Morgunblaðið - 16.07.1998, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
GREINARGERÐ HOLLUSTUVERNDAR RÍKISINS
Ekki má setja
stryknín og fenemal
undir sama hatt
Morgunblaðinu hefur borizt greinargerð frá Her-
manni Sveinbjörnssyni forstjóra Hollustuverndar
ríkisins, þar sem hann fjallar um þau skrif sem
undanfarið hafa verið hér í blaðinu um leyfisveit-
ingar til æðarbænda fyrir notkun fenemals gegn
vargfugli. Telur Hermann að ekki megi bera sam-
an það tjón sem arnarstofninn varð fyrir vegna
útburðar strykníns fyrir ref fyrir nokkrum ára-
tugum og eitrun með fenemali.
Ekki sé unnt að setja fenemal og stryknín
undir sama hatt.
„UNDANFARNAR vikur hefur
verið mikið fjaðrafok í fjölmiðlum
um undanþágur sem umhverfísráð-
herra hefur veitt fímm æðarbænd-
um. Pessir bændur hafa fengið leyfi
til að nota efnið fenemal til að verj-
ast ágangi vargfugls í æðarvörpum
sínum.
Tilefni þessarar greinar er sú um-
fjöllun sem beinst hefur að hlut
Hollustuverndar ríkisins í afgreiðslu
þessara mála, en stofnunin hefur um
nokkurra ára skeið komið að leyfis-
veitingum fyrir notkun fenemals
sem umsagnaraðili. Umfjöllun fjöl-
miðla um fyrmefndar undanþágur
STEINTEX
4 Ltr.
Verð frá kr.
2.807.-
10 Ltr.
Verð frá kr.
6.595.-
Viðarvöm
KJORVARI
4 Ltr.
Verð frákr.
2.717.-
Takið teilmingar með.
Við reikmim emisþöríina
Oll málningaráhöld á
hagstætni verði.
Grensásvegl 18 s: 581 2444
I' allt sumar
MÁLNINGARDAGAR
Vidurkeimd vörumerki
Timimáltiing:
SKIN10
4 Ltr.
Verð frá kr.
2.842.-
PLÚS10
4 Ltr.
Verð frákr.
2.540.-
hefur verið mjög sérkennileg. Þar
hafa einnig komið fram ýmsar full-
yrðingar og rangfærslur sem nauð-
synlegt er að leiðrétta.
Ádeilur á Hollustu-
vernd ríkisins
I grein sem birtist í Mbl. 4. júlí sl.
er eftirfarandi haft eftir Ævari Pet-
ersen; „ að ráðuneytið hafí kosið að
snúa sér til eiturefnasviðs Hollustu-
verndar ríkisins í málinu í stað þess
að ráðfæra sig við nefndina (þ.e.
ráðgjafanefnd um villt dýr). Til
marks um það megi nefna að nefnd-
in hafi ekki fengið til umsagnar ým-
is mikilvæg skjöl eða upplýsingar
sem skipt hafí sköpum við af-
greiðslu málsins. Ekki sé annað að
sjá en Holiustuvernd ríkisins hefði
tekið að sér það hlutverk að vera
ráðgefandi um mál sem væru fyrst
og fremst vistfræði- og fuglavernd-
unarlegs eðlis, jafnvel þótt stofnun-
in hafí ekki yfír að ráða starfsfólki
með kunnáttu á fuglum og vistfræði
þeirra, þótt þekking þeirra á sviði
eiturefna sé óvéfengjanleg."
