Morgunblaðið - 17.07.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 17.07.1998, Síða 34
-*34 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Framsókn í framsókn? Lausbeislaðar kugleiðingar um landskjálftann á vinstri vængnum og afleiðingar hans. Stundum er sagt að vika sé heil eilífð í stjórnmálum. Þessi viðteknu sannindi hafa að öllu jöfnu ekki átt við á íslandi enda er kyrr- staðan oftar en ekki sameinandi afl valdamestu hagsmuna- hópanna í dvergríkjum. Upp- lausin sem ríkt hefur á vinstri væng stjórnmálanna á Islandi á undanförnum vikum hefur þó orðið til þess að auka hraðann í atburðarásinni umfram það sem menn hafa mátt venjast. Þegar þess er freistað að setja uppgjörið á vinstri vængnum í VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverri sson samhengi virð- ist mega draga eftirfarandi ályktanir: Efnt verður til sameiginlegs framboðs þorra þeirra vinstri manna sem nú játa hollustu við Alþýðuflokk, Alþýðubandalag og Kvenna- lista. Þótt viðbrögðin við þess- ari ákvörðun Alþýðubandalags- ins kunni að hafa einkennst af meiri hörku en margir áttu von á er öldungis útilokað að snúið verði við úr þessu. Slíkt myndi jafngilda pólitísku sjálfsmorði og ótrúlegt er að forystusveit Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks láti slíkt gerast hvað svo sem annars má segja um póli- tíska dómgreind þess ágæta fólks. í öðru lagi mun sameiginlegt framboð jafnaðarmanna skapa pólitískt tómarúm á vinstri vængnum sem fyllt verður fyrir næstu kosningar. Sósíalistar munu sameinast þar að nýju undir merkjum þjóðernis- hyggju, umhverfísverndar, NATO-andstöðu, miðstýringar og „samneyslu“. Slík samtök verða ekki byggð upp á ætt- bálka-hollustu 38 sálna í Þistil- firði og því verður ákaft biðlað til allra þeirra sem ósáttir eru við niðurstöðu aukalandsfundar Alþýðubandalagsins. Þessi sam- tök munu tæpast geta gert sér vonir um fjöldafylgi og mark- miðið í þingkosningunum á næsta ári verður að festa sósíal- ismann í sessi sem pólitískt afl á íslandi á nýjan leik. I þriðja lagi munu þeir póli- tísku landskjálftar sem riðið hafa yfir á vinstri vængnum verða til þess að styrkja stöðu Framsóknarflokksins. Með sameiningu jafnaðarmanna og klofningi Alþýðubandalagsins mun sú staða trúlega skapast að Framsóknarflokkurinn verð- ur oftlega í lykilaðstöðu hvað stjórnarmyndun varðar. Að vísu kunna Sjálfstæðisflokkur og hinn nýi flokkur jafnaðar- manna að standa mun nær í ýmsum hugmyndafræðilegum efnum en fyrrnefndi flokkurinn og Alþýðubandalagið áður. Á hinn bóginn hafa forystumenn jafnaðarmanna að undanfömu bókstaflega keppst við að skil- greina Sjálfstæðisflokkinn sem helsta andstæðinginn í íslensk- um stjórnmálum. Líklegt má því telja að jafn- aðarmenn leiti fyrst til Fram- sóknarflokksins komist þeir í aðstöðu til að mynda stjórn eft- ir kosningar. Hið sama á við um Sjálfstæðisflokkinn, sem í engu greinir sig frá Framsóknar- flokknum nú um stundir enda mun mikil ánægja ríkja á báð- um bæjum með samstarfið í nú- verandi ríkisstjórn. Framsókn- arflokkurinn mun síðan einfald- lega geta valið verði honum falið umboð til stjórnarmyndun- ar. Stuðningur flokks sósíalista kann á stundum að verða nauð- synlegur við myndun „vinstri stjórna". Af ofanrituðu leiðir að Fram- sóknarmenn munu oftar en ekki verða í lykilstöðu í slíku flokkakerfi. Staða Sjálfstæðis- flokksins verður eftir sem áður gífurlega