Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 6
T 8661 iJÚi. /rr íTiiOAŒrrsöq 6 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 aiaAjawuoHoi'/ MORGUNBLAÐIÐ L FRÉTTIR ífvUJ r.*' iM IFj r'Wr j /• • \ 1 úsjk. ■ 1-^ FLUGSTÖÐIN við Mývatn er með heimilislegu yfirbragði. Mýflug opnar flug- stöð við Mývatn FLUGFÉLAGIÐ Mýflug tók upp nýja flugleið síðastliðið sumar, Mývatn-Höfn. Nú ári síðar hafa þeir opnað flugstöð við Mývatn í samvinnu við Flug- málastjórn. Mýflug hefur frá 1990 flogið áætlunarflug einu sinni á dag milli Reykjavíkur og Mývatns- sveitar frá maí til september. Eftir að áætlunarflug innan- lands var gefið frjálst 1. júlí í fyrrasumar tók Mýflug svo upp daglegt áætlunarflug á nýrri flugleið milli Hafnar í Horna- firði og Mývatnssveitar í júlí og ágúst, auk þess sem flogið er eftir pöntunum. Leifur Hall- grímsson, framkvæmdasljóri Mýflugs, segir þá vera að íhuga ýmsar nýjar flugleiðir en ekki sé hægt að nefna neitt að svo stöddu. Leifur segir flug á nýju leið- inni hafa gengið vel. Flugið tek- ur um hálftíma en það er flmm til sex tíma akstur milli Hafnar og Mývatnssveitar. „Ég sé að Morgunblaðið/Björn Gíslason LEIFUR Hallgrímsson fyrir framan aðra flugvél Mýflugs og nýju flugstöðina. það liefur verið að fæðast nýtt ferðamynstur sem ekki var fyr- ir hendi áður. Það er flug með hópa milli Suðaustur- og Norð- urlands. Þannig sparast alveg einn dagur í akstri. En sá tími sem ferðamenn dvelja á Islandi er alltaf að styttast," segir Leif- ur og bætir við að í fluginu sé aukningin mest í hópferðum. Á dögunum hafi þeir flutt 48 manna hóp og þá hafi þeir fengið lánaðar vélar til viðbótar en Mýflug flýgur á tveimur vél- um sjö og nfu manna. Ný flugstöð á tveimur hæð- um, 60 fermetrar að grunn- fleti, kom að Mývatni nánast fullbúin um síðustu mánaða- mót. Enn er unnið að frágangi á efri hæð og umhverfi flug- stöðvarinnar. Eigendur flug- stöðvarinnar eru Flugmála- stjórn og Mýflug. \ > > \ > > > > > > > Niðurstöður í nýrri markaðsrannsokn sem Gallup hefur unnið fyrir Morgunblaðið meðal 1.200 manns á aldrinum 16-75 ára Meirihluti treystir frétt- um ríkisfjölmiðlanna bezt Morgunblaðið í þriðja sæti og segjast 14,2% treysta fréttum blaðsins bezt MEIRIHLUTI svarenda í mark- aðsrannsókn, sem Gallup vann fyr- ir Morgunblaðið 27. júní til 10. júlí síðastliðinn, treystir bezt fréttum annars hvors ríkisfjölmiðlanna. Þannig segjast 41,1% treysta fréttum Ríkisútvarpsins bezt af fréttum fjölmiðlanna og 31,8% treysta fréttum Ríkissjónvarpsins bezt. Morgunblaðið kemur hér í þriðja sæti og segjast 14,2% að- spurðra treysta fréttum blaðsins bezt. 1,7% treysta engum fjölmiðlanna Tæplega 10% sögðust treysta fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar bezt, en aðeins 1,3% nefndu DV. Þá sögðust 1,7% aðspurðra ekki treysta neinum þeirra fimm miðla, sem nefndir voru. Spurt var þannig: „Fréttum hvers eftirtalinna fjölmiðla treyst- ir þú bezt; Morgunblaðið, DV, Stöð 2 og Bylgjan, Ríkissjónvarpið, Ríkisútvarpið, treysti engum þeirra?“ Rúmlega 83% telja Morgunblað- ið áreiðanlegan fréttamiðil Einnig var spurt hvort fólk væri sammála þeirri fullyrðingu að einstakir fjölmiðlar væru áreiðanlegir fréttamiðlar eður ei. Gefnir voru þeir möguleikar að vera mjög sammála, frekar sam- mála, hvorki sammála né ósam- mála, frekar ósammála og mjög ósammála. Er spurt var um Morgunblaðið sögðust 32% mjög sammála full- yrðingunni og 51% frekar sam- mála, samtals 83%. Hins vegar sögðust 6% frekar ósammála og 1% mjög ósammála því að blaðið væri áreiðanlegur fréttamiðill. 