Morgunblaðið - 13.08.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 23
FERÐALÖG
Heilsárshótel í Reykholti
Menning og
saga í hávegum
Morgunblaðið/PÞ
HÓTELSTJÓRNIN í Reykholti, þau Steinunn Hansdóttir og
Oli Jón Ólason.
UM SÍÐASTLIÐIN áramót tóku
hjónin Oli Jón Olason og Steinunn
Hansdóttir við rekstri hótelsins í
Reykholti. Áður hafði verið rekið
Edduhótel þar mörg undanfarin
sumur. Skólahald lagðist af fyrir
tveimur árum og með þessari breyt-
ingu á rekstrinum er rekið heilsárs-
hótel í Reykholti. Var Óli inntur eft-
ir því, hvernig hefði gengið að
markaðssetja hótelið, þar sem hann
hefði misst af þeim tíma, sem ger-
legt hefði verið að auglýsa hótelið í
ferðabæklingum og öðru, sem er
skipulagt til lengri tíma. Hann sagði
það hafa gengið betur en þau áttu
von á þegar þau ákváðu að koma
hingað í Reykholt og kæmi þar
einkum þrennt til.
„í fyrsta lagi koma margir ferða-
menn til þess að líta þennan sögu-
fræga stað augum og upplifa sög-
una. I öðru lagi njótum við þess að
hér hefur verið rekið Edduhótel og í
þriðja lagi - og það þykir okkur nú
vænzt um - hafa margir af okkar
gömlu viðskiptavinum, jafn íslensk-
ir sem erlendir, tekið upp þráðinn
frá því að við rákum gistiheimili í
Reykjavík en í raun má segja að við
höfum verið í ferðaþjónustu í um 40
ár með stuttum hléum.“
Niðjamót og fjölnota salur
Mörg niðjamót hafa verið haldin í
Reykholti í sumar og þá er áformað
að innrétta pláss í kjallaranum sem
eins konar fjölnota sal fyrir ráð-
stefnur og fundi. „I upphafi var
þetta rými ætlað fyrir kennslustof-
ur. Par gæti nú orðið kjörin aðstaða
til þess að hafa listaverkasýningar,
þar sem nóg veggiými er til þess,“
segir Óli.
I hótelinu á líka eftir að innrétta
11 herbergi og eina íbúð og er
stefnt að því að klára það í vetur.
„Núna eru 64 tveggja manna her-
bergi í hótelinu og aðstaða fyrir 120
manns til fundarsetu og allt upp í
150 til 160 manns í mat með góðu
mótá.“
Óli segir hótelið vera á menning-
arstað og þau vilji byggja á því í
framtíðinni. „Nemendur, sem eru
að læra sögu, koma í Reykholt og
upplifa söguna á staðnum auk þess
sem útlendingar, sem koma hingað,
eru forvitnir um sögu staðarins. Þar
vinnur Heimski'ingla mikilvægt
kynningarstarf."
Reykholtskvöld
I Borgarfirðinum eru margir
sumarbústaðir og fjöldi ferða-
manna á leið um héraðið. Til þess
að ná til þessa fólks, og sýna það í
reynd að á Hótel Reykholti vilji
menn reka menningarhótel, hafa
verið þar á þriðjudagskvöldum kl.
21 svokölluð Reykholtskvöld. Þar
syngja þau Þorvaldur Jónsson og
Hrund Ólafsdóttlr lög eftir Jónas
Árnason, fara með sögur um
Snorra í nútíð og fortíð og fá gesti
og gangandi til þess að taka lagið
með sér. Þá sýnir þjóðdansahópur-
inn „Sporið" með þjóðdansa og
Steinunn Pálsdóttir spilar á harm-
onikku. Gunnar Thorsteinsson fer
með lausavísur um það helzta, sem
gerzt hefur á staðnum nýverið, svo
sem draugagang. Síðasta vetur fóru
hlutir að týnast og brotna en eftir
prestafund í Reykholti hafa draug-
arnir haft hægt um sig. Menningar-
kvöldin verða haldin eitthvað fram í
ágúst.
Alls eru 15 starfsmenn á hótelinu.
Hótelið veitir tiltölulega stórum
hópi heimamanna vinnu, sem ann-
ars þyrfti að leita annað með vinnu
eða einfaldlega að flytja í burtu til
þess að hafa í sig og á, eftir að al-
mennt skólahald lagðist af í Reyk-
holti.
Svefnpokapláss
Um síðustu mánaðarmót opnuðu
Óli og Steinunn nýja svefnpokagist-
ingu í Reykholti í 15 tveggja til fjög-
urra manna herbergjum í tveggja
hæða húsi sem er tengt aðalhótel-
byggingunni. Öll herbergin eru með
handlaugum og á gangi á hvorri
hæð eru snyrtiherbergi og sturtur.
Þá er á neðri hæð björt stofa og vel-
búið eldhús.
Þá var nýlega tekin í notkun
tveggja herbergja íbúð sem leigð er
út. I íbúðinni er hjónaherbergi, bað-
herbergi og setustofa með svefn-
sófa. Þá er þar einni kaffivél og ým-
is fleiri þægindi.
SÍÐUSTU EINTÖKIN AF
BALENO SEDAN OGWAGON 4X4
ÁLFELGUR - HEILSÁRSDEKK - FJARSTÝRÐ SAMLÆSING - GEISLASPILARI
Vökva/veltistýri • Rafmagn í rúðum og speglum
2 loftpúðar • Aflmikil 16 ventla vél • Dagljósabúnaður
Styrktarbitar í hurðum • Samlitaðir stuðarar
Hæðarstillanleg kippibelti • Upphituð framsæti
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is
$ SUZUKI
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bfla- og búvélasalan hf„
Miðási 19, slmi 471 20 11. Hafnarfjórður: Guðvarður Elfasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Isafjörður: Bllagarður ehf.,Grænagarði, slmi 456 30 95. Keflavik: BG
bllakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bllasala Suðurlands, Hrismýri 5, slmi 482 37 00. Hvammstanga: Blla- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 26 17.
KA kex
39
pakkinn
Meöan hirgöir endast
r