Morgunblaðið - 16.07.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 48
KRISTÍN
JÓNASDÓTTIR
+ Kristín Jónas-
dóttir fæddist á
Stuðlum við Reyðar-
fjörð hinn 12. ágúst
1919. Hún lést á
Landakoti hinn 8.
júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jónas Pétur
Bóasson, f. 18. maí
1891, d. 27.2. 1960,
og Valgerður
Bjarnadóttir, f. 14.
október 1885, d. 21.
ágúst. 1974. Systk-
ini hennar voru
Guðrún Sigurbjörg, vefnaðar-
kennari, f. 28. des. 1916, d. 7.
júlí 1997, Hallgrímur, f.v. fram-
kvæmdastjóri, f. 28. aprfl 1918,
Bóas, matsveinn, f. 17. júlí 1921,
d. 23. ágúst 1992, Bjarni, vél-
sljóri, f. 10. des. 1922, d. 6. des.
1995, Lára, kennari, f. 25. mars
1924, d. 11. sept.
1977, og Auður,
kennari, f. 4. okt.
1926.
Maki Kristínar var
Geir Jónasson borg-
arskjalavörður, f. 5.
sept. 1909 á Akur-
eyri, d. 12. desem-
ber 1985. Þau eign-
uðust engin börn.
Kristín ólst upp á
Bakka á Reyðarfirði
og gekk þar í barna-
skóla en fór síðan á
Eiðaskóla. Síðan
fluttist hún til
Reykjavíkur og starfaði meðal
annars hjá Gliti, hjá íslenskum
heimilisiðnaði, á Borgarskjala-
safni og síðan í Arbæjarsafni.
Kristín verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Kristín frænka var alveg einstök
manneskja. Hún bjó yfir viðsýni,
visku og fádæma hugarró. Þessir
kostii’ gerðu það að verkum að þeir
sem kynntust henni báru virðingu
íyi-ir henni og á hana var hlustað.
Hún var óhrædd við nýjungar sem
lýsti sér vel í áhuga hennar á matai’-
gerð. íslenskir þjóðarréttir ásamt
japönsku súsí eða kínverskir hrís-
grjónaréttii’ prýddu veisluborðin.
Þar brá einnig íyrir hinum furðu-
legustu grænmetisréttum, bauna-
kjöti og sæfíflum ásamt hundasúr-
um eða hverju því sem hægt var að
nota til matargerðar. Það er ekki
hægt að segja að manni hafi nú
alltaf litist vel á framboðið en eftir
að hafa prófað furðuréttina fór eng-
inn svangur úr húsi.
Bóka- og listhneigð hennar var
mikil og eru óteljandi listaverk sem
prýða heimilið og bera vott um það
listfengi sem hún bjó yfir. Það var
aldrei hægt að kvarta yfir vinnu-
brögðunum hvort sem það var and-
litsmynd úr leir eða að festa tölu,
alltaf sama natnin.
Bömum þótti hún sérstaklega
merkileg, því allar þeirra hugmynd-
ir áttu ætíð hljómgrunn í hennar
eyrum. Hugmyndir voru ekki vond-
ar, heldur í mesta lagi misgóðar, þó
mátti reyna flest.
Það eru ógleymanlegar veiðiferð-
imar þegar frænka kom með okkur
pollunum á Homafírði niður á
bryggju að veiða. Þetta var íyrsta
fullorðna manneskjan sem sýndi
þessari iðju okkar áhuga. Eða að
koma og hjálpa til við að byggja
kastala, því það var yfirvofandi stríð
milli út-og-innbæinga, þá varð að
leggja hönd á plóginn og ljúka verk-
inu og þar kom frænka við sögu.
Strákunum leist nú samt ekkert of
vel á þegar hún var farin að príla
upp í tuminn sem kannski hefði
mátt vera traustbyggðari en var
bara gerður fyrir lauflétta strák-
polla.
