Morgunblaðið - 16.07.1998, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 37
AÐSENDAR GREINAR
þessi öfl gegn Ólafi Ragnari
Grímssyni í formannskjöri og töp-
uðu. Árið 1995 stóðu svo til sömu
öfl gegn Margréti Frímannsdóttur
í formannskjöri og töpuðu. A
landsfundi 1997 stóð þingflokkur
Alþýðubandalagsins einangraður í
hverju málinu af öðru. Síðan hefur
þingflokkurinn, með Steingi'ím
m.a. í forystu, reynt að gera Mar-
gréti og samherja hennar Bi-yndísi
Hlöðversdóttur lífíð þar sem
óbærilegast. Og hvernig tekur
aukalandsfundur Alþýðubanda-
lagsins tilburðum meirihluta þing-
flokksins?
Styður Margréti!
Það er þetta sem er í raun og
veru að gerast. Litlir smákóngar
heima í héraði, sem hrakið hafa fé-
laga úr flokknum hver á sínum
stað og í einu tilfelli fækkað kjós-
endum flokksins um helming,
ákveða að hefna þess í héraði sem
hallaðist á á landsfundi. Eftir
fundinn er farið til vina og skyld-
menna og þau beðin að fara með
forkólfunum úr flokknum. Skír-
skotað er til vináttu og ekki síst
sameiginlegra andstæðinga, innan
flokks og utan. Sumir gera eins og
um er beðið og er athöfninni þá
lýst í hvert skipti í fjölmiðlum.
Merkileg sýn blasir við: Sjálfút-
nefndir máttarstólpar heils stjórn-
málaflokks hverfa frá honum en
það er varla að flokkurinn hallist
þrátt fyrir brottfalhð. Er að undra
þótt nokkrir stórmerkilegir karlar
séu eitthvað súrir í lund um þessar
mundir?
En menn fara ógjarnan úr flokki
án þess að tylla sér í leiðinni við
einhverja ástæðu. Vinsælasta til-
efnið eins og sakir standa er svo-
nefnd „hægriþróun“ Alþýðubanda-
lagsins. Slík dýr orð er auðveldara
að segja í almennu orðalagi en með
einstökum dæmum. Því að málin
eru þannig vaxin að samfylkingar-
hugsjónin er ótvíræð vinstristefna,
hún snýst um það verkefni að
veikja stöðu hægriaflanna með
sameiginlegu framboði vinstri-
manna. Að snúast gegn samfylk-
ingu má auðveldlega túlka sem
þjónkun við Framsóknarflokk eða
Sjálfstæðisflokk. Það er vissa mín
að margir, þó engan veginn allir,
sem nú tala ákveðnast gegn sam-
eiginlegu framboði Alþýðuflokks
og Alþýðubandalags eygi nú
ákveðna útgönguleið í átt að
Framsóknarflokki. Því er öruggast
að nefna tylliástæðuna aðeins í al-
mennu orðalagi og sem minnst
með einstökum dæmum.
Lítum á málefni einstakra for-
ystumanna hugsanlega aflsins sem
teljast á „til vinstri við Alþyðu-
bandalag". Hjörleifur Guttorms-
son hefur lengi haft sérstöðu í
flokknum í stefnumálum sínum.
Mörg eru þau virðingarverð en
hann hefur lítinn áhuga sýnt
kjaramálum þeirra sem minna
mega sín í samfélaginu. Ögmundur
Jónasson hefur undanfarna mán-
uði einkum vakið athygli fyrir and-
stöðu sína við Reykjavíkurlistann.
Steingrímur J. Sigfússon hefur
hins vegar verið ötulasti stuðn-
ingsmaður kvótakei’físins í Al-
þýðubandalaginu.
