Morgunblaðið - 16.07.1998, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Hannes burstaði
undrabarnið
SKAK
Kaupniaiiiiahöfii
POLITIKEN CUP
Hannes Hlífar Stefánsson er efst-
ur ásamt þremur öðrum fyrir síð-
ustu umferð. Hann teflir við Tiger
Hillarp-Persson, Svíþjóð, í siðustu
umferð. 4.-15. júlí.
Hannes Hlífar vann glæsileg-
an sigur á enska undrabarninu
og alþjóðlega meistaranum Luke
McShane í níundu umferð Politi-
ken Cup-skákmótsins sem nú
stendur yfír í Kaupmannahöfn.
Hannes hafði hvítt og fórnaði
peði í 11. leik og síðan öðru peði í
13. leik. Luke taldi greinilega
enga hættu á ferðum og þáði
fórnirnar. I framhaldinu varð
hins vegar Ijóst að seinna peðið
var baneitrað og Luke hefði
fljótlega getað gefíst upp með
góðri samvisku. Hann kaus þó að
tefla áfram fram að 24. leik, en
þá var hann óverjandi mát 1
nokkrum leikjum.
Þessi sigur var mikilvægur
íyrir Hannes og færði honum
efsta sætið á mótinu ásamt
danska stórmeistaranum Lars
Schandorff. Þeir tefldu saman í
næstsíðustu umferð og gerðu
jafntefli. Það varð til þess að Sví-
inn Tiger Hillarp-Persson og
Englendingurinn Daniel Gorm-
ally náðu þeim að vinningum.
Þessir fjórir skákmenn hafa hlot-
ið átta vinninga úr tíu skákum.
Baráttan um efsta sætið á mót-
inu er afar hörð, því þrír skák-
menn eru með 7‘/2 vinning. Röð
efstu manna á mótinu er þessi:
1.-4. Hannes H. Stefánsson, 2540 SM
Lars Schandorff, Danm. 2525 SM
Daniel Gormally, Engl. 2415 AM
Tiger H. Persson, Svíþj. 2410 AM 8 v.
5.-7. Nikolaj Borge, Danm. 2390 AM
Virginijus Grabliausk., Lith. 2465 AM
Tapani Sammalv., Finnl. 2395 AM 714 v.
8.-14. Peter H. Niels., Danm. 2505 SM
Darius Zagorskis, Lith. 2515 AM
Jan Adamski, Póll. 2345AM
Christopher Ward, Engl. 2480 SM
Patrick Lyrberg Svíþjóð 2430 AM
Carsten Höi, Danmörku 2430 AM
Allan Holst, Danmörku 2365 7 v.
Af öðrum Islendingum sem
taka þátt í mótinu hafa þessir
hlotið flesta vinninga:
15.-26. Þröstur Þórhalisson 6!4 v.
45.-55. Kristján Eðvarðsson 5!4 v.
45.-55. Þorvarður F. Ólafsson 5!4 v.
56.-87. Stefán Kristjánsson 5v.
56.-87. Davíð Kjartansson 5v.
56.-87. Ómar Þór Ómarsson 5v.
88.-99. Hjalti Rúnar Ómarss. 4!4v.
88.-99. Guðni S. Pétursson 4!4v.
88.-99. Guðjón Valgarðsson 4!4 v.
Þröstur Þórhallsson hefur ekki
náð sér á strik í mótinu og hefur
teflt töluvert undir styrkleika.
Kristján Eðvarðsson (2.205),
Þorvarður Ólafsson (2.015) og
Davíð Kjartansson (2.100) hafa
hins vegar náð mjög góðum ár-
angri miðað við skákstig. Guðjón
Valgarðsson (13 ára) á góða
möguleika á því að fá alþjóðleg
skákstig.
I síðustu umferð tefla m.a.
saman:
Hillarp Persson-Hannes Hlífar
Schandorff-Gormally
Borge-Grabliauskas
Þröstur-Coleman, Englandi
Englendingar eru stórveldi í
skákinni með þá Nigel Short og
Michael Adams í hópi 10-12
bestu skákmanna heims. Hinn 14
ára gamli Luke McShane er tal-
inn besta von þeirra til framtíð-
ar, en gegn Hannesi sá hann
aldrei til sólar:
Hvítt: Hannes Hlífar
Svart: Luke McShane
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 -
g6 4. 0-0 - Bg7 5. Bxc6 - dxc6 6.
d3 - e5 7. Be3 - b6 8. Rbd2 -
f6?! 9. a3 - Rh6 10. h3 - De7 11.
b4 - cxb4 12. axb4 - Dxb4 13.
c3! - Dxc3??
