Morgunblaðið - 17.07.1998, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
íslendingar verða á meðal þátttakenda á Expo 2000
Reikna með 40 milljón
gestum í Hannover
Morgunblaðið/Arnaldur
DR. REINHARD Volke er aðalframkvæmdastjóri heimssýningarinnar Expo 2000.
TEKIN hefur verið ákvörðun um
að íslendingar verði á meðal þátt-
takenda á Heimssýningunni Expo
2000 í Hannover um aldamótin.
Búist er við miklum áhuga ís-
lenskra fyrirtækja á sýningunni en
ljóst er að kostnaður af þátttök-
unni verður ekki undir 100 milljón-
um króna. Af þeim 189 þjóðum sem
boðin hefur verið þátttaka hafa 177
þegar ákveðið að vera með. Talið
er að 40 milljón gestir sæki sýning-
una þá 153 daga sem hún stendur.
Frá þessu var greint á kynningar-
fundi með Dr. Reinhard Volke, að-
alframkvæmdastjóra heimssýning-
arinnar, sem utanríkisráðuneytið
stóð fyrir í gær.
Að sögn Dr. Volke verður sýn-
ingin haldin undir yfirskriftinni:
Mannkyn, náttúra og tækni, frá 1.
júm' til 31. október. Sú nýbreytni
hefur verið tekin upp af aðstand-
endum heimssýningarinnar að við-
burðurinn eigi að skila af sér hagn-
aði eða koma út á sléttu fjárhags-
lega. Þetta hefur í för með sér að
þátttakendur þurfa m.a. sjálfir að
standa straum af húsnæðiskostnaði
á svæðinu og fjöldi sýningargesta
má ekki fara undir 40 milljónir til
að endar nái saman.
Volke segist vonast til að Expo
2000 sýningin verði nokkurs konar
vegvísir inn í nýtt árþúsund þar
sem aðilar í iðnaði og vísindum
kynni hugmyndir sínar og svör við
þeirri alþjóðavæðingu og þeim fé-
lagslegu breytingum sem eru að
eiga sér stað í veröldinni: „Eg á von
á því að fyrirtæki og fjárfestar leggi
mikið af mörkum til að gera veg
sinn á sýningunni sem mestan í Ijósi
þeirrar fjölmiðla athygli sem við-
burðurinn nýtur um víða veröld“.
Áætlað er að 70% gestanna komi
frá Þýskalandi, 25% frá öðrum
Evrópulöndum og 5% komi frá
löndum utan Evrópu.
Ekki undir 100 milljónum króna
Benedikt Höskuldsson, forstöðu-
maður viðskiptaþjónustu utanríkis-
ráðuneytisins, segir ljóst að þátt-
tökukostnaður Islendinga við sýn-
inguna í Hannover verði ekki undir
100 milljónum króna sem er tals-
vert meira en útgjöldin í kringum
sýninguna í Lissabon sem námu
um 75 milljónum, sé tekið mið af
sömu forsendum um stærð sýning-
arsvæðis, fjölda starfsmanna
o.s.frv.: „Þar munar þó mestu að í
Hannover þarf að greiða sérstak-
lega fyrir sýningarsvæðið sem var
ókeypis í Lissabon“.
Næsta skref verður að setja sam-
HAGNAÐUR af rekstri Hlutabréfa-
sjóðs Búnaðarbankans nam rúmum
6,7 milljónum króna á tímabilinu 1.
maí 1997 til 30. apríl 1998. Heildar-
eignir sjóðsins í lok reikningsársins
voru um 916,8 milljónir króna. Þar
af var 41% bundið í innlendum
hlutabréfum, um 36% í innlendum
skuldabréfum og 23% í erlendum
verðbréfum. Af innlendum hluta-
bréfum í eigu sjóðsins voru íúmlega
88% skráð á Verðbréfaþingi íslands
og um 67% af skuldabréfum.
Fylgstu meö nýjustu
fréttum á fréttavef
Morgunblaðsins
www.mbl.is
an undirbúningsnefnd í haust sem
leggja á grunninn fyrir íslenska
sýningarbásinn, útlit hans og þær
áherslur sem þar eiga að ríkja.
