Morgunblaðið - 16.07.1998, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGRIÐUR BRIEM
THORSTEINSSON
+ Sigríður Briem
Thorsteinsson
fæddist á Sauðár-
króki 9. júlí 1901.
Hún andaðist á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli í Reykjavík 2.
júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Eggert Ólafur
Briem, sýslumaður
á Sauðárkróki og
síðar hæstaréttar-
dómari, f. 25. júlí
1867, d. 7. júlí 1936,
og Guðrún Jóns-
dóttir Briem frá
Auðkúlu í A-Hún., f. 11. maí
1869, d. 10. janúar 1943. For-
eldrar Eggerts voru Eggert
Ólafur Briem Gunnlaugsson,
sýslumaður á Reynistað, f. 15.
okt. 1811, d. 11. mars 1894 og
Ingibjörg Eiríksdóttir Sverris-
sonar sýslumanns í Rangár-
vallasýslu, f. 16. sept. 1827, d.
lS.sept. 1890. Faðir Eggerts
var Gunnlaugur Guðbrandsson,
f. 13. jan. 1773, er tók upp nafn-
ið Briem. Foreldrar Guðrúnar
voru Jón Þórðarson, prófastur
á Auðkúlu, f. 3. okt. 1826, d. 13.
júní 1885, og Sigríður Eiríks-
dóttir, f. 18. feb. 1830, d. 23.
mars 1916. Bróðir Sigríðar er
Gunnlaugur Briem fv. ráðu-
neytisstjóri, f. 5. feb. 1903, k.
Þóra Garðarsdóttir Briem, f.
25. júlí 1905.
Sigríður giftist 6. júní 1953,
Magnúsi Sch. Thorsteinsson,
forstjóra í Reykjavík, f. 4. okt.
1893, d. 31. okt. 1974. Foreldrar
Magnúsar voru Davíð Sch.
Thorsteinsson, héraðslæknir, f.
5. okt. 1855, d. 6. mars 1938, og
Þórunn Stefánsdóttir Stephen-
sen, f. 5. okt. 1860, d. 16. mars
1942. Fyrri kona Magnúsar var
Laura Gunnarsdóttir Hafstein,
f. 22. okt. 1903, d. 5. feb. 1951
og varð þeim fjögurra barna
auðið. Stjúpbörn Sigríðar eru:
Davíð, f. 4. jan. 1930, f.k. Soffía
Mathiesen, f. 3. ágúst 1930, d. 7.
janúar 1964, börn
þeirra Laura,
Hrund og Jón, s.k.
Stefanía Borg
Thorsteinsson, f. 24.
nóv. 1940, börn
þeirra Magnús,
Guðrún og Stefanía,
Gyða, f. 17. des.
m. Jón H.
Bergs, f. 14. sept.
1927, börn þeirra
Magnús Helgi,
Laura og Jón Gunn-
ar, Erla, f. 2. mars
1936, m. Ólafur H.
Pálsson, f. 20 júní
1936, d. 28. feb. 1997, börn
þeirra Magnús, Sigríður, Þór-
hildur Lilja og Olafur Páll,
Gunnar Magnús, f. 18. febrúar
1945, k. Aslaug Björnsdóttir, f.
28. des. 1948, börn þeirra
Björn, Laura Sigríður og Gunn-
ar Magnús.
Sigríður stundaði nám við
Kvennaskólann í Reykjavík 1915
til 1918. Þá stundaði hún teikni-
nám og handavinnunám í Kaup-
mannahöfn 1922, enskunám f
London 1927 og nam við snið- og
handavinnuskóla í Frankfurt am
Main 1933. Hún var handavinnu-
kennari við Kvennaskólann í
Reylgavík 1919-1953.
