Morgunblaðið - 17.07.1998, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 17.07.1998, Qupperneq 50
50 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ [ kvöld, nokkur sæti laus • laugardaginn 18. júlí, nokkur sæti laus • föstudaginn 24. júlí • laugardaginn 25. júlí. Sýningar hefjast kl. 20. Miðasala simi 551 1475. Opin alla daga kl. 15-19. Símapantanir frá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar. Tilkynning frá fógetanum í Nottingham 125.000 gullpeningar í boði fyrir þann sem handsamar útlagann Hróa hött jHrói höttur er í sirkustjaldinu í Mt'isdýragarðinum Miðapantanir • Nótt«&Dagur • 562 2570 Sýnt miðv. - fóstud. kl. 14:30 Lau. - sun. kl. 14:00 og Miðaverð: 790,- (640,- fyrir hópa) Innifalið í verði er aðgöngumiði á Hróa hött. aðgöngumiði í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn og frítt í öll tæki í garðinum ■ feUlSDjltJ.l: * ■mwnvawn m Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar lau. 18/7 kl. 23 fim. 23/7 kl. 21 Miöaverö Kr. 1100 fyrir karla kr. 1300 fyrir konur Vörðufélagar LÍ fá 30% afslátt Sýnt í íslensku óperunni Miðasölusími 551 1475 í KVÖLD !!! „Megasukk í Kaffileikhúsinu" Hinn eini sanni Megas á tónleikum með Súkkat f kvöld kl. 22 til 2, laus sæti. s------------------------—* Tónleikamatseðill Indverskur grænmetisréttur að hætti Lindu, borinn fram með fersku salati og ristuðum sesamfræjum. í eftirrétt „Óvænt endalok". _________Aðeins kr. 1000._______ Miðas. opin alla virka daga kl. 15—18. Miðap. allan sólarhringinn í s.551 9055. Netfang: kaffileik@isholf.is Leikfélagið Regina „Northern Lights“ eftir Frederick Harrison í Möguleikhúsinu v/Hlemm Frumsýn. lau. 18.7. kl. 20.30. 2. sýn. sun. 19.7. kl. 20.30. 3. sýn. fim. 23.7. kl. 20.30. 4. sýn. fös. 24.7. kl. 20.30. 5. sýn. lau. 25.7. kl. 20.30. 6. sýn. sun. 26.7. kl. 20.30. Flutt á ensku/Performed in english Miðasala í síma 562 5060 ÞJONN í S ú p u n n i lau 18/7 UPPSELT sun 19/7 UPPSELT fim 23/7 UPPSELT fös 24/7 UPPSELT lau 25/7 UPPSELT sun 26/7 UPPSELT fim 6/8 örfá sæti laus fös 7/8 örfá sæti laus Sýningamar hefjast kl. 20.00 Miðasalaopinkl. 12-18 Ósóttar pantanir seidar dagiega Miðasölusími: 5 30 30 30 Æ NONAME , W ■ —..COSMETICS ■■■■■ - jtynninq |Jki ' ^ Helga Sæunn förðunarfræðingur gefur ráðleggingar í dag frá kl. 14-18 Primadonna, Grensásvegi 50 9^æturgaíbm Smiðjuvegi 14, %ppavojji, sími 587 6080 Danshús í kvöld og laugardagskvöld leika Hilmar Sverris og Þorsteinn Magnússon Gestasöngkona Anna Vilhjálms Sjáumst hress FÓLK í FRÉTTUM KRÓNPRINSESSAN tekur við blómum frá lítilli stúlku á afmæl- isdaginn. Viktoría þakklát fjölmiðlum KARL Gústav óskar dóttur sinni til hamingju með afmælið. SÆNSKA krónprinsessan Vikt- oría varð 21 árs á þriðjudag. Hún hefur háð erfiða baráttu gegn lystarstoli í átján mánuði. Fram- tíðardrottning Svía er orðin vin- sælasti meðlimur konungsfjöl- skyldunnar í landi þar sem 93% íbúa telja að konungsíjölskyldan standi sig