Hollustuvernd ríkisins hefur á að
skipa sérfræðingum sem hafa þekk-
ingu á vistfræði. Hinsvegar hefur
stofnunin ekki talið það hlutverk
sitt að veita umsagnir varðandi
þann þátt þessa máls heldur hafa
umsagnir byggst á því hvort stofn-
unin teldi forsvaranlegt að veita
umsækjendum leyfi til þess að nota
svefnlyfið fenemal. í því sambandi
hefur stofnunin farið yfir gögn
varðandi málið og aflað nauðsyn-
legra viðbótargagna ef þörf hefur
krafist. Þannig hefur stofnunin met-
ið hvort ástæða væri til að leggjast
gegn notkun fenemals í því umfangi
sem hér er til umræðu, fullvissað
sig um að umsækjendur væru með
friðlýst æðarvarp, tryggt að eitrun
yi’ði eingöngu framkvæmd af fólki
sem hefði gild veiðikort og reynslu í
notkun fenemals og að viðkomandi
hefðu áður notað efnið í samræmi
við reglur þar um. Þess vegna mót-
mælir stofnunin ummælum sem
ætlað er að gera faglega þekkingu
sérfræðinga stofnunarinnar tor-
tryggilega. Ekki er hinsvegar ljóst
til hvaða mikilvægu skjala eða upp-
lýsinga er verið að vísa í þessari
ómaklegu fullyrðingu.
Það væri furðulegt ef umhverfis-
ráðuneytið leitaði ekki til Hollustu-
vemdar sem umsagnaraðila varð-
andi þetta mál þar sem stofnunin
hefur yfirumsjón með notkun eitur-
efna hér á landi. Eiturefnasvið
stofnunarinnar hefur fylgst með
notkun fenemals og haldið utan um
og verið umsagnaraðili þegar veitt
hafa verið leyfi til notkunar
fenemals frá því að eiturefnanefnd
var lögð niður í byrjun árs 1992, en
nefndin hafði gegnt þessu hlutverki
frá því árið 1973. Stofnunin gerir
ráð fyrir að umhverfisráðuneytið
hafi einnig leitað umsagna annarra
aðila er málið varðar til að tryggja
vandaða afgreiðslu málsins.
Breytt lagaumhverf!
Notkun eiturefna eða svefnlyfja
til að verjast ágangi vargfugls er
ekki ný af nálinni. Fyrstu lagaá-
kvæði sem sett voru þar að lútandi
eru frá því árið 1941 og fyrsta
reglugerðin um eyðingu svartbaks
með fenemali var gefin út árið 1971.
Samkvæmt þeirri reglugerð höfðu
umráðendur friðlýstra æðarvarpa
heimild til að nota fenemal að því
tilskildu að efnið væri lagt út í eggj-
um í varpinu sjálfu. Mikil umræða
var um þessi mál á þeim tíma og
náði hún inn á Alþingi. Þrjár sér-
fræðinganefndir hafa á undanfórn-
um áratugum fjallað um notkun eit-
urefna til að verjast ráni vargfugla í
æðarvörpum. Allar hafa þær komist
að þeirri niðurstöðu að við ákveðnar
aðstæður þar sem um afmörkuð
vandamál sé að ræða þurfi að vera
hægt að beita slíkum aðferðum.
Niðurstaða tveggja fyrri nefndanna
var að nauðsynlegt væri að leyfa
áfram notkun fenemals í þessum til-
gangi uns heppilegra efni kæmi
fram. Sérfræðingahópur sem fjall-
aði um þessi mál árið 1995 lagði til
að notuð yrðu efnin alfaklóralósa og
seconali. Ekki liggja hinsvegar fyrir
þekktar aðferðir til að nota þessi
efni í æðarvarpi.
Á árunum 1973-74 voru gerðar
tilraunir með notkun efnanna
fenemals, tríbrómetanóls og alfa-
klóralósa sem helst þótti koma til
greina að nota til að eyða vargfugli.
I framhaldi af þeim tilraunum voru
reglugerðarákvæði um notkun
fenemals þrengd þannig að æðar-
bændur þurftu að hafa sérstakt
leyfisskírteini til þess að fá að
kaupa og nota efnið.
Lög nr. 64/1994 um vernd, friðun
og veiðar á villtum fuglum og villt-
um spendýrum tóku gildi 1. júlí
1994. I lögunum er ákvæði um að
ekki sé heimilt að nota eitur eða
svefnlyf við veiðar. I aðdraganda að
setningu þessara laga var þetta
ákvæði ekki kynnt fyrir Hollustu-
vernd ríkisins eða öðrum sem fóru
með framkvæmd reglugerðar nr.