sterk en svo virðist sem lygilegar fylgissveiflur fái einar skilað því forustuhlut- verki sem stefnt er að með sameiningu á vinstri vængnum. Framboð Sverris Hermanns- sonar kann að raska þessari heildarmynd lítillega og tíma- bundið. I fjórða lagi verður ekki séð hvernig Reykjavíkurlistinn fær lifað af þessi umskipti á vinstri vængnum í óbreyttri mynd. Við blasir að þátttaka Framsóknar- flokksins í þessu samstarfi verður undarleg þó ekki sé meira sagt eftir að hinir flokk- arnir þrír hafa sameinast á landsvísu. Reykjavíkurlistinn mun því tæpast bjóða fram í óbreyttri mynd eftir fjögur ár og vera kann að Framsóknar- flokkurinn komist einnig í odda- aðstöðu í höfuðborginni. Þá er engan veginn unnt að útiloka að hægrimenn á Islandi taki að huga að því hvernig fylla megi það tómarúm sem skapast hefur á hægri vængn- um með hugmyndafræðilegum og málefnalegum samrana Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks. Tæpast er unnt að ímynda sér til lengdar að hægrimenn eigi það skjól eitt í íslenskum stjórnmálum sem er hin áhrifalausa ungliðahreyfing Sjálfstæðisflokksins. Ráðamenn flokksins munu sæta þrýstingi um að greina sig skýrlega frá Framsóknarflokknum með auk- inni áherslu á frelsi einstak- lingsins og andstöðu við mið- stýringu og forræðishyggju. Þær kröfur verða að mestu hundsaðar, áhættan enda um- talsverð og varla eftir miklu nýju fylgi að slægjast. Loks vaknar sú spurning hvort valdaflokkarnir tveir, Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur, geti þegar til lengdar lætur fellt sig við að vinstrimenn leiði tilraunir til að koma á pólitískum umbótum í landinu. Horft verður til þess hvort óbreyttir þingmenn reyn- ast tilbúnir til að knýja á um að slíkar breytingar verði teknar á dagskrá innan núverandi stjórnarflokka. Eða verður það verkefni stjórnmálamanna nýrrar aldar og hugsunar að vinda ofan af því dapurlega kerfi flokks- hyggju og pólitískrar fjarstýr- ingar, sem mótar svo mjög lífið á Islandi? _____AÐSENPAR GREINAR_ Islenskt mál og lítií rsmí ning’ar DAGANA 8.-11. júlí skrifaði Bjarni Hafþór Helgason, áhuga- maður um íslenskt mál, fjórar greinar í Morgunblaðið. Tilefni greinaskrifa hans var ný- yrðasmíð og orðnotkun og virðist hann hafa töluverðar áhyggjur af því máli. Hann tók fyr- ir orðin eignatilfærsla, sægreifi, gjafakvóti og þjóð, telur þau hafa verið notuð í neikvæð- um tilgangi og efast um að notendur hafi fengið tilskilin leyfi til að nota þau. Nú er það svo að íslenskan er ekki margyrt tungu- mál en þannig upp- byggð að auðvelt er að búa til nýyrði með samsettum orðum, for- og viðskeytum eða orð- um sem vísa í eldri orð. Margir snjallir íslenskumenn hafa leikið sér að því að búa til nýyrði gegnum tíðina, orð sem henta augnablikinu eða málefninu. Sum hafa öðlast sess í málinu, önnur ekki, fer það eftir því hvort orðið hentar í málinu eða öðlast vinsæld- ir hjá alþýðu en ekki smekk Bjama Hafþórs og hingað til hefur ekki verið settur neinn kvóti á þessa ný- yrðasmíð. Þá komum við að því sem Bjarni Hafþór var raunveralega að skrifa um, fiskveiðikvótann. Hann er virkilega sár yfir þessari gagmýni á kvótann sem „Þjóðvaki um þjóð- areign" er með. Eg skil nú ekki af hverju hann er svona sár því hann telur að „Þjóðvakamenn um þjóð- areign“, hverjir sem það nú era, séu p.