Nú lendir svarta drottningin í
miklum vandræðum, auk þess
sem svartur hefur ekki lokið liðs-
skipan sinni. Nauðsynlegt var að
reyna 13. - Dd6 14. Rc4 - Db8
þótt hvítur hafí frábærar bætur
fyrir peðið.
14. Dbl! - c5 15. Rc4 - b5 16.
Dxb5+ - Bd7 17. Dxc5 - Db3 18.
Hfbl - Dxd3 19. Hdl - Db3 20.
Hxd7! - Rxd7 21. Dd6+ - Ke8
22. Dc6+ - Kn 23. Dd5+ - Ke7
24. Bc5+ og svartur gafst upp.
Helgi Áss hætti við þátttöku
Helgi Ass Grétarsson, stór-
meistari, var boðinn á mótið í
Kaupmannahöfn og mætti til
leiks. Hann átti að gista á sama
stað og í fyrra, Egmont Kolleg-
ium þar sem mótið fer fram.
Gistiaðstaðan þar reyndist hins
vegar alveg óviðunandi, sóðaleg
og miklu lakari en árinu áður.
Viðbrögð dönsku mótshaldar-
anna voru með þeim hætti að
þeir vildu engu úr bæta. Ef
Helgi sætti sig ekki við aðstöð-
una væri það hans mál og hann
gæti þá séð um sig sjálfur.
Helgi tilkynnti þá að hann
væri hættur við þátttöku og létu
mótshaldararnir sér það í léttu
rúmi liggja. Hann var að vonum
sleginn yfír þessari uppákomu
og fannst dónaskapur Dananna
þeim mun undarlegri þar sem
verulegur hluti verðlaunanna
kemur frá Islandi. Mótið er hluti
af VISA-bikarkeppninni sem
VISA Island var frumkvöðull að
auk þess sem Flugleiðir veita
aukaverðlaun sem eru flugfar-
miðar.
Það vekur reyndar athygli að
mjög fáir erlendir stórmeistarar
taka þátt í mótinu að þessu
sinni.
Nokkrir íslensku unglinganna
á mótinu lentu í því sama og
Helgi, en eftir kvörtun voru her-
bergi þeirra þó þrifín.
Daði Orn Jónsson
Margeir Pétursson.
U.
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
www.mbl.is/fasteignir
í DAG
VELVAKANPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Stéttaskipting á
Islandi
ÞEGAR allt virðist benda
til þess að Landsbanka-
málið ætb bara að deyja út
spyr maður sig að því hvað
sé að gerast í þessu bless-
aða þjóðfélagi okkar? Ég
spyr vegna þess að þessir
menn „skreppa" í utan-
landsferð fyrir árslaunin
mín!
Talandi um góðæri.
Hvar er það? Ég er búin
að vera ein að basla í ár,
með hús fúllt af börnum,
og mig vantar eina og
hálfa milljón til að standa á
núlli, og kannski geta
keypt bíl, sem okkur vant-
ar svo tilfinnanlega, því
það er erfitt að taka strætó
með fjögur smábörn og
innkaupapoka.
Ég er ekki svo viss um
að nokkur af þessum háu
herrum vildi skipta við
okkur á því sem við höfum
úr að spila. Ég er til taks
allan sólarhringinn og er
að frá því ég opna augun á
morgnanna og þar til ég
loka þeim á kvöldin, og get
ekki einu sinni ekið í Bón-
us, heldur þarf ég að burð-
ast með allt í strætó því
fjárhagurinn gefur ekki
svigrúm fyrir annað farar-
tæki.
Ein fátæk.
Gott bakarí
á Húsavík
MIG langar að þakka fyrh’
góða þjónustu sem ég og
fjölskylda mín urðum að-
njótandi í Bakaríinu Kr-
inglunni á Húsavík.
Kringlan virðist vera
fjölskyldufyrirtæki þar
sem saman fer mikið úrval,
gæði og gott verð. Úrvalið
er betra en í mörgum bak-
aríum í Reykjavík og
greinilegur metnaður til að
standa sig vel. Það er lítið
bakað af hverri tegund
þannig að bakkelsið er
nýtt og ferskt.
Bakarinn gaf sér tíma til
að ræða við okkur og
skýra fyrir hollenskum
gesti okkar hvað hún væri
að fá. Þegar ekki var til
nóg af sérstakri tegund fór
hann bak við og setti á
fjögur stykki til viðbótar
sérstaklega meðan við bið-
um. Verðið var sanngjarnt
og ekki hærra en gerist í
Reykjavík. Sem sagt þakk-
ir fyrir góða þjónustu, gott
verð og frábær gæði sem
komu í Ijós í lautarferð á
leiðinni til Reykjavíkur.
