Morgunblaðið - 13.08.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 43*'
+ Elín Vilhjálms-
dóttir fæddist í
Iteykjavik 30. maí
1948. Hún lést á
heimili sínu 8. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Vilhjálmur Guð-
mundsson bifreiða-
sljóri, f. 13.5. 1913,
d. 27.1. 1998 og
Ingibjörg Bjarna-
dóttir húsfreyja, f.
5.6. 1922, d. 10.8.
1976. Systir Elínar:
Erla Ingibjörg, f.
18.10. 1951. Eigin-
maður Elínar: Halldór Sigurðs-
son, verkfræðingur, f. 6.2. 1949,
þau hófu sambúð 1975. Foreldr-
ar Halldórs: Sigurður G. Hall-
dórsson verkfræðingur, f. 13.4.
1923 og Sigrún Magnúsdóttir
Minningamar margar gleðja,
minningamar marga seðja,
og ein sú er um þig.
En Drottinn tekur allt og alla
til himnarikis fógra halla
og Drottinn tekur líka mig.
(V. Briem.)
Nú þegar ég kveð mína kæru vin-
konu Elínu Vilhjálmsdóttur koma
fram í hugann ótal myndir frá kynn-
um okkar. Leiðir okkar lágu fyrst
saman fyrir um þrjátíu árum er við
störfuðum saman hjá Flugfélagi ís-
lands, þar urðu þau kynni og sú vin-
átta sem hélst alla tíð.
Ella var yndisleg manneskja, sem
með framkomu sinni töfraði alla
sem kynntust henni og öllum leið
vel í návist hennar. Hún var gædd
þeim eiginleikum að vera vel skipu-
lögð, ákveðin og vandvirk og allt
sem hún gerði var gert af alúð og
ósérhlífni. Ella bjó yfir miklum
hæfileikum til að kenna, hún var
ávallt tilbúin til að miðla öðrum af
þekkingu sinni og reynslu. Einn var
sá eiginleiki sem henni var gefmn,
en það var að geta samglaðst öðrum
þegar þeim gekk vel, en það er
kostur sem fáir eru gæddir.
Þegar Ella kynntist Halldóri Sig-
urðssyni, sem varð hennar lífsfóru-
nautur, var strax augljóst að þar
mættust tvö hjörtu sem slógu í takt
og voru þau sem einn maður í öllu
sem þau tóku sér fyrir hendur.
Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau í
Bandaríkjunum, en þegar þau komu
heim byggðu þau sér yndislegt
heimili. Börnin fæddust, Vilhjálmur
og Svava, sem nú eiga minningar
um ástríka móður sem vakti yfir
velferð þeirra. Á heimilinu ríkti
sannur kærleikur. Ella var list-
hneigð og fáguð í allri sinni listsköp-
un og bar heimili þeirra það með
sér.
Föður sinn missti Ella í byrjun
þessa árs, en móður sína fyrir rúm-
um tuttugu árum.
Systir Ellu, Erla, og dóttir henn-
ar Betty voru henni afar kærar og
var samband og vinátta þeirra
systra mjög náin. Erla reyndist
systur sinni og fjölskyldu ómetan-
leg í þeirri baráttu sem nú er yfir-
staðin.
Ég dáist að því hvemig Dóri hef-
ur staðið við hlið Ellu í veikinda-
stríði hennar, sem var mjög erfítt.
Hann reyndist henni einstakur með
ljúfmennsku sinni og dugnaði. Sam-
an tókust þau á við veikindi hennar
af samstilltum krafti og ákveðin í að
sigra.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku Dóri, Villi, Svava og Erla og
fjölskylda, megi góður guð styrkja
ykkur í sorginni.
Minningin um mæta konu lifir.
Ingibjörg Hjartardóttir.
húsfreyja, f. 7.9.
1923, d. 26.12. 1995.
Börn Eh'nar og
Halldórs: Vilhjálm-
ur Ingi, f. 17.2. 1982
og Svava, f. 19.6.
