Morgunblaðið - 13.08.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 180. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR13. ÁGÚST 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fjármála- markaðir hjarna við Tdkýó, Singapore. Reuters. VIÐ lokun á Wall Street í gær hafði Dow Jones-vísitalan hækkað um 90,11 stig, eða 1,1% en á þriðjudag féll hún um 112 stig. Sögðu fjármála- skýrendur ástæðu hækkunarinnar ekki síst vera styrkari stöðu jap- anska jensins. Nokkur hækkun varð í evrópskum kauphöllum og þökkuðu fjármála- skýrendur það góðri stöðu við opnun markaða í Bandaríkjunum í gær. Hlutabréfavísitalan í London hækk- aði um 0,54% í gær, í Frankfurt um 1,91% og í París um 2,59%. Japansstjórn gagnrýnd Ríkisstjórn Japans gengur illa að ávinna sér traust á fjármálamörkuð- um að mati sérfræðinga. Jenið styrktist aðeins gagnvart Banda- ríkjadollara í gær eftir dýfu þriðju- dagsins og fengust 147,64 jen fyrir einn Bandaríkjadal við lokun Asíu- markaða. Hang Seng-vísitalan skreið upp um 9,35 punkta í Hong Kong en Nikkei-visitalan þokaðist niður á við um aðeins 0,18%. „Stjórn Keizo Obuehi, forsætisráð- herra Japans, virðist ekki vekja traust á fjármálamörkuðum. Um er að kenna slakri efnahagsstjórn und- anfarinna ára,“ segir Ron Bevaqua, hagfræðingur hjá Merrill Lynch í Japan. „Það á eftir að taka langan tíma að endurvekja trú manna á japönsku efnahagslífi.“ Ekki „sömu karlarnir“ Sérfræðingar í efnahagsmálum hafa ekki sparað stóru orðin í gagn- rýni sinni á stjórn Obuchi, sem glímir við verstu kreppu eftirstríðsáranna í Japan. Þó vilja aðrir gefa hinni tveggja vikna gömlu ríkisstjóm ráð- rúm til þess að starfa. „Ég myndi ekki vanmeta Kiichi Miyazawa fjár- málaráðherra né heldur Obuchi, sem er engin fjaðurvigt í stjórnmálum gagnstætt því sem margir halda fram,“ bætti Bevaqua við. Aðalhagfræðingur Morgan Stan- ley-fyrirtækisins í Japan tekur í sama streng: „Nýja ríkisstjórnin hef- ur gripið til róttækra efnahagsað- gerða, bæði lækkað skatta og aukið ríkisútgjöld til muna. Það er ósann- gjarnt að halda því fram að þetta séu sömu gömlu karlarnir sem hafist ekkert að.“ Jarðskjálfti í San Francisco STARFSMENN vegagerðarinnar huga að sprungu í þjóðvegi 101 í Kaliforníu, skammt frá San Francisco í gær. Vægur jarð- skjálfti, er mældist 5,4 á Richter, skók borgina í gærmorgun (laust upp úr kl. 14 að íslenskum tíma). Ekki urðu slys á fólki og tjón varð lítið. Upptök skjálftans voru um 134 km sunnan við borgina. Jarð- eðlisfræðingar segja að ekki þurfi að óttast að tjón verði af svo væg- um skjálfta, en margir íbúar borg- arinnar voru minntir óþyrmilega á skjálfta sem varð 1989, sá mældist 7,1 stig og varð 67 manns að bana og olli gífurlegum skemmdum. Reuters FLAK bifreiðar, sem grunur leikur á að hafi geymt sprengjuna sem sprakk fyrir utan bandaríska sendiráðið í Nairóbí sl. fóstudag, var flutt á brott til rannsóknar í gær. TJrvinda björgunarsveitir ljúka störfum í Nairóbí Sprengjuhótun virt að vettugi? Jerúsalem, Nairóbí, Washington, Sanaa. Reuters. DAGBLAÐIÐ Híi’íirctz í Jerúsalem greindi frá því í gær að Israels- stjórn hefði ráðlagt Bandaríkja- stjórn að virða að vettugi hótanir um árás á bandaríska sendiráðið í Nairóbí. Að sögn blaðsins höfðu bandarískir embættismenn leitað ráða hjá starfsbræðrum sínum í Isr- ael um áreiðanieika hótana, sem borist höfðu frá manni sem Israelar töldu umdeilanlegan. Fjöldi látinna í sprengingunni í Nairóbí er nú 247 manns. Björgun- arfólk og leitarhundar segja fleiri lík ekki leynast í rústum Ufundi- byggingarinnar. Erlendar björgun- arsveitir og sjálfboðaliðar Rauða krossins eru að ijúka störfum. Sál- fræðingur ísraelsku rústabjörgun- arsveitarinnar segir sitt fólk úr- vinda, bæði andlega og líkamlega, eftir að hafa grafið 95 lík úr rústun- um. Lík kenýsku konunnar Rose Wanjiku fannst eftir mikla leit að- faranótt miðvikudags. Björgunar- menn heyrðu síðast til hennar á mánudag en hún sat föst í svolitlu loftrými undir mörgum tonnum af steinsteypu og braki. Fjölmiðiar harðorðir Kenýsk yfirvöld hafa handtekið „hóp fólks“ í tengslum við spreng- inguna, og í yfirlýsingu frá skrif- stofu forseta landsins, Daniel arap Mois, sagði að verið væri að yfir- heyra fólkið. Dagblöð í Kenýa hafa gagnrýnt Bandaríkjamenn harðlega fyrir að sinna ekki særðum Kenýabúum sem skyldi strax eftir sprenginguna og standa í vegi fyrir því að vegfar- endur gætu aðstoðað. Leiðarahöf- undur The East African Standard segir almenning óánægðan vegna þess að Kenýabúum og Bandaríkja- mönnum hafi verið mismunað við björgunaraðgerðirnar. Bandaríska sendiráðið í Nairóbí hefur vísað ásökunum kenýskra fjölmiðla á bug. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, mun fylgja líkkistum starfsfólks bandaríska sendiráðsins í Kenýa, sem fórst í sprengingunni á föstudag, frá Þýskalandi til Bandaríkjanna í dag. Suu Kyi mótmælir áfram Rangoon, Tak í Taílandi. Reuters. AUNG San Suu Kyi, leiðtogi lýðræð- ishreyfingarinnar í Burma og friðar- verðlaunahafi Nóbels, jók í gær þrýsting á herstjórnina í landinu þegar hún hóf á nýjan leik mótmæla- setu í bfl sínum eftir að hermenn höfðu stöðvað för hennar nærri borginni Anyarsu í Ayarwaddy-hér- aði, um 32 kflómetra suðvestur af höfuðborginni Rangoon. Fyrir tveimur vikum beittu hermenn valdi til að binda enda á mótmæli Suu Kyi á svipuðum slóðum en þá hafði hún setið í bfl sínum í sex daga. Suu Kyi yfirgaf Rangoon í gær í Toyota-bifreið sinni ásamt aðstoðar- mönnum og hugðist sem fyrr reyna að ná fundum stuðningsmanna lýð- ræðishreyfmgarinnar NLD í borg- um í nágrenni Rangoon. I yfirlýs- ingu stjórnvalda sagði að hermenn hefðu hins vegar stöðvað för hennar enda hefðu Suu Kyi og fylgdarlið hennar „ekki gert nauðsynlegar ör- yggisráðstafanir" áður en haldið var af stað. Sjónarvottar segja að Suu Kyi sé talsvert betur undir það búin nú að dvelja lengi í bfl sínum heldur en í fyrra skiptið. Segja þeir hana hafa nægar birgðir af drykkjarvatni en hún mun hafa þurft að þola vatns- skort er hún dvaldi í bfl sínum í júlí. -------------------- Hörðustu átökin í Kosovo Pristina, Belgrad. Reuters. SERBNESKAR öryggissveitir náðu þorpinu Glodjane á sitt vald í gær, en þar hafði verið vígi skæruliða að- skflnaðarsinnaðra Kosovo-Albana. Serbneskir heimildai'menn sögðu að bardaginn um Glodjane, sem stóð í tvo daga, hefði verið með þeim hörðustu eftir að átök hófust í hérað- inu fyrir hálfu ári. Fregnir hafa einnig borist af átökum um þorpið Junik, nálægt albönsku landamær- unum, þai' sem serbneskar öryggis- sveitir hafa setið um skæruliða í tíu daga. Reuters Kínverskur prófessor hyggst rétta skakka turninn í Písa Róm. Reuters. KÍNVERSKUR prófessor, sem segist hafa rétt áttatfu turna um ævina, tilkynnti í gær að hann gæti bjargað skakka turninum í Písa frá falli. Prófessor Cao Shizliong, sem titlar sig yfirmann „Réttinga- rannsóknastofnunar hailandi bygginga", sagðist vilja rétta turninn við, en áréttaði að hann hygðist ekki ræna ítali sínu fræga kennileiti. „Eg ætla að skilja eftir 2,1 metra halla, eins og var á honum fullgerðum árið 1350,“ sagði Cao á blaðamanna- fundi í Róm. Hann sagðist hafa velt því fyrir sér úr fjarlægð í þrjátíu ár hvernig rétta mætti liallann, en sá ekki turninn með eigin augum fyrr en í síðasta mánuði. Hann sagði að við fyrstu sýn virtist sér sem verkið yrði auðveldara en hann átti von á. Skakki turninn í Písa hefur sigið sífellt meira til suðurs eftir að þriðju hæðinni var bætt á hann árið 1274. Sérfræðingar segja óhjákvæmilegt að hann falli ef ekkert verður að gert, en björgunartilraunir hafa ekki skilað árangri hingað til og jafn- vel gert illt verra. Tveir stálkapl- ar voru festir við turninn í júní til að halda honum uppi. Cao vildi ekki skýra nákvæm- lega hvernig hann ætlaði að fara að því að bjarga turninum, en sagði að hann hefði ýmis brögð í hattinum og myndi treysta á sambland af „austrænni visku og tækni og vestrænum tækjum og búnaði“. Hann tjáði blaðamönn- um að hann hefði meðal amiars rétt við Drekaturninn í Shang- hai, sem hefur verið nefndur Skakki turn þeirra Kínveija. „Ég hef rétt áttatíu turna síðan árið 1980, enda eru níu turnar af hvetjum tíu skakkir í Kína.“ Hann sagðist von bráðar myndu ræða áform sfn við Michele Jamiolkowski, formann sérfræðinganefndar sem fjallar um turninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.