100/1973, um eyðingu svartbaks og
hrafns með tríbrómetanóli og
fenemali, en hún féll fyrirvaralaust
úr gildi með setningu laganna. Und-
anþáguheimildir sem ráðherra hef-
ur eru því nauðsynlegar til að leysa
vandamál sem óhjákvæmilega
hljóta að koma upp og erfitt er að
leysa með öðrum hætti.
Nágrannalönd okkar hafa haft
ólíkar reglur varðandi notkun eitur-
efna til að fækka vargfugli. I febr-
úar sl. var samþykkt ný Evrópu-
bandalagstilskipun um varnarefni,
önnur en þau sem notuð eru í land-
búnaði og -garðyrkju (bíosíð), og
verður hún væntanlega tekin inn í
EES samninginn innan tíðar. Sam-
kvæmt ákvæðum þessarar tilskip-
unar má gera ráð fyrir því að leyfð
verði notkun tiltekinna efna til að
halda fjölgun vargfugla í skefjum.
Notkun eiturefna og
hættulegra efna
Notkun eiturefna og hættulegra
efna felur ávallt í sér ákveðnar
hættur ýmist fyrir fólk eða um-
hverfi ef ekki er nægilega varlega
farið. Mörg þekkt dæmi eru um
langvarandi tjón sem hlotist hefur
af óvarlegri notkun eiturefna fyrir
lífríkið. Það er því nauðsynlegt að
skoðuð séu gaumgæfilega fyrirsjá-
anleg áhrif og afleiðingar af notkun
efna. Þetta breytir ekki því að í okk-
ar daglega umhverfi og í atvinnulíf-
Ljósmynd Hjálmar R. Bárðarson
ÖRN á hreiðri.
inu er mikið af hættulegum efnum
sem við teljum okkur ekki geta ver-
ið án. I slíkum tilvikum verður að
leggja mat á þann ávinning sem við
höfum af notkun og vega það á móti
því því tjóni sem efnin gætu valdið.
Nærtækt dæmi um notkun eitur-
efna er notkun skordýraeiturs og
illgresiseyða í landbúnaði svo og
notkun rottu- og músaeiturs. Mikið
magn af hættulegum efnum er not-
að í þessum tilgangi til þess að verj-
ast tjóni. Ef varúðar er ekki gætt og
reglum fylgt getur notkun eiturefna
haft margskonar skaðleg áhrif.
Sum efni brotna seint niður, þ.e.
þrávirk efni og geta þau haft
langvarandi áhrif í umhverfinu.
Þekkt dæmi um notkun slíkra efna
er notkun DDT á árum áður. I fjöl-
miðlum var nýlega rifjað upp það
tjón sem arnarstofninn varð fyrir
vegna útburðar strykníns/yrir ref
fyrir nokkrum áratugum. I umfjöll-
un um fenemal geta þó menn ekki
leyft sér að setja þessi efni undir
sama hatt eins og gert var í rit-
stjórnargrein Mbl. 2. júlí sl.
Er fenemal þrávirkt efni?
„Fenemal er ákaflega þrávirkt og
því hættulegt öðrum fuglum og
spendýrum sem komast í eitur-
dauða fugla, eins og mörg dæmi eru
um hér á landi“ segir í yfirlýsingu
frá Fuglaverndunarfélagi Islands
sem birt var í Mbl. 23. aprfl sl.
Ekki er ljóst hvaðan höfundum
þessarar yfirlýsingar hafa borist
upplýsingar en hitt er ljóst að
fenemal er ekki þrávirkt efni. Það
er hinsvegar stöðugt og seinvirkt
miðað við önnur skyld efnasam-
bönd. Fenemalskammtar sem leyfð-
ir hafa verið í egg eru það litlir að
ekki er líklegt að þeir geti valdið
tjóni á öðrum dýrum. Kæmust aðrir
fuglar í hræ af vargfugli sem hefur
gleypt egg með fenemali er einnig
afar ólíklegt að það hefði mikil áhrif
á þann fugl. Ástæðan fyrir því er að
hlutfallslegur styrkur efnisins í
hræinu mundi vera mun minni en
styrkurinn í egginu og efnið mundi
þá þegar vera farið að brotna niður.