1984.
Að loknu gagn-
fræðaprófi starfaði
Elín m.a. hjá Flug-
félagi íslands og
Sláturfélagi Suður-
lands. Hún lauk
stúdensprófi frá
öldungadeild Flens-
borgarskóla 1991.
Árið 1996 hóf Elín
störf hjá Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna.
Útför Elfnar fer fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Kæra Elín, kallið er komið, en
kveðjast vinir. Æðruleysi þitt og
trúfesta einkenndi baráttu þína til
hinstu stundar. Handlagni þína og
listfengi skilur þú eftir víðs vegar.
Bros þitt og hnittni geymum við
sem fengum að kynnast þér.
Þínir grænu fmgur umlykja lóð-
ina í Háholtinu. Afklippur ti-jáa ná-
grannanna mynda nú hekk og
birkifræin sem þú safnaðir hafa fest
rætur og munu vaxa fyrir þína til-
stuðlan.
Af ósérhlífni hlúðir þú að öllum
þeim sem stóðu þér nærri. Feg-
urstu blómin þín eru Svava og
Villi, táningarnir sem nú standa
við hlið föður síns. Hugprúð og
einlæg takast þau nú á við sorgina,
en ekki í fyrsta sinnið. Huggunar-
orð þín rifjast upp og allt þitt inn-
legg til að hvetja þau og koma
þeim til manns hafa myndað
traustar rætur.
Manni þínum varstu sannur vin-
ur og ferðafélagi. Æviskeiðið er
stutt og missirinn er mikill en vega-
nestið er dýrmætt. Margs er að
minnast og margs er að þakka. Þú
munt ávalt fylgja þeim 1 hugum
þeirra og hjörtum. Einlæg þökk
fyrir allt.
Elsku Dóri, Villi og Svava, við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð.
Erla, Friðbjörn og Betty, skarð er
fyrir skildi en minningarnar eru alls
staðar. Guð gefi ykkur öllum styrk
til að horfa fram á veginn og læra
að lifa með missinum.
Lilja og Þóranna.
Okkur langar til að minnast Elín-
ar, mömmu hans Villa vinar okkar í
fáum orðum. Hún var okkur alltaf
svo góð og tók okkur alltaf opnum
örmum þegar við komum á heimilið
þeirra. Sama hvað stóð til hjá okkur
vinunum, alltaf voru bæði hún og
Halldór tilbúin að aðstoða. Svo ekki
sé talað um handbolta- og fótbolta-
leiki, alltaf voru Elín og Halldór á
áhorfendapöllunum að hvetja okkur
strákana. Og ef það þurfti aðstoð
við heimanámið þá var Elín alltaf
reiðubúin að hjálpa. Fyrir þetta og
miklu meira langar okkur að þakka
henni. Kæru vinir, Villi, Halldór og
Svava, við og fjölskyldur okkar
sendum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Far þú í Mði,
Mður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú h(jóta skalt.
(V. Briem.)
Arnar Smári og Halldór.
Það er sárt að horfa á eftir þess-
ari frábæru konu sem fallin er frá,
langt fyrir aldur fram, frá eigin-
manni og börnum. Elínu kynnt-
umst við í gegnum foreldrastarf
hjá Stjörnunni og fengum þar að
njóta hæfileika hennar og dugnað-
ar. Elín hafði geislandi persónu-
leika og létta lund, sem hreif okkur
hin með sér. Elín og Halldór voru
einstaklega samhent hjón og tóku
virkan þátt í áhugamálum barna
sinna, sem við hin nutum góðs af.
Elsku Halldór, Villi og Svava megi
góðar minningar sefa sorgina og
Guð gefa ykkur styrk. Guð blessi
ykkur öll.
Ég fel í fosjá þína,
Guð faðir sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um Ijósið lát mig dreyma
og Jjúfa engla geyma
öll börnin þín svo blundi rótt
(Matthías Jochumsson.)
