Morgunblaðið - 13.08.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.08.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 ERLENT MORGUNB LAÐIÐ Starr sendir þinginu væntanlega skýrslu innan skamms Ekki orð um Whitewater KENNETH Starr, sérstakur sak- sóknari í Bandaríkjunum, kann að senda bandaríska þinginu skýrslu um rannsókn sína á meintu misferli forsetans innan nokkurra vikna, að því er blaðið Washington Post greindi frá í gær. Skýrslan mun að öllum líkindum aðeins fjalla um meint samband forsetans við Monicu Lewinsky og gjörðir sem leitt gætu til ákæru fyrir embættisafglöp. Blaðið hefur eftú' heimildarmönn- um sem þekkja til rannsóknar Starrs að í skýrslunni verði ekkert fjallað um Whitewater-málið, og meinta að- ild forsetahjónanna að gjaldþrots- máli í ríkisstjóratíð Bills Clintons í Arkansas. Starr hefur verið að rann- saka það mál í fjögur ár. Þess í stað mun skýrslan einungis innihalda umfjöllun og gögn er tengjast spumingum um það hvort forsetinn hafi logið í eiðsvarinni yfir- lýsingu sem hann gaf í tengslum við mál er Paula Jones höfðaði á hendur honum fyrir meinta kynferðisáreitni. Því máli hefur verið vísað frá dómi. I yfirlýsingunni neitaði Clinton því að hafa átt í ástarsambandi við Lewin- sky, og rannsókn Starrs beinist einnig að því hvort forsetinn hafi hvatt Lewinsky til að segja ósatt í yfirlýsingu sem hún gaf í tengslum við sama mál. Clinton mun bera vitni fyrir rann- sóknarkviðdómi Starrs 17. ágúst nk. og telja fréttaskýrendur Washington Post að framburður forsetans muni hafa áhrif á innihald skýrslunnar. Hefur blaðið eftir heimildarmönnum að í skýrslunni verði hvorki lagðar fram niðurstöður né ábendingar til þingmanna um hvað þeim beri að gera. Þess í stað verði gerð grein fyrir þeim sönnunai'gögnum sem aflað hafi verið um misferli af hálfu forset- ans, og einnig verði sýnt fram á hvernig þessara gagna hafi verið afl- að. Meðal þeirra gagna sem lögð verði fram séu afrit af framburði vitna frammi fyrir rannsóknarkvið- dómi, slgalfest og efnisleg gögn, auk segulbandsupptakna sem Linda Tripp gerði af samtölum sínum við Lewinsky. Reuters Deilt um hrað- braut Færeyska stjórnarandstaðan andvig sjálfstæðisáætlunum Segja sjálfstæði vera á kostnað velferðar FÆREYSKA stjórnarandstaðan styður ekki áætlanir landstjórnarinn- ar um sjálfstæði Færeyja, þrátt fyrir að margir þingmenn hennar séu fylgjandi því að eyjarnar verði fyrr eða síðar fullvalda. Ástæðan er sú að stjómarandstöðuflokkamir óttast að sjálfstæði verði á kostnað velferðar- innar, að því er Ritzau-fréttastofan hefur eftir Joannes Eidesgaard, for- manni Jafnaðarmannaflokksins. Eidesgaard segir flokk sinn hafa miklar efasemdir um það hvemig landstjómin hyggist vinna að sjálf- stæðismálinu. „Nokkrir þingmenn landstjómarinnar hafa t.d. sagt að fjárframlag Danmerkur til Færeyja, sem nemur einum milljarði dkr. [um 10 milljörðum ísl. kr.], eigi að hverfa eins fljótt og auðið er. En það er bara draumsýn,“ segir Eidesgaard. Hann telur Færeyinga ekki geta verið án fjárstuðnings Dana enn sem komið er, þótt hann óski þess að hann hverfi með tímanum. Missi Færeyingar fjárstuðning Dana nú muni það hins vegar leiða til mikils niðurskurðar, sem muni hafa alvar- legar afleiðingar fyrir færeyskt sam- félag. Segir Eidesgaard að það kunni jafnvel að leiða til þess að allt að 10.000 Færeyingar neyðist til að flytja úr landi. Pólitískt sjálfstæði fyrst? Þrír flokkar standa að færeysku