vel, samkvæmt nýlegri könnun Sænskir fjölmiðlar hafa tekið á máli Viktoríu með samúð og er það ólíkt framkomu breski-a fjöl- miðla við Díönu prinsessu, sem lést í bílslysi fyrir tæpu ári eftir að blaðamenn höfðu elt hana um götur Parísar. Allir ganga ígegnum erfíðleika „Mér líður mjög vel, en ég er viss um að allir þurfa að ganga í gegnum erfið tímabil. Hjá mér var það hér inni,“ sagði hún við blaðamenn og benti á hjartastað. „Ég er mjög þakklát íjölmiðluni fyrir að hafa tekið tillit til veikinda minna,“ sagði hún. „Ég kann sannarlega að meta að borin var virðing fyrir mér og mér leyft að vera í friði.“ Viktoría er elst þriggja barna Karls XVI Svíakonungs og Silvíu drottningar. Henni var haldið fyr- ir utan sviðsljósið að mestu í æsku en byijaði að koma fram opinber- lega 18 ára. Síðan hefur hún verið stöðugt í sviðsljósinu. Álagið reyndist hins vegar of mikið fyrir Viktoríu og konungshöllin til- kynnti í nóvember árið 1997 að hún ætti við lystarstol að stríða. Sjúkleiki hennar var augljós. Myndir af henni við opinber tækifæri sýndu á dramatískan hátt hvað hún hafði lést mikið á liðnu ári. „Þetta snýst ekki alltaf um ytri vandamál. Þau geta líka komið að innan og það getur hent alla, ekki aðeins ungar stúlkur heldur einnig stráka,“ sagði Viktoría. „Það tekur tíma og getur verið mjög sárt.“ Vinsælasti meðlimur konungsijölskyldunnar Foreldrar Viktoríu hafa alltaf reynt að gera líf barna sinna eins eðlilegt og kostur er og í janúar á þessu ári fór hún í Yale-háskól- ann í Bandaríkjunum til að stunda nám og flýja sviðsljósið eftir að komið hafði í ljós að hún væri með lystarstol. „Faðir minn hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að ég móti mitt eigið líf, sinni eigin áhugamálum, byggi upp sjálfstraust og nái innri friði,“ sagði hún. „Það hefur verið mér mikii- vægt að fá tækifæri til að kynn- ast öðru þjóðfélagi. Bandarískt samféiag hefur verið ótrúlega spennandi með öllum þeim ólíku menningarstraumum sem þar koma saman." Engar opinberar uppákomur eru á dagskrá hjá Viktoríu á þessu ári fyrir utan árlegan af- mælisfögnuð á sænsku eyjunni Oland, þar sem fjölskyldan á sumarhús. I könnun sem sænska sjónvarpsstöðin TV3 gerði í mars á þessu ári kom í Jjós að Viktoría hafði tekið sæti móður sinnar, Silvíu drottningar, sem vinsæl- asti meðlimur sænsku konungs- íjölskyldunnar. FOSTUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTÖÐVANNA Sjónvarpið ► 20.35 Ráðgáta dags- ins, l:f foreldraleit (Reasons of the Heart, ‘96), er sögð fjalla um unga konu í leit að uppruna sínum. Leik- stjóri Rick Jacobson, með Terry Farrell og Mimi Kennedy. Stöð 2 ►21.00 Sjónvarpsmyndin Silfurnáman (The Legend of Ruby Silver, ‘95), gæti veríð forvitnileg, ef menn halda vel á spöðunum. Ung ekkja ræður sig sem matsvein hjá vafasömum náungum sem halda á fjöll til að opna gamla silfumámu. Græðgin tekur yfírhöndina. IMDb gefur 8.1. Með Rebeccu Jenkins. Leikstjóri Charles Wilkinson. Sýn ► 