Jafnframt fínnum við raunveru-
lega „vinstri sósíalista" víða um
land, þó mest í Reykjavík. Hvernig
þeir ætla að sameinast fyrrgreind-
um héraðshöfðingjum í einhverju
afli „til vinstri“ er mér hulin ráð-
gáta. Hér er nefnilega um ennþá
sundurleitari hóp að ræða en allt
Alþýðubandalagið hefur verið
hingað til og þessi hópur getur að-
eins sameinast á neikvæðum for-
sendum, í því að eiga sameiginleg-
an óvin: Stefnu Alþýðubandalags-
ins að vinstrimenn vinni vel saman
gegn hægriöflunum í einum kosn-
ingum. Hve lengi sameinar slík
„hugsjón“?
Höfundur er háskólakennari og
varaformaður fulltrúaráðs Alþýðu-
bandalagsfélaganna í Reykjavík.
HUS málaranna.
Morgunblaðið/Ásdis
Engilberts, meðal annars vegna
þess að SÍM virðist vera haldið
þeirri þráhyggju að koma upp
vinnustofum fyrir útlendinga(l).
Þannig hugsa engin metnaðarfull
hagsmunasamtök listamanna er-
lendis, því skrifstofur geta verið all-
staðar, sérbyggðar vinnustofur
með ofanljósi fáar, samtökin til að
mæra innlenda list og listamenn, og
hús með jafn sögulegu gildi er
tengist rismiklum brautryðjendum
enn færri. Borgin og þjóðfélagið
allt á þessum málurum er í húsinu
bjuggu ómælda skuld að gjalda,
jafnframt er það vissa mín að hér
megi gera sælureit fyrir borgar-
búa, Islendinga alla og erlenda
ferðamenn, halda um leið minningu
þessara valmenna vakandi. Gangi
það ekki eftir teldist eðlilegast að
húsið yrði bústaður starfandi mál-
ara til lengri eða skemmri tíma,
helst heiðursbústaður í líkingu við
slíka vlða erlendis.
Höfundur er listmálari.
Vönduð - ryðfrí
HUSASKILTI
Nicorette* innsogslyf
Þegar líkaminn
saknar nikótíns og
hendumar sdkna vanans.
NICORETTE
Við stöndum meðþér
Nicorette® innsogslyf samanstendur af munnstykki sem (er sett rör sem
inniheldur nikótín. Nicorette® innsogslyf er ætlaö til að auðvelda fólki að |
hætta að reykja. Algengur skammtur er a.m.k. 6 rör á dag en þó ekki
fleiri en 12 á dag ( a.m.k. 3 mánuði og venjulega ekki lengur en 6 mánuði.
Nicorette® innsogslyf getur valdið aukaverkunum eins og hósta, ertingu (
munni og hálsi. Höfuðverkur, brjóstsviði, ógleði, hiksti, uppköst, óþægindi
( hálsi, netstffla og blöðrur ( munni geta einnig komið fram. Við samtlmis
inntöku á gestagenöstrógen lyfjum getur, eins og við reykingar, veriö
aukin hætta á blóðtappa. Nikótín getur valdið bráðum eitrunum hjá
börnum og er efnið þvl alls ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema I
samráði við lækni. Gæta skal varúöar hjá þeim sem hafa hjarta- og
æöasjúkdóma. Pungaðar konur og konur með barn á brjósti ættu ekki að |
nota lyfið nema (samráði við lækni.
Lesið vandlega leiöbeiningar sem fylgja hverri pakkningu lyfsins.
Markaðsleyfishafi: Pharmacia & Upjohn AS, Danmörk.
Innflytjandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garðabær.
Það er ljóst að Sverrir
ætlar ekki að berjast
fyrir afnámi aflakvót-
anna, segir Einar Odd-
ur Kristjánsson, heldur
vill hann selja þá á upp-
boði og þannig skatt-
leggja sjávarútveginn.
forystu Sjálfstæðisflokksins og
sunginn hefur verið um áratuga-
skeið af íslenskum sósíalistum.
