Morgunblaðið - 16.07.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 41
skynjuðu góðvildina sem geislaði af
honum og var hans aðalsmerki alla
tíð.
Náið samband var milli bræðr-
anna þriggja, Sigurðar, Einars og
Þorsteins, sérstaklega þegar á
reyndi. Ofarlega í huga okkar er
umhyggja og væntumþykja sem
Sigurður sýndi Einari heitnum,
bróður sínum, í veikindum hans.
Sigurður bjó yfír leiftrandi frá-
sagnargáfu, sem hann kryddaði oft
með gamansemi, og átti auðvelt með
að koma mönnum til að hlæja með
sögum sínum. Hann heimsótti okk-
ur, einkum í sumarhús okkar við
Alftavatn, en þar áttu þeir Sigurður
og Einar einnig sælureiti. Sögur
hans voru óborganlegar og munu
lifa í minningu okkar.
Oft var gamansemi Sigurðar og
prakkaraskapur blandinn stríðni og
stundum fór hann jafnvel fram á
ystu nöf. Eitt sinn í byrjun sumars
hafði hann orðið sér úti um reyk-
bombu sem notuð er í leikhúsum til
að mynda reyk. Síðan laumaðist
hann eftir miðnætti, þegar allir
höfðu tekið á sig náðir, yfir í land
Einars, bróður síns, og kom efninu
fyrir í hraungjótu. Fór síðan til Ein-
ars og bankaði fast. Þegar Einar
kom svefndrukkinn tO dyra sagði
Sigurður óðamála: „Einar, Einar
það er heitur hver byrjaður að gjósa
í landinu hjá þér.“
Á síðari hluta ævi sinnar stundaði
Sigurður útgáfustarfsemi og gaf
I m.a. út heildarverk afa síns, Einars
H. Kvaran, ásamt Ásdísi, eiginkonu
sinni, og vinsæla sögu- og örlaga-
þætti eftir Tómas Guðmundsson
skáld og Sverri Kristjánsson sagn-
fræðing. Þau hjónin lögðu metnað
sinn í vandaðan frágang að efni og
málfari. Einnig gaf Sigurður út um
árabil tímaritað Satt. Það var
skemmtilegt aflestrar og þá ekki
síst skrítlusíðan en þar voru
krassandi gamansögur, stundum
i svolitið tvíræðar. Ekki var laust við
að bróðir hans, hæstaréttardómar-
inn, læsi þær með óttablandinni eft-
irvæntingu og fannst stundum full-
langt gengið en Eyja, móðir okkar,
kunni vel að meta þær og gerði grín
að þessu.
Helsta áhugamál Sigurðar var
skógrækt og af óþreytandi eljusemi
kom hann upp einstakiega fallegum
skógarreit við Álftavatn. Til dæmis
um gróskuna þar lifðu aspir Sigurð-
I ar vorhretið illvíga sem drap flestar
aspir á Suðurlandi 1963. Reiturinn er
Sigurði veglegur minnisvarði og ber
vott um natni hans á þessu sviði.
Hann lét hér ekki staðar numið en
festi kaup á gróðurlítilli landspildu
við Hafravatn og þar er skógrækt
líka vel á veg komin.
Sigurður hafði yndi af bókmennt-
um og listum. Klassíska tónlist mat
1 hann mikils, einkum hlustaði hann á
píanótónlist. Sigurður hafði einnig
I næmt auga fyrir myndlist, hann var
fagurkeri svo sem málverk og annar
húsbúnaður á heimili þeirra Asdísar
ber vott um. Hann var hamingju-
samur í einkalífi, góður fjölskyldu-
maður og eignaðist sex mannvæn-
lega syni. Sigurður var friður sýn-
um, holdgrannur, léttur á fæti og
hélt sér vel fram eftir öllum aldri.
Til marks um það má nefna að á fjöl-
I mennu niðjamóti, Matthildar Kvar-
! an og Ara Arnalds, sýndi hann á ní-
I ræðisaldri einstaka líkamsburði sem
yngra fólkið gat ekki leikið eftir.
Sigurður átti langa og góða ævi þótt
stundum blési á móti eins og geng-
ur. Lykillinn að þeirri hamingju var
að miklu leyti fólginn í þeim eigin-
leika hans að líta allajafna fremur á
hinar björtu hliðar lífsins en dökku.
Meðfædd glaðværð hans fleytti hon-
um yfir þau sker sem mörgum verða
I að tjóni.
Síðustu mánuði átti hann við
, heilsubrest að stríða en Ásdís, eigin-
kona hans, annaðist hann heima af
einstakri alúð fram undir hið síð-
asta.