landstjóminni, Fólkaflokkurinn, Sjálfstýi-iflokkurinn og Þjóðveldis- flokkurinn. Eidesgaard segir þing- menn síðastnefna flokksins hafa lýst því yfir að þeir séu fylgjandi því að fyrst skuli stefnt að pólitísku sj álf- stæði en síðan því efnahagslega. Óli Breckmann í Fólkaflokknum hefur hins vegar mótmælt þessu og bendir á að efnahagslegt sjálfstæði verði að nást áður en pólitískt sjálfstæði sé raunhæft. Landstjómin hefur lýst því yfir að tiHaga um sjálfstæði Færeyja verði borin undir þjóðaratkvæði í Færeyj- um. Eidesgaard varai' stjómina við því að halda jafnaðarmönnum utan undirbúnings slíkrar tillögu. Segir hann að það geti orðið til þess að flokkurinn hvetji kjósendur sína til að hafna sjálfstæði. ÖFGASINNAÐUR bókstafstrú- argyðingur missir bænabókina sína þegar ísraelskur Iögreglu- maður stjakar við honum. I gær beitti lögregla í Jerúsalem valdi til þess að fjarlægja öfgasinna af byggingarsvæði hraðbrautar í borginni, en bókstafstrúarmenn- irnir höfðu mótmælt bygging- unni á þeim forsendum að forn bein fundust á svæðinu. Hafa öfgasinnar haldið áfram að mót- mæla byggingarframkvæmdun- um þrátt fyrir að megnið af beinunum hafi verið flutt á brott. Bókstafstrúarmennimir halda því fram að þarna sé um að ræða fornar grafir gyðinga, en ísraelskir fornleifafræðingar segja að í gröfunum hafí hvílt kristnir menn frá tífnum Austrómverska ríkisins. Ný bók eftir bandarískan blaðamann um dauða Díönu prinsessu Drottningin sökuð um kaldlyndi London, Los Angeles. Reuters. TALSMENN bresku konungsfjölskyldunnar vís- uðu í gær á bug upplýsingum sem fram koma í nýrri bók um Díönu prinsessu af Wales. Sögðu talsmenn Buckingham-hallar að staðhæfingar sem fram koma í bókinni „The day Diana died“ f þá veru að Elfsabet Englandsdrottning hafi brugðist við fregnum af andláti Díönu af kald- lyndi séu „alger íjarstæða" og kváðust líta bók- ina þeim fyrirlitningaraugum sem hún ætti skil- ið. Bandaríski blaðamaðurinn Christopher And- ersen er höfundur bókarinnar og segist byggja hana á samtölum við starfsfólk sjúkrahússins í París, innanbúðarfólk í Buckingham-höll og „heimildarmenn á æðstu stöðum“. Staðhæfir Andersen að Englandsdrottningu hafi mest ver- ið umhugað um að endurheimta konunglega skartgripi Díönu eftir að hún frétti af bílslysi hennar. Að sögn Andersens sýndi Elfsabet „ótrúlegt kaldlyndi" og nóttina örlagaríku í ágúst á síð- asta ári kom hún meira að segja í veg fyrir að Karl Bretaprins vekti syni sína Vilhjálm og Harry til að segja þeim af andláti Díönu. Jafn- framt beitti Elísabet sér gegn því að Karl héldi til Parísar til að flytja lík Díönu heim. Þegar hin látna hafði verið flutt til London var Vil- hjálmur prins sfðan óþreyjufullur að vita hvers vegna konungsfjölskyldan héldi áfram til í kast- ala sfnum í Balmoral í Skotlandi í stað þess að fara og vera nærri hinni látnu. „Þar að auki,“ sagði Andersen í samtali við Reuters-fréttastofuna, „krafðist drottningin þess að fjölskyldan færi til guðsþjónustu í Balmoral-kirkju eins og venjulega daginn eftir andlát Díönu. Hlýtur þetta að hafa verið eina kirlqan á gervallri plánetunni þar sem nafn Díönu bar ekki á góma í guðsþjónustu og Harry prins sneri sér þess vegna að föður sfnum og spurði hann hvort mamma sín væri örugglega dáin.