Morgunblaðið - 17.07.1998, Side 6

Morgunblaðið - 17.07.1998, Side 6
T 8661 iJÚi. /rr íTiiOAŒrrsöq 6 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 aiaAjawuoHoi'/ MORGUNBLAÐIÐ L FRÉTTIR ífvUJ r.*' iM IFj r'Wr j /• • \ 1 úsjk. ■ 1-^ FLUGSTÖÐIN við Mývatn er með heimilislegu yfirbragði. Mýflug opnar flug- stöð við Mývatn FLUGFÉLAGIÐ Mýflug tók upp nýja flugleið síðastliðið sumar, Mývatn-Höfn. Nú ári síðar hafa þeir opnað flugstöð við Mývatn í samvinnu við Flug- málastjórn. Mýflug hefur frá 1990 flogið áætlunarflug einu sinni á dag milli Reykjavíkur og Mývatns- sveitar frá maí til september. Eftir að áætlunarflug innan- lands var gefið frjálst 1. júlí í fyrrasumar tók Mýflug svo upp daglegt áætlunarflug á nýrri flugleið milli Hafnar í Horna- firði og Mývatnssveitar í júlí og ágúst, auk þess sem flogið er eftir pöntunum. Leifur Hall- grímsson, framkvæmdasljóri Mýflugs, segir þá vera að íhuga ýmsar nýjar flugleiðir en ekki sé hægt að nefna neitt að svo stöddu. Leifur segir flug á nýju leið- inni hafa gengið vel. Flugið tek- ur um hálftíma en það er flmm til sex tíma akstur milli Hafnar og Mývatnssveitar. „Ég sé að Morgunblaðið/Björn Gíslason LEIFUR Hallgrímsson fyrir framan aðra flugvél Mýflugs og nýju flugstöðina. það liefur verið að fæðast nýtt ferðamynstur sem ekki var fyr- ir hendi áður. Það er flug með hópa milli Suðaustur- og Norð- urlands. Þannig sparast alveg einn dagur í akstri. En sá tími sem ferðamenn dvelja á Islandi er alltaf að styttast," segir Leif- ur og bætir við að í fluginu sé aukningin mest í hópferðum. Á dögunum hafi þeir flutt 48 manna hóp og þá hafi þeir fengið lánaðar vélar til viðbótar en Mýflug flýgur á tveimur vél- um sjö og nfu manna. Ný flugstöð á tveimur hæð- um, 60 fermetrar að grunn- fleti, kom að Mývatni nánast fullbúin um síðustu mánaða- mót. Enn er unnið að frágangi á efri hæð og umhverfi flug- stöðvarinnar. Eigendur flug- stöðvarinnar eru Flugmála- stjórn og Mýflug. \ > > \ > > > > > > > Niðurstöður í nýrri markaðsrannsokn sem Gallup hefur unnið fyrir Morgunblaðið meðal 1.200 manns á aldrinum 16-75 ára Meirihluti treystir frétt- um ríkisfjölmiðlanna bezt Morgunblaðið í þriðja sæti og segjast 14,2% treysta fréttum blaðsins bezt MEIRIHLUTI svarenda í mark- aðsrannsókn, sem Gallup vann fyr- ir Morgunblaðið 27. júní til 10. júlí síðastliðinn, treystir bezt fréttum annars hvors ríkisfjölmiðlanna. Þannig segjast 41,1% treysta fréttum Ríkisútvarpsins bezt af fréttum fjölmiðlanna og 31,8% treysta fréttum Ríkissjónvarpsins bezt. Morgunblaðið kemur hér í þriðja sæti og segjast 14,2% að- spurðra treysta fréttum blaðsins bezt. 1,7% treysta engum fjölmiðlanna Tæplega 10% sögðust treysta fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar bezt, en aðeins 1,3% nefndu DV. Þá sögðust 1,7% aðspurðra ekki treysta neinum þeirra fimm miðla, sem nefndir voru. Spurt var þannig: „Fréttum hvers eftirtalinna fjölmiðla treyst- ir þú bezt; Morgunblaðið, DV, Stöð 2 og Bylgjan, Ríkissjónvarpið, Ríkisútvarpið, treysti engum þeirra?“ Rúmlega 83% telja Morgunblað- ið áreiðanlegan fréttamiðil Einnig var spurt hvort fólk væri sammála þeirri fullyrðingu að einstakir fjölmiðlar væru áreiðanlegir fréttamiðlar eður ei. Gefnir voru þeir möguleikar að vera mjög sammála, frekar sam- mála, hvorki sammála né ósam- mála, frekar ósammála og mjög ósammála. Er spurt var um Morgunblaðið sögðust 32% mjög sammála full- yrðingunni og 51% frekar sam- mála, samtals 83%. Hins vegar sögðust 6% frekar ósammála og 1% mjög ósammála því að blaðið væri áreiðanlegur fréttamiðill. 