Morgunblaðið - 13.08.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Kórnum hafði verið
boðið í heimsókn til
tveggja enskra
drengjakóra,
drengjakórs Crosfields-skólans í
Reading og drengjakórs St.
Mary’s Choirschool í Reigate.
I Reading var tekið mjög vel á
móti drengjunum og var dvalið
þar í 3 daga við leiki og söng.
Crosfields er einkaskóli í
Reading fyrir drengi á aldrinum
4-13 ára. Þar er starfandi
drengjakór undir stjórn Stephen
Yates, sem mörgum
íslendingum er að góðu kunnur,
en hann starfaði hér á landi í
nokkur ár sem tónlistarkennari.
Stephen Yates kom með
Crosfíelds-drengjakórinn í
heimsókn til íslands í fyrra og
voru þeir m.a. gestir hjá
Drengjakór Laugarneskirkju og
héldu hér tónleika. Þess má geta
að í kjölfar þeirrar ferðar gaf
drengjakór Crosfields út
geisladisk sem ber nafnið The
Iceland Tour, og er þar
m.a. að finna nokkur
íslensk lög.
Meðan á dvölinni í
Reading stóð fengu
íslensku drengirnir að
fara í kennslustundir hjá
félögum sínum í
Crosfields-skólanum og
kóræfingar voru í sal
skólans. í fyrstu
frímínútum hnippti lítill
skóladrengur í einn
íslenskan kórpilt og spurði
kurteislega: „Spilið þið
fótbolta á íslandi?“ ( „Do
you play football in
Iceland"? )... og það var
eins og við manninn mælt,
út á grasflötina þustu
prúðbúnir enskir
skóladrengir og íslenskir
kórdrengir og leikin var
knattspyrna eins og hún
gerist best - 40 manna lið
Island/England, svo að
virðulegir kennarar áttu
fullt í fangi með að ná
nemendum sínum inn í
kennslustund.
Haldnir voru tónleikar
hinn 19. júní í St.Mary’s
Church í Wargrave, sem
er ákaflega fallegur bær
rétt norður af Reading.
Efnisskrá tónleikanna var
sú sama og á vortónleikum
kórsins í Langholtskirkju
8. júní sl. En auk þess söng
drengjakór Crosfields
nokkur lög og saman
sungu kórarnir María
meyjan skæra (ísl.
tvísöngslag). Þegar
Drengjakór
Laugarneskirkju hafði lokið
söng sínum við frábærar
undirtektir kom í ljós að þeir
höfðu komið íbúum Reading
ánægjulega á óvart með
flutningi á enska þjóðlaginu
„Summer is a-coming in/The
Cuckoo“ í útsetningu R.
Vaughan Williams úr Kantötu
„Folk Songs of the Four
Seasons", en lag þetta er eitt
elsta ritaða þjóðlag sem fundist
hefur í Bretlandi og var það
skrifað í munkaklaustri í
Reading á þrettándu öld.
Frá Reading hélt kórinn til
Reigate með viðkomu í
Legolandi. í Reigate var tekið á
móti drengjunum af félögum í
St. Mary’s Preparatory and
Choir School. en þar hefur verið
starfandi drengjakór frá því á
19. öld. Stjórnandi kórsins er
Jonathan Rennert, en þess má
geta að kór þessi söng í
kvikmyndinni: „Four Weddings
and a Funeral“. I Reigate var
dvalið í góðu yfirlæti í tvo
daga. Haldnar voru
grillveislur og mikið veitt
af froskum, halakörtuni
og salamöndrum um allan
bæ. Sunnudaginn 21. júní
hélt svo Drengjakór
Laugarneskirkju tónleika
í Reigate Park Church við
mjög góðar undirtektir.
Morgunblaðið/ Signrborg Sigurðardóttir
Drengjakór Laugarneskirkju við St. Michaels Cornhill Church í London.
Daginn eftir lá leiðin til
London með viðkomu í
skemmtigarði þar sem
menn fengu útrás í
vatnsrennibrautum,
rússibönum og alls kyns
tækjum. Þriðjudaginn 23.
júní var haldið í St.