þ.b. 0,8% af íbúum eyjarinn- ar. Eg er reyndar ekki í samtökun- um „Þjóðvaki um þjóðareign" né „Samtökum um þjóðareign", þannig að ég er hluti af þessum 99,2% og mér ofbýður málflutning- ur Bjarna Hafþórs. Fyrsta orðið sem hann tekur fyrir er eignatilfærsla og telur að ekki hafi verið fengið skáldaleyfi fyrir þessu orði. Bjarni Hafþór ætti að vita að maður sækir ekki um skáldaleyfi, maður tekur sér það. Samkvæmt orðabók Menning- arsjóðs merkir tilfærsla að færa e- ð til, eignatilfærsla hlýtur því að merkja að færa til eignir. Bjarni Hafþór telur eignatilfærslu ekki eiga sér stað innan sjávarútvegsins og því síður út úr honum. Auðvitað á eignatilfærsla sér stað. Handhaf- ar veiðileyfa hafa full umráð yfir þeim og geta ráðstafað þeim að vild, veitt upp í þau eða selt þau og ef þau era seld þá eru eignir færð- ar til. Þar sem kvóti er metinn í verðmætum hlýtur hann að vera eign. Sá sem á kvóta getur selt hann hverjum sem er og fengið peninga fyrir, hann getur síðan ráðstafað þeim peningum að vild, keypt sér fínan jeppa eða verslun eða jafnvel lagt fé inn á banka- reikning í Sviss og á þann hátt hef- ur eignatilfærsla átt sér stað út úr sjávarútveginum. Sægreifi: Bjarna Hafþóri finnst það orð dálítið smart, en er samt ekki sáttur við notkun þess i áróðri gegn fiskveiðistefnunni og segir greifa tákna háttsettan konungleg- an embættismann á miðöldum. Greifadæmi er aftur á móti vald- svæði greifa, einhvemtíma verður kannski til greifinn af Barðamið- um, svona eins og algengt var á miðöldum. Sægreifi er líklega myndhverfing, sá sem hefur umráð yfir e-u varðandi sjó- inn. Við skulum vona að ekki verði búin til fleiri orð í þessa vera, sæeinræðisherra er til dæmis alveg skelfilegt orð merkingarlega og svo hljómar það alls ekki vel, eða hvað finnst Bjarna Haf- þóri? Bjarni Hafþór telur sig hafa setið sveittan við og reynt að telja alla sægreifa á Islandi en fipaðist í talning- unni þegar hann var kominn yfir hundrað þúsundin, skil ég það vel enda takmörk fyr- ir því hvað tíu fingur fleyta manni langt í talningunni. Samkvæmt skilgreiningu Bjarna Hafþórs geta allir sem eiga hlut á hlutbréfa- markaði kallað sig sægi’eifa. Ef ég kaupi hlut í stöndugu sjávarútvegs- Tökum peningabreyt- una út úr kvótajöfn- unni, segir Bergljót Halldórsdóttir, og sjá- um hvað gerist. fyrirtæki á hlutabréfamarkaði get ég þá farið og veitt fyrir andvirðið? Ef lífeyrissjóðurinn minn fjárfestir á hlutabréfamarkaðinum fæ ég þá greiddan lífeyri í aflaheimildum? Nú vita allir að hlutabréfakaup eru áhættufjárfesting. Segjum sem svo að lífeyrissjóðurinn minn fjárfesti um of í einu stöndugu sjávarút- vegsfyrirtæki og stjórnendur fyrir- tækisins ákveða eignatilfærslu, þ.e. selji kvóta og fjárfesti á öðram vettvangi. Verðgildi fyrirtækisins á hlutabréfamarkaði hlýtur að falla og hvar stendur lífeyrissjóðurinn þá, hvað verður um minn lífeyri? Þá komum við að orðinu gjafa- kvóti. Bjarna Haíþóri finnst það orð Ijótt. Eg ætla nú ekkert að fjalla um útlit orðsins en kvóti er verðmæti og þegar ákveðið var að auka heildarveiði við Islands- strendur á næsta fiskveiðiári var kvótanum dreift hlutfallslega til þeirra sem þá þegar áttu kvóta. Því meiri kvóta sem menn áttu fyrir, því meira fengu þeir. Þess má geta að sá fiskur syndir óveiddur í sjón- um og ef handhafar kvótans eru eitthvað slappir á kvótaárinu og treysta sér ekki á sjóinn þá geta þeir selt hann eða leigt og fengið peninga fyrir, sem sagt nokkurs konar gjöf, frá hverjum