Eða þegar við tólf ára guttar hóf-
um baunabyssustríð í íbúðinni hjá
frænku í Reykjavík og íbúðin var
orðin stórhættuleg vegna þgrynni
bauna sem lágu um allt. Eg vissi
síðar að hún var að finna baunir á
ótrúlegustu stöðum mörgum ámm
seinna.
Eg veit líka að dætur mínar
gleyma aldrei grænlenska öskrinu
sem átti að bæta öndunina og fylla
hugann. Það öskur léku ekki einu
sinni Grænlendingar eftir af sömu
snilld.
Það er alveg ómetanlegt að fá að
ganga með slíkri manneskju hluta
af þessari lífsins göngu, við munum
aldrei gleyma frænku og minningu
hennai’ mun verða haldið á loft fyi-ir
þá sem of ungir era til að minnast
þessarar heiðurskonu.
Úti er þetta ævintýr.
Yfir skuggum kvöldið býr.
Vorsins glóð á dagsins vöngum dvín.
(Tómas Guðmundsson.)
Geir Björnsson.
Hún Kristín frænka mín er nú
dáin. Hún var mér mjög góð og ég
hugsaði um hana eins og ömmu.
Það verður aldrei hægt að gleyma
henni, þó ég verði 100 ára. Hún
hjálpaði mér við allt eins og að búa
til jólagjafir og margt fleirra. Hún
var mjög falleg og góð og átti alltaf
nóg af öllu. Hún átti alltaf til ís og
við frænku börnin fengum alltaf ís
eftir kvöldmat, það var aðal sportið
við að borða hjá henni. Hún var
mjög mikil blómakona, hún átti ör-
ugglega fimmtíu blóm og hugsaði
um þau eins og börnin sín og nú
eru þau orðin munaðarlaus og eiga
enga mömmu lengur. Hún leyfði
mér alltaf að busla í vaskinum
heima hjá henni með Mikka mús
og Andrési önd. Þegar ég gisti hjá
henni var alltaf gaman og þegar ég
vaknaði var alltaf tilbúinn hafra-
grautur á borðinu. Eg vorkenni
litlu bræðram mínum sem fengu
ekki að kynnast henni því þeir era
svo litlir. Þeir verða bara að heyra
sögur um hana og skoða myndir af
henni. Ég veit að hún elsku frænka
hvílir í friði.
Auður Geirsdóttir.
Mig langar með örfáum orðum
að minnast kærrai’ vinkonu minn-
ar, Kristínar Jónasdóttur, sem í
dag verður til moldar borin. Það er
nú komið á annan áratug síðan við
kynntumst fyrst. Kynni okkar
hófust með, svo ekki sé fastar að
orði kveðið, afar óvenjulegum
hætti. Frændi hennar, Jónas, hafði
tal af mér og óskaði eftir því að ég
gerðist ráðgjafi hennar, en maður
hennar, Geir Jónasson fyrrv. bóka-
vörður, hafði þá vegna sjúkdóms
reynst ófær um að sinna málefnum
líðandi stundar og gerðist ég fjár-
haldsmaður hans. Mér er enn í
minni, hversu erfið spor það vora
fyrir Kristínu, þegar hún ásamt
mér varð að „fara í gegnum kerfið“
til þess að koma þessu í kring.
Arin liðu og ég starfaði að þess-
ari fjárhaldsmennsku, meðan Geir
lifði. Að honum látnum héldust
kynni okkar áfram og fékk ég
tækifæri til þess að aðstoða hana
við ýmis lítilræði svo sem gerð
skattframtala hennar og önnur við-
vik. Þótt slík vinna væri ekki flókin
urðu mér þær stundir, sem við átt-
um saman, einkar kærar. Kemur
þar margt til en einkum það,
hversu viðræðugóð Kristín var og
fróð, um hvaðeina sem efst var á
baugi hverju sinni. Með hennar
hæga fasi og framkomu birtist mér
einkar skýr og vel gerð persóna.