Sigríður sat í stjóm Hjúkrun-
arfélagsins Líknar og Heilsu-
vemdarstöðvar Reykjavíkur
1943-1955, var í neíind til að
gera tillögu um handavinnunám
í skólum árið 1947, sat í skóla-
nefnd Húsmæðraskóla Reykja-
víkur frá 1950 og var formaður
skólanefndar Kvennaskólans í
Reykjavik 1955-1983. Sigríður
gerðist félagi í Hringnum árið
1921 og í Oddfellowreglunni árið
1939 og starfaði í Rb. stúkunni
nr. 1, Bergþóru, meðan heilsan
Ieyfði. Sigríður var sæmd fálka-
orðunni fyrir störf sín að líknar-
og menningarmálum.
Utfór Sigríðar fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
í dag er kvödd hinztu kveðju mæt
kona, sem ýmsir færari en ég munu
vafalaust minnast, því margt má um
Sigríði Briem Thorsteinsson segja.
Um svipað leyti og Sigríður varð
hluti af fjölskyldu okkar vorum við
tvö eldri systkinin að stofna eigin
heimili. A fyrstu tíu árunum eftir að
hún giftist fóður okkar helltust yfír
þau tíu barnabörn. Aldrei amaðist
hún við þeim þótt sjálfsagt hafí oft
verið ærin ástæða til. Okkur systkin-
unum hefur vafalaust þótt það sjálf-
sagt og eðlilegt að allir dásömuðu
þessa augasteina okkar. En það var
hreint ekki sjálfgefið, að æskuheim-
ilið væri ætíð opið og viðmótið ávallt
hlýtt og elskulegt. Löngu síðar hugs-
aði ég um það að Sigríði, sem eignað-
ist ekki sjálf böm, hlyti stundum að
hafa þótt nóg um, en aldrei lét hún
okkur finna það og hún sómdi sér vel
sem amma þessa sívaxandi hóps.
Víst er að Laufásvegur 62 hefði ekki
verið okkur sá reitur sem hann var
hefði hennar ekki notið við.
Fyrir þetta og ótal margt annað
vil ég þakka og ekki sízt fyrir það
hve mikla virðingu hún ávallt sýndi
minningu móður okkar. Sigríður var
ákaflega vönduð og heilsteypt kona,
sem ávann sér traust og virðingu
þeirra sem kynntust henni.
Æviárin voru orðin mörg og ég
veit að hún þráði hvfldina. Þegar svo
er komið er dauðinn líkn. Við Jón og
fjölskylda okkar þökkum hinni látnu
ljúfa samfylgd í áratugi, kveðjum
hana með söknuði og biðjum henni
Guðs blessunar.
Gyða.
Þegar ég var átta ára giftist pabbi
aftur og hún Sigríður kom inn í líf
okkar á Laufásvegi 62 og gekk okk-
ur systkinunum í móðurstað.
Það er ekki auðvelt að koma inn á
rótgróið stórheimili og taka þar við
stjórninni og uppeldi barna frá átta
ára til 23 ára en þetta gerði hún Sig-
ríður og hún gerði það með þeim
hætti að við elskuðum hana öll frá
fyrsta degi og það segir allt sem
segja þarf um þessa einstöku konu
sem þaðan í frá helgaði pabba og
okkur systkinunum líf sitt.
Hún Sigríður var með einstakt
jafnaðargeð og var hún sannkölluð
lady í þess orðs bestu merkingu og
aldrei nokkum tíma heyrði ég Sig-
ríði hallmæla nokkrum manni.
Nú, þegar hún Sigríður er farin
frá okkur, í hárri elli, þá stöndum við
eftir með Ijúfai* minningar en þó
sorgmædd vegna þess að nú fáum
við aldrei fullþakkað henni fyrir allt
það sem hún var pabba og okkur öll-
um.
Ég kveð þig, elsku Sigríður mín,
með miklum söknuði og þakklæti
fyrir allt sem þú varst mér og fyrir
það að ég fékk að kynnast þér og
vera með þér.
Ég veit að þú ert í góðum höndum.
Gunnar Magnús.