Við erum forsjóninni þakklát fyrir
að hafa fengið að kynnast Sigurði
Arnalds. Megi minning hans lengi
lifa. Innilegar samúðarkveðjur send-
um við Ásdísi, sonum og fjölskyldum
þeirra.
I
Hérvið skiljumst
| og hittast munum
á feginsdegi fira.
Drottinn minn
gefi dauðum ró
hinum líkn, er lifa.
(Sólarljóð.)
Kristfn Arnalds og
Jónas Finnbogason.
Enn er skarð fyrir skildi. Sigurð-
ur Arnalds, Siggi frændi, er liðinn.
Hann tengist minningum mínum frá
fyrstu tíð og í þeim er mér minnis-
stæðust hans græskulausa glað-
værð, sem gat lyft munnvikum stað-
fastra drumba í geislandi bros.
Hér ætla ég ekki að rekja æviferil
hans, það munu aðrir gera, en á
miðjum aldri mínum eða svo, áður
en ég flutti til verkefna erlendis, var
ég svo heppinn að eitt áhugamál
okkar var hið sama, nefnilega hest-
ar, en af þeim átti hann fræga verð-
launagripi. Nú æxlaðist þannig til,
að ég gekk inn í hesthúsaðstöðu hjá
honum og félögum hans og þar kom
strax í ljós, að hér var enn viðbót við
æskuminningar mínar, hann var
sami gleðigjafinn. Við þetta vil ég
bæta því, hve þakklát við systkinin
vorum fyrir þær ótöldu stundir, sem
Siggi kom eldfjörugur til föður okk-
ar í elli hans og beinlínist lyfti hon-
um upp í veldi gleðinnar.
Að lokum vottum við systkinin og
fjölskyldur okkar Ásdísi og fjöl-
skyldum þeiira Sigurðar, okkar
innilegustu samúð.
Ragnar G. Kvaran.
Það er eitthvað á sjötta áratug
síðan, að á tímabili ríkti svolítið
kvíðablandin spenna á heimili okkar
og í hópi skóla- og saumaklúbbs-
systra, yfir því, að besta vinkona
húsmóðurinnar og sú eina sauma-
klúbbssystranna, sem ekki hafði
þegar kastað akkerum í öruggri
höfn hjónabandsins, með skóla-
bræðrum og eða jafnöldrum, væri
farin að umgangast náið, mann sem
væri fráskilinn tveggja barna faðir.
Þar að auki var maðurinn nær hálf-
um öðrum áratug eldri en hún Ásdís
Andrésdóttir frá Hálsi, sem var eina
sveitastúlkan í hópnum, fluggáfuð
og hinn ágætasti kvenkostur.
Maðurinn var Sigurður Amalds
stórkaupmaður. En vegir ástarinnar
eru órannsakanlegir og úr varð
hjónaband, sem hefur skilað fjórum
mannvænlegum sonum, auk barna-
bama og bamabamabarna. Sigurð-
ur er nú allur og með honum er far-
inn maður, sem gott og gaman er að
hafa kynnst. Frá honum geislaði
hlýleiki og eðlislæg ærslalaus glað-
værð. í samræðum komst hann
fljótt að kjarna hvers máls en
kryddaði gjarna alvöruna með
græskulausu gamni, sem styrkti
áherslurnar en drap ekld á dreif.
í hjónabandi þeirra Ásdísar ríkti
framar öllu átakalaus gagnkvæm
virðing, sem ásamt skapgerð beggja
byggðist á aðdáun á fögram listum
og ást á gróðri jarðar. Þau unnu
saman frá upphafi við rekstur
prjónastofu, við útgáfu á tímaritinu
Satt og bókaforlaginu Foma og nú í
mörg ár við trjárækt í landi sínu við
Hafravatn. Þá hafði Sigurður vak-
andi áhuga á hrossum og hrossa-
rækt og nutum við hjónin góðs af
því áhugamáli hans um árabil.
Tímaritið Satt var ekki prentað á
pálþykkan pappír eða skreytt
hasarkroppum á gljáborinni kápu til
að dylja froðuna fyrir innan. Það
var skrifað á góðri íslensku og við
val á efni naut kímnigáfa útgefand-
ans sín vel. Bækur bókaforlagsins
Forna, sem em þættir um horfna
menn og liðna atburði, ritaðir af
tveim höfuðsnillingum íslenskrar
tungu, þeim Sverri Kristjánssyni og
Tómasi Guðmundssyni em perlur,
sem nota ætti við íslenskukennslu í
skólum landsins.
Við hjónin höfum átt margar
ánægjustundir með þeim Ásdísi og
Sigurði, fyrst á fallegu heimilinu
þeirra á Stýrimannastígnum og síð-
ar á sama heimili í svolítið minni
ramma á Kleppsveginum. Þegar við
lítum aftur mættu þær stundir hafa
verið fleiri, en svona er lífið.
