auk óháðra.
Hætt er við að sú yfirlýsing eigi eftir
að koma til skoðunar við mat á því
hvort skilyrði 2. mgr. 24. gr. sveitar-
stjórnarlaga séu uppfyllt. Ekki skal
sagt um hvort hún ræður úrslitum en
án þessa hálmstrás hefði málstaður
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 33
Morgunblaðið/Kristínn Ingvarsson
Aukin þekk-
ing hefur
skipt mestu
Helsta ástæða þess að yfirmenn tóbaksfyrir-
tækja hafa loks viðurkennt að reykingar séu
hættulegar er sú að almenn þekking hefur
aukist og ekki er lengur hægt að villa um
fyrir fólki, segir Julius Richmond, fyrrverandi
landlæknir í Bandaríkjunum. Hann hefur
borið vitni og gefið yfirlýsingar í dómsmálum
gegn tóbaksfyrirtækjum. Kristján G.
Arngrímsson ræddi við hann.
R-listans að minnsta kosti verið erf-
iðari. Vandinn er samt sá að yfirlýs-
ing þessi kemur að því er best verður
séð ekki með nokkram hætti til vit-
undar kjósenda og því spurning
hversu mikið vægi hún eigi að hafa.
Það er samt sem áður afstaða
Reykjavíkurlistamanna að þegar
Hrannar B. Arnarsson hverfi úr
þriðja sætinu, sem hann hreppti í
prófkjöri sem fulltrúi Alþýðuflokks-
ins, þá eigi Alþýðuflokksmaðurinn
Pétur Jónsson að koma í staðinn.
Lögðu þeir fram yfirlýsingu á fundi í
borgarstjórn 2. júlí síðastliðinn þar
sem segir að Reykjavíkurlistinn hafi
samþykkt að ef um forföll borgarfull-
tráa til lengri tíma sé að ræða taki
varaborgarfulltrúi frá sömu stjórn-
málasamtökum sæti í borgarstjórn. I
öllum öðrum tilvikum taki varamenn
sæti í borgarstjórn í þeirri röð sem
þeir eru kosnir.
Losaraleg framkvæmd
Einhverjir hafa orðið til að benda
á að framkvæmdin hafi nú verið
fremur losaraleg í þessu efni í
Reykjavík og annars staðar, jafnvel
á Álþingi. Það er auðvitað rétt að
meðan enginn kærir frjálslegar inn-
áskiptingar varamanna þá viðgang-
ast þær. Hins vegar er erfiðara að
ímynda sér að losaraleg framkvæmd
geti haft þýðingu komi slíkt mál til
úrskurðar þegar tiltölulega afdrátt-
arlausar lagareglur eiga í hlut.
Einnig hefur því verið haldið fram
að ef varamenn í 9.-12. sæti hreyfi
ekki mótbárum þá sé ekkert því til
fyrirstöðu að varamaðurinn í 13.
sæti komi inn. Nú er nokkuð ljóst að
það er ekki þetta sem gerðist í borg-
arstjórn. En væri þessi leið fær?
Væntanlega yrði þá að minnsta
kosti að gera eins og tíðkast á Al-
þingi að bréf berist frá þeim vara-
mönnum, sem ofar eru, um að forföll
banni að þeir taki sætið sem losnað
hefur.
tírskurðarvald félags-
málaráðuneytis
Þá þarf að huga að því hvort
hægt sé með einhverjum hætti að
láta á þetta reyna, ef pólitískur vilji
er á annað borð fyrir hendi að gera
veður út af þessu. Ef allir una
þessu, bæði aðrir varafulltrúar
Reykjavíkurlistans, minnihluti
Sjálfstæðismanna og kjósendur, þá
verður auðvitað ekkert að gert.
Samkvæmt 103. gr. sveitarstjórnar-
laga úrskurðar félagsmálaráðuneyt-
ið um ýmis vafaatriði sem upp
kunna að koma við framkvæmd
sveitarstjórnarmálefna. Ekki er
tekið á því í lögunum hverjir hafi
rétt til kæru, hverjir eigi aðild eins
og það heitir á fagmáli. Haft var
eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt-
ur í Morgunblaðinu 5. júlí að póli-
tískir andstæðingar ættu ekki að
skipta sér af því með hvaða hætti
kjör varamanna færi fram þar sem
sveitarstjórnarlögin væru skýr.
