Morgunblaðið - 16.07.1998, Side 45

Morgunblaðið - 16.07.1998, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 45 sagðist hafa ráðið mig þá í vinnu sem „hafnarverkamann“ hjá Akureyrar- höfn aðeins 13 ára gamlan. Þvílíkur gleðidagur sem það var. Þar átti ég eftir að vinna ófá sumur ásamt góð- um félögum og var Guðmundur hafn- arstjóri þar fremstur í flokki. I þeirri baráttu sem hann hefur háð undanfarna mánuði hefur fjöl- skyldan hans staðið eins og klettur við hlið hans, og reynt að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að létta honum lífið í þessum erfíðu veikindum. Erfítt getur verið fyrir fjölskyld- una hans að sjá ljós í myridnu eftir svona sorglegan atburð, sem og hver sé tilgangurinn með því að hrífa hann á brott í blóma lífsins? Hrífa hann frá elskulegri eiginkonu og börnum sem voru honum svo kær? Frá vinum og félögum sem hann auðgaði svo mjög með lífsgleði sinni og mannkostum? Við hverja spurningu vakna ótal aðrar og er maður engu nær og verður að bíða svara. Sagt er að tíminn lækni öll sár, sem má vera rétt og er það sú von sem við munum halda í eftir þessi sorglegu endalok. Minningin stendur uppi um góðan dreng, og vil ég biðja góðan Guð að styrkja Diddu frænku og börnin þeirra þrjú, þau Einar Má, Bjarna Frey og Klöru, Kötu og barnabarnið Kamillu, móður og föður, systkini hans, tengdaforeldra, og aðra ást- vini í þessari miklu sorg, en minn- ingin um góðan dreng og einstakan mann lifir áfram. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Takk fyi'ir samfylgdina, Guð- mundur minn, ég mun sakna þín. Sigvaldi Stefánsson.. Þau verða óvenju þung skrefín í kirkjutröppunum í dag. I seinni tíð hefur maður hlunkast þetta upp með stóískri ró og af angurværð hugsað til æskuáranna þegar maður rann þetta tíu til tuttugu sinnum án teljandi fyrirhafnar. En ekki í dag. Það er frekar að maður horfi fram á við og hugleiði dauðans óvissa tíma, fallvaltleika lífsins og þá óskiljanlegu ráðstöfun almættisins að kalla svila minn, Guðmund Sigurbjömsson, heim á bæ eftir aðeins rúmlega hálfnað dagsverk. Við verðum að trúa að fyrir því liggi ástæður sem ekkert mannlegt fær skilið. Sé höfð hhðsjón af mannsævinni voru kynni okkar frekar stutt. Þau hófust í byrjun áratugarins þegar ég fluttist til Akureyrar og potaði mér inn í fjölskyldu Valda rakara. Hvor- ugur okkar var auðtekinn og í senn vorum við ólíkir og af misjöfnum bakgrunni en þó báðir þessir ein- kennilegu menn tinda og dala mann- legra skapsmuna og oft samferða um báða staðina. Þannig glöddumst við saman yfir víni, grilli og góðum mat en þar fundum við virkilega hvor annan og eins rifumst við heiftarlega svo jafnvel neistar flugu. Sjaldnast var þó deiluefnið meira en hégómi einn og hinn einstaki hæfíleiki Guð- mundai- til að leita sátta verður mér eftirminnilegur og til eftirbreytni. Hann gat horfst í augu við misgerð- ir, viðurkennt þær og beðist fyrir- gefningar. Þar stóð hann mér og mörgum öðrum langtum framar. Samband okkar minnti mig stundum hálfvegis á bræður. Hann sá eldri með réttindi tU að leiðbeina í skjóli þekkingar og reynslu en þolinmæð- inni gagnvart tiktúrum og sérvisku takmörk sett. Hins vegar gagnkvæm virðing og vinátta frá fyrstu hendi. Sannari og traustari vinur en Guðmundur er vandfundinn, ég minnist þess er ég var fjarri heimil- inu og mín virkilega þörf þá hljóp hann í skarðið næturlangt og það frá fullu húsi af gestum. Að eiga slíkan mann að gerir mann ríkari og á slík- an mann hleðst ábyrgð ekki bara í starfí heldur og í lífínu sjálfu. Slík ábyrgð og forysta er vandasöm og óeigingjörn en þeim mun oftar gold- in í vanþakklæti og vandlætingu og ekki fór Guðmundur Sigurbjörnsson varhluta af því. Einhvernveginn tók hann samt alltaf stærstu og réttustu ákvarðanirnar þó án þess að gleyma smáatriðunum og fyrir það virða hann margir og syrgja í dag. Mér finnst svo ótrúlega stutt síðan við hittumst í Víðimýrinni. Eg minn- ist hans ævinlega þar sem hann stóð á stéttinni hjá tengdó, yfir honum þessi hefðbundna festa, brosviprur