Morgunblaðið - 13.08.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.08.1998, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Erfðagreiningin er efni fyrstu greinar af þremur sem Jóhannes Helgi mun skrifa í Morgunblaðið um íslenska stjórnsýslu. i PAÐ ER kunnara en frá þurfí að segja að keisarar, biskupar og ráðherrar geta orðið veikir rétt eins og ann- að fólk. Hvorki blátt blóð né purpurakápa eru nein vöm gegn sjúkdómum, ekki einu sinni svo hversdagsleg- um uppákomum sem kvefi og fótsveppi. En þeim mun frægari og áhrifameiri sem þær persónur eru sem kenna sér meins, þeim mun afdrifaríkari geta afleiðingarn- ar orðið. Það hendir meira að segja af og til að mjög svo lítilfjörlegur sjúkdómur verður þeirrar upphefð- ar aðnjótandi að verða konungleg písl. Og önnur sjúkdómstilfelli geta og hafa vafalaust haft bein áhrif á gang mannkynssögunnar. Hver veit nema Napóleon hafi þjáðst bæði af höfuðverk samfara tannpínu nóttina fyrir orrustuna við Waterloo, þar sem barist var um framtíðarstjóm- skipan Evrópu. Hvorki meira né minna. Við vitum að hann svaf ekki nema tvo tíma nóttina fyrir orrust- una og þau vandkvæði hugsanlega skipt sköpum um úrslitin, ósigur hans fyrir Wellington og samherj- um hans. Að ekki sé talað um Olaf helga nóttina fyrir Stiklastaðabar- daga. Á hann rann heldur ekki höfgi fyrr en mót deginum uns Þormóður Kolbrúnarskáld vakti herinn með því að kveða við raust Bjarkamál hin fornu. Olafur kann einnig að hafa liðið af brjóstsviða og vind- gangi, með stómm fretum, þessa örlaganótt og naut þar í engu heil- agleika síns. En hvað með þagnarskylduna. Þarf ekki að halda hana í heiðri. Það veltur á ýmsu. Hver sem þess óskar getur sökkt sér niður í sjúkdóms- sögu frægra persóna svo fremi þær hafi verið dauðar nógu lengi. Það gilti þó ekki um Churchill. Það var ekki löngu eftir lát hans að líflæknir hans sendi frá sér gilda bók troð- fulla af heilsufarslegum skafönkum þessa fræga stjórnmálamanns. Enginn þarf þó að segja manni að líflæknirinn hafi getað gefið út þá bók án samþykkis vandamanna Churchills og hlutdeildar í ágóða af sölu bókarinnar. Það er þeirra mál. Ekkjan átti í erfiðleikum með að halda húseigninni eftir fráfall Churehills og börn frægra manna virðast oftar en ekki haldin krónískri fjárþröng. II Öðru máli gegnir um löngu dauða menn. Þeir eru réttlausir, almenn- ingseign, tilheyra Sögunni. Nefna má t.d. sælan Martein Lúther. Svo litríkur persónuleiki hefur ekki komist hjá rannsókn síðari tíma að því er varðar líkamlega skafanka. Paul J. Reiter hefur skrifað tveggja binda verk sem heitir: „Martin Luthers Umwelt, Charakter und Psychose". Reiter kemst þar að þeirri niðurstöðu að Lúther hafi verið „maniodepressivur" (sinnis- veiki sem lýsir sér í sterkum sveifl- um milli sinnuleysis og ofláta). Hann þjáðist einnig af nýmastein- um. Og hann var ekki smálegur í þeim efnum. Eitt sinn þegar stein- arnir gengu niður af honum fylltist 12 lítra fata.