Lögin væru ekki til að tryggja rétt
andstæðinganna heldur þeirra sem
stæðu að kosningabandalaginu.
Þessi afstaða er nú ekki sannfær-
andi. Ef þetta er einkamál Reykja-
víkurlistans, til hvers eru þá reglur
um að listi skuli boðinn fram með
frambjóðendum í tiltekinni röð? Er
ekki hugsunin sú að kjósendur taki
afstöðu til listans sem heildar og
greiði honum atkvæði í þeirri trú að
þeir sem ofar eru komi fyrr til
áhrifa en þeir sem neðar eru?
Það er að vísu rétt að málið varð-
ar ekki minnihlutann nema óbeint.
Fyrst og fremst eru hagsmunir
kjósenda í Reykjavík í húfi. Þar
sem þeir hagsmunir eru fremur óá-
þreifanlegir er ekki við því að búast
að nokkur þeirra beri fram kæru.
En vissulega má halda því fram að
það sé eitt af hlutverkum minni-
hlutans að hafa gætur á meirihlut-
anum og finna að því þegar hann
virðir ekki settar leikreglur.
Þess vegna er ekki sennilegt að
félagsmálaráðherra Páll Pétursson
geti hafnað aðild borgarstjórnar-
flokks Sjálfstæðisflokksins þegar
honum berst kæra sú sem Inga
Jóna Þórðardóttir oddviti hans seg-
ir að sé í uppsiglingu. Kæruna verði
sem sagt að taka til efnismeðferðar.
Þá niðurstöðu má svo væntanlega
bera undir dómstóla ef því er að
skipta.
JULIUS Richmond gegndi emb-
ætti landlæknis 1977-81 í
stjórnartíð Jimmys Carters, og
var þá einnig aðstoðai-heilbrigð-
isráðherra. Hann segir lögfræðinga
hafa leitað til sín nú sem fyrrverandi
iandlæknis og kveðst hann yfirleitt
ekki taka greiðslu fyrir vitnisburð.
Fyrsta málið sem hann hafi komið ná-
lægt var höfðað í Miami í júlí og ágúst
í fyrra af núverandi og fyrrverandi
flugfreyjum sem mega þola óbeinar
reykingar í starfi sínu. „Minn vitnis-
burður var fyrfr hönd flugfreyjanna
um skaðsemi tóbaksreyks. Þau réttar-
höld skiptu miklu vegna þess að flug-
freyjurnar neyðast til að anda að sér
tóbaksreyk starfs síns vegna."
Þegar málflutningur hafði staðið í
fjóra mánuði ákváðu sígarettufram-
leiðendur að bjóða dómssátt. Gengið
var að henni á þeim grundvelli að
framleiðendur greiddu 300 milljónir til
þess að flugfreyjumar gætu komið á
fót stofnun til þess að rannsaka áhrif
óbeinna reykinga. Þær fengu engar
greiðslur sjálfar heldur fara pening-
amir allir tfl stofnunarinnar. Málinu
var áfrýjað og enn hefur ekki verið
kveðinn upp úrskurður.
430 þúsund dauðsföll
I Bandaríkjunum deyja um það bil
430 þúsund manns árlega af völdum
sjúkdóma sem rekja má til reykinga.
„Við höldum því fram að sígarett-
ureykingar séu banvænasti skaðvald-
urinn sem hægt væri að vinna bug á,“
segir Richmond.
,Áf þessum 430 þúsundum dauðs-
falla eru um 160 þúsund af völdum
lungnakrabba. Hin eru af völdum ann-
arra tegunda ki-abbameins, t.d. í
munni, og hjartasjúkdóma af öllum
gerðum. Og þar sem hjartasjúkdómar
eru algengasta orsök dauðsfalla í
Bandaríkjunum má telja að reykingar
eigi þar stóran þátt.“ Riehmond full-
yrðir að hægt væri að koma í veg fyrir
hvert einasta af þessum 430 þúsund
dauðsföllum.
Yfirmenn tóbaksfyrirtækjanna við-
urkenndu ekki fyrr en á síðasta ári að
sígarettureykingar gætu verið valdar
að krabbameini. Fram að því höfðu
lögfræðingar jafnan ráðlagt þeim að
viðurkenna slíkt ekki, því þeir töldu
sig geta fullyrt fyrir réttinum að það
væri ekki óyggjandi að sígarettur séu
sjúkdómsvaldar.