í augum og andliti og einhver ró sem einkenndi fas hans allt. Við tæptum smá á eilífðinni en í aðalatriðum fannst honum ekki tímabært að ræða hana. Barist skyldi til þrautar. En þar kom að vágesturinn ógur- legi tók yfirhöndina. Það gerðist svo hratt, svo snöggt og miskunnariaust að maður trúir því vart enn að lífí sem í blóma sínum á svo margt ógert og óskapað skuli lúta í lægra haldi gerir mann sljóan og skilnings- lausan. En ef grannt er skoðað er það kannski fyrst þá sem tign, feg- urð og ósigranleiki lífsins verður okkur skiljanlegur. Þá mitt á tímum sorgar og saknaðar nær hið sanna ljós rakleitt til hjartans. Didda mín og börn, Klara og Kiddi, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Hvíl þú í friði góði vinur. Helgi Indriðason. Elsku Guðmundur. Mig langar að þakka fyrir þær stundir sem ég fékk að eiga með þér. Síðastliðna daga hafa minningarnar hrannast upp í huganum, minningar sem era tengdar þér og því mikla sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Það eru ekki endilega orðin sem segja allt, heldur getur lítið bros, faðmlag og augljós umhyggja sagt miklu meira. Það era þessi litlu atriði sem skipta svo miklu máli. Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem að fjöl- skyldan hefur þurft að þola mikinn missi. Fyrir ellefu árum stóðum við í svipuðum sporum og þá varst það meðal annars þú sem varst okkur stoð og stytta. Það varst þú sem tókst utan um mig á réttum tíma, það varst þú sem aðstoðaðir mig við heimanámið og það varst þú sem kíktir inn í kaffi til okkar um helgar. A stundu sem þessari er erfitt að fínna einhvern tilgang í þessu bless- aða lífi en það eina sem við getum gert er að halda áfram að lifa og reyna að finna það jákvæða og góða sem bíður okkar þarna einhvers staðar. Elsku Didda, Einar, Bjami, Klara, Kata og Kamilla, við munum öll hjálpast að og halda áfram að klífa þroskafjall lífsins sem okkur er ætlað. Fjóla Stefánsdóttir. Fólk kemur og fólk fer. Það er gangur lífsins. Dvölin er mislöng og víst var hún alltof stutt hjá vini mín- um Guðmundi Sigurbjörnssyni. Þessi mikli baráttumaður fékk hins vegar engu ráðið um brottfarartím- ann; þegar maðurinn með ljáinn hef- ur bókað far, kemst enginn hjá síð- asta ferðalaginu. Eins og það hefði verið í gær, man ég okkar fyrsta fund. Haraldur Helgason, formaður Þórs og aðaldrif- fjöður í fjölda ára, fékk okkur sam- tímis til starfa í stjóm knattspymu- deildar seinni hluta vetrar 1976. Eg man eftm myndarlegum, ungum manni í hvítri peysu. Snaggaraleg- um, dökkum á brán og brá. Eg fann frá fyrstu stundu að þessi piltur vissi hvað hann vildi og sá góði eiginleiki hélst allt til hinstu stundar. Peysurn- ar stækkuðu svolítið eftir því sem ár- in hðu, en að öðra leyti var Guð- mundur alltaf sami góði drengurinn. Samskipti okkar vora mikil og góð, bæði í knattspymudeildinni, í bygg- ingamefnd Hamars og einnig í störf- um á vegum hafnarinnar, meðan ég sat í hafnai-stjóm. Sumum fannst Guðmundur of ákveðinn í því hvað hann vildi og við voram vissulega ekki alltaf sammála. En við fundum alltaf lausn sem báðir sættu sig við. Knattspymulið Þórs lék í 2. deild sumarið 1976, aðeins ári eftir að fé- lagið hóf að leika undir eigin merki í 3. deild í kjölfar þess að hði ÍBA var skipt upp, og stefnan var tekin upp á við. Þangað lá leiðin líka. Við áttum okkur báðir þann draum að Þór eign- aðist sterkt knattspyrnulið og hann rættist; ekki gekk alltaf jafn vel og við þóttum víst ganga fullhart um dyr búningsherbergjanna við Akur- eyrarvöll á stundum, félagarnir, þeg- ar okkur fannst drengirnir okkar ekki hafa lagt sig nógu vel fram. Vilji Guðmundur var alltaf ein- lægur í starfi fyrir Iþróttafélagið Þór. Hann var heill í öllu sem hann gerði og baráttuþrekið algjörlega óbilandi þegar vinna þurfti að mál- efnum félagsins. Hann var vakinn og sofinn yfir velferð þess allt til hinstu stundar; góður málsvari á öll- um landsþingum og hélt merki fé- lagsins hvarvetna hátt á lofti. Síðasta embættisverk Guðmundar sem foi-manns