Michaels Cornhill Church
í City í London, en í
þessari fornu kirkju var
tónskáldið Henry Purcell
(1659-1695) organisti um
tíma, en Drengjakórinn
var með verk eftir hann á
efnisskrá sinni. Þarna
voru haldnir
hádegistónleikar með
drengjakórunum þrem,
frá Reading, Reigate og
Laugarneskirkju.
Tónleikunum var mjög vel
tekið og að þeim loknum
tóku við tveir dagar þar
sem slegið var á létta
strengi með
menningarlegu ívafi. M.a.
var horft á
varðmannaskiptin í
Buckinghamhöll, siglt á
Thames, litast um í
Tower, HMS Belfast og
Náttúrugripasafninu og
að sjálfsögðu komið við á
Wembley-leikvanginum.
Drengjakór á
enskri grund
Drengjakór Laugarneskirkju fór í
tónleikaför til Englands fyrr í sumar. Það
var hópur 37 drengja á aldrinum 8-14 ára
ásamt félögum í eldri deild kórsins 17-19
ára og með í för voru stjórnandi kórsins,
Friðrik S. Kristinsson, undirleikari, Peter
Máté og raddþjálfarinn Björk Jónsdóttir
ásamt 8 foreldrum og var Sigurborg
Sigurðardóttir þar á meðal.
HVÍTASUNNUKIRKJAN
FÍLADELFÍA KYNNIR:
BR0A0WAY
13.0614. ÁfiÚSTNLZtíJO
Forsala aðgöngumiða í
Versluninni Jötu • Hátúni 2
Miðaverð kr. 1.500
Á báða tónleikana kr. 2.200
TONLIST
Geisladiskar
KJÁR
Hilmar Jensson, gítar, og Skúli
Sverrisson, bassi.
Kjár i.n.m.iv.v.vi.vii.vm.
Spuni sem tekinn var upp í
Reykjavík í september 1997.
Upptökustjóm og úrvinnsla
efnis: Skúli Sverrisson.
Smekkleysa 1998.
HVAÐ er framúrstefnudjass og
hvað er frjáls djass? Hvar endar
spuninn og hvar byrjar tónsmíðin?
Ætli mörkin séu oft ekki heldur
óskýr þar á milli. Ætli mörg meist-
araverk Jóhanns Sebastians Bachs
hafi ekki byrjað sem spuni einsog
margur spuni Louis Armstrongs
endaði sem heilsteypt tónsmíði.
Ymsir frjálsdjassleikarar spinna og
spinna og skrifa svo hluta spunans
niður. Skúli Sverrisson og Hilmar
Jensson spunnu og spunnu í
Reykjavík í september í fyrra svo
mörgum þótti nóg um, en Skúli fór
með afraksturinn til New York og
klippti og skeytti af sinni alkunnu
snilld í þá átta Kjárþætti sem
heyra má á þessum diski. (Kjár er
Omur
víðátt-
unnar
ekki að finna í orðabókum en beyg-
ist kannski einsog klár?)
Þó Skúli og Hilmar séu taldir til
hinna fremstu í íslenskum fijáls-
djassi er Kjár ekki djassskífa í þeim
skilningi sem flestir leggja í það orð
- hversu frjálsleg sem túlkunin er.
Þær aðrar skífur íslenskar þarsem
heyra má þá félaga saman, Dofinn
Hilmars Jenssonar og Far Óskars
Guðjónssonar, eru hefðbimdnar
frjálsdjassskífur, megi taka svo til
orða. Þar er leikið á hljóðfærin á
næsta hefðbundinn hátt og spunnið
á lagrænum og rýþmískum grunni í
hefðbundnum skilningi. Ekkert
slíkt er að finna á Kjár. Þar er held-
ur ekki leikið á hljóðfærin á hefð-
bundinn hátt, utan fáein augnablik,
heldur eru þau notuð á svipaðan
hátt og raftónskáld notar tæki sín
og tól til sinnar sköpunar.