„Fyrir réttinum hafa þefr verið að-
gangsharðir við mig og reynt að fá
mig til að segja að reykingar valdi
ekki ki-abbameini. Ég held því fram að
faraldursfræði byggi á tölfræðilegum
tengslum. Þeir nefna að til séu dæmi
um það að fólk, sem ekki reykir, fái
lungnakrabbamein. Það þýðir samt
ekki að reykingar valdi ekki lungna-
krabba. Þrátt fyrir einstök dæmi um
lungnakrabba hjá fólki sem ekki reyk-
fr þarf maður að útskýra hvers vegna
reykingafólk er tíu sinnum líklegra til
að fá lungnakrabba, og þefr sem
reykja mikið eru tuttugu sinnum lík-
legri. Þetta er óvefengjanlegt."
Richmond segir að hér sé reyndar
ekki um að ræða að sýnt sé fram á að
reykingar séu beinlínis orsökin að
krabbameini. „Þeir segja að ekki sé
vitað hvaða efni í sígarettureyk koma
krabbameini af stað. Ég svara því til,
að þótt við vitum ekki allt er ekki þar
með sagt að við vitum ekkert. En á
undanförnum árum hafa frumurann-
sóknii- leitt í ljós að í sígarettureyk
era ákveðin efni sem „slökkva á“
stýrikerfi frumnanna með þeim afleið-
ingum að þær taka að vaxa óstjórn-
lega, líkt og gerist við krabbameins-
vöxt.“ Richmond tekur fram að þessar
rannsóknir séu ekki fullunnar, en vís-
bendingarnar séu sterkar.
Mestu skiptir, um breyttan fram-
burð yfirmanna tóbaksfyi'irtækjanna,
að almenningur skilur orðið svo vel að
reykingar valda sjúkdómum, að ekki
dugi að halda því fram við kviðdóm,
eins og gert hefur verið, að ekki sé
fyllilega ljóst að reykingar valdi sjúk-
dómum.
„Lögfræðingar tóbaksfyrirtækj-
anna hafa því snúið við blaðinu og í
nýjustu dómsmálunum hafa lögfræð-
ingarnir sagt sem svo við kviðdómend-
ur: Þessi maður reykti og fékk
krabbamein, hann hefði mátt vita að
það gæti gerst; það vita allir að reyk-
ingar valda sjúkdómum, hvers vegna
ætti þessi maður að fá skaðabætur?"
Richmond nefnir að dómsmál gegn tó-
baksfyrirtækjum hafí tapast á þessum
forsendum.
Allsheijarsamkomulag
I júní i fyrra náðu dómsmálaráðheiT-
ar í 40 ríkjum samkomulagi við stærstu
tóbaksfyrirtækin í Bandaríkjunum um
greiðslu 368,5 milljarða dollara til að
standa straum af kostnaði vegna
heilsutjóns af völdum reykinga.
Richmond var á vitnalistanum íyifr
nokkur ríkjanna, m.a. Flórída og Texas.
Áður en til vitnisburðarins kom náðist
dómssátt í báðum málunum, í Flórída
sættust framleiðendur á að greiða 11
milljarða dala og í Texas 15 milljarða.
Ennfi'emur náðu Minnesota og Miss-
issippi dómssátt við framleiðendur.
Þegar allsherjarsamkomulag ríkj-
anna 40 kom fyrir öldungadeild
bandaiíska þingsins þótti oddvita
deildai'innar, John McCain, repúblik-
ana frá Ai'izona, sem 368 milljarðar
væra ekki nóg og ákváð nefndin, er
hann veitir forsæti, að talan skyldi
verða 512 milljarðai'.
„Þá spymtu sígarettuframleiðendm-
við fótum og vildu ekki ganga að sam-
komulaginu. Þeir hófu auglýsingaher-
ferð, eyddu 40 milljónum dollara á ein-
um mánuði áður en samkomulags-
frumvarpið var lagt fyrir þingið.