Bendedikt segist eiga von á að
íslensk fyrirtæki og aðilar úr at-
vinnulífmu sýni Expo 2000 meiri
áhuga en Lissabon sýningunni, að-
allega vegna sterkra tengsla og
mikilla fjárfestinga íslenskra fyrir-
tækja í Þýskalandi.
Samtals átti Hlutabréfasjóður
Búnaðarbankans hlut í tæplega 80
íslenskum hlutafélögum í lok reikn-
ingsárs. Vægi sjávarútvegsfyrn--
tækja er 32%, verslunar- og þjón-
ustufyrirtækja 30%, samgöngufyrir-
tækja 14%, iðnaðar- og verktakafyi--
irtækja 15% og banka- og fjármála-
fyrirtækja 9%.
Vamarsigur
Að sögn Guðbjörns Maronssonar,
forstöðumanns eignavörslu Búnað-
arbankans Verðbréf, er afkoman vel
viðunandi. „Hlutabréfavísitala Verð-
bréfaþings Islands lækkaði um 21%
á tímabilinu 1. maí 1997 til 30. apríl
1998. Á sama tíma lækkaði gengi
hlutabréfa í Hlutabréfasjóði Búnað-
arbankans um liðlega 2%. Þetta er
ein besta ávöxtun sem íslenskur
hlutabréfasjóður hefur sýnt í gegn-
um þessa niðursveiflu á innlendum
hlutabréfamarkaði. Því má sannar-
lega segja að góður varnarsigur hafi
unnist."
I lok reikningsársins voru hlut-
hafar 3.806, en voru 1.938 í byrjun
þess. Meðalinneign hvers hluthafa
er um 240 þúsund krónur, en að
sögn Guðbjöms hafa flestir þeirra
að markmiði að fjárfesta í hlutabréf-
um og nýta um leið það skattalega
hagræði sem af því hlýst án þess að
taka of mikla áhættu. „Með hliðsjón
af gengisþróun hlutabréfa í sjóðnum
á reikningsárinu ættu hluthafar að
geta vel við unað,“ segir hann.
Sun Micro
búnaður
tengir tæki
og tölvunet
San Francisco. Reuters.
SUN Microsystems Inc. kveðst
vinna að þróun nýs hugbúnaðar, sem
kallast Jini og gerir kleift að tengja
öll tölvuvædd tæki tölvuneti og getur
þessi uppgötvun haft víðtækar af-
leiðingar í för með sér.
Jini er rannsóknaráætlun, sem er
hugmynd eins stofnenda Sun Micro,
Bill Joy. Tilgangurinn er að einfalda
gagnvirkni hvers konar tölvuvæddra
tækja að sögn ráðamanna Sun. Með
hugbúnaðinum verður auðvelt að
tengja til dæmis farsíma, kjöltutölvur
og heimilistæki hvers konar tölvuneti.
„Hugmyndin er mjög einföld,"
sagði Mike Clary, einn yfirmanna
Jini áætlunarinnar, „og getur haft
víðtækar afleiðingar með því að gera
hluti einfaldari."
Um 40-45 starfsmenn Sun vinna
að þróun Jini undir stjórn Jims
Waldo, yfirverkfræðings Jini, sem
hefur unnið að einföldun tölvuneta
síðan 1992. Notagildi hugbúnaðarins
fyrir neytendur verður prófað eftir
um það bil hálfan mánuð.
Ef hugbúnaðurinn fellur neytend-
um vel í geð er gert ráð fyrir að Jini
verði sett á markað einhvern tíma í
haust.
------------------
Motorola skil-
ar rekstrar-
hagnaði
Chicago. Reuters.
MOTOROLA fjarskiptarisinn skilaði
rekstrarhagnaði upp á 6 milljónir
dollara á öðrum ársfjórðungi, eða 1%
á hlutabréf, ef frá eru skilin sérstök
útgjöld.
Sérfræðingar í Wall Street höfðu
yfirleitt búizt við rekstrartapi upp á
4 sent á bréf. Skráð voru sérstök út-
gjöld upp á 1,91 milljarð dollara fyrir
skatta, eða 2,23 dollara á hlutabréf
eftir skatta. Þessi útgjöld voru meðal
annars 1,98 milljarða dollara kostn-
aður vegna margs konar samþjöpp-
unar í framleiðslu, kostnaðarlækk-
unar og ráðstafana vegna endur-
skipulagningar. Á móti vó sala eigna
að nokkru leyti.