Ekki fór mikið fyrir henni. Fast
gat hún staðið á skoðunum sínum,
en aldrei var hún óbilgjöm. Ég
held að ég megi fullyrða að alla tíð
hafi hún, líkt og eiginmaður hennar
áður, verið mikil og sterk vinstri-
manneskja eins og þær gerast
bestar, fylgin sér, en bar mann-
kærleika fyrir brjósti, og vandamál
lítilmagnans vora henni ætíð efst í
huga. Ekki svo að skilja að Kristín
hafi alltaf verið svo alvöragefin að
hún hafi ekki séð hið skrýtna og
skondna í tilverunni. Þvert á móti
hafði hún ríka kímnigáfu, sem hún
kannski flíkaði ekki um of, en
glöggt var auga hennar fyrir ýmsu
spélegu og skemmti hún sér oft
konunglega í minni viðurvist yfir
slíku.
Það sem ég tók einna helst eftir
hjá henni var, hversu börn og ung-
lingar löðuðust að henni ósjálfrátt.
Ekki vegna þess, held ég, að hún
hafi verið þeim eitthvað betri eða
gengið undir þeim meir en aðrir,
heldur sérstaklega af því að hún
tók börnum og unglingum eins og
hverju öðra fólki, ræddi við þá eins
og jafningja og var öllum ráðagóð.
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
henni fyrir allar samverastundirn-
ar og símtölin sem við áttum í
gegnum tíðina. Öll hnyttnu tilsvör-
in og allan þann fróðleik sem hún
miðlaði mér og mínum. Ég kveð
gamlan og góðan vin með hlýhug
og óska henni alls velfamaðar á
sinni nýju vegferð.
Þorsteinn Eggertsson.
Það var á fyrstu árum mínum í
Arbæjarsafni að við, sem þar unn-
um, kynntumst ágætri konu, Krist-
ínu Jónasdóttur, í skjalasafni borg-
arinnar í Skúlatúni, en þangað fór-
um við í gagnaleit og til að komast í
ljósritunarvél. Hún vann þar ásamt
Geir Jónassyni, eiginmanni sínum,
og þegar hann hætti störfum þar
var Kristín reiðubúin til að breyta
til og féllst á að kom til starfa í Ar-
bæjarsafni. Viðfangsefni vora ær-
in, tekið á móti skólabömum, verið
að byggja skemmu og hreinsa eim-
reiðina og rannsaka húsin í Grjóta-
þorpi. Þetta var um haustið 1976
og auk mín vora þar þá Júh'ana
Gottskálksdóttir og Ólafur B. Jóns-
son og í þann hóp bættist Kristín.
Skrifstofa safnsins var í húsinu á
Laufásvegi 31 og þar bjuggum við
líka, Pétur, eiginmaður minn og
synimir, Stefán á öðra ári og
Magnús sem fæðst hafði þama um
sumarið. Fjölskyldulíf og vinna
tvinnuðust saman, en hið frábæra
starfsfólk tók því vel. Það var eins
og forsjónin hefði sent okkur
Kristínu eins og ömmu sem tók að
sér uppeldishlutverk.
Óskýr var nú starfslýsingin, en
allt ógert og Kristín til alls fús.
Skrifstofuhaldið var að mótast og
úrklippusafnið eitt það fyrsta sem
hún tók að sér. Þegar skrifstofan
flutti í annað hús, Líkn, batnaði
vinnuaðstaðan og smám saman
fjölgaði starfsfólki. Starfsandinn
var góður og var það ekki síst
Kristínu að þakka. Hún hafði
áhuga á öllu og verksvit hennar var
einstakt. Sinnti hún textílum safns-
ins af kunnáttu og natni og man ég
þá ánægju sem við höfðum af söð-
uláklæðunum sem fóra á sýningu
um íslenska hestinn. Kristín var
máttarstólpi við hvaðeina. Þegar
haldnar vora samkomur var hún
ómissandi við undirbúning og
framkvæmd, sá um veitingar og
þegar hús vora flutt í safnið smurði
hún brauð fram undir morgun fyrir
flutningamennina.
Við fóram saman í mörg ferðalög
sem urðu að ævintýrum, til
Færeyja og til Grænlands, austur í
Homafjörð og í Lónið, að Guð-
laugsstöðum í Blöndudal og síðast
fóram við saman í Skagafjörð.
