Morgunblaðið - 13.08.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.08.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 27 LISTIR Heilbrigt líf BÆKUR Sjálfshjálparbók LÍFIÐ í JAFNVÆGI eftir Bob Greene og Oprah Winfrey. PP-forlag 1998. HEILSA hvers manns ætti að vera honum dýrmæt og víst er að bækur sem leiðbeina fólki hvernig lifa megi lífinu betur era vinsæl söluvara. Því eru gefnar út fjöl- margar slíkar árlega, bæði austan hafs og vestan eins og sagt er, og nokkrar þeirra slæðast hingað til lands. Eg var nýlega í bókabúð í Oxford og sá þar gríðarlegt samsafn slíkra heilsubóka sem spanna flest hugsan- leg vandamál í daglegu lífi. Bók Oprah Winfrey og Bobs Greene, „Make the Connection“, var hins vegar ófáanleg í Waterstones (áður Dillons) bókabúðinni en hægt var þó að panta hana. Verðið? Jú, um þús- und krónur. Á íslenzku hefur bók- inni verið valið heitið „Lífið í jafn- vægi. Tíu skref til betri líkama og betri heilsu". PP-forlag gefur hana út innbundna og er hún dýrari þess vegna, en einnig má nefna að Bretar hafa enn ekki tekið upp virðisauka- skatt á bækur eins og því miður var gert hér á landi fyiir nokkrum ár- um. Margar freistingar verða þess vegna á vegi bókaorms í brezkum bókabúðum. En af hverju í ósköpun- um að leita þessa bók uppi á ensku þegar ég var með hana í höndunum á íslenzku? Jú, ég ætlaði að koma brezkri vinkonu minni á óvart og gefa henni bókina af því að mér finnst hún vel uppbyggð og skemmtileg aflestrar. Mér hefur oft fundizt áberandi við lestur fræðslu- bóka fyrir almenning að höfundar reyni að koma fram með einfaldar leiðbeiningar sem auðvelt er að muna og er það vel. Samt er það svo að skilaboðin geta orðið keimlík og þessi bók er svo sem engin undan- tekning. Ein bók sem ég ritdæmdi fyrir 1-2 árum tók fram að 12 mínútna hreyf- ing á dag væri lausnin og fyrir marga (sem fylgt hafa þeim ráðum dyggilega síðan sá ritdómur birtist) er tímabært að stíga næsta skref og fara upp í þær lágmarks 20 mínútur á dag sem hér er mælt með. Bob Greene hefur verið einka- þjálfari Oprah Winfrey í nokkur ár og nafn hennar hlýtur að hafa orðið til þess að bókin varð metsölubók í Bandaríkjunum. Oprah er jú einn vinsælasti sjónvarpsmaður þar í landi og ég get vel skilið að hún nái til áhorfenda í þáttum sínum, svo blátt áfram, einlæg og lifandi sem hún virðist vera. Hún var mjög þétt- holda áram saman og þegar hún fékk Emmy-verðlaunin fyrir bezta viðtalsþátt í sjónvarpi varð hún al- veg miður sín, því að þá þurfti hún að rísa úr sæti sínu á 1. bekki í saln- um, toga niður of stutt pilsið og kjaga upp á svið, vegandi sín 108 kíló. Næsta dag hitti hún Bob Greene í fyrsta sinn og þá fór líf hennar að breytast. Bob hafði aldrei horft á þátt með henni þegar þau kynntust fyrst og ég verð að játa að ég hef ekki séð hana í sjónvarpi. En hún segir sögu sína í inngangi að bókinni og skrifar síðan aðfaraorð að hverj- um kafla fyrir sig. Barátta hennar við kílóin hefur verið harla skraut- leg, þyngdin sveiflast milli 63 og 108 kg áratugum saman. Oprah hefur reynt hugsanlega alla megranar- kúra og rekur þá sögu upp úr dag- bók sinni. Maður brosir gegnum tár- in og kemur í hug nýleg metsölubók eftir Helen Fielding, Bridget Jo- nes’s Diary, þar sem ung kona og ólofuð, búandi í London, er í stöðugu stríði við kaloríur og aðrar nautnir, en það er önnur saga. Æ, nú fékk ég mér óvart kartöfluflögu. Jæja, en skrefin tíu hjá Winfrey- Greene teyminu eru kunnugleg og ég ætla að birta þau hér með nokkrum innskotum, en nánari skýringar er að finna í bókinni. Stundaðu loftsæknar æfingar 5 til 7 daga vikunnar, og helzt á morgn- ana (innskot: Sem dæmi má nefna að