Morgunblaðið - 13.08.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Laxá í Aðaldal Veiddi 24 punda lax í LAXÁ í Aðaldal veiddist í fyrradag 24 punda lax og er hann sá stærsti sem fengið hefur vottaða vigtun í Vökuholti, veiði- húsi Laxárfélagsins í Aðaldal, í sumar en þar er löggilt vigt. Þórunn Alfreðsdóttir, ráðs- kona í Vökuholti, vottar vigtun allra laxa sem eru yfir 20 pund- um og segir laxinn sem veiddist í fyrradag þann stærsta sem kom- ið hafi í hús hjá sér í sumar. Ragnhildur Pétursdóttir veiddi iaxinn og segir hann stærsta fisk sem hún hafi veitt á um tuttugu ára veiðiferli. „Það verður erfitt að fá stærri lax eftir þetta,“ sagði Ragnhildur í samtaii við Morgunblaðið. Ragnhildur veiddi laxinn í Brúarhyl á maðk en liún segir laxinn hafi tekið maðkinn í kjaft- vikið eins og flugu. Hún segir að- stæður við Brúarhyl nokkuð erf- iðar þar sem bakkarnir séu mjög háir. Það hafi því verið góð til- finning að landa honum þar ein síns iiðs. „Þetta var mjög þungur fiskur, 24 pund og 104 cm á lengd og auk þess nokkuð spræk- ur. Við siógumst í um hálftima, hann vildi fara upp og niður og sína leið en ég togaðist á við hann og náði að lokum yfirhönd- inni,“ sagði Ragnhildur. Ragnhildur var búin að veiða í ánni í Qóra daga þegar hún náði stóra iaxinum. Hún segir flesta laxana sem veiddust þessa daga hafa verið um 7 pund, Guðrún Kristmundsdóttir hafi fengið 17 punda lax á flugu einn daginn, konumar hafi því verið fengsæl- ar þessa daga í Laxá. Morgunblaðið/Erlmgur Helgason RAGNHILDUR Pétursdóttir með Iaxinn stóra, 24 pund og 104 cm, sem hún veiddi í Laxá í Aðaldal. Lækkun á verði olíu á heimsmarkaði Gæti lækkað útgjöld um 1-2 milljarða LÆKKUN olíuverðs það sem af er þessu ári gæti auðveldlega bætt stöðu þjóðarbúsins um 1-2 millj- arða króna á þessu ári ef lækkunin verður til frambúðar. Verðið hefur ekki orðið jafnlágt frá árinu 1986 og hefur lækkunin að undanförnu einkum komið fram í lækkun á verði hráolíu og gasolíu, en verð á bensíni er enn að mestu óbreytt. Bjöm Rúnar Guðmundsson, forstöðumaður hjá Þjóðhagsstofn- un, sagði að verðlækkunin hefði jákvæð áhrif á rekstur þjóðarbús- ins og minnkaði viðskiptahallann. Á síðasta ári voru fluttar olíuvörur til landsins fyrir tæpa 10 milljarða króna, en þá nam heildarvöruinn- flutningurinn, ef þjónusta er und- anskilin, 131 milljarði króna. Hrá- olíuverð á síðasta ári var að með- altali 19,1 Bandaríkjadalur fyrir fatið á Rotterdammarkaði, en var komið niður fyrir 12 dali fatið í gær. Björn Rúnar sagði að miðað við þessar tölur gæti sparnaður þjóðarbúsins á ársgrundvelli numið 1-2 milljörðum króna. Verð á skipagasolíu lækkar Skipagasolía lækkaði hjá Skelj- ungi 1. júlí síðastliðinn um eina krónu lítrinn og hefur verðið síðan þá verið 16,80 kr. Dísilolía lækkaði á sama tíma um 50 aura lítrinn í 27,30 aura. Verðið á mörkuðum erlendis breyttist lítið í júlímán- uði, en síðustu dagana hefur það lækkað um 10 til 15 Bandaríkja- dali tonnið. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, sagði að félög- in fengju farma frekar títt eða kannski á 25-30 daga fresti og hann gerði ráð fyrir því að verð- lagningin yrði skoðuð gaumgæfi- j lega nú í ljósi þessara atburða. Óvissa um verðþróun á heimsmarkaði Verð á bensíni á heimsmarkaði hef- ur hins vegar lítið breyst frá því í vor og er í kringum 160 dalir tonn- ið. Mikil óvissa ríkir á heimsmark- aði um þá verðþróun sem framund- an er. Meginástæða verðlækkunar- innar er offramleiðsla, en ríki í samtökum