Jón Gröndal,
Grindavík.
Tapað/fundið
Lyklakippa tapaðist
LITRÍK lyklakippa tapað-
ist sl. fóstudag, sennilega í
nágrenni Akraborgar eða
um borð. A kippunni eru
sex lyklar, allir með Htaðri
gúmmíumgjörð, nema sá
minnsti. Finnandi vinsam-
lega hafí samband í síma
569 1232.
Dýrahald
Kisu sárt saknað
SÍAMSKÖTTUR, grá-
brúnn að lit með svarta ól
með lítilli bjöllu um háls-
inn, var í pössun í Hlíðun-
um, en á heima í Efsta-
hjalla 1 Kópavogi. Hann
strauk úr vistinni fyrir
tveimur vikum og hefur
ekki komið heim aftur.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 561 1669.
Fundarlaun.
Ungur köttur
í óskilum
GULBRÖNDÓTTUR ung-
ur köttrn-, venjulegur fjósa-
köttur, með hvítar fætur og
sléttur í andhti, með sér-
kennilegan svartan flekk
undir kverkinni, er í óskil-
um á Sunnuvegi 9. Hann er
ómerktur og einmana fjarri
ijölskyldu sinni. Upplýsing-
ar í síma 553 8023
GLUGGAGÆGIR
Morgunblaðið/RAX
Víkverji skrifar...
Stígurinn meðfram strandlengj-
unni í vesturbænum, um Foss-
vogs- og Elliðaárdal í Heiðmörk, er
ein helsta útivistarperla Reykjavík-
ur og vantar í raun ekkert nema
lýsingu á veturna auk þess sem
æskilegt væri að hafa hitaleiðslur
undir stígnum til að koma í veg fyr-
ir hálku. Hvað sem því líður nýtur
stígurinn mikilla vinsælda og er
sýning Myndhöggvarafélagsins í
Reykjavík, sem hefur staðið yfir á
strandlengjunni frá Sörlaskjóli að
Kringlumýrarbraut síðan í byrjun
júní, skemmtileg nýbreytni. Ekki er
annað að sjá en fólk kunni almennt
vel að meta framtakið og verkin en
hins vegar er með ólíkindum að sjá
hvemig einhverjir hafa tekið þeim.
Eitt listaverkið hefur verið skemmt
á tveimur stöðum, gler brotið, en til
þess hefur þurft stóra og þunga
steina sem hefur væntanlega verið
náð í niður í fjöru. Með öðrum orð-
um hefur þurft að hafa þó nokkuð
fyrir eyðileggingunni. Á öðrum stað
hefur verið reynt að afmá nafn lista-
mannsins af plötu.
Skemmdarstarfsemi er ávallt
hvimleið og í raun er ótrúlegt að sjá
eyðileggingu á listaverkum. Um-
rædd sýning sem slík stendur fram
á haustið en hugmyndin verður að
stærri sýningu sem dreifist víðar
um borgina og nær hámarki árið
2000. Vonandi fá listaverkin frið í
framtíðinni svo sýningargestir geti
notið þeirra „á mótum villtrar nátt-
úx-u og mannlegs félags", eins og
segir í sýningarskrá.
XXX
Víkverji er í liði Helga Hall-
varðssonar, skipherra, þegar
hann leggur til að Sæbjörg verði
gerð að minjasafni um þorskastríð-
in í stað þess að enda sem matsölu-
og gististaður, enda þótt gera eigi
fyrri hlutverki skipsins einhver
skil þar. Helgi segir, að Sæbjörg
hafi eitt íslenzkra varðskipa tekið
þátt í öllum þorskastríðunum og
bætir við, að ef Sæbjörg væri hús
þá væri löngu búið að friðlýsa
hana.
Sæbjörg hét áður Þór, var smíð-
að sem varðskip 1951, en selt Slysa-
vamafélaginu 1986 fyrir eitt þús-
und krónur, og var notað sem
skólaskip, þar til á helginni, að
Akraborgin tók við því hlutverki og
nafninu með.
En varðskipið gamla heldur til
hafnar á Húsavík og verður skjól
þeim sem vilja skoða hvali.
Ekki var það fyrir þá, sem land-
helgin íslenzka var færð út með
þeim átökum, sem sagan greinir og
varðskipið Sæbjörg tók þátt í.