* Lúther var bjórsvelgur og mat- hákur svo sem títt er um stórvaxna og hrausta menn, enda engin hætta á að furstar og aðall Evrópu héldu hann ekki vel í mat og drykk. Mótmæli hans negld á kirkjuhurðina í Wittenberg gegn af- látsbréfum páfa fyrir drýgða og fyrirhugaða glæpi urðu stórpólitísk og gáfu konungum og aðli Norður-Evrópu kærkomna átyllu til að leggja hald á þær gíf- urlegu eignir í löndum og lausum aurum sem kaþólska kirkjan hafði svælt undir sig um langt skeið og umskipt- in kölluð siðbót, svo sem hvert mannsbarn veit, sú siðbót sem leiddi Jón Arason og syni hans und- ir böðulsexi í Skálholti forðum og gerði Kristján III, þáverandi kon- ung vom af guðs náð, að stærsta jarðeiganda á Islandi. Peningalyktina frá Wittenberg lagði sem sé strax norður alla Evr- ópu. Og nú leggur stæka peninga- lyktina af heimulegustu einkamál- um fslendinga og frá hálendinu yfir gervallt ísland. III En það var erfðagreiningin. Kára Stefánssyni gengur vafalaust gott eitt til með framtaki sínu, en hann hefur sagt oftar en einu sinni efnis- lega eitthvað á þessa leið og vísar þar til sjúkrasþýrslna tengdra ætt- fræðigögnum íslendinga í fyrirhug- uðum miðlægum gagnagrunni: Þama liggja dulin verðmæti og hví þá ekki að gera þau að beinhörðum verðmætum í þágu læknavísind- anna? Það var og. Dulin verðmæti leynast raunar miklu víðar. Konur búa t.d. yfir duldum verðmætum og að jafnaði sómasamlega huldum. Engum sómakæram manni dettur samt í hug að gera þau verðmæti að beinni söluvöru, sem þá kallast vændi og hefur fyrir löngu verið skilgreint sem elsta atvinnugreinin og á þessari öld algeng sem aldrei fyrr, og hvort heldur mönnum líkar betur eða verr: gegn margvíslegu endurgjaldi óduldu sem duldu: reiðufé, varanlegum eignum, titlum, ýmsum arðvænlegum samböndum, munúð, að ógleymdu ótvírætt sið- rænu fyrirbæri, æ sjaldgæfara þó, sem kallast hugástir og eru fyrir ut- an og ofan þessar vangaveltur. Það fer hins vegar ekki milli mála að þessi duldu verðmæti konunnar eru einkamál og öll hnýsni í þau flokkast undir brot á friðhelgi einkalífsins, sem því miður er ekki virt sem skyldi á fjölmiðlaöld. Sjúk- dómsskýrslur manna eru hins vegar ótvírætt enn viðkvæmara einkamál og allt grams í þeim, hver svo sem tilgangurinn er og hvort heldur við- komandi er lífs eða liðinn, hlýtur að flokkast annars vegar undir verstu hugsanlegu röskun á friðhelgi einkalífsins og hins vegar röskun á grafarró og er enn lúalegri hinni fyrrnefndu, svo sem nýlegt dóms- mál tekur af öll tvímæli um. IV „Verðmæti" skilgreinir Kári sýsl- an sína og félaga sinna. „Verðmæti" fyrir hvem? Væntanlega annars vegar fyrir kaupanda og hins vegar fyrir seljanda. Enginn getur keypt það sem ekki er til sölu og enginn getur selt það sem hann ekki á. Úr því að sjúkraskýrslur Jóns Jónsson- ar eru skyndilega orðnar eftirsótt verðmæti liggur í augum uppi að ráðstöfunarrétturinn á þeim og arð- Jdhannes Helgi Churchill Jón Arason „Það er kunnara en frá þurfi að segja að keisarar, biskupar og ráðherrar geta orðið veikir rétt eins og annað fólk. Hvorki blátt blóð né purpurakápa eru nein vörn gegn sjúkdómum, ekki einu sinni svo hversdags- legum uppákomum sem kvefi og