Um leið og við kveðjum góðan
mann vottum við Ásdísi og öðmm
aðstandendum okkar innilegustu
samúð.
Guðný og Ámi.
+ Hilda Elisabeth
Guttormsson
(fædd Hansen) fædd-
ist í Svmey í Færeyj-
um 9. mars 1917.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Hvammstanga
6. júh' siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Hanus Hansen
Úti í Vágli og kona
hans, Elsebeth
Petronella Johann-
essen av Húsum.
Hilda var næstyngst
11 systkina og er
yngsti bróðir henn-
ar, Joen Pauli, f. 1919, nú einn
eftirlifandi og býr í Færeyjum.
Eftirlifandi eiginmaður Hildu
er Sölvi Guttormsson frá Síðu í
Víðidal, f. 2. febrúar 1913. Börn
þeirra eru: 1) Arndís Helena, f.
31. desember 1950, gift Eggerti
Garðarssyni, f. 4. júlí 1950, d.
25. október 1991. Böm þeirra
eru Sóley Halla, f. 1972, Orlyg-
ur Karl, f. 1975, og Erling Við-
ar, f. 1977. 2) Guttormur Páll, f.
15. mars 1952, kvæntur Krist-
í dag leggjum við elsku Hildu
ömmu til hinstu hvflu. Á slíkri
stundu koma upp í hugann margar
góðar minningar og söknuðurinn er
mikill. Við systkinin urðum þess að-
njótandi að fá að alast upp með
ykkur afa á neðri hæðinni hjá okk-
ur við Hvammstangabrautina og er
það okkur ómetanlegt. Það kom sér
nú oft vel að geta farið niður til
ykkar afa ef leita þurfti skjóls fyrir
bræðranum, nú eða til að fá eitt-
hvað gott að borða. Eftir að við
fluttumst til Reykjavíkur var alltaf
það fyrsta sem við gerðum að koma
á Norðurbrautina til ykkar afa og
seinna í Nestún þar sem þið
bjugguð í íbúð fyrir aldraða. Þar
undirðu þér vel í föndrinu með hin-
um íbúunum.
Hilda amma var alveg einstak-
lega glaðvær og hjartahlý kona og
aldrei sá ég hana önuga eða í vondu
skapi. Hún gat hlegið jafnt að sjálfri
sér sem öðrum. Og gaman var að
hlusta á hana segja frá, því íslensk-
an hennar var með svo skemmtileg-
um færeyskum hreim. Hún var stolt
af upprana sínum og fór nokkrar
ferðir með fjölskylduna til Færeyja
í gegnum tíðina til að hitta skyld-
mennin þar. Gaman var að sjá
hvemig hún yngdist upp um nokkur
ár við að koma heim til Færeyja.
Gestrisni var aðalsmerkið hennar
ömmu. Um leið og einhver birtist í
dyrunum byrjaði hún að tína fram
allt það besta sem hún átti og aldrei
fór maður frá henni öðravísi en
mettur og sæll.
Elsku amma, í dag kveðjumst við
í hinsta sinn. Ég veit að þér líður vel
og að vel verður tekið á móti þér í
nýjum heimkynnum. Ég lofa að við
munum hugsa vel um hann elsku
afa, sem nú á um sárt að binda. Guð
geymi þig, elsku amma mín. Minn-
ingin um þig mun varðveitast í
hjarta okkar.
Þín
Sóley Halla Eggertsdóttir.
Kynslóðir koma,
kynslóðir fara,
allar somu ævigong.
(M. Joch.)
Þessi orð komu mér í hug er mér
barst andlátsfregn Hildu á Síðu. í
sex áratugi hefur nágrenni og vin-
átta við fjölskylduna frá Síðu hald-
ist og rödd hennar borist til okkar á
gleði- og sorgarstundum í gegnum
árin. Ég heyrði ömmu mína oft tala
um húsfreyjuna Arndísi á Síðu og
aðra fjölskyldumeðlimi með virð-
ingu og traustum huga og hygg ég
að það hafi verið gagnkvæmt.
Næsta kynslóð á Síðu vora Sölvi og
Hilda og böm þeirra, sem við höf-
um átt einstaka samleið með; í vin-
áttu, hjálpsemi, tryggð og góðu ná-
grenni. Við eldri systkinin erum
jafnaldrar barnanna þeirra og hafa
björgu Gunnars-
dóttur, f. 23. ágúst
1953. Böm þeirra
era Jóna Kristín, f.
1975, Hilda Elísa-
beth, f. 1975, Rósa
Matthildur, f. 1979,
og Sölvi, f. 1990. 3)
Sigurbjörg Berg-
lind, f. 18. maí 1954,
gift Eðvaldi Daní-
elssyni, f. 14. aprfl
1957. Börn þeirra
era Brynjar Már, f.