A þessum tímamótum, þegar amma
Sigríður er dáin, leita á mig margar
góðar minningar og söknuður, en
ekki hvað síst þakklæti. Þakklæti
fyrir líf góðrar konu, heilsteyptrar
mannveru, sem vildi öllum vel.
Amma Sigríður giftist Magnúsi
afa mínum rúmu ári áður en ég
fæddist, en hann var þá ekkjumaður
með börn á ýmsum aldri. Hún var
því ekki amma mín í bókstaflegri
merkingu, en í huga mínum hefur
hún alltaf verið það, enda kölluðum
við systkinin hana alltaf ömmu Sig-
ríði. Hún tók að sér krefjandi hlut-
verk er hún giftist afa, en það hlut-
verk fórst henni framúrskarandi vel
úr hendi eins og annað sem hún tók
að sér.
Virðingarljóma stafaði alla tíð af
ömmu Sigríði og aldrei sá ég hana
skipta skapi. Mér fannst hún ávallt
mikil hefðarkona í bestu merkingu
þess orðs og er ég ekki ein um þá
skoðun.
Pabbi sagði mér einu sinn frá at-
viki sem gerðist þegar amma Sigríð-
ur kenndi við Kvennaskólann í
Reykjavík. Einn samkennara hennar
var hin kunni Björn Bjarnason
magister frá Steinnesi, sem gekk
undir gælunafninu „Bjúsi“. Björn
kenndi ensku og eitt sinn var hann
að ræða um enska orðið „lady“ og
kvað íslenska þýðingu orðsins, hefð-
arfrú eða hefðarkona, ekki ná ensku
merkingunni. Til að útskýra mál sitt
frekar, sagði hann að „ladý‘ væri
það sem Sigríður Briem væri og þá
skildu nememdurnir merkingu orðs-
ins strax til hlítar.
Margar hlýjar minningar á ég
tengdar ömmu Sigríði allt frá barn-
æsku, en ég kynntist henni þó fyrst
að einhverju ráði á fyrstu háskólaár-
um mínum. Þá var ég einatt hjá
henni í hádegismat, er hlé gafst milli
fyrirlestra. Það var algjörlega hægt
að treysta því að heitur matur og eft-
irréttur væri þar borinn fram í há-
deginu daglega og síðan te um eftir-
miðdaginn, þannig að óþarfí var að
gera boð á undan sér og hún tók mér
fagnandi í hvert sinn.
Þegar próftímabfl hrelldu bjó ég
stundum hjá ömmu og var heimilis-
haldið hjá henni talsvert frábrugðið
því sem ég átti að venjast á barn-
mörgu æskuheimili mínu. Hjá ömmu
Sigríði ríkti ró og friður og hún
stjórnaði með virðuleika og festu.
Þar gafst ótrúlegt næði til próflestr-
ar og tók amma endalaust tillit til
mín og það var eins og henni þætti
mikið meira en sjálfsagt að dekra við
mig.
Þetta var eins og að fara inn í ann-
an heim, þar sem stöðugleiki og
hefðir réðu rfly'um og húsráðandi
vissi sennilega ekki hvað orðið
streita þýddi. Ég minnist annars
heimilis þar sem svipaður bragur
ríkti, en það var hjá afasystur minni
Guðrúnu, mágkonu ömmu Sigríðar.
Þetta er heimur sem ef til vill er lið-
inn undir lok, að minnsta kosti hef ég
lítið séð af honum síðan þessi tvö
heimili hurfu af sjónarsviðinu, en ég
er þakklát fyrii- að hafa fengið tæki-
færi til þess að gægjast inn í þennan
heim.
Amma Sigríður reyndist Magnúsi
afa mínum fádæma vel í veikindum
hans og sjálf átti hún lengi við marg-
víslega vanheilsu að stríða. Hún var
ekki kvartsár kona, heldur fádæma
æðrulaus og hélt reisn sinni alveg
fram að andlátinu.
An hennar er heimurinn fátækari.