Framleiðendurnir voru ekki að halda
því fram að frumvarpið væri slæmt
vegna þess að það væri ekkert athuga-
vert við reykingar, heldur sögðu þeir
að það væri verið að breyta því í frum-
varp um hækkun skatta.“
Richmond segir þetta vera hefð-
bundna röksemdafærslu Repúblikana-
flokksins - að stjórnin sé of stór og
eigi ekki að hafa meiri peninga. „Þetta
olli nægjanlega miklum pólitískum
deilum til þess að fon-áðamenn öld-
ungadeildarinnar - sem eru repúblík-
anai' - bera samkomulagið ekki undir
atkvæði. Þar af leiðandi hafa engin lög
orðið til en menn eru að velta því fyrir
sér að annað frumvarp verði lagt
fram.“
Sígaretturframleiðendur voru fylgj-
andi frumvarpinu, segii' Richmond, í
þeiiTÍ von að þeir gætu sett mörk við
því hversu mikils væri hægt að krefj-
ast af þeim í skaðabætur. Samkvæmt
upphaflega frumvai-pinu hefðu hóp-
málsóknir, eins og sú sem flugfreyj-
urnai- hófu, verið óheimilar. Einungis
einstaklingar hefðu getað höfðað mál
á hendur framleiðendunum, en það
myndi hafa reynst erfitt fyrir einstak-
linga að reiða fram fé til að ráða sér
lögfræðinga og standa straum af öðr-
um kostnaði.
Mál Carters
En það sem skaut tóbaksiðnaðinum
skelk í bringu var aðallega tvennt,
segir Richmond. I fyi’sta lagi, að fyrir
fjórum árum ákvað lögfræðingur í
Jacksonvflle í Flórída að taka að sér
mál manns nokkurs sem heitir Carter.
Carter hafði fengið lungnakrabbamein
eftir að hafa reykt í þrjátíu ár. „Þetta
varð í fyrsta sinn sem dómur féll tó-
baksreykingamanni í vil. Honum voru
dæmdir 750.000 dollarar, sem kannski
hljómai' ekki sem mikið í dag. Málinu
var áfrýjað og úrskurður hefur enn
ekki verið kveðinn upp.“
Richmond rifjai- upp, að The Wall
Street Joumal hafi sagt frá því að
þegai' dómurinn féll Carter í vil hafi
yfirmaður bresk/bandaríska sígar-
ettufyrirtækisins Brown & Williamson
sent skilaboð til yfírmanna bandarísku
tóbaksfyrirtækjanna Philip Morris og
RJR og sagt sem svo: „Þetta skulum
við láta verða fyrsta og síðasta málið
sem við töpum.“ Hann hafi óttast að
fleiri mál myndu fylgja í kjölfarið.
Skömmu síðar hófu yfinnenn tóbaks-
fyrirtækjanna að funda með sak-
sóknurum í Bandaríkjunum.
Með „djúpa vasa“
„Annar mikilvægur þáttur í að fá tó-
baksfyrirtækin tfl að vilja ganga til
samninga var að dómsmálaráðherrann
í Mississippi, Michael Moore, fékk þá
hugmynd að það væri hægt að höfða
mál á hendur tóbaksfyrirtækjunum og
krefjast skaðabóta fyrir kostnaðinn
við opinberri heilsugæslu fyi'ir reyk-
ingafólk sem ekki getur greitt sjúki'a-
húskostnaðinn sjálft og reiðir sig á op-
inbera heflsugæslu. Þetta hafði engum
hugkvæmst áður, og nú höfðu tóbaks-
fyrirtækin í fyrsta sinn andstæðinga
með það sem við köllum „djúpa vasa“
og höfðu efni á því að reka mál.“
Riehmond telur líklegt, og einnig
æskflegt, að í stað allsherjarsam-
komulagsins muni hvert og eitt ríki nú
gera samkomulag við tóbaksframleið-
endur. Hann bendir á að fjögur ríki
hafi nú þegar náð slíkum samningum.
„Það væri æskflegt að framhaldið yrði
þannig, því að það myndi halda um-
ræðunni vakandi í fjölmiðlum og hefði
þannig mikil menntunaráhrif. Því
meira sem þetta er rætt því betur
verður ljóst að reykingar eru hættu-
legar.“
Richmond kveðst þó ekki telja lík-
legt að framhaldið verði með þessum
hætti. Tóbaksframleiðendur vilji það
ekki og muni reyna að ná allsherjar-
samkomulagi.