Þórs fyrir mig per- sónulega var þegar hann sótti mig heim að kvöldi 60. afmælisdags míns á Þorláksmessu í fyn’a og færði mér gjöf frá félaginu. Eg gleymi aldrei þeim fallegu orðum sem hann lét þar falla í minn garð. Okkur fór margt á milli þetta kvöld og knattspyman var auðvitað í aðalhlutverki. Við vild- um sjá drauminn, sem rættist um ár- ið og áður var minnst á, verða að veruleika á ný. Voram sannfærðir um að það væri raunhæft; hugsuðum til sumarsins og augljóst var að Guð- mundur ætlaði sér að leggja hönd á plóg, sem fyrr. En aðeins rámum mánuði eftir heimsókn Guðmundar kom í ljós sá alvarlegi sjúkdómur sem dró hann til dauða á skömmum tíma og nú er hann farinn, langt um aldur fram. Sú staðreynd minnir mann enn einu sinni á að enginn ræður morgundeginum. Draumar Guðmundar geta enn ræst. Hann hafði lengi barist fyrir því að knattspymuhús yrði reist á félags- svæði Þórs, en því miður oft talað fyr- ir daufum eyrum. Nú er að koma bet- ur og betur í ljós hversu brýnt verk- efni það er. Síðustu árin höfðum við einnig lagt til aukna samvinnu stóru íþróttafélaganna á Akureyri; að þau skiptu á milli sín rekstri meistara- flokka í ákveðnum greinum, frekar en að um sameiningu yrði að ræða. Vil ég nota tækifærið og hvetja þá sem nú halda um valdasprota félaganna að ihuga þetta gaumgæfilega. Mér hefur orðið tíðrætt um störf Guðmundar fyrir Þór og mikilvægi þess fyrir félagið að fá dreng sem hann til starfa, en missir fjölskyld- unnar er vitaskuld langmestur. Eg sendi Diddu, elskulegri eiginkonu hans, börnum hans, foreldram og öðrum ástvinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi sá sem öllu ræður styrkja þau í sorginni. Hallgrímur Skaptason. • Fleiri minningargreinar um Guðmund Sigurbjörnsson bíða birtingar og munu hirtasl í blaðinu næstu daga. + Elskuleg eiginkona mín, móðirokkar, tengda- móðir og amma, MAGGÝ ELÍSA JÓNSDÓTTIR, Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, sem andaðist þriðjudaginn 7. júlí, var jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 14. júlí. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Samtök lungnasjúklinga, sími 586 1088. Gunnar Loftsson, Anna Lísa Gunnarsdóttir, Kristján Sigurbjörnsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Jónas Ágústsson og barnabörn. + Ástkær sonur okkar, bróðir og faðir, BRYNJAR SNÆR KRISTINSSON, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 17. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsam- legast bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, sími 551 4080. Ólafía K. Tryggvadóttir, Kristinn Álfgeirsson, Guðrún Kristinsdóttir og synir hins látna, Seilugranda 5. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORVALDÍNU GUNNARSDÓTTUR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Ragna Gunnur Þórsdóttir, Ólafur Bjarni Bergsson, Skúli Þórsson, Hrafnhildur Sigurbjörnsdóttir, Guðrún B. Þórsdóttir, Skúii Th. Fjeldsted, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ÁSGEIRSDÓTTUR fyrrverandi Ijósmóður frá Fossi á Skaga. Sérstakar þakkir til starfsfólks á sjúkradeild Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir frábæra umönnu. Söngsveitin Drangey hafi hjartans þökk fyrir að heiðra minningu hennar með yndislegum söng. Margrét Eggertsdóttir, Magnús Elíasson, Ásgerður Hrönn Sveinsdóttir, Vignir Ólafsson, Theódór Orri Jörgensson, Róbert Vignisson, Viðar Vignisson, Sigríður Jónsdóttir, Margrét Seema Takyar, Kristín Magnúsdóttir, Sigurður R. Ragnarsson, Bjarki Már Sigurðsson. + Þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, RAGNARS A. ÞORSTEINSSONAR fyrrum kennara á Eskifirði. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, UNNAR ÓLAFSDÓTTUR, Kirkjuteigi 16, Reykjavík. Valdís Ólafsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Kristleifur Guðbjörnsson, Guðmundur R. Ólafsson, Sigríður Hlöðversdóttir, barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega hlýhug og vinsemd við útför TÓMASAR GfSLASONAR. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.