Hún gerði það sem faðir minn sagði
mér eitt sinn að væri tilgangurinn
með lífi mannsins á jörðinni, það er
að bæta heiminn.
Guð blessi minningu ömmu Sigríð-
ar.
Laura Sch. Thorsteinsson.
Sigríður Briem Thorsteinsson,
föðursystir mín, er farin yfir móðuna
miklu, löngu södd lífdaganna. Þrátt
fyrir vissar andstæður bæði í dag-
legu lífi og einkalífi á miklum um-
brotatímum lítillar þjóðar endur-
speglaði líf hennar fegurð lista og
menningar.
Sigríður var þriggja ára er hún
fluttist með foreldrum sínum frá
Sauðárkróki til Reykjavíkur því 2.
mars 1904 hafði Eggerti fóður henn-
ar verið veitt staða skrifstofustjóra
fjármáladeildar ráðuneytis Hannes-
ar Hafstein. Foreldrar Sigríðar
reistu hús sitt við Tjarnargötuna um
svipað leyti og tveir bræður Eggerts
og venslafólk byggðu hús sín undir
tjarnarbrekkunni. Æskuheimilið
einkenndist fyrst og fremst af ástúð
og umhyggju foreldra og bróður og
starfi heimilisföðurins. Þar var gíf-
urlegur gestagangur skyldfólks og
vina nær og fjær, sem leiddi til
sterkra vináttubanda og fjölskyldu-
tengsla, sem Sigríður ræktaði alla
tíð.
Ég get ekki látið hjá líða að minn-
ast hér í leiðinni konu þeirrar, er
fylgdi Sigríði frá vöggu og lengur en
hálfa lífsleiðina. Þetta var Súlíma
Stefánsdóttir, sem réð sig í vist hjá
foreldrum Sigríðar árið 1901. Sigríð-
ur tók snemma miklu ástfóstri við
Súlímu, og að foreldrum Sigríðar
látnum dvaldist Súlíma áfram á
heimilinu meðan heilsa hennar
leyfði.
Að lokinni bamaskólagöngu gekk
Sigríður í Kvennaskólann í Reykja-
vík og lauk þaðan prófi 1918. Ari síð-
ar gerðist hún kennari við Kvenna-
skólann og starfaði þar við kennslu í
fatasaum og hannyrðum nær óslitið
til ársins 1953. Sigríður varð afar
farsæll kennari. Hún vai’ virt og dáð
af samkennurum og nemendum; hún
var natin, skflningsrík og hafði metn-
aðarfullan áhuga á að búa náms-
meyjarnar sem best undir grýtta
lífsbrautina. Sigríður tók þátt í
margvíslegum félagsstörfum og
hlaut fyrir þau ýmsar viðurkenning-
ar.
Ég kynntist Sigríði best á upp-
vaxtarárum mínum þegar ég var
heimagangur á hinu gamla heimili,
sem hún hafði tekið við af foreldrum
sínum. Það kom oft fyrir að setja
þurfti mig í geymslu til Sigríðar
vegna tímabundinnar fjarveru for-
eldra minna. Þessa þraut leysti hún
með fáguðum glæsibrag þannig að
með eftirminnilegri umhyggju
frænku var þó enginn gerður að dek-
urrófu.
Þegar Sigríður kynntist Magnúsi
Scheving Thorsteinsson, forstjóra,
og þau gengu í hjónaband sumarið
1953 urðu veruleg kaflaskil í lífi
hennar. Hún eignaðist fjölskyldu,
sem misst hafði ástsæla eiginkonu
og móður rúmlega tveimur árum
fyrr. Mér er ljúft að minnast þess
þegar litið er til baka um langan veg,
hvernig þessi fjölskylda tók henni
með opnum örmum og Sigríður varð
miðdepill á umsvifamiklu heimili.
