Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 60
Jimláí
-setur brag á sérhvern dag!
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Yfirmaður
varnarliðsins
Flugstjóri
hjá TWA
að aðal-
starfi
NYR yfirmaður varnarliðsins í
Keflavík, Daniel L. Kloeppel að
nafni, er kominn til starfa.
Hann er flotaforingi í varaliði
bandaríska hersins. Aðalstarfi
Kloeppels, þegar hann gegnh-
ekki virkri herþjónustu, er
flugstjórn hjá Trans World Air-
lines.
Ráðgert er að Kloeppel
gegni yfirmannsstarfinu fram á
haustið uns skipaður hefur ver-
ið yfinmaður til frambúðar. Að
sögn Friðþórs Eydals, upplýs-
ingafulltrúa varnarliðsins, er
ástæðan fyrir því að Kloeppel
kemur hingað einungis tíma-
bundið sú að forveri hans, John
E. Boyington yngri, var kaliað-
ur til annarra starfa fyrr en
gert var ráð fyrir. „í stað þess
að iáta varnarliðið vera á með-
an undir stjórn næstráðandans
greip flotinn til þess ráðs að
kalla Kloeppel inn til virkrar
herþjónustu. Hann verður hér
þangað til settur verður nýr yf-
irmaður til frambúðar."
Stöð lyfta
ÞRJU börn lokuðust inni í lyftu um
stund í átta hæða fjölbýlishúsi við
Asparfell í Reykjavík um kaffileytið í
gærdag. Var slökkviliðið kallað á
vettvang og aðstoðaði það við að ná
lyftunni niður og börnunum út.
Talið er að einhverjar rafmagns-
truflanir hafi verið í húsinu sem
rugluðu stýrikerfi lyftunnar þannig
að hún stöðvaðist milli hæða.
Reyndu börnin þrjú að opna innri
'dyr lyftunnar en tókst ekki. Varð þá
að bregða á það ráð að slaka lyftunni
niður með sveif úr lyftuhúsinu sem
er ofan við efstu hæðina. Losnuðu
börnin því úr prísundinni eftir
nokkra stund.
Morgunblaðið/Sigurgeir
ÞEGAR björgunarsveit var komin á staðinn var Sigurvin slakað niður
bjargið í sjúkrakörfu. Á minni myndinni sést Sigurvin fluttur í land.
Sköflungsbrotn-
aði í Suðurey
KNATTSPYRNUKAPPINN Sigurvin Ólafsspn,
sonur Ólafs Sigurvinssonar og bróðursonur As-
geirs, leikmaður með IBV, sköflungsbrotnaði í
gær í Suðurey í Vestmannaeyjum. Ohappið vildi
til er hann ásamt félaga sínum, Gunnari Berg
Viktorssyni, var við lundaveiðar í eynni.
Að sögn Gunnars stóðu þeir við bjargbrún og
voru að slaka lunda niður í bát fyrir neðan þegar
reipið skrapp upp af kopp sem því var brugðið
utan um, næstum þrjá metra frá bjargbrúninni,
með þeim afleiðingum að það rann fram af brún-
inni á miklum hraða, enda héngu 200 lundar í
reipinu. A leiðinni slæmdist reipið utan í Sigur-
vin. „Við getum þakkað fyrir að ekki fór verr, við
færðum okkur hvor í sína áttina þegar við sáum
þetta gerast, en reipið fór utan í Sigurvin. Það er
hálfótrúlegt eftir á að hyggja að reipi skuli geta
fótbrotið mann, en við erum heppnir að ekki fór
verr. Við værum ekki til frásagnar ef við hefðum
dottið þarna fram af, en það eru 60 metrar niður
að sjó,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið
í gær.
Kölluðu á björgunarsveit
Gunnar og þriðji félagi þeirra, Ólafur Stefáns-
son, sem var í kofanum á eynni þegar óhappið
átti sér stað, kölluðu til aðstoðar björgunarsveit
sem mætti á staðinn og flutti Sigurvin í land.