fótsveppi." Napdleon Marteinn Lúther Kristján III ur liggur hjá Jóni Jónssyni, en ekki hjá ríkisvaldinu. Þær eru einkamál Jóns og honum því frjálst að gefa þær eða selja, ef honum sýnist svo, og eins að hafna hvorutveggja. Tómas Helgason hefur reiknað út að sjúkraskýrslur Islendinga í vörslu heilbrigðisstofnana sam- keyrðar í ættfræðitengdan gagna- grunn, séu ekki tugmilljarða virði, heldur hundraða milljarða. Förum hóflega í sakirnar og metum þær á 135 milljarða ísl. króna. Það gerir hálfa milljón á hvert mannsbarn í landinu, 2 milljónir á hverja fjög- urra manna fjölskyldu. Þessi verð- mæti geta stjórnvöld ekki afhent. Af hverju ekki? Af því að þau eiga ekki þessar upplýsingar. Þeirra hef- ur verið aflað með skattpeningi þjóðarinnar. Og maður spyr sjálfan sig: hvað á að selja næst? y Kvótakerfíð, fískveiðistjóiTiunin, sem var og er nauðsynleg, hafa harðvítugir gróðapungar í tímans rás fordjarfað í þeim mæli að ósýnt er í hvers eigu sjálf lífsbjörg þjóðar- innar nú er. Hálendið, ef að líkum lætur sennilega eftirsóttasta útivist- arsvæði Evrópu á næstu öld, það sem eftir stendur þegar víman er runnin af Landsvirkjun, hefur verið afhent 6 prósentum þjóðarinnar, 40 hreppum, og er þar með, ef marka má landamerkjaþrætugirni Islend- inga á liðnum öldum, verið að efna til Sturlungaaldar í dómsölum landsins um ófyrirsjáanlega fram- tíð. Og nú er sem sé komið að við- kvæmustu einkamálum þjóðarinn- ar. Það var á hangandi hári að for- sjálum mönnum innan þings og ut- an tækist undir þinglok að forða því að viðkvæmustu einkamál þjóðar- innar yrðu að henni forspurðri færð íslenskri erfðagreiningu á silfurfati. Nú er að vísu látið að því liggja að fólk geti skriflega lagt bann við _að sjúkdómsgögn þess verði afhent Is- lenskri erfðagreiningu. En á þessu atriði þarf að hafa endaskipti. Nán- ast í hverri viku troðfyllast póst- kassar landsmanna af litprentuðum bæklingum með allskyns vörutil- boðum. Það ætti því ekki að vefjast fyrir Erfðagreiningunni með alla sína milljarða að senda landsmönn- um plagg til formlegs samþykkis eða synjunar á nýtingu stofnunar- innar á sjúkraskrám viðkomandi. Með því væri gengið hreint til verks þannig að stofnunin hefði heimild- ina eða synjunina svart á hvítu og um leið gæfist stofnuninni tækifæri til að gefa viðtakendum verðtilboð í upplýsingarnar og þá væntanlega þeim mun hæraa sem sjúkdómsfer- illinn er skrautlegri. Og þá erum við komin að öðru siðfræðilegu atriði. Eitt er að láta þriðja aðila í té upp- lýsingar um sjálfan sig og þó hverj- um manni frjálst, hvort heldur er gegn gjaldi eða sem gjöf, hann gerir það upp við samvisku sína. Annað er að láta ógert að girða fyrir að- gengi að upplýsingum um t.d. látna ástvini. Hver sæmilegur maður hlýtur að leggja blátt bann við slíku. Og sá sem lætur eigin sjúkdóms- upplýsingar þriðja aðila í té, t.d. maður með gallaða erfðastofna, skyldi hafa í huga að með því er hann hugsanlega að hengja myllu- steina um háls niðja sinna. Veltur á því hve langan tíma tekur að lappa uppá erfðavísana, svo fremi það sé yfirleitt