6% sammála áreiðanleika DV Er spurt var um áreiðanleika DV sögðust 6% mjög sammála og 25% frekar sammála, 31% frekar ósammála og 15% mjög ósammála. Dagur fékk svipaða útkomu, 5% sögðust mjög sammála því að blað- ið væri áreiðanlegur fréttamiðill, 33% frekar sammála, 24% frekar ósammála og 12% mjög ósammála. Er spurt var hvort fólk teldi Stöð 2 áreiðanlegan fréttamiðil sögðust 13% mjög sammála, 43% frekar sammála, 21% frekar ósam- mála og 6% mjög ósammála. Um Ríkissjónvarpið sögðu 49% að þeir væru mjög sammála því að það væri áreiðanlegur fréttamiðill og 44% sögðust frekar sammála. Aðeins 2% sögðust frekar ósam- mála og 1% mjög ósammála. Ríkis- útvarpið fékk enn betri niður- ‘stöðu; 59% sögðust mjög sammála fullyrðingunni og 36% frekar sam- mála, en 2% sögðust frekar ósam- mála og 1% mjög ósammála. Framkvæmd og heimtur Könnun Gallups var gerð dag- ana 27. júní til 10. júlí. Viðtöl voru tekin í síma. Úrtakið var 1.200 manns á aldrinum 16 til 75 ára, valdir með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. AIls fengust svör frá 842 einstaklingum og er nettósvörun, þegar dregnir hafa verið frá úrtak- inu þeir, sem eru búsettir erlendis, látnir eða veikir, 71,7%. Það telst ágætlega viðunandi í könnunum sem þessum. Traust fólks á fjölmiðlum Spurt var: Fréttum hvers eftirtalinna fjölmiðla treystirþú best? Fjöldi aðspurða var samtals 842 á aldrinum 16-75 ára Ríkisútvarpið Ríkissjónvarpið 8% Tóku ekki afstöðu (alls 66) 14%/ Morgunblaðið Jtim Stöð 2 og Bylgjan C Treysti engum þeirra 1,7% — Áreiðanlegur fréttamiðill? |RHjÉ Mjög BnjájH sammála I Frekar sammála Hvorki samm. Frekar Mjög Tóku né ósammála ósammála ósammála afstöðu Ríkis- útvarpið Ríkis- sjónvarpið Morgun- blaðið Stöð 2 3JMri2% 97,1% 98,6% mm 51,3% 9,1% 6,4%. 1% 94,2% 6,0% 43,8% 16,6% 20,8% 5,5% DV 25,5% 23,6% 30,6% 14,8% 4,6% Dagur 33,2% 25,6% 24,3% 12,4% 95,2% 93,6% 54,8% Stækkun við I Nesjavelli i könnuð ' STJÓRN Veitustofnana Reykjavík- urborgar samþykkti á miðvikudag tillögu frá Alfreð Þorsteinssyni stjórnarformanni um að skipa starfshóp til að kanna möguleika á frekari orkuvinnslu á Nesjavöllum. Starfshópurinn á að skila tillögum 1 eigi síðar en 15. september nk. í nýlegri skýrslu Guðmundar ) Böðvarssonar, sem starfar við j Berkley háskólann í Bandaríkjun- um, kemur fram að hægt er að auka orkuvinnslu á Nesjavallasvæðinu án þess að ganga of nærri svæðinu. Þar er í dag 200 MW varmaaflsstöð og verið er að byggja 60 MW raforku- virkjun. Starfshópinn skipa Valdimar K. Jónsson, prófessor við Háskóla Is- lands, sem jafnframt er formaður, ' Benedikt Steingrímsson frá Orku- | stofnun, Hreinn Frímannsson, yfir- | verkfræðingur Hitaveitu Reykjavík- ur, og Einar Gunnlaugsson frá Hita- veitu Reykjavíkur. ---------------- Fleiri flytja til Islands I en úr landi , FYRRI hluta ársins 1998 voru skráðar 25.439 breytingar á lögheim- ili einstaklinga. Þar af fluttu 14.310 innan sama sveitarfélags en 7.940 fluttu milli sveitarfélaga. Á þessu tímabili fluttu 1.749 til landsins en brottfluttir voru 1.440. Aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 335 fleiri en brottfluttir, brottfluttir I íslenskir ríkisborgarar voru hins , vegar 26 fleiri en aðfluttir. Langstærsti hluti íslenskra ríkis- borgara sem flutti utan á tímabilinu flutti til Norðurlanda eða 840 af 1.153. Stærsti hópur erlendra ríkis- borgara sem fluttu til íslands er frá Póllandi eða 151 af 622. íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 721 og settust flestir þeirra að í Kópavogi eða 528. Fólks- fækkun varð í öllum öðrum lands- i hlutum, mest á Austurlandi en þar , fækkaði íbúum um 150. Mesta fækk- un á þéttbýlisstað var í Vestmanna- ' eyjum en þar fækkaði íbúum um 103.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.