Morgunblaðið - 16.07.1998, Side 40

Morgunblaðið - 16.07.1998, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR ARNALDS + Sigurður fædd- ist í Reykjavík 15. mars 1909. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 10. júlí siðastliðinn. Foreldrar hans voru Ari (Jónsson) Arnalds frá Hjöllum í Þorskafirði (f. 1872, d. 1957), sem lengi var sýslumað- ur á Seyðisfirði, og Matthildur Einars- dóttir Kvaran (síðar Matthíasson) (f. 1889, d. 1980). Þau slitu samvistir, en Matthildur giftist síðar Magnúsi Matthí- assyni Jochumssonar skálds. Bræður Sigurðar eru Einar (f. 1911, d. 1997) hæstaréttardóm- ari og Þorsteinn (f. 1915) fv. framkvæmdastjóri Bæjarút- gerðar Reykjavíkur. Sigurður var tvígiftur. Fyrri kona hans var Guðrún (Jóns- dóttir) Laxdal (f. 1914) fv. kaup- kona. Synir þeirra eru tveir: 1) Jón Laxdal (f. 1935), fv. ráðu- neytissijóri og borgardómari, nú forseti Guðspekifélagsins og eigandi fyrirtækis á sviði einka- Ieyfa og vörumerkja. Fyrri kona hans er Sigríður Eyþórs- dóttir leikstjóri og kennari. Síð- ari kona Jóns er Ellen Júlíus- dóttir félagsráðgjafi. 2) Ragnar (f. 1938) alþingismaður og fv. ráðherra, kvæntur Hallveigu Thorlacius brúðuleikara. Síðari kona Sigurðar er Ásdís (Andrésdóttir) Arnalds (f. 1922) frá Neðra-Hálsi í Kjós. Synir þeirra eru fjórir: 1) Sigurður Steingrímur (f. 1947), verk- fræðingur og framkvæmda- stjóri, kvæntur Sig- ríði Maríu Sigurð- ardóttur skrifstofu- manni. 2) Andrés (f. 1948) náttúrufræð- ingur, kvæntur Guðriínu Sigríði Pálmadóttur iðju- þjálfa. 3) Einar (f. 1950) rithöfundur, giftur Sigrúnu Jó- hannsdóttur sjúkra- þjálfara. 4) Ólafur Gestur (f. 1954) náttúrufræðingur, kvæntur Ásu Lovfsu Aradóttur náttúru- fræðingi. Barnabörn Sigurðar eru 17 talsins og barnabarna- börnin þrjú. Sigurður fór sem ungur mað- ur til náms í verslunarfræðum í Hamborg í Þýskalandi og síðar á Bretlandi. Eftir heimkomuna starfrækti hann Iengi eigið fyr- irtæki á sviði innflutningsversl- unar og um skeið iðnaðar. Hann stofnaði Tímaritið Satt árið 1953 og var það gefið út allt til ársins 1976. Það flutti sannar frásagnir af ýmsum merkum at- burðum og mönnum og sakamál- um. Þar birtust einnig ijölmarg- ar íslenskar frásagnir sem mik- illa vinsælda nutu. Sumar þeirra urðu uppistaða í víðlesnum bóka- flokki með íslenskum örlagaþátt- um eftir þá Tómas Guðmundsson skáld og Sverri Krisljánsson sagnfræðing. Þær bækur voru gefiiar út ásamt fleiri bókum af Bókaútgáfunni Forna sem Sig- urður stofhaði og rak einnig ásamt fjölskyldu sinni. Utför Sigurðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Nú hefur Sigurður Arnalds tengdafaðir minn kvatt okkur og siglt báti sínum til annarra stranda. Við horfum á eftir honum, hrygg í huga, en þakklát fyrir langa og skemmtilega samfylgd. Sigurður var litríkur maður og sú mynd af honum sem ég geymi í minningunni er í öllum regnbogans litum. Grunntónninn í litrófi þessar- ar myndar er græni liturinn. Litur skógarins. Litur ræktandans. Hann ræktaði skóg af ákefð trúaðs manns sem lofar skapara sinn. Hann sagði mér einu sinni að fátt veitti sér meiri ánægju en tilhugsunin um að litlu plönturnar sem hann potaði niður í moldina ættu einhvern tímann eftir að hljóma af fuglasöng og lítil börn ættu eftir að klifra í greinum þeirra - allar litlu birkiplönturnar sem þau sáðu snemma á vorin, Sigurður og Ásdís, seinni kona hans. Þessar plöntur ræktuðu þau svo inni hjá sér og dreifðu út í hvert hom svo svefn- herbergið þeirra ilmaði eins og Hall- ormsstaðaskógur eftir rigningu. Skógarnir sem þau Ásdís hafa verið að rækta saman af sívaxandi elju teygja sig núorðið út um allt, með- fram bökkum Álftavatns og uppi við Hafravatn, þar sem urðin er að breytast í unaðsreit fyrir komandi kynslóðir. Og aspirnar sem hann bjargaði eina vornótt frá bráðum bana eru komnar út um allt land. Mér finnst