Þaðan var hann fluttur með flugvél til Reykjavík-
ur og á bráðamóttöku Landspítalans þar sem
gert var að sárum hans.
Þetta er annað árið sem Sigurvin leikur með
IBV, en hann lék áður með Stuttgart. Hann hóf
keppnistímabilið af krafti í ár en meiddist fyrir
fjórum vikum á hné. Það lítur ekki út iyrir að
Sigurvin geti leikið meira á keppnistímabilinu og
segir Jóhannes Ólafsson, formaður knattspyrnu-
deildar ÍBV, þetta áfall fyrir liðið, „en við erum
með breiðan hóp leikmanna sem hefur unnið síð-
ustu tvo leiki. Það getur auðvitað alltaf komið
fyrir að leikmenn meiðist, þetta er fyrst og
fremst leiðinlegt fyrir hann“.
Skemmdir unnar
á útilistaverkum
SKEMMDIR hafa verið unnar á
ysrkum á sýningu Myndhöggv-
arafélagsins í Reykjavík, Strand-
lengjunni, sem staðið hefur frá 7.
júní meðfram sunnanverðri
strandlengju borgarinnar. „Fólk
hefur almennt tekið sýningunni
vel og sett skemmtilegt mark á
hana með nærveru sinni. En
Arekstur á
einbreiðri brú
ENGAN sakaði í árekstri
I ► tveggja bifreiða á einbreiðri
brú yfir Laxá í Refasveit um
hálfníuleytið í gærkvöldi.
Nokkrar skemmdir urðu á
stýrisbúnaði annars bílsins,
svo hann varð óökufær, en hin-
um var hægt að aka á Blöndu-
ós. Að sögn lögreglu virtist
sem annar ökumaðurinn hefði
ekið heldur greitt.
nokkrir hafa ekki staðizt prófið,
því miður, heldur skemmt nokk-
ur verkanna og þó eitt sýnu
mest,“ segir Kristinn E. Hrafns-
son, formaður sýningarnefndar
Myndhöggvarafélagsins.
Kristinn sagði að fyrst hefðu
tvö nöfn verið máð í burtu, en úr
því hefði strax verið bætt. Síðan
hefur gler verið brotið í einu
verki og annað verk brotið og
málningu sprautað á tvö verk til
viðbótar. En mestar skemmdir
hafa verið unnar á GeimSteini
Brynhildar Þorgeirsdóttur og
sagði Kristinn að búið væri að
rústa verkið og ljóst, að hamast
hefði verið á því með grjóti eða
öðru barefli. „Það er auðvitað
þolraun fyrir samfélagið að hafa
svona sýningu uppi við,“ sagði
Kristinn. „Sem betur fer standast
hana flestir og hafa gaman af að
skoða sýninguna. En því miður
eru alltaf einhverjir á valdi
skemmdarfýsnarinnar."
Morgunblaðið/Ásdís
KRISTINN E. Hrafnsson við GeimStein Brynhildar Þorgeirsdóttur,
sem mestar skemmdir hafa verið unnar á.
Vill leyfa
80 km í Ár-
túnsbrekku
BRÝNT er að endurskoða hraða-
mörk í Reykjavík bæði til hækkun-
ar og lækkunar, að mati Georgs
Kr. Lárussonar lögreglustjóra.
Hefur hann lagt til að leyfður verði
80 km hraði á Miklubraut á kaflan-
um frá gatnamótum Skeiðaivogs
og Réttarholtsvegar, um Ártúns-
höfða og upp í Mosfellsbæ.
Þolir meiri umferðarhraða
Georg Kr. Lárusson segist hafa
sent borgaryfirvöldum, Umferðar-
ráði og Vegagerðinni umrætt er-
indi. Segir hann Vegagerðina telja
að þessi kafli þoli meiri umferðar-
hraða og telur lögreglustjóri skyn-
samlegt að leyfa aukinn hámarks-
hraða.
Þá segir hann einnig koma til
greina að hækka í 80 km hraða-
mörkin á Suðurlandsvegi, frá vega-
mótunum við Vesturlandsveg og
upp fyrir Rauðavatn.
■ Meta verður/30