Morgunblaðið - 17.07.1998, Side 36

Morgunblaðið - 17.07.1998, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Erlendi markaður- inn hrópar á lífsreynd fjölskyldu- hross MARKAÐURINN fyrir ís- lensk hross í Evrópu og Bandaríkjunum hrópar á vel tamin og lífsreynd fjölskyldu- hross. Mest er ásókn í hross sem eru 7-8 vetra eða eldri og hafa helst reynslu af óreyndum reiðmönnum, til dæmis í hestaleigum eða hestaferðum. Yeltamdir eðlistöltarar Þetta kom fram á alþjóð- legri ráðstefnu um markaðs- mál íslenskra hesta sem hald- in var í Hrafnagili í Eyjafirði daginn eftir að landsmóti hestamanna lauk á Melgerð- ismelum. Var samdóma álit erlendu fyrirlesaranna að vel tamdir eðlistöltarar, rólegir og öruggir væri sú hestgerð sem langflestir kaupendur vildu fá. Hestar sem bæði börnin og afi og amma gætu riðið. Hins vegar væru oft sendir út hestar sem ekki hentuðu nógu vel og væru ekki nógu vel tamdir. Því væri spurning hvort íslend- ingar ætluðu að rækta hross sem henta markaðinum eða ekki. Einnig kom fram sú spurning hvort dómskerfið í rætkunarstarfinu passaði markaðinum eða hvort það þyrfti að vera tvískipt. Nánar verður fjallað um ráðstefnuna síðar. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson HITASÓTTIN gerði það að verkum að Sonja Líndal Þórisdóttir varð að hætta keppni en hreppti eigi að síður tvenn verðlaun. Davíð með sinn annan landsmótssigur HESTAR Meigerðismelar YNGRIFLOKKAR A LANDSMÓTI Á landsmóti hestamanna keppa ungir hestamenn í þremur aldursflokkum með mismunandi keppnisformi eftir getu knapanna. Eins og Vijá fullorðn- um var um að ræða forkeppni þar sem tuttugu hæstu fóru í milliriðla og þaðan tíu efstu í úrslit þar sem raðað var í verðlaunasæti. ÞRÁTT fyrir að keppni yngri knapanna sé ekki efst á vinsælda- lista landsmótanna býður keppni _'þeirra ekki síður upp á spennu. Krakkamir eru afar vel ríðandi og flest þeirra hafa yfir að ráða góðri tækni þannig að eðliskostir hross- anna njóta sín til hins ýtrasta. I ungmennaflokki sigraði Davíð Matthíasson, Fáki, á Prata frá Stóra-Hofi og óumdeilanlega hinn öruggi sigurvegari. Voru þeir Da- víð og Prati efstir eftir forkeppni með 8,69, endurtóku leikinn í milli- riðli með 8,64 og fengu síðan fyrsta sæti hjá öllum dómurum í úrslitum. Prati er afar góður hestur en að sama skapi mjög erfiður en Davíð var með hann í toppformi á réttum tíma og þeir þekkja hvor annan vel. Þetta mun vera annar sigur Davíðs landsmóti, en hann sigraði í ung- lingaflokki fyrir fjórum árum. Leiðin hjá Guðmari Þór Péturs- syni, Herði, varð torsóttari í annað sætið á Háfeta frá Þingnesi. Hann var fjórði eftir forkeppni með 8,47 en náði öðru sæti eftir milliriðilinn með 8,59 og hélt því sæti í úrslitum eftir harða keppni við Mörtu Jóns- dóttir, Mána, á Krumma frá Geld- ingalæk, sem var í fimmta sæti eft- ir forkeppnina og fórða sæti eftir milliriðil. Þær stöllur úr Fáki, Gunnhildur Sveinbjarnardóttir á -<,Náttfara frá Kópareykjum og Ragnheiður Kristjánsdóttir á Dára frá Keldudal, röðuðu sér í næstu sætin. Enn einn sigurinn hjá Karen og Manna í unglingaflokki var það Karen Líndal Marteinsdóttir, Dreyra, sem sigraði á Manna frá Vestri- Leirárgörðum eftir að hafa verið önnur í forkeppni með 8,57 en lag- aði stöðuna í milliriðli og fór í 8,69, enda Manni