6% sammála áreiðanleika DV Er spurt var um áreiðanleika DV sögðust 6% mjög sammála og 25% frekar sammála, 31% frekar ósammála og 15% mjög ósammála. Dagur fékk svipaða útkomu, 5% sögðust mjög sammála því að blað- ið væri áreiðanlegur fréttamiðill, 33% frekar sammála, 24% frekar ósammála og 12% mjög ósammála. Er spurt var hvort fólk teldi Stöð 2 áreiðanlegan fréttamiðil sögðust 13% mjög sammála, 43% frekar sammála, 21% frekar ósam- mála og 6% mjög ósammála. Um Ríkissjónvarpið sögðu 49% að þeir væru mjög sammála því að það væri áreiðanlegur fréttamiðill og 44% sögðust frekar sammála. Aðeins 2% sögðust frekar ósam- mála og 1% mjög ósammála. Ríkis- útvarpið fékk enn betri niður- ‘stöðu; 59% sögðust mjög sammála fullyrðingunni og 36% frekar sam- mála, en 2% sögðust frekar ósam- mála og 1% mjög ósammála. Framkvæmd og heimtur Könnun Gallups var gerð dag- ana 27. júní til 10. júlí. Viðtöl voru tekin í síma. Úrtakið var 1.200 manns á aldrinum 16 til 75 ára, valdir með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. AIls fengust svör frá 842 einstaklingum og er nettósvörun, þegar dregnir hafa verið frá úrtak- inu þeir, sem eru búsettir erlendis, látnir eða veikir, 71,7%. Það telst ágætlega viðunandi í könnunum sem þessum. Traust fólks á fjölmiðlum Spurt var: Fréttum hvers eftirtalinna fjölmiðla treystirþú best? Fjöldi aðspurða var samtals 842 á aldrinum 16-75 ára Ríkisútvarpið Ríkissjónvarpið 8% Tóku ekki afstöðu (alls 66) 14%/ Morgunblaðið Jtim Stöð 2 og Bylgjan C Treysti engum þeirra 1,7% — Áreiðanlegur fréttamiðill? |RHjÉ Mjög BnjájH sammála I Frekar sammála Hvorki samm. Frekar Mjög Tóku né ósammála ósammála ósammála afstöðu Ríkis- útvarpið Ríkis- sjónvarpið Morgun- blaðið Stöð 2 3JMri2% 97,1% 98,6% mm 51,3% 9,1% 6,4%. 1% 94,2% 6,0% 43,8% 16,6% 20,8% 5,5% DV 25,5% 23,6% 30,6% 14,8% 4,6% Dagur 33,2% 25,6% 24,3% 12,4% 95,2% 93,6% 54,8% Stækkun við I Nesjavelli i könnuð ' STJÓRN Veitustofnana Reykjavík- urborgar samþykkti á miðvikudag tillögu frá Alfreð Þorsteinssyni stjórnarformanni um að skipa starfshóp til að kanna möguleika á frekari orkuvinnslu á Nesjavöllum. Starfshópurinn á að skila tillögum 1 eigi síðar en 15. september nk. í nýlegri skýrslu Guðmundar ) Böðvarssonar, sem starfar við j Berkley háskólann í Bandaríkjun- um, kemur fram að hægt er að auka orkuvinnslu á Nesjavallasvæðinu án þess að ganga of nærri svæðinu. Þar er í dag 200 MW varmaaflsstöð og verið er að byggja 60 MW raforku- virkjun. Starfshópinn skipa Valdimar K. Jónsson, prófessor við Háskóla Is- lands, sem jafnframt er formaður, ' Benedikt Steingrímsson frá Orku- | stofnun, Hreinn Frímannsson, yfir- | verkfræðingur Hitaveitu Reykjavík- ur, og Einar Gunnlaugsson frá Hita- veitu Reykjavíkur. ---------------- Fleiri flytja til Islands I en úr landi , FYRRI hluta ársins 1998 voru skráðar 25.439 breytingar á lögheim- ili einstaklinga. Þar af fluttu 14.310 innan sama sveitarfélags en 7.940 fluttu milli sveitarfélaga. Á þessu tímabili fluttu 1.749 til landsins en brottfluttir voru 1.440. Aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 335 fleiri en brottfluttir, brottfluttir I íslenskir ríkisborgarar voru hins , vegar 26 fleiri en aðfluttir. Langstærsti hluti íslenskra ríkis- borgara sem flutti utan á tímabilinu flutti til Norðurlanda eða 840 af 1.153. Stærsti hópur erlendra ríkis- borgara sem fluttu til íslands er frá Póllandi eða 151 af 622. íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 721 og settust flestir þeirra að í Kópavogi eða 528. Fólks- fækkun varð í öllum öðrum lands- i hlutum, mest á Austurlandi en þar , fækkaði íbúum um 150. Mesta fækk- un á þéttbýlisstað var í Vestmanna- ' eyjum en þar fækkaði íbúum um 103.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.