Morgunblaðið - 17.07.1998, Page 29
MORGUNB LAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 29
AÐSENDAR GREINAR
Aldrei myndi ég kalla
Markús Möller „ný-komma“
MARKÚS Möller
skrifar í Mbl. 9. júlí sl.
athugasemdir við þrjár
greinar mínar í sama
dagblaði og þakka ég
honum áhuga hans.
Grein Markúsar undir-
strikar vel þau ólíku
lífsviðhorf, sem hvor
um sig hefur. Mér
finnst það dálítill ljóður
á annars skemmtilegri
grein Markúsar hversu
stutt er í uppnefningar
er hann kallar mig
„gjafakvótasinna". Ég
hef aldrei ætlast til að
neinum sé gefið neitt.
Til þess að svo mætti
vera þyrfti fyrst að
svipta heila atvinnugrein, útgerð í
þessu tilfelli, stjórnarskrárvörðum
atvinnuréttindum hennar bótalaust,
og gefa henni þau svo aftur. Petta
gerðist ekki, því að hvorki er hægt
að gefa mönnum það, sem þeir eiga
fyrir, né getur ríkisvaldið gefið öðr-
um það, sem það á ekki sjálft. Svo
einfalt er það. Það er að vísu mögu-
legt þegar jafnmikil kerfisbreyting,
og upptaka kvótakerfisins er gerð,
að fáir einstaklingr verði fyiir órétt-
læti. Ekki hafa slíkir aðilar þó gert
kröfur um bætur eða leiðréttingar,
né aðrir fyrir þeirra hönd. Menn
biðja aðeins um nýjan skatt, auð-
lindagjald eða að kvótakerfið verði
lagt niður.
Markúsi Möller gerðar
upp skoðanir
Lái mér hver sem er að ég hafi
ekki ætlað Markúsi að lofa hverjum
einstaklingi 67 þús. kr. á ári ein-
hvern tíma í framtíðinni. Þetta eru
5.600,00 kr. á mánuði eða tæpar 11
þús. kr. á hvern vinnandi mann. Ég
fullyrði að mánaðarkaup verður
hækkað um 11 þús. kr. löngu áður
en „kvótagjöf1 Markúsar kæmi til
greina, (enda þyrfti að veiða 600
þús. tonn af þorski (þ.e. þorskígild-
um) áður en það væri hægt) enda
fái sjávarútvegurinn frið fyrir nýrri
skattheimtu og eilífu hringli stjórn-
valda með starfsgrundvöll sinn. Er
það ekki einmitt Markús Möller,
sem vill láta færa mönnum gjafir á
kostnað útgerðarinnar? Hvergi
kemur betur fram mismunur á lífs-
skoðunum okkar Markúsar, en í
þessu atriði. Mai'kús lítur á lands-
menn sem þegna og þiggjendur,
sem eigi að taka á móti
gjöfum af^ náð ríkis-
valdsins. Ég lít hins
vegar á landsmenn sem
starfandi þátttakendur
í verðmætasköpun
þjóðfélagsins. Lands-
menn eru fyrirvinna
ríkissjóðs en ekki á
framfæri hans. Það er
ríkissjóður, sem er á
framfæri landsmanna.
Þessum mismunandi
viðhorfum er best lýst
af Sigurði Nordal er
hann ber þjóðfélags-
hætti nútímans og
sögualdar saman í
„Fomar mennth’ 11“
bls 86. Sigurður skrif-
ar: „Þar sem nútíminn virðist mjög
stefna að því að gera þegnana að
húsdýrum ríkisvaldsins, með öllum
þeim þægindum, áhyggjuleysi,
/
Eg er fylgjandi veiði-
leyfagjaldi eða auð-
lindagjaldi, segir
Jóhann J. Olafsson í
fyrri grein sinni, ef eig-
endur kvótans borga
það hverjir öðrum en
ekki í ríkissjóð.
tryggingum og ábyrgðarleysi og
aftur á móti með öllum þeim skorti
á sjálfsvirðingu sjálfsábyrgð, skerð-
ingu á frelsi og ábyrgð sem þessu
fylgir, þá var þjóðfélag sögualdar
tilraun til hins gagnstæða." Heim-
speki Sigurðar Nordal á vaxandi er-
indi til okkar í dag, ef við viljum
halda vöku okkar og ekki á verr að
fara. Síðan Sigurður Nordal ritaði
hin fleygu orð hefur það gerst að
„Velferðarkerfið" þ.e.a.s. fagfélög
þess og rikisvaldið hafa tekið sér
eins konar „veiðileyfi" á sjúklinga,
nemendur og gamalmenni. Ef ekki
væri fyrir hjartagæsku starfsfólks
þess, væri velferðarkerfið hrunið.