ganga, skokka eða hlaupa). Æfðu á þrekpunkti, á 7. eða 8. styrkleikastigi (innskot: Reyndu nægilega á þig svo að þú svitnir og mæðist töluvert). Æfðu þig í 20 til 60 mínútur í hverjum þjálfunartíma. Borðaðu fitusnauðan og rétt sam- settan mat á hverjum degi. Borðaðu 3 máltíðir og 2 snarlbita á hverjum degi (innskot: Borðaðu fremur fyrri hluta dags en á kvöldin). Takmark- aðu eða hættu að neyta áfengis. Hættu að borða 2 til 3 tímum fyrir háttatíma. Drekktu 6 til 8 glös af vatni á dag. Borðaðu að minnsta kosti 2 skammta af ávöxtum og 3 skammta af grænmeti á dag. Endur- nýjaðu heit þitt að lifa heilbrigðu lífi á hverjum degi. Þetta hljómar bara vel, ekki satt? Megrunarkúrar, meinlæti og kalor- íutalning út í hafsauga en hollur matur, hreyfing og sjálfsagi (þetta með gómsætu kartöfluflögurnar) komi þess í stað. En grundvöllur alls er samt að skilja hvers vegna fólk borðar of mikið og að læra að sýna sjálfum sér viðhlítandi virðingu, elska sjálfan sig nægilega til að bæta útlit sitt, þrek og heilsu. Oprah gekk reyndar svo vel að hún komst í toppform og hljóp maraþon í októ- ber 1994 eftir að hafa þjálfað með Bob á annað ár og létzt út 106 í 65 kíló. Undirrituð hefur ekki hugsað sér maraþonhlaup, en ætlar að fara fyrr á fætur á morgnana næstu vikurnar og hlíta ráðum Bobs Greene og Oprah Winfrey. Sjáum hvað setur. Og af því að ég var að ljúka við að lesa Cold Mountain eftir Charles Frasier ætla ég út að ganga í hálf- tima, drekka svo 2 vatnsglös og byrja á nýrri bók eftir Ian McEwan. Katrín Fjeldsted TtírVIJST Djasstónleikar DELERAÐ Óskar Guðjónsson, sópran- og tenór- saxófónar, Edvard Lárusson og Hilm- ar Jensson, gítarar, Þórður Högna- son, bassi, Pétur Grétarsson, slag- verk, Einar Valur Scheving og Matthías MD Hemstock, trommur og ásláttarhljóðfæri. Söngdansar eftir Jón Múla Árnason. Iðnó þriðjudags- kvöldið 11. ágúst 1998. ÞAÐ var kominn tími til að ein- hver íslenskur djassleikari tæki söngdansana hans Jóns Múla og túlkaði þá í anda þeirrar tónlistar sem Jón hefur mest og best kynnt okkur Islendingum. Það var unga saxófónskáldið okkar, Oskar Guð- jónsson, sem átti frumkvæðið að því, setti saman hljómsveitina Delerað og dagskrá uppá tvo tíma sem flutt var án þess gerður væri stans og nú er Jón semsagt kominn í heilskvölds djassútgáfu og væri ekki amalegt að túlkun Oskars Guðjónssonar og fé- laga bættist í hóp þeirra tveggja platna sem þegar hafa verið gefnar út með söngdönsum Jóns Múla, sem flestir era sungnir við texta Jónasar bróður hans. Hjá Óskari var að sjálfsögðu ekkert sungið því þetta var djass af fínustu sort og svona músík einsog flutt var í Iðnó á þriðjudagskvöldið þarf að dreifa til djassleikara, tónleikahaldara og fræðinga um víða veröld og íslenska ríkið og stórfyrirtæki eiga að styrkja þessa hljómsveit til að heim- sækja djasshátíðir því þetta er ekki síðri menningarútflutningur en sin- fónía og stórsöngvarar - ég hef ekki heyrt betri íslenska djasstónleika á þessu ári og af þeim tuttuguogfjór- um tónleikum er ég heyrði á Kaup- mannahafnardjasshátíðinni í sumar hefðu þessir verið vel fyrir ofan miðju. Þannig að Óskfir og kompaní með söngvasjóð Jóns Múla á fullt erindi í víking. Það var troðfullt í Iðnó á þriðju- dagskvöld og tónleikarnir vora end- urteknir á miðvikudagskvöld. Gestir Múlinn á njgum nótum voru á öllum aldri, en áttu það sam- eiginlegt að hrífast af tónlistinni, sem oft var langt frá hefðbundnum djassi og hefði verið kölluð nokkuð strembin í gamla daga og menn klöppuðu og stöppuðu í lokin og uppskára aukalag, Við heimtum aukavinnu, sem Oskar blés í beina tenórinn sinn eftir að bandið hafði hitað upp með eilítið davísku gráfi og í lokin sargaði Þórður laglínuna á hinn húmorískasta hátt svo gleðin ríkti ein á sviðinu og von að Múlinn segði: „Eg held að það sé ekki leiðin- legt að vera í svona bandi.