Morgunblaðið - 13.08.1998, Blaðsíða 44
■14 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
-4
Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
JÓN GUÐMUNDSSON
frá Ytri-Ánastöðum,
Garðavegi 19,
Hvammstanga,
verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju
mánudaginn 17. ágúst kl. 14.00.
Elísabet Eggertsdóttir,
Þóra Jónsdóttir, Eðvald H. Magnússon,
Helga A. Jónsdóttir, Hólmgeir Jónsson,
Sigurósk E. Jónsdóttir, Gústaf Daníelsson,
Eggert Jónsson,
Guðmundur Jónsson
og barnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÓLAFÍA KARLSDÓTTIR,
sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans
11. ágúst, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði mánudaginn 17. ágúst kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Krabbameinsfélag íslands.
Pálmi Ingólfsson,
Björn Guðmundsson, Kristín Guðmundsdóttir,
Alfreð Guðmundsson, Sveinbjörg Þóra Brynjólfsdóttir,
Ásthildur Guðmundsdóttir, Jón Ásmundsson,
Guðmundur Guðmundsson, Þorbjörg Sigurðardóttir,
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, Grettir Sveinbjörnsson,
Salóme Þorbjörg Guðmundsdóttir, Kristinn Pálmason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
PÁLÍNA SIGURÐARDÓTTIR,
Gnoðarvogi 78,
verður jarðsungin frá Langholtsskirkju föstu-
daginn 14. ágúst kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
hjúkrunarþjónustuna Karitas.
Oddgeir Einarsson,
Sigurður Oddgeirsson, Kristín Einarsdóttir,
Valdís Oddgeirsdóttir, Jónas Hreinsson,
Einar Vignir Oddgeirsson,
Gunnar Rúnar Oddgeirsson, Inga Barbara Arthur,
barnabörn og barnabarnabörn.
+ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og |
langamma, w. mf
MARTA ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Garðakoti í Mýrdal,
siðast til heimilis • 1 /
í Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstu-
daginn 14. ágúst kl. 13.30. \ í %
Steina Einarsdóttir, Lauritz H. Jörgensen,
Áki Hermann Guðmundsson, Hilma Hrönn Njálsdóttir,
Einar Þór Jörgensen, Marta Jörgensen,
Sesselja Jörgensen, Árelíus Örn Þórðarson,
barnabarnabörn,
systkini og fjölskyldur.
t
Elskuleg eiginkona min, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SUMARRÓS (Rósa) GUÐJÓNSDÓTTIR,
Hrafnistu í Reykjavík,
áður Framnesvegi 8,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 14. ágúst kl. 15.00.
Guðmundur J. Jónsson,
Jón H. Guðmundsson, Hrafnhildur Matthíasdóttir,
Svanhildur Guðmundsdóttir, Pálmi Stefánsson,
Karl Kristján Guðmundsson, Alla Ólöf Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
MINNINGAR
SIGRÍÐUR
M. OLSEN
+ Sigríður M. OI-
sen fæddist 3.
febrúar 1922 í
Reykjavík. Hún lést
á Hjúkrunarheimil-
inu Eir 31. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
Sigríðar voru Guð-
laug Auðunsdóttir, f.
24.8. 1884, d. 7.8.
1962, og Mons Olsen,
d. 1928. Sigríður var
yngst sex systkina
sem öll eru látin.
Sigríður giftist
Haraldi Stefánssyni
frá Bjólu í Rangár-
vallasýslu, f. 29.12. 1917. Börn
þeirra eru: Ármann, f. 1943,
Guðrún, f. 1946, Áslaug, f. 1951.
Utför Sigríðar fer fram frá
Langholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Okkur langar að minnast elsku
hjartans ömmu okkar með
nokkrum orðum.
Nú er þrautinni lokið og lang-
þráð er hvfldin eftir erfið ár. En
mmningin er góð þeg-
ar við horfum til baka
með miklu þakklæti.
Alltaf var gott og nota-
legt að koma í Skipa-
sundið til ömmu og afa
því þar var alltaf tekið
svo vel á móti okkur.
Munum við þá sér-
staklega eftir silfur-
skálinni á eldhúsborð-
inu sem var alltaf full
af kandís. Það þótti
okkur krökkunum
alltaf mjög spennandi.
Það sem stendur
uppúr um minningu ömmu er hvað
hún var létt og skemmtileg og
alltaf var stutt í kátínuna þrátt fyr-
ir langvarandi veikindi.