Hvernig á að dreifa
verðmætum?
Markús Möller segir mig engan
greinarmun gera á því 1) hvernig á
að gera sem mest verðmæti úr
fiskistofnunum og 2) hvernig á að
dreifa þeim verðmætum. Þetta er
rétt hjá Markúsi. Ég sé þetta sem
eina heild. Fyrra atriðið næst með
kvótakerfi, eignarrétti á varanleg-
um kvótum og framsali. Síðara at-
riðið sér opið hagkerfi og frjáls
markaður einstaklinga um. Opið
hagkerfi og frjáls markaður er
ótrúlega fljótur að dreifa verðmæt-
um um allt þjóðfélagið. Islendingar
eru með 10. hæstu tekjur á mann í
heiminum og mismunur á tekjum
manna er minni hér en annars stað-
ar. Ég tel tiltölulega mikinn efna-
hagslegan jöfnuð æskilegan í þjóð-
félaginu og ör viðskipti manna á
milli með eignir og verðmæti. Al-
gjör jöfnuður samkvæmt hugmynd-
um sósíalista þar sem menn fá jafn-
vel ekki að njóta hæfileika sinna
fyrir öfund og afbrýðisemi er
óframkvæmanlegur nema öll ís-
lenska þjóðin verði fyrst klónuð.
Frelsi til sjálfsþroska og sam-
keppni dregur vagninn. Ríkisrekst-
ur er ekki skilyrði velferðarkerfis-
ins. Velferðarkerfið er betra ef
uppspretta þess er áhugi, skilning-
ur og kærleikur í stað fógetavalds
og einokunar.
, ,Því dáð hvers eins er öllum góð
hans auðna félagsgæfa
og markmið eitt hjá manni og þjóð
hvem minnsta kraft að æfa.“
kvað Einar Benediktsson árið
1898.
Rögnvaldur „yfirlýstur"
fylgismaður veiðigjalds
Það virðist hafa farið fram hjá
Markúsi Möller við lestur greina
minna að ég er fylgjandi veiði-
leyfagjaldi eða auðlindagjaldi, ef
eigendur kvótans borga það hverjir
öðrum en ekki í ríkissjóð. Rögn-
valdur Hannesson, prófessor í
Björgvin getur skýrt skoðanir sínar
best sjálfur. Ef ég skil viðtal við
hann í ríkisútvarpinu rétt, þá vill
hann taka auðlindaskatt í „fyrstu
umferð" þ.e.a.s. þangað til að allir
eru búnir að kaupa kvóta af öðrum.
Að mínu mati er auðlindaskattur
aðeins viðbótarskattur. í sjávarút- ‘
vegi myndast enginn hagnaður,
sem núverandi skattakerfi nær
ekki til.
Höfundur er stórkaupmaður og lýð-
veldissinni.
Jóhann J.
Olafsson
Um sjúkraþjálfun
misþroska barna
í UPPHAFI kynn-
umst við barninu, fáum
góðar upplýsingar hjá
foreldrum og tökum
svo hreyfiþroskapróf.
Það segir okkur hvern-
ig barnið stendur mið-
að við jafnaldra sína og
hver hreyfivandamál
barnsins eru. Út frá
öllu þessu leggjum við
svo línur um meðferð-
ina.
Hvaða vandamál eru
það helst sem við rek-
umst á hjá misþroska
bömum?
Lélegt jafnvægi,
bæði í kyrrstöðu og
á hreyfingu.
Samhæfíngu handa og fóta er
ábótavant, einnig er oft skert
samhæfing augna og handa.
Bömin hafa lélega líkamsvitund.
Snertiskyn, rúmskyn og áttaskyn
er oft brenglað.
Erfiðleikar geta verið við stjórn á
krafti og hraða hreyfinga.
Þol og úthald er lélegt og vöðva-
kraftur minnkaður.
Léleg sjálfsmynd, lítið sjálfsör-
yggi og stundum skert sjálf-
stjórn.
Bömin eiga vanalega ekki við öll
þessi vandamál að stríða, heldur
einungis hluta þein'a, og við vinnum
með þeim samkvæmt því sem fram
kemur við skoðun. Meðferðin er oft-
ast sambland af fleiri en einni þjálf-
unaraðferð.
Oftast byrjum við að vinna með
þjálfun skynsviða og byggjum þá á
Sl-meðferð. Við leggjum áherslu á
örvun jafnvægisskyns, snertiskyns,
hreyfi- og vöðvaskyns. Bamið er
ekki meðvitað um hverju við emm
að ná fram og ræður ferðinni að
hluta undir okkar handleiðslu.