Sverrir lætur nú illyrðin dynja á
Hannesi Hólmsteini. Þetta er rúss-
neska aðferðin. Gömlu komma-
bófarnir kunnu þessa list vel,
skömmuðu Albaníu þegar allir
vissu að þeir meintu Kína. Þessi
málflutningur Sverris þarf þó ekki
að koma neinum á óvart, það er
fullt samræmi í honum. Sverrir
Hermannsson sækir nú allar helstu
hugmyndir sínar til íslenskra sósí-
alista. Svona fór þá fyrir honum.
Nýkratinn
Höfundur er alþingismaður.
Tvær litlar
athugasemdir
SVERRIR Hermannsson hefur
nú stigið á stokk og gert heyrin-
kunna stefnu sína í sjávarútvegs-
málum. Einnig hefur hann tjáð sig
með afgerandi hætti
um Sjálfstæðisflokkinn
og forystu hans. Und-
irritaður vill gera tvær
athugasemdir við mál-
flutning Sverris Her-
mannssonar.
í smiðju Ágústs
Einarssonar
Sverrir hefur boðað
að hann hyggist fara í
strið gegn kvótakerf-
inu. En á fundi á Isa-
firði nú í vikunni kom í
ljós að meginuppistaða
hinna „nýju“ hug-
mynda Sverris eru
gömlu __ kenningarnar
hans Ágústs Einars-
sonar, Þjóðvaka, um uppboð afla-
heimilda. Það er því ljóst að Sverr-
ir ætlar ekki að berjast fyrir af-
námi aflakvótanna, heldur vill hann
selja þá á uppboði og þannig skatt-
leggja sjávarútveginn. Og hann
hefur rækilega gengið í smiðju til
Ágústar því hann leggur einnig til
að á næstu fimm árum eigi þessi
skattur að hækka upp í það að
samsvara nettó tekjuskatti ríkis-
sjóðs - nákvæmlega sama hug-
mynd og hjá Ágústi. Skoðum þetta
aðeins nánar. Nettó tekjur ríkis-
sjóðs af tekjuskattinum eru nú um
18 milljarðar. Heildartekjur ís-
lenskra útgerðarfyrirtækja námu á
síðasta ári rúmum 60 milljörðum
króna. Hinn nýi skattur Svenis á
sjávarútveginn nemur því rúmlega
fjórðungi af öllum tekjum útgerð-
arfýrirtækjanna. Ég trúi því ekki
að nokkur maður sé svo glám-
skyggn að hann sjái ekki hvaða af-
leiðingar slíkt hefði
fyrir sjávarútvegs-
byggðir eins og Vest-
firði þegar meira en
fjórðungur allra tekna
útgerðarfyrirtækj -
anna er tekinn í nýjan
skatt.
Hrakyrðaflaumur
Sverrir Hermanns-
son hefur veist mjög
harkalega að forystu
Sjálfstæðisflokksins.
Ég man vel þá tíð þeg-
ar hinn róttæki vinstri
maður Einar Olgeirs-
son hamaðist með
ómældum vömmum og
skömmum gegn Sjálf-
stæðisflokknum og formanni hans,
Ólafi Thors. Þannig hefur það
alltaf verið. Hörðustu andstæðing-
ar Sjálfstæðisflokksins hafa alltaf
reynt að halda þeirri öfugmæla-
þulu á lofti að Sjálfstæðisflokkur-
inn og forystumenn hans væru
handbendi hinna verstu auð-
valdsafla og létu sig engu varða
þjóðarhag. Það er því greinilegt
hvar Sverrir Hermannsson vill
marka sér bás þegar hann hefur
upp nákvæmlega sama sönginn um
Einar Oddur
Kristjánsson
ÞÍN FRlSTUND - OKKAR FAG
BllDSHÖFÐA - Blldshöfða 20 - Slmi: 510 8020
úrvali!
www.mbl.is/fasteignir