veit ég ekki. Annars er það skondin sýn sem Bjarni Hafþór hefur á kvótaeig- endur annars vegar og kvótalausa hins vegar. Kvótaeigandinn stendur fyrir stafni veðurbarinn í andliti og hræðist hvorki brotsjó né bálviðra glym. Sá kvótalausi situr hins veg- ar á skrifstofunni pervisinn og grænn á vanga af öfund út í hinn hugdjarfa kvótaeiganda. Þetta er samt ekki alveg svona, hver sem er getur átt kvóta, skrifstofumaður- inn jafnt sem sjómaðurinn, eins og Bjarni Hafþór hefur bent á. Sumir öðlast veiðiréttindi með stöðugri sjósókn, aðrir fá hann í arf eða hafa sótt um veiðileyfi til öryggis fyrir sportbátinn sinn fyrir jafnvel ára- tug, aldrei nýtt sér veiðiréttinn og sitja nú uppi með veiðirétt og kvótaeign án þess að hafa nokkurn áhuga á að veiða upp í hann. Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að menn selja þessi réttindi og kaupa sér eitthvað fyrir andvirðið. Þeir menn sem hafa kannski sótt sjóinn í áratugi, jafnvel alla sína starfsævi, skipstjóri eða háseti, en ekki öðlast veiðiréttindi, hafa varla leyfi til að veiða í soðið. Þá komum við að síðasta orðinu: Þjóð. Eg verð að viðurkenna að þetta skildi ég ekki. Er Bjarni Haf- þór að setja orðið þjóð sem sam- heiti fyrir orðið ríkissjóður? Hann segir að svo sé ekki, samt persónu- gerir hann ríkissjóð, segir „sem nemur vinnudegi ríkissjóðs" og blandar sautjánda júní inn í málið svo óskiljanlegt er, ég er helst á því að Bjarni Hafþór vilji kalla Islend- inga þjóð á 17. júní en ríkissjóð þess á milli. Hann hefur miklar áhyggjur af sálarheill þjóðarinnar, eða ríkissjóðs ef hann vill endilega nota það orð því sannir íslendingar reyna væntanlega að halda öfund- inni í skefjum á 17. júní. Öfund er ein af höfuðsyndunum sjö og þess vegna eðlilegt að hann hafi áhyggj- ur. Hann minnist á spillingu hjá ríkissjóði/þjóðinni, allir vita að ásókn í peninga og völd er hvati að spillingu og þar sem svo miklir peningar eru komnir kvótakerfið, hlýtur hættan að vera sú _að ásókn í kvóta leiði til spillingar. Eg er með tillögu til að forða þjóðinni/ríkis- sjóði frá eilífri vist í helvíti. Tökum peningabreytuna út úr kvótajöfn- unni og sjáum hvað gerist? Öfund og spilling hverfur líklega eins og dögg fyrir sólu. Hvernig er það hægt? spyr kannski einhver, það verður að vera einhver stjórn á fiskveiðum. Það er alveg rétt. Hægt er að ákveða heildarkvóta fyrir fiskveiðiárið og þeir sem hafa áræði, dug og þor til að sækja sjó- inn, því það þarf víst samkvæmt kenningum Bjarna Hafþórs, gera það og koma aflanum í verð þegar í land er komið og njóta afraksturs erfiðisins. Þetta er hægt að gera meðan birgðir endast. Þeir sem eru eitthvað tregir til að sækja sjóinn það árið gera þá eitthvað annað og vinna sér inn aura á öðram vett- vangi. í gegnum aldirnar hafa baráttu- málin verið mörg í heiminum. Al- þýðan í Frakklandi barðist gegn „greifum" og öðrum aðalsmönnum í byrjun 19. aldar, líklega af hreinni öfund. Væntanlega verður haldið áfram að berjast, annað hvort af öfund eða réttlætiskennd, svo lengi sem mannkynið er til. Það er lágmarkskrafa að þeir sem skrifa á opinberum vettvangi um bai'áttumál sín, sama hvert baráttumálið er, barátta fyrir bættum lífskjörum, betri heimi, með kvótaeign eða á móti, sýni vitsmunum lesenda tilhlýðilega virðingu. Ilöíiuuhir er kennari á ísafirði. Bergljót Halldórsdóttir www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.