Þegar barnið fer að sýna framfar-
ir á þessum sviðum og við sjáum að
það er farið að hafa ánægju af því
að hreyfa sig fóram við að leiða inn
alls konar færniþjálfun þar sem
markvisst eru æfðir þeir þættir sem
böm nota í sínum leikjum. í þessum
hluta meðferðarinnar er barnið
meðvitað um þá færni sem við erum
að þjálfa. Dæmi um þetta em alls
konar hopp, sipp, hjóla- og bolta-
leikir o.s.frv. Hluti bamanna þarf
svo að auki þolþjálfun, styrktar-
þjálfun og þjálfun í vatni.
Mikilvægt er fyrir
foreldra að vita hvar
bam þeirra stendur og
er þeim velkomið að
íylgjast með meðferð-
inni. Einnig veitum við
tilvísandi lækni upplýs-
ingar um skoðun, með-
ferð og árangur með-
ferðar. Oft er haft sam-
band við leikskóla eða
skóla bamsins og
stuðningsaðilum þess
boðið að koma og fylgj-
ast með meðferð. Það
getur gefið þeim hug-
myndir um hvemig
þeir geti örvað bamið á
hreyfisviði.
Það er mjög gefandi
að vinna með misþroska börnum í
þjálfun og oft má sjá einhvern ár-
angur eftir nokkuma vikna með-
Mikilvægt er fyrir
foreldra misþroska
barns, segir Áslaug
Guðmundsdóttir, að
vita hvar barn þeirra
stendur.
ferð. Framfarir eru þó einstak-
lingsbundnar, enda vandamál barn-
anna mismikil og miserfið og þau
þurfa mislangan þjálfunartíma.
Sum þurfa einungis 2 til 3 mánuði
til að koma sér á rétt ról meðan
önnur koma til okkar í eina til tvær
þjálfunarhrinur á ári nokkur ár í
l'Öð.
Þegar árangur fer að koma í ljós
má sjá hvernig hreyfingar bamsins
breytast smátt og smátt. Það verð-
ur ömggara með sig og ánægjan af
hreyfingu eykst. Markmiðið er að
bamið hafi ánægju af meðferðinni,
finni gleðina í að hreyfa sig og
reyna á sig og að það upplifi nýja
tilfinningu fyrir líkamanum og
hvernig nota má hann.
Það er svo von okkar að þessi ný-
fædda gleði í hreyfingunni færist
yfir í daglega lífið og að bamið fari
að hreyfa sig meira og þjálfi sig
þannig sjálft.
Höfundur er sjúkraþjáifari hjá SLF.
Áslaug
Guðmundsdóttir
Sagan endurtekur sig
í Hafnarfírði
SÚ ákvörðun nýs
meirihluta í bæjar-
stjóm Hafnarfjarðar,
Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins,
að hækka verulega
launagreiðslur til bæj-
arstjóra og bæjarfull-
trúa hefur vakið mikla
ahygli og eðlilegt um-
tal. Hækkunin er ekki
lítíl. A annað hundrað
þúsund króna hækkun
til bæjarstjórans ný-
kjöma, oddvita sjálf-
stæðismanna, Magnús-
ar Gunnarssonar, og
hækkun til bæjarfull-
trúa og bæjarráðs-
manna nemur tugum
þúsunda og enn meiri til forseta
bæjarstjórnar og formanns bæjar-
ráðs, sem koma úr meirihlutaflokk-
unum.
Við þessi tíðindi rifjast upp fyrir
bæjarbúum og öðmm landsmönn-
um sú síbylja áróðurs, sem forystu-
menn þessara flokka dembdu yfir
Hafnfirðinga og aðra fyrir síðustu
kosningar um meinta skuldasöfnun
þáverandi meirihluta
Alþýðuflokksins og
slaka fjármálastjóm.
En fjárhagsvandinn
virðist ekki hafa verið
meiri en svo, að for-
ystumenn þessara
hægriflokka taka um
það ákvörðun á fyrstu
vikum nýs kjörtíma-
bils, að hygla sjálfum
sér með ofangreindum
hætti og verja til þess
fleiri milljónum á ári
hverju.