“ Karl var miður sín Andersen hefur áður ritað metsölubók um Jackie Kennedy Onassis, ekkju Johns F. Kenn- edy Bandaríkjaforseta, en að hans sögn gengu þeir Karl og Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, loks á fund drottningar og settu henni úrslitakosti. Annaðhvort myndi hún ávarpa þjóð sína eða eiga á hættu að verða úthrópuð við út- fór Díönu. Á Karl að hafa sagt móður sinni að ef hún ávarpaði ekki bresku þjóðina þá myndi hann sjálfur gera það „og biðjast afsökunar á kaldlyndi Windsor-konungsfjölskyldunnar og að hún léti sig engu varða harm þjóðar sinnar.“ Segir Andersen að Karl hafí verið afar sorg- bitinn þegar hann heyrði af andláti fyrrum eig- inkonu sinnar og leið næstum yfir hann þegar hann fyrst sá lík Dfönu. Heldur Andersen því fram að í þann mund sem sjúkraflutningamenn drógu Díönu út úr flaki Mercedes-bifreiðarinn- ar í París hafi hún mælt sín hinstu orð: „Guð minn góður, hvað hefur gerst?“ Noregur bannar olíu- vinnslu í Barentshafi Norsk Hydro íhugar málsókn NORSK Hydro íhugar nú að fara í skaðabótamál við norsku ríkisstjóm- ina eftir að Guro Fjellanger umhverf- ismálaráðherra neitaði að veita fyiir- tækinu og Statoil leyfi til olíu- og gasvinnslu undan ströndum Finn- merkur. Umhverfisverndarsamtök hafa deilt hart á fyrirhugaða vinnslu og gæti mál þetta orðið hið mesta vandræðamál fyrir norsku ríkis- stjórnina, að því er segir í Aftenpost- en. Olíu- og gasvinnslan í Barentshafi sem um er deilt, kallast Mjallhvítar- verkefnið. „Olíufélögin voru plötuð til þess að veita milljörðum króna í leit að olíu og gasi í Barentshafi. Við höf- um fengið leyfi og Stórþingið hefur verið jákvætt. Leggist ríkisstjómin gegn verkefninu og fái þingmenn í lið með sér, fóram við í skaðabótamál," segir Tor Steinum, næstæðsti yfir- maður upplýsingadeildar Norsk Hydro. Ríkisolíufyrii'tækið Statoil vill ekki tjá sig um mögulegar skaðabótakröf- ur en lýsir hins vegar furðu á ákvörð- un umhverfisráðherrans. Einkum og sér í lagi ákvörðun hennar um að banna verkefnið áður en formleg um- sókn fyrirtækjanna, og þar með um- fang og fyrirkomulag vinnslunnar, liggur fyrir. Málið verður ekki tekið fyrir í rík- isstjóminni fyrr en að ári og síðan fer málið fyrir þingið. Nú þegar er ljóst að hart verður tekist á um málið, þar sem ýmsir ráðherrar og þingmenn hafa lýst áhuga með og á móti verk- efninu. Þeir sem era meðmæltir því benda á að það muni veita hundruðum manna atvinnu í Finnmörku, þar sem atvinnuleysi er með því mesta i Nor- egi, um 4,4%. Umhverfisvemdarsam- tök benda hins vegar á að vinnslan kunni að hafa alvarleg áhrif á lífríkið í Barentshafi, auk þess sem veðurfar á norðurslóðum kunni að gera björg- unaraðgerðir, verði alvarlegt um- hverfisslys á svæðinu, nær ómögu- legar. ESB beiti sér gegn barnavændi Brussel. Reuters. ALLT að 90 af hundraði Evrópubúa eru hlynnt því að Evrópusambandið (ESB) láti til skarar skríða gegn ferðaþjónustu í tengslum við barna- vændi samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar er ESB greindi frá í gær. Rúmlega 16 þúsund manns í ESB- ríkjunum tóku þátt í könnuninni, og af þeim töldu 88% að „bráðnauðsyn- legt“ væri að sambandið beitti sér gegn því að böm væm seld í vændi eða misnotuð með öðmm hætti af ferðamönnum. Sextíu og þrjú prósent töldu þetta vandamál útbreitt og 45% sögðu það fyrir hendi í eigin landi. Það hlutfall var hæst í Portúgal, 86%. Flestir töldu þó að ferðaþjónusta í tengslum við barnavændi væri mest í Asíu. Yfir helmingur aðspurðra, eða 57%, kvaðst óánægður með þær að- gerðir sem gripið hefði verið til í ein- stökum ríkjum vegna þessa vanda- máls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.