sagan sem mér var sögð um aspirnar lýsa Sigurði vel. Einu sinni kom veralega snöggt hret um páskana. Sigurði varð hugsað með hryllingi til vina sinna, sem hann var búinn að gróðursetja austur við LEGSTEINAR Islensk framleiðsla Vönduð vinnci, gott verð Sendum myndalista MOSAIK f Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík simi 5871960, fax 5871986 1 L E G S T E 11 M AR í rúmgóðura sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. I S.HELGASON HF fl 11STEINSMIÐJA 1 | SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 Álftavatn. Hann minntist þess þá að hafa lesið að besta vemdin væri að vökva vel. Landið hans fyrir austan er nokkuð stórt og margar aspirnar stóðu langt frá vatninu, svo það var býsna drjúgur spölur sem hann þurfti að bera vatnið til þeirra. Hann var ekkert viss um að ráðið dygði og auk þess var hann slæmur í bakinu, en alla nóttina bar hann þeim vatn í fötum og bjargaði þannig lífi þeirra. Þegar sú nótt var liðin voru næstum allar aspir á Suð- urlandi fallnar nema þessar, og eftir slíka eldskírn þoldu þær meira en aðrar aspir. Afkomendur þeirra teygja sig nú til dæmis til himins kringum húsið okkar Ragnars norð- ur í Varmahlíð. Það má því með sanni segja að Sigurður hafi skilað okkur grænna Islandi. Ekki bara í eiginlegri merk- ingu heldur líka óbeint. Til dæmis hafa synir hans flestir fengið græna litinn í arf frá fóður ^sínum. Tveir þeirra - Andrés og Ólafur - hafa beinlínis gert það að ævistarfi sínu að rækta upp landið. Og græni litur- inn hefur alla tíð tengt Ásdísi og Sig- urð enn nánari böndum en gengur og gerist um hjón. Öll dagsverkin sem þau hafa unnið hlið við hlið við að hlúa að litlu svefnherbergisbörn- unum sínum og koma þeim til þroska hafa mótað samband þeirra. Það mátti lesa úr augum hennar, þegar hún var að kveðja hann í hinsta sinn. Blátt er litur heiðríkjunnar og Sigurður hafði björt augu, full af glensi. Það var auðvelt að koma hon- um til að hlæja og hann kom öðrum til að hlæja með alls konar uppá- tækjum. Prakkarastrikin hans eru efni í heila bók, og afkomendur hans eiga áreiðanlega eftir að skemmta sér við þær sögur um ókomna tíð. Hann varðveitti af kostgæfni barnið í sér og hætti aldrei að vera bæði forvitinn og undrandi. Rautt er litur hjartans og Sigurð- ur hafði hlýtt og viðkvæmt hjarta. Hann hafði ríka réttlætiskennd og bar mikla umhyggju fyrir samferða- mönnum sínum engu síður en fjöl- skyldu sinni og afkomendum. Hann var afar viðkvæmur fyrir illu umtali, einkum ef það birtist á prenti. Ást á bókum var stór þáttur í lífi hans og það var engin tilviljun að hann valdi bókaútgáfu sem sitt aðalstarf. Það var þó tónlistin sem stóð hjarta hans næst. Hann hlustaði á tónlist af sömu ástríðu og hann ræktaði skóg og hafði mjög ákveðinn smekk á því sviði. En til að myndin af Sigurði tengdaföður mínum fái að njóta sín til fulls verð ég að bæta svarta litn- um við. Litirnir ná ekki að tjóma nema skuggarnir sjáist í bakgiunn- inum. Maður með viðkvæmt hjarta eins og hann hlaut oft að finna meira til en aðrir menn. Einkum var það skammdegið sem risti hann rúnum hin síðari ár. Oft var hann dálítið dapur og kvíðafullur og þá var Ásdís hans stoð og stytta, taldi í hann kjarkinn og minnti hann á að vorið kæmi bráðum. Og svo fóru kraftarn- ir að þverra og honum fór að finnast að nú hefði hann siglt nógu lengi. Þegar hann sigldi burt vorum við öll samankomin niðri á ströndinni að kveðja hann. Ásdís og synirnir allir, tengdadæturaar og barnabörnin. Sú fallega kveðjustund er okkur mikil huggun núna þegar hann er horfinn. Eg hef verið heppin í lífinu og finn nú sterkt til þess hvað ég var heppin að eiga Sigurð að tengdaföður. Ég er þakklát fyrir allt sem hann hefur gefið mér, bæði skemmtilegar stundir, visku og fallegt fordæmi. Ég kveð hann að leiðarlokum með ljóði eftir Snorra Hjartarson: Blessað veri grasið sem grær kringum húsin bóndans og Ies mér P hans, þrá og sigur hins þögula manns. Blessað veri grasið sem grær yfír leiðin, felur hina dánu friðiogvon. Blessað veri grasið sem blíðkar reiði sandsins, grasið semgræðirjarðarmein. Blessað veri grasið, blessað vor landsins. Hallveig Thorlacius. Við andlát Sigurðar Arnalds, tengdaföður okkar, er sannkallaður ættarhöfðingi hoifinn á braut. Ást sú og virðing er hann naut innan fjölskyldunnar kom enn einu sinni glögglega í ljós er nær allir afkom- endurnir komu að dánarbeði hans til að kveðja í síðasta sinn. Við mátum hann afar mikils sem tengdaföður og börnunum okkar var hann ein- stakur afi. Við minnumst Sigurðar sem ein- staks heiðursmanns. Hann var gam- ansamur, hlýr og rausnarlegur og var umhugað um velferð annarra. Hann hafði ákveðnar skoðanir, sem áttu sér rætur í sterku gildismati og alla tíð var mikil virðing borin fyrir sjónarmiðum hans. Fjölskyldan var Sigurði mikils virði og hann fylgdist af einlægum áhuga með því sem hans nánustu tóku sér fyrir hendur. Hann studdi dyggilega við bakið á afkomendum sínum og var alltaf reiðubúinn ef einhver þeirra þurfti á aðstoð að halda. Sigurður var heið- arlegur og bjó yfir sterkri réttlætis- kennd. Hann tók það mjög nærri sér ef einhver var misrétti beittur og gerði allt sem í hans valdi stóð til að leiðrétting næði fram að ganga. Allt slíkt gerði hann samt af einstakri hógværð. Sigurður var óvenju víðlesinn og fróður og fylgdist vel með bæði inn- an lands og utan. Hann sagði ein- staklega skemmtilega frá og átti auðvelt með að halda uppi samræð- um. Skipti þá ekki máli hverjir við- mælendur hans voru. Við sjáum hann ljóslifandi fyrir okkur, sitjandi í stólnum sínum í stofunni á Klepps- veginum með neftóbaksdósina sína, bankandi á lokið, kíminn á svip. Oft skemmti hann okkur með sögum af gömlum prakkarastrikum, enda uppátæki hans mörg skemmtileg og höfðu eiginmenn okkar stundum fengið að kenna á þeim þegar þeir voru yngri. Sígild er sagan um „hníf Egils Skalla-Grímssonar" sem graf- inn var upp í bakgarðinum á Stýri- mannastígnum og bræðurnir voru sendir af stað með á Þjóðminjasafn- ið. Þá mun einn bræðranna hafa fengið bréf í pósti þar sem hann var boðaður á fund „mæðuveikinefndar" ásamt öðrum fjáreigendum af því að hann átti kind á sveitabæ norður í landi. Tengdafaðir okkar var vanafastur maður og sumar venjur hans voru raunar dálítið skondnar í augum verðandi tengdadætra í fyrstu heim- sóknunum á Stýrimannastíginn. Má þar nefna þann sið Sigurðar að setja diskinn sinn upp á miðstöðvarofninn til að taka mesta hrollinn úr súr- mjólkinni. Á meðan morgunteið stóð til kælingar á útitröppunum gerði Sigurður leikfimiæfingar í anddyr- inu og langt fram eftir aldri stóð hann á höfði daglega. Ekki má held- ur gleyma miðdegislúrnum sem var ómissandi þáttur í tilverunni. Án efa hafa þessar venjur hans átt sinn þátt i því að hann bjó við góða heilsu lengst af og gat notið lífsins þrátt fyrir háan aldur. Sigurði var umhugað um landið og hann var mikill hugsjónamaður um trjárækt. Sumarbústaðalandið við Álftavatn var stolt hans og gleði og þar hefur fjölskyldan átt margar ánægjustundir. Við minnumst Sig- urðar þar sem hann bar vatn í fötum upp í skóginn til að vökva nýgræð- inginn og þegar hann var að hlúa að eldri trjám. Þá var ekki kastað til höndunum við gróðursetninguna, en hver planta fékk sérstaklega undir- búna holu með ýmsu „góðgæti" í. Ræktunarstarfinu héldu þau Sig- urður og Ásdís áfram á „Oðalinu" við Hafravatn, þar sem þau hafa gróðursett þúsundir plantna síðustu fimmtán árin. Stórhugurinn við ræktunina og kímnigáfan sést best í því að strax og fyrstu plönturnar litu dagsins ljós á þessum örfoka mel var farið að tala um trjáreitinn sem Tröllaskóg. Alúðin sem lögð var í verkið var einstök. Þau sáðu sjálf tii trjáplantna