Morgunblaðið - 17.07.1998, Side 23

Morgunblaðið - 17.07.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 23 Abiola byrlað hægvirkt eitur? Abiga, Lagos. Reuters. WÖLE Soyinka, hinn heimsþekkti nigeríski leikritahöfundur og nóbels- verðlaunahafí, telur að Moshood Abiola, fyrrverandi stjórnarand- stöðuleiðtogi, hafí verið myrtur en ekki látizt úr hjartaáfalli, eins og nið- urstaða krufninga hljóðaði upp á. I fyrradag tilkynnti herforingja- stjórnin í Nígeríu að hún hygðist sleppa hundruðum pólitískra fanga úr haldi, þar á meðal 400 manns sem hnepptir voru í varðhald á valdadög- um Sanis Abacha hershöfðingja, sem lézt í júní. „Eg er sannfærður um að Abiola var byrlað einhvers konar hægverk- andi eitur,“ sagði Soyinka í fréttavið- tali á sjónvarpsstöðinni CNN. Herforingjastjórnin í Nigeríu setti Abiola í fangelsi 1994, eftir að hann gerði tilkall til forsetaembættisins, en hann virtist sigurvegari forseta- kosninga árið áður, sem stjórnin ógilti. Hann dó 7. þ.m. á fundi með fulltrúum nígeríski’a og bandarískra stjórnvalda, skömmu áður en til stóð að fangelsisvist hans lyki. Soyinka sagði í fyrirlestri sem hann hélt í fyrradag í Emory-háskól- anum í Atlanta, þar sem hann hefur starfað sem prófessor frá því hann flúði Nígeríu 1995, að tlmasetning fráfalls Abiola væri grunsamleg. Fleiri dæmi væru um að pólitískir fangar í Nígeríu hefðu fengið spraut- ur gegn vilja sínum. Vísbending um samsæri Hann sagði ennfremur að hann hefði fengið í hendur orðsendingu frá samherjum í Nígeríu nokkrum dög- um fyrir andlát Abiolas, þess efnis að samsæri væri í gangi gegn Abiola „og það mun koma til framkvæmda á næstu dögum“. Soyinka sagðist hafa komið orðsendingunni áleiðis til Sameinuðu þjóðanna. Soyinka hlaut nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1986, fyrstur Afríku- búa. Hann flúði land 1995, þegar hann varð þess var að til stæði að handtaka hann fyrir gagnrýni á her- foringjastjómina. Raðnauðgari hand- tekinn á Flórída Orlando. Reuters, Daily Telegraph. FERÐAMENN og hótelrekendur á Oriando-svæðinu á Flórída anda nú léttar eftir að lögregla handtók í gær mann, sem grunaður er um að hafa á undanfórnum vikum ráðizt inn á að minnsta kosti níu pör á hótelher- bergjum á vinsælasta ferðamanna- staðnum, rænt þau og nauðgað kon- unum. Maðurinn, sem var handtekinn í nágrenni Orlando, heith’ Kenneth Ta- ylor og er fertugur svertingi. Nokkr- um klukkustundum fyrir handtökuna hafði hann ráðizt vopnaður á ung áströlsk hjón, rænt þau og nauðgað konunni. Taylor er grunaður um að hafa undanfarinn mánuð stundað árásir af þessu tagi á hótelum á svæðinu sem liggur á milli Orlando og Disney World, en það er mjög fjölsótt af ferðafólki. Ung brezk hjón og önnur indversk voru á meðal nýjustu fórnarlamba mannsins. í flestum tilvikum komst árásarmaðurinn inn til fórnar- lambanna með því að þykjast vera hótelstarfsmaður, en dró síðan upp byssu. I sumum tfífellum þvingaði maðurinn pörin til kynlífsleikja fyrir Eftirlýsingarteikning lögreglu af nauðgaranum. framan hann áður en hann nauðgaði konunni. Árásimar voru farnar að valda ferðaþjónustuaðilum á svæðinu mikl- um áhyggjum, en í upphafi þessa ára- tugar varð ferðaþjónusta á sama svæði fyrir skakkaföllum vegna raðar vopnaðra rána. Reuters UNGUR piltur í félagsskap tveggja breskra hermanna, sem hvfla sig eftir næturvörslu við vegartálma lögi-eglunnar við Garvaghy-veg í Portadown á Norður- Irlandi í gær. Afhendir IRA vopn sín? London. Reuters. BRESK stjórnvöld fögnuðu í gær merkjum þess að írski lýðveldisher- inn (IRA) væri í þann mund að láta af hendi hluta af vopnum sínum, í samræmi við friðarsamkomulagið sem undirritað var á páskadag. Dagblaðið The Express skýrði frá því í gær að óopinberar viðræð- ur um afhendingu vopna hefðu þeg- ar átt sér stað og jafnvel hefði verið valinn hugsanlegur afhendingar- staður. Talsmaður Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, stað- festi í gær að ýmislegt benti til þess að IRA hygðist fullnægja skilyrðum friðarsamningsins áður en hið nýja þing á Norður-írlandi tekur form- lega til starfa í september næst- komandi. Hann vísaði því hins veg- ar á bug að nokkrar ráðstafanir í þá veru hefðu þegar verið gerðar. Tveir írskir lögreglumenn særð- ust lítillega í fyrrinótt er þeir voru að rannsaka bögglasprengju sem skæruliðahreyfíng mótmælenda á Norður-frlandi hafði sent á hótel í Dublin. Ráðstefna í Kóm um stofnun alþjóðlegs sakadómstóls Málamiðlun hafnað Róm. Reuters. HÓPUR sextíu lýðræðisríkja hafn- aði í málamiðlunartillögu að sam- komulagi um stofnun alþjóðlegs sakadómstóls sem lögð var fram i gær. Tillagan gerði m.a. ráð fyrir því að ríki ættu val um hvort lög- saga dómstólsins næði til þeirra. Enn ríkir því ágreiningur um grundvallaratriði í samningnum á milli ríkjanna sextíu annars vegar, og Bandaríkjanna, Frakklands, Kína og Rússlands, hins vegar. Lagt var til að ríkisstjórnir gætu við undirritun samningsins tiltekið hvert gildissvið hans væri gagnvart þegnum þeirra. Sextíu ríkja hópurinn vill hins vegar að lögsaga dómstólsins nái án undantekninga til þjóðarmorða, stríðsglæpa og glæpa gegn mann- kyni, óháð samþykki ríkisstjórna. Lokadrög að samkomulagi um hinn alþjóðlega sakadómstól verða rædd til þx-autar í ráðstefnunni í dag en frestur til að ná samningum um málið rennur út á miðnætti í kvöld. va\i íoeð öllum nýjum Mazda-bílum'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.