með mjög gott fet og stökk. Allt frá því Karen fór að keppa á Manna hefur ferillinn ver- ið að heita má ein óslitin sigur- ganga. Daníel Ingi Smárason, Sörla, á Seiði frá Sigmundarstöðum var í sjöunda sæti eftir forkeppni með 8,47 en í öðru sæti eftir milliriðil með 8,60. Félagi hans, Hinrik Þór Sigurðsson, kom fast á hæla hans en Ingunn Birna Ingólfsdóttir, Andvara, á Sprengju frá Kálfholti, sem var efst eftir forkeppni með 8,58, hafnaði í sjöunda sæti í milli- riðli með 8,53 og hækkaði sig í fimmta sæti í úrslitum. Tvísýnt hjá börnunum Sigurvegari í bamaflokki, Elva Björk Margeirsdóttir, Mána, sem keppti á Svarti frá Sólheimatungu, var í áttunda sæti eftir forkeppnina með 8,25 en leiðrétti stöðu sína heldur betur í milliriðli og fór þá í fyrsta sætið með 8,66. Linda Rún Pétursdóttir, Herði, kom næst á Fasa frá Nýjabæ, var efst eftir for- keppnina með 8,40 en féll í fimmta sætið í milliriðli með 8,45 og hefði vel getað sómt sér í fyrsta sætinu svo vel sem hún og Fasi kynntu sig í úrslitunum, sérstaklega var sýn- ing þeirra á stökkinu í úrslitum af- gerandi best. Keppni unga fólksins á lands- móti hefur mikla þýðingu fyrir þró- un þess í reiðmennsku. Háværar raddir eru á lofti um að keppni hafi ekki góð áhrif á þau sem yngri eru en á móti má spyrja hvort keppni sé ekki sjálfsagður undirbúningur fyrir lífið, sem gengur meira og minna út á samanburð og sam- keppni. Þá er það viðurkennd stað- reynd að fátt stuðlar eins afgerandi að framfórum í reiðmennsku og þátttaka í keppni. Síðast en ekki síst er stórskemmtilegt að fylgjast með þessum bráðflinku reiðmönn- um í spennandi keppni eins og boð- ið var upp á landsmótinu. Margir undrast hversu góðum hrossum bömin ríða. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson KAPPREIÐARNAR voru spennandi og fylgdist mikill fjöldi áhorfenda með þeim. Gífurlegur áhugi á kappreiðum á landsmóti KAPPREIÐAR voru með nýju sniði á landsmótinu og var veð- banki í fyrsta sinn starfræktur. Áhugi landsmótsgesta var gífur- legur og er talið að aldrei hafi jafnmargir áhorfendur fylgst með kappreiðum á Isiandi. Hestamannafélagið Fákur var fengið til að halda kappreiðarnar á landsmótinu. Þar sem félagið hefur leyfi til að halda veðreiðar var ákveðið að starfrækja veð- banka á mótinu. Fákur flutti því bæði starfsfólk veðbankans og rásbása á mótssvæðið og gengu kappreiðarnar fijótt og vel fyrir sig. Að sögn Hjartar Bergstað, vallarstjóra kappreiða, fóru veð- málin hægt af stað, en eftir því sem á leið lifnaði yfir þeim. Hann sagði að keppnin hefði gengið ótrúlega vel og tókst að ljúka 21 riðli á rúmlega einni og hálfri klukkustund. Hjörtur segir að eftir að byij- að var að sjónvarpa kappreiðum og starfsemi veðbanka var end- urvakin hafi áhugi almennings á kappreiðum aukist til muna, enda kom það í ljós á landsmót- inu. Hann sagði jafnframt að nokkur hestamannafélög hefðu haft samband við Fák og vildu að félagið héldi kappreiðar fyrir sig. Ekki er ákveðið hvort af því verði, enda öll vinnan unnin í sjálfboðavinnu og spurning hvað fólk vill leggja mikið á sig. ANNAR landsmótssigurinn í höfn hjá Davíð Matthíassyni sem heldur hér í hest sinn, Prata frá Stóra-Hofi, síðast í unglingaflokki en nú í flokki ungmenna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.