“ Tónleikarnir hófust líka á davísku gi-úfi og Óskar blés Einu sinni á ágústkvöldi ljúflega í beina tenór- inn. Afturá móti breyttist takturinn svolítið þegar Jólasveinasöngurinn úr Deleríum Búbonis var leikinn. Eddi Lár yar blúsaður í sólóunum sínum og Óskar blés í gamla tenór- inn og varð dálítið Rollins-legur einsog jafnan er hann handleikur þann bogna. Enda þetta lag þeirrar gerðar að Sonny Rollins hefði alveg getað dottið í hug að djassa það hefði hann þekkt það. Svo var komið að sópraninum og Rjúkandi ráð blásin dálítið frjálst og Pétur sló marimbuna en Sérlegi sendiherrann var ljúfsár og gítarar Edda og Hilmars runnu nærþví í eitt, hvellir og mjúkir, og trommararnir burst- uðu undir ljúfum tenórblæstri Óskars. Ástardúettinn hefðý mátt túlka á sama hátt, en aðal Óskars hefur löngum verið fjölbreytni og hugmyndaauðgi. Frumskógurinn ríkti í rýþmanum og sópraninn þan- inn í austurátt. Stemmningin breytt- ist svo í Það sem ekki má, þarsem raftónar ríktu í upphafi þartil Óskar boðaði fagnaðarerindi laglínunnar. Óskar og félagar vora ekki með flóknar útsetningar á söngdönsum Jóns, heldur var sköpuð rýþmísk spenna undir írjálslegum spuna þarsem fullur tránaður var við dansana. Þetta var ekkert ólíkt því sem Miles Davis var að gera síðustu áratugi og djassmenn um víðan völl. Án þín var óhemju skemmtilega útfært og sólóar í klassískum frammúrstefnuanda; stígandi, þögn, svo örstutt sveifla í lokin. Eg man þá tíð var flutt á ljúfum ballöðunótum en svo kom lagið ástsæla: Brestir og brak. Þá ríkti hin klassíska sveifla í fyrsta skipti á sviðinu og þeir félag- ar hver öðrum betri í sólóum sínum og í fyrsta skipti var klappað á eftir hverjum sóló að djasssið. Þarna átti það líka við en í fyi'ri söngdönsum kvöldsins hefði djassklappið truflað tónlistina - svona næmt var púp- likumið í Iðnó þetta kvöld. Djassvalsinn frægi, Víkivaki, sem Niels-Henning hefur ma. flutt marg- sinnis með tríóum sínum, var leikinn afturábak og áfram. Ikavikiv hljóm- aði ótrúlega vel - hefði getað verið kompósísjón eftir einhvern frammúrstefnudjasspáfann - og svo kom Víkivakinn - ekta, yndislegur og hefðbundinn. Gettu hver hún er? blés Óskar í sópran og undirleikur- inn af bjölluætt, en ekkert slíkt var á dagskrá í lokalaginu á efnis- skránni. Hrynurinn í Augun þín blá var afríska gerðin af svörtu Suður- Ameríku-sömbunni og Óskar blés af rollinskum karnívalkrafti. Það væri að æra óstöðugan að ræða um hvern og einn er þarna kom fram - allur hljóðfæraleikur var fyrsta klassa og þarna blönduð- ust vel menn með ólíka skapgerð, bakgrunn og menntun - þarna náð- ist sú samkennd sem verður að ríkja eigi að skapa alvöra djassverk - og ekki er verra að vera vitni að slíku þegar maður skemmtir sér svona vel í leiðinni. Hafi listamennirnir allir er á svið- inu stóðu heila þökk fyrir og ekki síður djassprófessorinn á fremsta bekk. Höfundur hráefnisins. Vernharður Linnet GSM * jLÆ'A Ék. ‘ * . 7,'^V / verslunum TALs, Kringlunni og Síðumúla 28 12.900 kr. Motorola d160 GSM slmi Handfrjáls búnaður Leðurtaska TALkort 14.900 kr. Motorola SlimUte GSM sími aðeiris 122 g Leðurtaska TALkort Gríptu tækifærið! í nýrrí og glæsilegrí verslun TALs í Krínglunni bjóðum við nú hreint ótrúlegt GSM tilboð. Tryggðu þér Motorola GSM síma á góðu verði og komdu með í loftið! Motorola er mest seldi GSM síminn í Bandaríkjunum. Verð frá 12.900,- kr. Nánarí upplýsingar ísíma 570 6060 einnig á www.tal.is. k ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.