Það virðist fylgja ellinni, að stór
skörð eru höggvin í hóp vina og
frænda og um síðir eru allir gömlu
vinirnir farnir. Það var þungt að sjá
á eftir mörgum ástvinunum og í lok
október 1974 andaðist Magnús eftir
rúmlega tuttugu ára hamingjusamt
hjónaband, sem einkenndist af gagn-
kvæmri virðingu og ást.
Ég vil að endingu gera lokaorð
Jóns Pálmasonar, fyrrv. ráðherra, í
niðurlagi minningargreinar um
Guðrúnu Briem, móður Sigríðar, að
mínum því þau eiga vissulega hér
við: „Hún var glaðlynd og bjartsýn,
trúkona mikil og örugg í þeirri
vissu, að göfugur hugsunarháttur
og fagurt líferni væri trygging fyrir
andlegri sæluvist og vafalausri
þroskabraut hinum megin við tjald-
ið.“
Minningarnar um Sigríði Briem
Thorsteinsson eru öldnum bróður og
mágkonu, stjúpbörnum og öðrum
ástvinum allar bjartar. Þær eru dýr-
mæt eign.
Garðar Briem.
I dag er borin til hinstu hvílu frú
Sigríður Briem Thorsteinsson.
Frænka eins og við kölluðum hana
ávallt hefði orðið 97 ára síðastliðinn
fimmtudag. Á hún langa og farsæla
ævi að baki. Ég kveð hana með sökn-
uði og innilegu þakklæti fyrir sam-
fylgdina. Södd lífdaga kveður hún
okkur hér og fer á fund sinna nán-
ustu.
Ég minnist þeirra stunda sem ég
heimsótti frænku með móður minni
en með þeim var mikill kærleikur. Á
Laufásvegi var ávallt opið hús fyrir
vini og vandamenn enda var hún
mjög ættrækin. Hún fylgdist ávallt
vel með okkur systkinunum og bar
hag okkar mjög fyrir brjósti.
Frænka var gædd miklum mann-
kostum. Hún var mikil hagleikskona,
nákvæm og samviskusöm með allt
sem hún tók sér fyrir hendur.
Frænka ávann sér virðingu okkar
alira.
Ég votta aðstandendum hennar og
vinum samúð mína.
Ég minnist þín er morgunsólin bjarta
af mari skín.
Sem morgunljós í mínu breyska hjarta
reis minning þin.
(M. Joch.)
Þóra Þráinsdóttir.
Nú hnígur þessi öld til móta
hinnar nýju og með henni hver af
öðrum hinir síðustu sem lifað hafa
með henni nánast allri. Sigríður
Briem Thorsteinsson fæddist árið
eftir aldamótaárið og hefur með öld-
inni og öllum samferðamönnum sín-
um skilað stórkostlegri breytingum
og hagsbótum landi og þjóð en
nokkurn gat órað fyrir hér á strönd-
um hins ysta hafs.
Hvern gat grunað, þeirra sem
stóðu í votu með störinni dag eftir
dag, ösluðu hverja lækjarsprænu
milli bæja, báru á hinn bóginn hvern
vatnsdropa til bæja á sjálfum sér,
stundum um langan veg, hvern gat
grunað að innan aldarinnai- renndu
mennskir menn sér undir og um
Hvalfjörð þveran á innan við 10 mín-
útum? Hvergi vatnsdropa að sjá,
hvað þá að bregða þurfi sokk eða
skó.
Innviðir þessa þjóðfélags okkar
hafa ekki allir verið tilhöggnir við
auglýsingaskrum eða hávaða. Þvert
á móti eru þeir sem betur fer jafnan
flehi sem leggja hávaðalaust af
mörkum, treysta og viðhalda því sem
áunnist hefur. Sigríður Briem var
ein þeirra og strax fékk ungur kenn-
ari á tilfinninguna að á þeim bæ var
fylgst með af áhuga og gleði yfir því
sem til velfarnaðar horfði.
Sigríður Briem var formaður
skólanefndar Kvennaskólans í
Reykjavík þegar undirritaður kom
þar fyrst á miðjum vetri 1963-64.