Einkavinavæðingin
Einhver kann ef til
vill að segja sem svo,
að ekkert sé undarlegt
við það, að hinn nýi bæjarstjóri í
Hafnarfirði skammti sér laun og
sposlur upp á um 600 þúsund í
hverjum mánuði, því slík laun hljóti
hann að hafa haft sem umboðsmað-
ur Sjóvár-Almennra í Hafnarfirði
og einnig Samvinnuferða, en þar
mun hann hafa haft þau störf með
höndum sem verktaki og því rekið
þau undir eigin hlutafélagi. Ef henn
héldi þeim rekstri áfram samhliða
bæjarstjórastarfinu, sem ekkert er
enn upplýst um, þá gæti hann auð-
veldlega þénað á aðra milljón á
hverjum mánuði. Það þykir ef til vill
Fjárhagsvandi Hafnar-
fjarðar virðist ekki
vera meiri en svo, segir
Stefán Gunnlaugsson,
að fyrsta verk nýs
meirihluta er að hækka
sín eigin laun.
einkavinavæðingarsinnum íhaldsins
ekki stórar tölur, en almennu launa-
fólki blöskrar.
Þessi nýi hægri meirihluti í Hafn-
arfirði hefur það einnig á sinni
stefnuskrá að einkavæða þjónustu í
Hafnarfírði. Það verður því vafa-
laust skammt í það, að Rafveitan
verði seld, slökkviliðið fært undir
Reykjavík, áhaldahúsinu lokað og
Stefán
Gunnlaugsson
þjónusta Félagsmálastofnunar boð-
in út, svo fátt eitt sé nefnt af öllum
þeim möguleikum sem frjálshyggju-
liðið í Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokki hefur velt upp i gegnum tíð-
ina.
Við þessar aðstæður kemur það
ekki á óvart, að formaður Starfs-
mannafélags Hafnarfjarðarbæjar
fagnar óspart þessari nýju launa-
stefnu íhalds og framsóknar og hef-
ur sagt í fjölmiðlum, að hann bíði
þess nú að almennir starfsmenn fái
að njóta sömu hækkunar og topp-
arnir hafa skammtað sér.
Það er líka eðlilegt að einn ný-
kjörinn bæjarfulltrúi minnihlutans,
Jóna Dóra Karlsdóttir úr Alþýðu-
flokknum, hefur undrast þessa for-
gangsröðun nýs meirihluta, sem
hafði það að meginmarkmiði í kosn-
ingabaráttunni í vor, að treysta
fjármálastöðu bæjarins og draga úr
útgjöldum.
Ekki í fyrsta skipti
Þessi framkoma íhalds og fram-
sóknar á ekki að koma Hafnfirðing-
um á óvart, a.m.k. ekki þeim bæjar-
búum sem muna tímana tvenna.
Eldri Hafnfirðingar þekkja vinnu-
brögð íhaldsins frá árum áður í mál-
um af þessum toga. Rifjast þar upp
atburðir á fimmta, sjötta og sjöunda
áratugnum. Fram til 1962 var íhald-
ið í minnihluta og réðst þá harka-
lega að bæjarstjórum Alþýðuflokks-
ins. Það er mér ennþá í fersku
minni, þegar íhaldið lagði einn bæj-
arstjóra Hafnfirðinga, Helga Hann-
esson, í einelti áram saman, vegna
þess að of vel þótti þeim við hann
gert í launum. Það var auðvitað
fjarri öllu lagi, en tilgangurinn helg-
aði meðalið. Sá er þessar línur ritar
gegndi einnig störfum bæjarstjóra
á áranum 1954-1962 og fór heldur
ekki varhluta af eilífum en ástæðu-
lausum athugasemdum vegna bæj-
arstjóralauna. Það var því þvert á
allt þetta, þegar íhald og framsókn
náðu völdum í Hafnarfirði árið 1962
og réðu nýjan bæjarstjóra. Laun
hans vora hækkuð ríflega um helm-
ing frá því sem var, þegar Alþýðu-
flokkurinn réð ferðinni!
Eru þau ekki kunnugleg vinnu-
brögðin?
Sagan endurtekur sig nú 36 áram
síðar. Sömu flokkar komast til
valda. Laun toppanna eru hækkuð.
Það hefur sem betur fer aðeins
gerst tvisvar í 90 ára kaupstaðar-
sögu Hafnarfjarðar, að íhald og
framsókn hafi komist til valda. Síð-
ast árið 1962 eins og áður var nefnt.
Sá meirihluti sprakk sem betur fer
eftir aðeins eitt ár. Og nú eru þessir
flokkar aftur mættir til leiks. Von-
andi að valdatíð þeirra verði jafn-
stutt og í fyrra sinnið. Og svo von-
andi aldrei aftur.
Hafnfirðingar eiga betra skilið.
Höfundur er fv. bæjarstjóri í Hafn-
arfirði.