21.00 Á mannaveiðum - Manhunter, (‘86), Sjá umfjöllun í ramma. Sjónvarpið ► 22.00 Ást í fangelsi (Captives, ‘95), náði aldrei inná tjald í íslensku kvikmyndahúsi. Segir af tannlækni (Julia Ormond) sem tekur að sér störf í fangelsi um svipað leyti Sígrún Eva og Stefán Jökulsson halda uppi fjörinu með léttri sveiflu á Mímisbar. < 'n saga! og hjónaband hennar fer í vaskinn. Þetta er umtöluð mynd sem hóf leik- stjórann, Angelu Pope, til nokkurrar virðingar. Tímartið Boxoffice gefur ★ ★ og segir myndina fara vel af stað, erótísk spenna náist á milli fangans Tim Roth og tanna, en myndin missi síðan dampinn. Stöð 2 ► 22.35 í skugga hins illa (In the Shadow of Evil,’95). Frum- sýning á forvitnilegri sjónvarps- mynd um tuggið efni, lögreglumann á hælum fjöldamorðingja. En mynd- in tekur óhefðbundna stefnu; löggan missir minnið og allt í uppnámi. Með Treat Williams og gæðaleikaranum William H. Macy, (Fargo, Boogie Nights). IMDb gefur I. einkunn, 8.7 Sýn ► 22.55 Gamanmyndin Bófa- hasar (Johnny Dangerously, ‘84), er lítt eftirminnilegt grín um átök bófa á kreppuárunum , þegar vínbannið kom illa við þorstláta menn. Með Michale Keaton í slæmu formi og nokkrum kunnum andlitum í auka- hlutverkum ★ Stöð 2 ► 0.10 Spennumyndin grimma og snjalla með De Niro og Nolte, Víghöfði (CapeFear, ‘91), hefur fengið rækilega umfjöllun á þessum vettvangi, ég hvet fólk enn og aftur að missa ekki af henni. ★ ★★Vz Sýn ► 0.45 Fjandvinir (Enemy Mine, ‘85), er einnig gamall og góður kunningi, sem ég hef bent fólki á að sjá - ef það hefur ánægju af góðum SF-myndum, ★★★ Stöð 2 ►2.15 Enn ein frumsýning á sjónvarpsmynd sem lofar góðu. Götudrós (Daughter of the Streets, ‘90), er um mæðgur, einstæða móður (Jane Alexander), sem hefur ekki gefið sér tíma til að sinna dóttur sinni (Roxanne Zal), sem hefur leiðst útí vændi. Þær eru báðar ágætar leikkonur og leikstjórinn, Ed Sherin, er reyndur maður á þessu sviði. IMDb gefur 7.1 Sæbjörn Valdimarsson Löggan sem handtók Hannibal Lechter Sýn ► 21.00 Hann kom fram á sjónarsviðið, spennuhrollurinn Á mannaveiðum Manhunter, ‘86), nokkrum árum á undan Lömbin þagna, sem er skrifuð af sama manni (Thomas Harris), um sama lögreglumanninn og Seott Glenn lék í þeirri ágætu mynd. Við A.I. segjum um Á manna- veiðum í Myndbandahandbókinn: „Rannsóknarlögreglumaður (William L. Petersen), sérfræð- ingur í að hafa uppá fjöldamorð- ingjum, er fenginn til að leita enn eins brjálæðingsins. Hann hefur sérstakt lag á að setja sig í spor þessara morðingja og fer að ótt- ast um eigin geðheilsu. Full- stíliseraður þriller (leikstjórinn, Michael Mann, er höfundur Mi- ami Vice-þáttanna), á köflum dúndurgóður, spennandi og ógn- vekjandi. Ætti sannarlega að halda áhuga manna vakandi með hraðri og áhi-ifamikilli lýsingu á leit morðingjans - og hverning löggan fær smám saman mynd af honum. Petersen er fantagóður. ★★★„. Svo mörg voru þau orð. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.