Hún tók það starf að sér sama árið
og hún hætti kennslu við skólann
1953. Þá hafði hún kennt handavinnu
frá 1919, árinu eftir að hún lauk það-
an námi sjálf eftir þriggja vetra nám.
Móðir hennar Guðrún Briem var á
þeim árum formaður skóla- eða for-
stöðunefndar skólans eða frá 1907
fram til 1943 af þessari dæmafáu
ræktarsemi þeirra mæðgna. Eiríkur
Briem, fóðurbróðir hennar, var, með
sama hugarfari og gerð, gjaldkeri
forstöðunefndarinnar og skólasjóðs
frá 1882-1925.
Við Kvennaskólann er enn starf-
ræktur Verðlaunasjóður Guðrúnar
J. Briem sem frú Sigríður stofnaði tfl
minningar um móður sína og hand-
menntunum til eflingar. Úr honum
eru veitt verðlaun fyrir góðar hand-
menntir þegar ástæða þykir til.
Þennan sjóð enduiTeisti frú Sigríður
eftir að verðbólgan hafði leikið hann
grátt um tíma.
Frú Sigríður Briem var vafalaust
kjölfestan í handmenntakennslu
skólans um langt árbil og lifði að sjá
tímana tvenna í því eins og fleiru.
Framan af voru þessar greinar lífs-
nauðsyn og forsenda hvers heimilis-
halds en eftir stríð mátti heita að
menntirnar þróuðust í átt til munað-
ar þeirra sem tíma höfðu og listfengi.
Þó var hinum „fornu“ dyggðum
vægðarlaust haldið að misfúsum
námsmeyjum eftirstríðsáranna.
Frú Sigríður var listfeng og hug-
myndarík, smekkmanneskja eins og
hún var fáguð og fyrirmannleg í öllu
fasi og framkomu. Hún varð mér
sem ungum kennara við skólann eins
konar bakgrunnur kynnanna við
Guðrúnu P. Helgadóttur, sem lengst
var skólastjóri í formennskutíð Sig-
ríðar, og seinna Halldóru Einars-
dóttur, sem tók við formennskunni
af Sigríði, bakgi’unnur og andblær
sögunnar og hins gamla skóla þeura
Þóru Melsteð, Ingibjargar H.
Bjarnason og frk. Ragnheiðar Jóns-
dóttur, hinna gömlu og góðu gflda.
Einn vitnisburður listfengis frú
Sigríðar var hönnun og gerð merkis
skólans, bókarinnar opnu, nálarinnar
og þráðarins, tákns alhliða menntun-
ar síns tíma. Merkið var í fyrstu ætl-
að einkennishúfu námsmeyja sem
tíðkuðust um fárra ára skeið fyrir
stríð en hefur síðan lifað í ýmsum
myndum allt til þessa dags.
Frú Sigríður var um margra ára
bil formaður fjáröflunamefnda sem
héldu basar eða hlutaveltur til fjár-
öflunar fyrir íþróttahús Kvennaskól-
ans. Þótt ekki yrði úr þeim fram-
kvæmdum varð sjóðurinn til þess að
hrinda úr vör nýbyggingu að baki
gamla skólans við Fríkirkjuveg nr. 9.
Sú framkvæmd var með atbeina Sig-
ríðar og samstai'fsmanna hennar
fyrr og síðar, Guðrúnar skólastjóra
og Halldóru næsta skólanefndarfor-
manns, forsenda nútíma skólahalds á
þeim stað. í þeim skilningi og mörg-
um öðrum var Sigríður vörslukona
og lífgjafi skólans um sína daga og til
langrar framtíðar.
Við sem urðum þeirrar gæfu og
ánægju aðnjótandi að starfa með
Sigríði að málefnum Kvennaskólans
í Reykjavík vottum minningu hennar
dýpstu þökk og virðingu.
Aðalsteinn Eiríksson.