Ki’istín var elst okkar í safninu
og sá margt sem við hin tókum
ekki eftir og kenndi okkur ýmis-
legt, margt sem hún hafði lært af
móður sinni. Hún tengdist öllu
starfsfólkinu sérstökum böndum.
Kristín var örlát, ekki síst við mig
og drengina mína og gaf okkur
gott veganesti sem ég get aldrei
fullþakkað.
Nanna Hermansson.
Kristín Jónasdóttir starfaði á
Árbæjarsafni um áratugaskeið og
er þáttur hennar í uppbyggingu
safnsins mikilvægur. Kristín var
góður vinur ekki síður en mikils
metinn samstarfsmaður okkar á
Arbæjarsafni. Hún var sérlega hæf
og vandvirk í öllu því sem hún tók
sér fyrir hendur auk þess að vera
yfirveguð og alltaf þægileg í sam-
starfi. Hún hafði því góð áhrif á allt
faglegt starf innan Arbæjarsafns
og það fólk sem þar starfaði. Veit
ég að öllum sem með henni störf-
uðu var afar hlýtt til hennar, enda
var Kristín ekki síður skemmtileg.
Hún vai’ síung og kraftmikil enda
var hún starfandi sem fastur
starfsmaður til sjötugs og eftir það
sem einn af eldri borguram Arbæj-
arsafns í nokkur ár. Alit hennar
skipti máli varðandi allar sýningar,
viðburði, búninga og safnhúsin
sjálf. Enda var mikið leitað til
hennar og málin rædd við hana.
Ég er henni ekki síður þakklát
fyrir alla þá vinsemd sem hún sýndi
mér og fjölskyldu minni. Það var
yndislegt að heimsækja hana. Hún
sýndi bömunum mínum áhuga og
væntumþykju enda óskuðu þau oft
eftir því fá að heimsækja Kristínu.
Kristín var fróð og áhugaverð
manneskja ekki síður en hlý og vin-
gjamleg. Heimsóknir til hennar
vora því gefandi og yndislegar. Ég
hef þá trú að Kristín hafi lifað ríku
lífi. Störf hennar vora mikils metin,
hún átti stóra hóp vina og góða fjöl-
skyldu og hún ferðaðist víða. Hún
hafði lag á því að njóta lífsins. Fyrir
það er ég einnig þakklát hennar
vegna.
Að lokum vil ég sérstaklega
þakka henni allt hennar góða starf
á Arbæjarsafni og sérlega ánægju-
leg kynni. Blessuð sé minning
góðrar konu.
Margrét Hallgrímsdóttir.
• Fleirí minningargreinar um
Kristínu Jónasdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
t
Maðurinn minn,
GUÐJÓN DAGBJARTSSON
frá Seyðisfirði,
til heimilis
á Holtsgötu 19,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 14. júlí.
Helga Magnúsdóttir.
t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN JÓNSSON, frá Hallgilsstöðum
í Hörgárdal,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 14. júlí.
Fyrir hönd aðstandenda, börnin.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, vinur og afi,
KRISTJÁN JÚLÍUSSON
bifvélavirkjameistari,
Kambsvegi 16,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 17. júlí kl. 13.30.
Soffía Kristjánsdóttir, Jóhannes Ó. Sigurðsson,
Vilborg Kristjánsdóttir,
Guðmundur Kristjánsson,
Ólöf Svandís Eiríksdóttir
og barnabörn.
t
Bróðir minn og frændi,
SIGURÐUR ÓSKAR SIGVALDASON
fyrrverandi ieigubifreiðarstjóri,
Fellsmúla 14,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku-
daginn 15. júlí 1998.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sesselja Sigvaldadóttir,
Rakel Sigvaldadóttir,
Ari Jóhannesson.
t
Bróðir okkar,
GUNNAR SKJÖLDUR JÚLÍUSSON,
verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugar-
daginn 18. júlí kl. 14.00.
Kristín Júlíusdóttir,
Hjálmar Júlíusson,
Ragnheiður Júlíusdóttir.