1976, Sonja Mjöll, f.
1979, og Sölvi Mars,
f. 1982.
Árið 1946 fluttist Hilda til ís-
lauds og gerðist kaupakona í
Vestur-Húnavatnssýslu. Þar
kynntist hún fljótlega eftirlif-
andi eiginmanni sinum og hófu
þau búskap á Síðu í Víðidal. Ár-
ið 1972 fluttust þau til Hvamms-
tanga þar sem Hilda vann við
rækjuvinnslu og á Sjúkrahúsi
Hvammstanga.
títför Hildu fer fram frá
Hvammstangakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
verið sameiginlegir hátíðardagar í
fjölskyldunum, t.d. fermingardag-
arnir okkar. Alltaf ríkti sami hlý-
hugurinn og traustið. Það var alltaf
gott að koma að Síðu, Hilda alltaf
glaðvær og hress og vissi hvað
hentaði ungdóminum. Á bæjunum
var yfirleitt drukkið kaffi, en Hilda
drakk te og er mér það minnis-
stætt, því það var ekki algengt í þá
daga.
Hilda var fædd og uppalin í
Færeyjum og kom hingað til lands
um tvítugt og tók við búsforráðum á
Síðu ásamt eiginmanni sínum,
Sölva. Það hefur þurft kjark og dug
til að taka sig upp og setjast að í
öðra landi og aðlagast nýjum heim-
kynnum, en þar hefur hjálpað til
létt lund hennar. Hilda hélt tryggð
við sína og átti þess kost á efri áram
að fara til Færeyja með fjölskyld-
una og gleðjast með ættingjum og
vinum. Hilda tók virkan þátt í kven-
félaginu Ársól og lagði þar mörgum
góðum málum lið. Ég man líka er
konumar á bæjunum hittust saman
á „prjónafundum" eins og við
krakkarnir kölluðum, sem í dag
væru saumaklúbbar.
Er börnin uxu úr grasi bragðu
Hilda og Sölvi búi og fluttust til
Hvammstanga þar sem þau undu
hag sínum vel. Ég heimsótti þau í
Nestún sl. sumar og var það eins og
áður, gott að sækja þau heim. Hilda
sýndi mér fjölskyldualbúmin „og nú
er ég orðin langamma" sagði hún
stolt yfir nýjustu kynslóðinni frá
Síðu.
Hilda átti því láni að fagna að
geta búið á heimili sínu og lifað með
reisn til hinstu stundar.
Senn er leiðin á enda,
sumarið horfm tíð.
Mun þó helkuldann lifa
minningin skær og bh'ð.
Húmið skelfir mig eigi,
hljóðlátavetramótt
Bráðum í mjúkri hvílu
blunda ég sælt og rótt.
Ljómandi stjömuskari
leiftrar um dimman geim.
Ljósin í gluggum himins
lýsa mér - veginn heim.
(Helgi Sæm.)
Við þökkum samfylgdina, ein-
staka vináttu og tryggð. Öllum ást-
vinum era sendar einlægar samúð-
arkveðjur. Guð blessi minningu
Hildu á Síðu.
Guðrún Jónsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
AXEL CLAUSEN,
Engjaseli 31,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum föstudaginn 10.
júlí, verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstu-
daginn 17. júlí kl. 13.30.
Halldóra Svava Clausen,
Axel Axelsson Clausen, Kristbjörg Magnúsdóttir,
Kristrún Þóra Clausen,
Svava Viktoría Clausen, Hermann Gunnarsson,
Jenni Guðjón Axelsson Clausen, Ólöf Eir Halldórsdóttir,
Svanfríður Clausen,
Halldóra Jóhannsdóttir,
afabörn og langafabörn.
+
Ástkær faðir minn, afi okkar og langafi,
BJÖRN HJÖRTUR GUÐMUNDSSON
trésmiður,
Helgugötu 1,
Borgarnesi,
lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgamesi, þriðjudaginn 14. júlí.
Birgir Björnsson,
Guðbjörg Peggy Birgisdóttir,
Jón Marenó Birgisson,
Ágústa Einarsdóttir,
Kristján Einarsson,
Hafdís Einarsdóttir,
Jóhanna Birna Einarsdóttir,
Björn Hjörtur Einarsson
og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar og amma,
MARGRÉT GfSLADÓTTIR,
Hátúni 4,
Reykjavík,
lést á Kvennadeild Landspítalans mánudaginn 13. júlí.
Gísli Jón Helgason,
Sigurður Ellert Sigurðsson,
Einar Bjarg Sigurðsson.
HILDA ELISABETH
G UTTORMSSON