Mínimalisminn ræður ríkjum á
þessari skífu og þetta er frekar
hljóðlist en tónlist. Hún er rík af
frásagnargleði og náttúrustemn-
ingin sterk ekki síður en í Geysi
Jóns Leifs og maður sveiflast um
undrageim í himinveldi háu við
hlustunina. I Kjár I er einsog upp-
hafið úr A Silent Way hjá Miles
Davis lengist um margfalda þá
mínútu sem Bill Laswell lengdi það
í endurgerð sinni á margrómuðu
meistaraverki Davis á Pantalassa
(Columbia), og oftast eru ekki
miklir viðburðir í þessari hljóðlist,
en þegar styrídeikabreytingar
verða, hljóðfæri nálgast hefðina
eða rýþmapúlsi bregður fyrir kipp-
ist maður við og hugsýnin tekur
nýja stefnu þartil að í lokin er slitið
á sambandið í bókstaflegri merk-
ingu símans.
Þessi skífa er sú fyrsta af fjórum
er Hilmar Jensson gerir fyrir
Smekkleysu og verður spennandi
að fá fleiri tilraunadjassskífur ís-
lenskar á markað og ef marka má
feril Hilmars verða þær fjölbreytt-
ar að gerð.
Lónkot í
Skagafírði
Sölvi
Helgason
og Rökk-
urkórinn
HALDIN verður dagskrá um
Sölva Helgason, öðru nafni Sól-
on íslandus, sunnudaginn 16.
ágúst kl. 14 í Tjaldi galdra-
mannsins í Lónkoti í Skagafirði.
Árið 1995 var Sölva reistur
minnisvarði í Lónkoti og opnað
veitingahúsið Sölva-Bar. Nú er
komið að því að halda Sölva
Helgasyni árlegan dag. Það
verður gert um miðjan ágúst
ár hvert, en Sölvi fæddist 16.
ágúst 1820.
Flutt verða erindi um Sölva,
lesnir valdir kaflar úr Sóloni
Islandusi eftir Davíð Stefáns-
son, flutt ljóð etir Sölva og um
Sölva. Einnig verður boðið upp
á tónlist. Aðgangur er ókeypis.
Kvöldið áður verður Rökkur-
kórinn með söngskemmtun í
Tjaldi galdramannsins kl. 21.
Auk kórsöngs verður einsöng-
ur og tvísöngur. Flutt verður
innlent sem erlend efni. Stjórn-
andi er Sveinn Árnason og und-
irleikari Arnar Sæmundsson.
Eftir skemmtun Rökkurkórs-
ins verður ball kl. 23.
I j
Farand-
sýning um
Eystrasalts-
svæðið
FERÐATÖSKUR eða
„Suitcases“ nefnist myndlistar-
sýning sem stendur nú yfir í
borginni Kotka í Finnlandi.
Þetta er farandsýning með
verkum eftir 26 listamenn sem
ætlað er að efla samstarf á milli
ríkja á Eystrasaltssvæðinu.
Tvær íslenskar myndlistarkon-
ur taka þátt í sýningunni, Anna
Jóa og Sólveig Stefánsdóttir,
sem búsett er í Finnlandi, og
hafa verk þeirra fengið góða
dóma í finnskum blöðum.
Sýningin mun fara tO Eystra-
saltsríkjanna þriggja, Rúss-
lands, Póllands, Svíþjóðar og
hugsanlega til Islands. Sýning-
in í Kotka stendur til 30. ágúst.
Sýningu
lýkur
Gallerí Sölva Helgasonar
SÍÐUSTU dagar sýningar á
verkum Sigurrósar Stefáns-
dóttur standa nú yfir í Galleríi
Sölva Helgasonar í Lónkoti,
Skagafirði.
Listamaðurinn kallar sýning-
una abstrakt, fígúrur og dulúð.
Sýningin stendur til laugar-
dagsins 15. ágúst nk.
Vernharður Linnet