olíuframleiðsluríkja 1 hafa ekki staðið við yfirlýst mark- mið um samdrátt í framleiðslu. Einar Sigurðsson, aðstoðarmað- ur forstjóra Flugleiða, sagði að lækkun eldsneytisverðs hefði já- kvæð áhrif á rekstur félagsins. Þó hefðu sveiflur í eldsneytisverði skipt félagið meira máli á árum áður þegar eldri og eyðslufrekari j flugvélategundir voru í rekstri hjá félaginu. Nýju vélarnar eyddu minna eldsneyti, en útgjöld vegna þess hefðu á árinu 1996 til dæmis numið um 10% af heildarrekstrar- kostnaði félagsins. Opinber heimsókn Davíðs Oddssonar til Grænlands Samstarf milli landanna eflt DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra heimsótti í gær m.a. þjóð- minjasafn Grænlendinga og há- skólann í Grænlandi. Heimsókn- inni er ætlað að efla samstarf Grænlendinga og íslendinga og í yfirlýsingu sem undirrituð var í fyrradag er kveðið á um næstu skref í samstarfi landanna, m.a. í menntamálum og ferðamálum Rætt um samvinnu Opinber heimsókn forsætis- ráðherra til Grænlands hófst á mánudag og átti hann þá m.a. fund með Jonathan Motzfeldt, formanni grænlensku landstjórn- arinnar, og ræddu þeir margs konai' samvinnu og samskipti landanna og undin-ituðu sameig- inlega yfirlýsingu. Munu þeir eiga fleiri fundi á meðan á heim- sókninni stendur. Tuttugu milljónir til uppbyggingar Meðal þeirra staða sem Davíð mun heimsækja á Grænlandi er bær Eiríks rauða í Brattahlíð við Eiríksfjörð. Ríkisstjórn íslands mun leggja fram 20 milljónir króna til uppbyggingar hans, til að minnast sögulegra tengsla landanna. Þetta er í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Islands fer í opinbera heimsókn til Græn- lands. Með Davíð í fór er Ástríð- ur Thorarensen, eiginkona hans. Áætlað er að heimsókninni ljúki á föstudag. Morgunblaðið/Árni Sæberg DR. WERNER Hoyer, aðstoðarutanríkisráðherra Þýskalands, ásamt Birni Bjarnasyni, menntamálaráðherra. Ræddu samskipti íslands og Þýskalands DR. WERNER Hoyer, aðstoð- arutanríkisráðherra Þýskalands, er staddur hér á landi þessa dagana. I gær átti hann m.a. viðræður við Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra þar sem þeir ræddu samskipti þjóðanna í menningar- og mennta- málum. Einnig ræddu þeir samskipti þjóðanna almennt og um alþjóðamál. Aðspurður sagði Björn að málefni Goethe-stofnunarinnar hefði borið á góma, en það mál væri óbreytt og ákvörðun þeirra stæði. Hoyer verður hér á landi til 18. ágúst, en með honum í för er eigin- kona hans, Katja Hoyer. Enski bolt- inn á bolta- vef Morg- unblaðsins Á BOLTAVEF Morgun- blaðsins verður opnaður sér- stakur vefur 15. ágúst sem helgaður verður ensku úrvals- deildinni. Á vefnum verður að finna yfirgripsmiklar upplýs- ingar um öll liðin og alla leik- mennina í deildinni. Þá verður umfjöllun um hverja einustu umferð í ensku úrvalsdeildinni á sama tíma og leikirnir fara fram. Einnig munu fréttir af ensku úrvalsdeildinni verða uppfærðar daglega á vefnum. Á boltavef Morgunblaðsins eru þegar fyrir þrír sérstakir vefir; Landssímadeildin, Meistara- deildin og HM-vefurinn. Hægt er að nálgast vefinn með því að slá inn slóðina http://www.mbl.is/bolt- inn/enski/ eða smella á hnapp- inn Enski boltinn sem er stað- settur á Fótboltavef blaðsins. VlDSiaPn MVINNULÍF TÆKNI FJARSKIPTI Evrópsk * ráðstefna Brýnt að bæta tölvuþekkingu/B4 10% hlut- deild Tals Mikil og hröð uPPbygging/B5 VIDSKIFn AMNNULÍF Ekkert heimsmet féll á „Gullmótinu" í Zurich/C4 Guðjón Þórðarson sagði; Nei! við Dundee United/CI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.