Að útgjöldunum meðtöldum nam
tap á öðrum ársfjórðungi 1,3 milljörð-
um dollara, eða 2,22 dollurum á hluta-
bréf, miðað við hagnað upp á 268
milljónir dollara, eða 44 sent á hluta-
bréf, á sama tíma í fyrra. Heildarsala
á ársfjórðungnum minnkaði um 7% í
7,0 milljarða dollara úr 7,5 milljörðum
dollara á sama tíma í fyrra.
Robert Growney forstjóri sagði í
tilkynningu að afkoman á öðrum árs-
fjórðungi endurspeglaði enn minnk-
andi eftirspurn og áframhaldandi
verðþrýsting í heiminum.
-------♦-♦-♦------
Gates-fyrir-
tæki kaupir
Outline Press
Hollywood. Reuters.
CORBIS Corp., fyrirtæki í eigu Bills
Gates, sem útvegai’ ljósmyndir og
listrænt efni á alnetinu, hefur eign-
azt Outline Press, alþjóðlega ljós-
myndastofu sem sérhæfir sig í ljós-
myndum af frægu fólki.
Corbis-fyrirtækið í Seattle segir
að með samrunanum verði það
fremsta fyrirtæki heims sem útvegi
ljósmyndir af frægu fólki.
Samkvæmt samningi um kaup á
fyrirtækinu verður Outline deild í
Corbis og mun starfa undir nafninu
Corbis Outline. Starfsmenn eru rúm-
lega 50. Skrifstofur Outline verða sem
fyrr í Los Angeles og New York borg.
Stofnandi Outline, Jim Roehrig,
mun halda áfram að hafa umsjón
með starfsemi Corbis Outline sem
framkvæmdastj óri.
Safn Corbis hefur að geyma um 23
milljónir mynda og þar af er hægt að
fá rúmlega 1,3 milljónir á Netinu.
Apple Inc. kemur enn
á óvart með hagnaði
San Francisco. Reuters.
APPLE tölvufyrirtækið hefur
enn komið á óvart í Wall Street
með miklu meiri hagnaði en búizt
hafði verið við á síðasta ársfjórð-
ungi og hefur fyrirtækið nú skilað
hagnaði þrjá ársfjórðunga í röð.
Apple fyrirtækið hefur verið
endurnýjað og náð sér á strik eft-
ir mikinn halla í fyrra. Apple seg-
ir að nýja velgengni megi þakka
góðri sölu á G3 Power Macintosh
og PowerBook tölvum.
Að sögn fyrirtækisins skilaði
það hagnaði upp á 101 milljón
dollara, eða 65 sent á hlutabréf, á
þriðja ársfjórðungi fjárhagsárs
þess er lauk 26. júní - miðað við
tap upp á 56 milljónir dollara, eða
44 sent á hlutabréf, á sama tíma í
fyrra.
Að eingreiðslum undanskildum
skilaði Apple hagnaði á síðasta
ársfjórðungi upp á 75 milljónir
dollara, eða 50 sent á hlutabréf -
miðað við 33 sent á hlutabréf eins
og spáð hafði verið í Wall Street.
,Ápple skilaði mesta hagnaði
um árabil og í lok ársfjórðugsins
eigum við minni birgðir en aðrir
helztu framleiðendur einkatölva,"
sagði Steve Jobs aðalfram-
kvæmdastjóri.
BEKO fékk viðurkenningu
í hinu virta breska tímariti
WHAT VIDEO sem bestu
sjónvarpskaupin.
|» Myndlampi Black Matrix
• 100 stööva minni
• Allar aðgerðir á skjá
• Skart tengi • Fjarstýring
• Aukatengi f. hátalara
• íslenskt textavarp
Umboösmenn:
Lágmúla 8 • Sími 533 2800 |
Reykjavík: Byggt & Búiö, Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi.Kf.Borgfiröinga,
Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestflrölr: Geirseyrarbúöin.Patreksfiröi.Rafverk.Bolungarvík. «
Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Hegri,
Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri.KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: KHB, Egilsstöðum
Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúðsfiröi. Kf. Stöðfiröimga, Stöövarfiröi.
Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum.
Reykjanes: Stapafell, Keflavfk. Rafborg.Grindavfk.
Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans
6,7 milljóna
króna hagnaður