Það sem einkenndi ömmu mest
var hvað hún hafði gaman af fal-
legum fötum og alltaf vildi hún
vera fín. Ekki getum við minnst
ömmu án þess að minnast á hann
afa okkar sem var hennar stoð og
stytta í gegnum lífið. Hann var
henni alveg einstakur eiginmaður í
hennar langvarandi veikindum og
+
Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÁSGRÍMUR P. LÚÐVÍKSSON
húsgagnabólstrari,
vistheimilinu Seljahlíð,
Reykjavík,
áður til heimilis í Úthlíð 10,
sem lést fimmtudaginn 6. ágúst, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn
14. ágúst kl. 13.30.
Þórunn Egilsdóttir,
Egill Ásgrímsson, Sigríður Lúthersdóttir,
Ragnheiður M. Ásgrímsdóttir, Guðbjartur K. Sigfússon,
Ásgrímur Þ. Ásgrímsson, Marta K. Sigmarsdóttir,
Jóhann G. Ásgrímsson, Herdís Alfreðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við fráfall og útför elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
RÓSBJARGAR KRISTÍNAR
MAGNÚSDÓTTUR,
Hverfisgötu 2,
Siglufirði.
Jónas Stefánsson,
Maríanna Jónasdóttir,
Jónína S. Jónasdóttir, Þórður Ólafsson,
Anna H. Jónasdóttir, Gísli H. Guðmundsson,
Magnús Jónasson, Hrönn Fanndal
og barnabörn.
+
Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem
auðsýndu okkur samúö og hlýhug við fráfall
og útför eiginkonu minnar, móður, tengda-
móður og ömmu,
GUÐMUNDU AÐALHEIÐAR
GUÐMUNDSDÓTTUR,
Höfðagrund 23,
Akranesi.
Guð blessi ykkur öli.
Vigfús Runólfsson,
Margrét Vigfúsdóttir, Sigbergur Friðriksson
og barnabörn.
Lokað
Verkstæðið verður lokað fimmtudaginn 13. og föstudaginn
14. ágúst vegna andláts og útfarar Ásgríms P. Lúðvíkssonar.
Bólstrun Ásgríms, Bergstaðarstræti 2.
gætum við endalaust talið upp
hversu natinn og góður hann var
við hana.
Viljum við kveðja ömmu okkar
með hlýhug og þakklæti fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman. Við kveðjum þig elsku
amma með sorg í hjarta og jafn-
framt gleði yfir því að þú skulir
loksins hafa fengið langþráða
hvfld.
Nú legg ég augun aftur
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka
mér yfír láttu vaka
þinn engil, svo ég sofí rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Með hinstu kveðju.
Þín,
barnabörn og
barnabarnabörn.
Elsku amma mín.
Það er sárt að kveðja einhvem
sem manni þykir svo vænt um, en
það er þó huggun í því að nú líður
þér svo vel, því guð hefur tekið þig í
sinn faðm og leyst þig frá þínum
þrautum.
Elsku amma. Ég man eftir svo
mörgum góðum stundum sem við
áttum í Skipasundinu hjá ykkur afa
og þær geymi ég vel í hjarta mínu.
„Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú
ert glaður, og þú munt sjá að að-
eins það, sem valdið hefur hryggð
þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú
ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur
hug þinn og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess sem var gleði
þín.“ (Kahlil Gibran.)
Kæri guð, viltu blessa afa minn,
sem var henni svo yndislega blíður
og góður, og einnig móður mína,
sem hefur alla tíð verið þeim svo
kær. Ég geymi minningu þína,
elsku amma mín. Þökk fyrir allt.
Þín
Kainilla.
Elsku amma mín.
Mamma mín sagði mér að nú
værir þú komin til guðs og liði
voðavel. Ég veit það, amma mín,
því nú veit ég að þú getur labbað,
dansað og svoleiðis. Ég var nú
ekki gamall þegar ég uppgötvaði
að þér þætti súkkulaði gott og var
ég snöggur að klifra upp í rúmið
þitt og stinga einum mola upp í
þig. Eins voru ófáar ferðir mínar
upp í til þín til að smella einum
kossi á kinnina þína.
Amma mín, mér fannst alltaf
jafn gaman að koma hlaupandi eft-
ir ganginum í heimsókn til þín og
borðuðum við þá oft ís saman. Ég
var óspar á hlýju til þín, enda fékk
ég fallegt bros í staðinn sem ég
geymi í hjarta mínu.
Ég kveiki ljós og hugsa til þín.
Þinn
Arnar Freyr.
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær birtist innan hins
tiltekna sldlafrests.