Sögusagnir eins og þær sem nefnd-
ar eru í tilvitnuninni hér að framan
má líklega rekja til þess tíma þegar
sérstökum trúnaðarmönnum veiði-
stjóra var heimilað að nota fenemal
í tilraunaskyni til þess að fækka
vargfugli á árunum 1976-1991.
Þessar heimildir voru ekki bundnar
við það að efnið væri lagt út í egg og
var efnið lagt úr í æti á stöðum sem
vargfuglinn sótti í. Ekki var heimilt
að nota fenemal á þennan hátt á út-
breiðslusvæðum arnarins.
Hollustuvernd ríkisins hafa aldrei
borist upplýsingar um að fenemal
sem lagt hefur verið út í egg hafi
valdið tjóni á örnum, fálkum eða
hundum og telur ekki að slíkt geti
gerst ef farið er að þeim reglum
sem settar hafa verið um útlagn-
ingu efnisins.
Leyfisveitingar
til æðarbænda
Á því tímabili sem æðarbændur
fengu skírteini til að kaupa og nota
fenemal var fjöldi leyfishafa að jafn-
aði á bilinu 20 til 30 en æðarbændur
munu vera 3-400 hundruð. Leyfis-
skírteini voru oftast veitt til þriggja
ára en í sumum tilvikum dugar að
eitra í örfá egg til að fæla burtu
vargfuglinn. Því er líklegt að færri
hafi árlega beitt þessari aðferð til að
fækka vargfugli en fjöldi leyfa segir
til um. Einhverjir bændur notuðu
efnið í góðri trú árið 1995 þar sem
leyfisskírteinin voru ekki innkölluð
fyrr en í byrjun árs 1996. Magn
fenemals sem notað var í þessum
tilgangi var aðeins brot af því sem
trúnaðarmenn veiðistjóra notuðu á
sínum tíma.
Hollustuvernd ríkisins varð þeg-
ar árið 1995 vör við vanda æðar-
bænda sem ekki fengu endurnýjuð
leyfísskírteini til að kaupa og nota
fenemal til að verja æðarvörp sín
fyrir vargfugli. Stofnunin telur að
við ákveðnar aðstæður þurfi umráð-
endur æðarvarpa að hafa aðgang að
eiturefnum til að verjast ágangi
fugla. Mikilvægt er að slík efni séu
aðeins notuð af þeim sem hafa
kunnáttu á því sviði. Ef menn telja
að fenemal sé ekki heppilegt efni þá
er mikilvægt að gera tilraunir með
önnur efni sem geta komið í stað
þess.
Samvinna stofnana
Hollustuvernd ríkisins hefur í að-
draganda þessa máls talið sig vera í
góðri samvinnu við veiðistjóra og
Kristján H. Skarphéðinsson hjá
Náttúrufræðistofnun sem báðir eiga
sæti í ráðgjafanefnd um villt dýr,
um það hvernig staðið yrði að mál-
um þannig að æðarbændur gætu
sótt um undanþágu fyi-ir notkun
fenemals ef nauðsyn krefði. Hefur í
þeirri framkvæmd sem að stofnun-
inni snýr verið tekið fullt tillit til
allra athugasemda og ábendinga
sem frá þessum aðilum hafa komið
varðandi framkvæmd málsins.
Lokaorð
Það er ekld góður kostur að þurfa
að bera út eitur til að drepa fugla.
Það verður þó að líta til þess að
ýmsir utanaðkomandi þættir geta
haft áhrif á og raskað því jafnvægi
sem annars gildir í lífríkinu. Eitt af
því sem hefur þar áhrif er t.d. óvið-
unandi umgengni um úrgang sem
getur haft þær afleiðingar að fjölgun
vargs verði það mikil á ákveðnum
svæðum að það valdi illviðráðanleg-
um vandamálum í nágrenninu. Við
slíkar aðstæður getur verið nauð-
synlegt að grípa inn í. Þá verða þeir
sem um þessi mál fjalla að geta hlut-
laust og fordómalaust metið hvaða
vamaraðgerðir eigi rétt á sér.“
Höfundur er forstjóri Hollustu■
ver/idar rfkisins.