og ólu þær upp í svefnherberginu. Sigurður vísaði gjarnan til þessara plantna sem bamanna sinna og víst er að ekkert skorti þær í uppeldinu. Þessi mikli áhugi þeirra hjóna á lífríki náttúr- unnar hefur verið mótandi afl í sam- skiptum þeirra við börn og barna- börn og kennt þeim að meta að verð- leikum það sem náttúra landsins hefur upp á að bjóða. Með Sigurði er horfinn af sjónar- sviðinu göfugur og liti-íkur maður sem hefur átt sinn þátt í að auðga mannlífið. Á þessari stundu er virð- ing og þakklæti okkur efst í huga. Við kveðjum hann með söknuði, en minningarnar lifa. Sigríður María, Guðrún, Sigrún og Ása. Kveðja frá barnabörnum Þegar við minnumst afa okkar er sagnagleðin eitt af því sem rís hæst. Öll munum við eftir því að hafa setið á sófaarminum hjá afa og hlustað hugfangin á sögurnar hans. Mynd- irnar sem hann dró upp eru og verða alltaf ljóslifandi í huga okkar. Einmana tröllskessan í Ingólfsfjalli, veisluglaða silungamamman, risa- skjaldbakan og köngulóin í neftó- baksdósinni urðu öll jafn raunveru- leg. Eftir því sem við urðum eldri færðist efni sagnanna nær raun- veraleikanum. Efniviðurinn var óþrjótandi enda átti afi langa og við- burðaríka ævi. Frásagnir af stórum og smáum atburðum og öllu því fólki sem hann kynntist á ævinni urðu alltaf jafn heillandi í meðföram hans. Kímnin var aldrei langt undan því afi átti sérstaklega auðvelt með að koma auga á það spaugilega í líf- inu. Hann var mikill prakkari og átti það til að bregða á leik með ýmsum uppátækjum. Hann hafði mikla hlýju og útgeislun sem laðaði unga sem aldna að honum. Hann var mjög næmur og átti auðvelt með að setja sig í spor annarra. Þetta gerði það að verkum að það var bæði gott og gaman að tala við hann. Frá Álftavatni era minningarnar einnig margar og góðar en afa þótti sérstaklega vænt um þann stað. Hann og amma lögðu mikla rækt við landið og standa háu aspirnar við hliðið sem minnisvarði um dugnað þeirra. Við eram þakklát þeim fyrir að hafa gert þetta land að þeim sælureit sem það er í dag. Afi og amma létu ekki staðar numið í Þrastarskógi en tóku næst til við Tröllaskóginn, sem afi nefndi svo þegar fyrstu plönturnar voru gróð- ursettar í grýttum melnum á „Oðal- inu“ við Hafravatn. Afi var þá kom- inn á áttræðisaldur. Við fengum öll að leggja hönd á plóg á Óðalinu og eru þær stundir sem við áttum með afa og ömmu í skógræktinni okkur dýrmætar. Álftavatnið og Óðalið era staðir sem munu vekja með okkur sterkar minningar um afa, ekki síður en sög- urnar hans sem við geymum ávallt í hjarta okkar. Nú er afi á öðrum stað og fá þá aðrir að njóta frásagnar- gleði hans. Ef til vill fá einhverjir að sjá köngulóna í neftóbaksdósinni. Sigurður, frændi og vinur, er fall- inn í valinn og genginn á vit feðra sinna 89 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík en fluttist svo með fjöl- skyldu sinni til Blönduóss og síðan til Seyðisfjarðar. Á unglingsáram var Sigurður í sveit í Hvammi í Vatnsdal og þar komst hann í djúpa snertingu við íslenska náttúra sem entist honum ævilangt. Þar kviknaði áhugi hans á útivera og þá sérstak- lega skógrækt og hestamennsku. Ekki hefur dvölin á Seyðisfirði verið síður örvandi því þá var þar mikil gróska í atvinnu- og menningarlífi. Þetta umhverfi mótaði Sigurð og síðan fluttist hann til Reykjavíkur eftir að foreldrar hans skildu en tengslin við sveitina og Seyðisfjörð rofnuðu aldrei. Sigurður ólst upp á menningar- heimili og fékk uppeldi af gamla skól- anum þar sem lífsgildin heiðarleiki og virðing gagnvart öðram sátu í fyr- irrúmi enda átti hann mjög auðvelt með að umgangast fólk og aliir voru jafnir í hans huga. Framganga hans einkenndist af hæversku og tillits- semi og hann vildi hvers manns vanda leysa ef það var á hans valdi. Börn löðuðust mjög að Sigurði, þau

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.