F.h. foreldra Stjörnustelpna,
Anna, Anna Día, Auður,
Fríða, Heiða, Ingibjörg,
Jónína, Rúna, Sigriður
og Snorri.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir,
systir, amma og langamma,
BJÖRG SIGRÍÐUR SÆBY HELGADÓTTIR,
Faxatúni 3,
Garðabæ,
verður jarðsungin frá Garðakirkju föstudaginn
14. ágústkl. 15.00.
Helgi Sigurgeirsson, Sæbjörg Einarsdóttir,
Margrét Björg Ámadóttir, Jón Gunnar Gíslason,
Markús Már Árnason, Karen Haraldsdóttir,
Hafsteinn Viðar Árnason, Guðmunda Valdimarsdóttir,
Auður Árnadóttir, Haraldur Árnason,
Oddný Ágústsdóttir, Karsten Jensen,
Kristín Andrea Sæby Friðriksdóttir,
Oddný Helgadóttir, Erla Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar og bróður,
SIGFÚSAR ÞÓRIS STYRKÁRSSONAR,
Ægisíðu 50.
Guðríður Þorvaldsdóttir,
Lovísa Sigfúsdóttir, Unnur Ingibjörg Sigfúsdóttir,
Hjálmar Styrkársson, Guðjón Styrkársson,
Klara Styrkársdóttir, Arndís Styrkársdóttir.
ELÍN
VILHJÁLMSDÓTTIR
+
Elskulegur sonur okkar og bróðir,
GUÐMUNDUR TÓMAS GUÐMUNDSSON,
lést mánudaginn 10. ágúst.
Útförin auglýst síðar.
Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Ólafsson,
systkini hins látna og börn þeírra
og aðrir vandamenn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN ÁRNI ÁRNASON
sfmsmiður,
Skarðshlíð 15C, Akureyri,
sem lést föstudaginn 7. ágúst, verður
jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn
17. ágústkl. 13.30.
Stella Pétursdóttir,
Hjördfs Petra Jónsdóttir, Helgi Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR,
áður Ljósheimum 9,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 14. ágúst kl. 13.30.
Ingiríður Halldórsdóttir,
Þórhildur Halldórsdóttir,
Signý Halldórsdóttir,
Sigrún Halldórsdóttir,
Oddný Dóra Halldórsdóttir,
Pétur Eggertsson,
Jón Árnason,
Hrafn Einarsson,
Birgir Þorsteinsson,
Kristján Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærs föður okkar,
tengdaföður og afa,
ÞÓRÐAR ÞÓRÐARSONAR,
Brekastíg 33,
Vestmannaeyjum.
Heiða Bergþóra Þórðardóttir, Ari Jóhannesson,
G. Hans Þórðarson, Inga Ósk Ólafsdóttir,
Hanna Þrúður Þórðardóttir,
Ari Brynjar Arason, Ólafur Ingvi Hansson
og aðrir ástvinir.
+
Innilegar þakkir til allra, sem veittu aðstoð og
sýndu samúð við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
BJÖRNS DAVÍÐSSONAR,
Þverfelli,
Lundareykjardal.
Sérstakar þakkir til þeirra, sem halda til fjalla
og sýna okkar fagra landi virðingu með góðri
umgengni.
Guð blessi ykkur.
Herdís Guðmundsdóttir,
Kristján Björnsson, Sesselja V. Finnsdóttir,
Inga Helga Björnsdóttir, Rúnar Hálfdánarson,
Herdís Birna Kristjánsdóttir, Elín Kristjánsdóttir,
Eygló Kristjánsdóttir, Guðmundur Kristjánsson,
Jakob Guðmundur Rúnarsson,
Davíð Einar Sigþórsson.
j
Lokað
Fyrirtæki okkar veröur lokað í dag, fimmtudaginn 13. ágúst, frá
kl. 12-18, vegna jarðarfarar ELÍNAR VILHJÁLMSDÓTTUR.
Hátækni ehf.