unnt í nálægri framtíð. Ekki má heldur gleyma að allt frá því í árdaga að maðurinn fann upp hjólið hefur jöfnum höndum verið hægt að nota til góðs og misnota í glæpsamlegum tilgangi langflestar vísindauppgötvanir hans, margar með skelfilegum afleiðingum. Menn gætu ævilangt dundað sér við að reikna út kostina og gallana, t.d. sprengiefnisins, allt frá tilkomu púðursins. Og hví skyldi vísinda- grúsk í nafntengda erfðastofna vera undanskilið? Hér skyldu menn svo sannarlega flýta sér hægt. VI Víkjum að dæmi, en fyrst að boð- aðri dulkóðun. Dulkóðun er hægt að afkóða með eða án tilstyrks þeirra sem dulmálslyklana varðveita, og þarf hvorki kúbein né náttmyrkur til né heldur mútur. Fjölmörg dæmi eru um, og eitt alveg splunkunýtt, að tölvuþrjótar vart af barnsaldri hafi í rólegheitum heiman frá sér brotist inn í sjálft tölvukerfi Penta- gons, stjórnstöðvar mesta herveldis mannkynssögunnar! Tökum nú dæmi, aðeins eitt dæmi, um hugsanlega misnotkun gagnagrunnsins, sviðsett samtal ófyrirleitins atvinnurekanda og tölvuþrjóts. Atvinnurekandinn þarf starfsmann í ábyrgðarmikið starf sem krefst dýrrar þjálfunar, en þykir yfirbragð líklegasta umsækj- andans benda til að hann sé heilsu- tæpur. Atvinnurekandinn hefur því samband við tölvuþrjót. Áfram með smérið. Atvinnurekandinn er hér þramulostinn í símanum að inn- heimta umbeðnar upplýsingar hjá þrjóti: „Einmitt það já, sykursýki í ættinni, krabbamein í ristli og lung- um. Ha, og hvað? Geðtruflanir í kvenlegg! Takk fyrir, sælir.“ Og hvað með líftryggingafélögin þegar fram í sækir. Og nú er komið að sjálfum þjóð- bankanum eftir að þrír þrautreynd- ir bankastjórar hafa með offorsi verið hraktir úr stólum sínum, aðal- lega út af hefðbundnum starfskjör- um, og einn þeirra, mætur maður, þungt haldinn á sjúkrahúsi á degi yfirtökunnar, og nú spretta kristi- legu kærleiksblómin eins og bauna- grasið í bankanum. Nú þegar hafa verið viðraðar hugmyndir um að selja útlendingum hann, sjálfan þjóðbankann. Og maður spyr agndofa: Hvað á eiginlega að selja næst í þessu landi? Kannski sjúkrahúsin? Mér hefur orðið tíðrætt um sjúk- dómsskýrslur og grafalvarlegar fyr- irætlanir þeim tengdar, en það er vissulega erfitt að afbera hvunndag- inn án þess að slá af og til á létta strengi. Sjúkdómar eru þó fjarri því að vera gamanmál. Öðra máli gegn- ir ef þolandinn hefur sjálfur átt framkvæðið. Eftirfarandi saga er þannig til marks um fornan norræn- an anda, að mannsbragur sé að því að verða karlmannlega við dauða sínum. Þegar þarmavegurinn lokast vegna garnaflækju er lífshætta á ferðum, ef skjótráður læknir er ekki til taks. Búkurinn tútnar út vegna þess að loftið kemst ekki út rétta boðleið. Á legstein í Noregi lét karl- menni nokkurt, sem lést af garna- flækju, setja eftirfarandi grafskrift á legstein sinn: „Leys alla þína vinda hvar um heiminn sem þig ber. Ég hélt í einn af mínum og því ligg ég hér.“* * Hcimild: Prófessor Ole D. Lærum. Fra blodigler til datamaskin. Snarað, aukið og end- ursagt að hluta af mér, JH. Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.