Morgunblaðið - 13.08.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.08.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 23 FERÐALÖG Heilsárshótel í Reykholti Menning og saga í hávegum Morgunblaðið/PÞ HÓTELSTJÓRNIN í Reykholti, þau Steinunn Hansdóttir og Oli Jón Ólason. UM SÍÐASTLIÐIN áramót tóku hjónin Oli Jón Olason og Steinunn Hansdóttir við rekstri hótelsins í Reykholti. Áður hafði verið rekið Edduhótel þar mörg undanfarin sumur. Skólahald lagðist af fyrir tveimur árum og með þessari breyt- ingu á rekstrinum er rekið heilsárs- hótel í Reykholti. Var Óli inntur eft- ir því, hvernig hefði gengið að markaðssetja hótelið, þar sem hann hefði misst af þeim tíma, sem ger- legt hefði verið að auglýsa hótelið í ferðabæklingum og öðru, sem er skipulagt til lengri tíma. Hann sagði það hafa gengið betur en þau áttu von á þegar þau ákváðu að koma hingað í Reykholt og kæmi þar einkum þrennt til. „í fyrsta lagi koma margir ferða- menn til þess að líta þennan sögu- fræga stað augum og upplifa sög- una. I öðru lagi njótum við þess að hér hefur verið rekið Edduhótel og í þriðja lagi - og það þykir okkur nú vænzt um - hafa margir af okkar gömlu viðskiptavinum, jafn íslensk- ir sem erlendir, tekið upp þráðinn frá því að við rákum gistiheimili í Reykjavík en í raun má segja að við höfum verið í ferðaþjónustu í um 40 ár með stuttum hléum.“ Niðjamót og fjölnota salur Mörg niðjamót hafa verið haldin í Reykholti í sumar og þá er áformað að innrétta pláss í kjallaranum sem eins konar fjölnota sal fyrir ráð- stefnur og fundi. „I upphafi var þetta rými ætlað fyrir kennslustof- ur. Par gæti nú orðið kjörin aðstaða til þess að hafa listaverkasýningar, þar sem nóg veggiými er til þess,“ segir Óli. I hótelinu á líka eftir að innrétta 11 herbergi og eina íbúð og er stefnt að því að klára það í vetur. „Núna eru 64 tveggja manna her- bergi í hótelinu og aðstaða fyrir 120 manns til fundarsetu og allt upp í 150 til 160 manns í mat með góðu mótá.“ Óli segir hótelið vera á menning- arstað og þau vilji byggja á því í framtíðinni. „Nemendur, sem eru að læra sögu, koma í Reykholt og upplifa söguna á staðnum auk þess sem útlendingar, sem koma hingað, eru forvitnir um sögu staðarins. Þar vinnur Heimski'ingla mikilvægt kynningarstarf." Reykholtskvöld I Borgarfirðinum eru margir sumarbústaðir og fjöldi ferða- manna á leið um héraðið. Til þess að ná til þessa fólks, og sýna það í reynd að á Hótel Reykholti vilji menn reka menningarhótel, hafa verið þar á þriðjudagskvöldum kl. 21 svokölluð Reykholtskvöld. Þar syngja þau Þorvaldur Jónsson og Hrund Ólafsdóttlr lög eftir Jónas Árnason, fara með sögur um Snorra í nútíð og fortíð og fá gesti og gangandi til þess að taka lagið með sér. Þá sýnir þjóðdansahópur- inn „Sporið" með þjóðdansa og Steinunn Pálsdóttir spilar á harm- onikku. Gunnar Thorsteinsson fer með lausavísur um það helzta, sem gerzt hefur á staðnum nýverið, svo sem draugagang. Síðasta vetur fóru hlutir að týnast og brotna en eftir prestafund í Reykholti hafa draug- arnir haft hægt um sig. Menningar- kvöldin verða haldin eitthvað fram í ágúst. Alls eru 15 starfsmenn á hótelinu. Hótelið veitir tiltölulega stórum hópi heimamanna vinnu, sem ann- ars þyrfti að leita annað með vinnu eða einfaldlega að flytja í burtu til þess að hafa í sig og á, eftir að al- mennt skólahald lagðist af í Reyk- holti. Svefnpokapláss Um síðustu mánaðarmót opnuðu Óli og Steinunn nýja svefnpokagist- ingu í Reykholti í 15 tveggja til fjög- urra manna herbergjum í tveggja hæða húsi sem er tengt aðalhótel- byggingunni. Öll herbergin eru með handlaugum og á gangi á hvorri hæð eru snyrtiherbergi og sturtur. Þá er á neðri hæð björt stofa og vel- búið eldhús. Þá var nýlega tekin í notkun tveggja herbergja íbúð sem leigð er út. I íbúðinni er hjónaherbergi, bað- herbergi og setustofa með svefn- sófa. Þá er þar einni kaffivél og ým- is fleiri þægindi. SÍÐUSTU EINTÖKIN AF BALENO SEDAN OGWAGON 4X4 ÁLFELGUR - HEILSÁRSDEKK - FJARSTÝRÐ SAMLÆSING - GEISLASPILARI Vökva/veltistýri • Rafmagn í rúðum og speglum 2 loftpúðar • Aflmikil 16 ventla vél • Dagljósabúnaður Styrktarbitar í hurðum • Samlitaðir stuðarar Hæðarstillanleg kippibelti • Upphituð framsæti SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is $ SUZUKI SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bfla- og búvélasalan hf„ Miðási 19, slmi 471 20 11. Hafnarfjórður: Guðvarður Elfasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Isafjörður: Bllagarður ehf.,Grænagarði, slmi 456 30 95. Keflavik: BG bllakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bllasala Suðurlands, Hrismýri 5, slmi 482 37 00. Hvammstanga: Blla- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 26 17. KA kex 39 pakkinn Meöan hirgöir endast r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.