Morgunblaðið - 13.08.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Bændur
bjóða
heim
BÆNDUR á tuttugu og fjórum
bæjum víðs vegar um landið bjóða
öllum sem koma vilja í heimsókn
sunnudaginn 16. ágúst kl. 13-20.
Þetta er fimmta sumarið í röð
sem bændur bjóða gestum og
gangandi heim á bú sín. Tilgangur
heimboðsins er að gefa fólki tæki-
færi til þess að fá innsýn í lífið í
sveitinni og búreksturinn. Mismun-
andi er hvað stendur til boða á
hverjum bæ en víðast er hægt að
hitta dýr, njóta töðuilms og sveita-
lofts og annars sem sveitin hefur
upp á að bjóða, m.a. gefst fólki
sums staðar kostur á að fara á
hestbak.
Bæirnir verða auðkenndir með
fánum með merki landbúnaðarins
en þeir eru að þessu sinni:
1. Dalsbú í Mosfellsdal, við veg 36
(minkabú).
2. Bakki á Kjalarnesi, við veg 1
(nautgripir, hross).
3. Sauðafell í Dölum, 17 km frá
Búðardal, við veg 60 (blandað bú).
4. Kirkjuból í Valþjófsdal, 17 km
frá Flateyri, við veg 625 (blandað
bú).
5. Syðra-Skörðugil á Langholti, 5
km frá Varmahlíð, við veg 75
(blandað bú).
6. Garðakot í Hjaltadal, 23 km frá
Hofsósi og Sauðárkróki, við veg 767
(nautgripir).
7. Litla-Brekka á Höfðaströnd, 5
km frá Hofsósi, við veg 76 (blandað
bú).
8. Sakka í Svarfaðardal, 5 km frá
Dalvík, við veg 807 (blandað bú).
9. Stóri-Dunhagi í Hörgárdal, 12
km frá Akureyri, við veg 815
(blandað bú).
10. Bakki í Öxnadal, 30 km frá
Akureyri, við veg 1 (blandað bú).
11. Víðigerði í Eyjafírði, 15 km frá
Akureyri, við veg 821 (blandað bú).
12. Ytri-Tjarnir í Eyjafirði, 13 km
frá Akureyri, við veg 829 (nautgrip-
ir, hestar).
13. Halldórsstaðir í Bárðardal, 82
km frá Húsavík, við veg 842 (bland-
að bú).
14. Baldursheimur I í Mývatns-
sveit, 71 km frá Húsavík (blandað
bú).
15. Baidursheimur II í Mývatns-
sveit, 71 km frá Húsavík (blandað
bú).
16. Einarsstaðir í Vopnafirði, 25
km frá Vopnafirði veg 919 (sauðfé).
17. Hof í Fellum, 16 km frá Fella-
bæ, við veg 931 (blandað bú).
18. Þrep í Eiðaþinghá, 5,5 km frá
Egilsstöðum, við veg 94 (loðdýra-
bú).
19. Sólheimahjáleiga í Mýrdal, 25
km frá Vík, við veg 1 (blandað bú).
20. Lambhagi á Rangárvöilum, 8
km frá Hellu og Hvolsvelli, við veg
1 (blandað bú).
21. Heiði í Biskupstungum, 52 km
frá Selfossi, við veg 35 (blandað bú).
22. Melar á Flúðum, við veg 30
(garðyrkja).
23. Litlu-Reykir í Hraungerðis-
hreppi, 11 km frá Selfossi, við veg
304 (blandað bú).
24. Núpar I—II í Ölfusi, 3 km frá
Hveragerði, við veg 38 (blandað
bú).
HÉfMOmRK
SniöHöAavarnlr
Sigluíiröi
Morgunblaðið/Sigríður Ingvadóttir
STARFSMENN Héraðsverks sem vinna við leiðigarðana.
Snjóflóðavarnir ofan við Siglufjörð
Unnið dag og nótt
við leiðigarða
Siglufirði - Framkvæmdir við leiði-
garða ofan við Siglufjörð ganga vel
og er verkið á undan áætlun. Vonast
er til að annar garðurinn verði til-
búinn fyrir veturinn en leiðigörðun-
um er ætlað að varna snjóflóðum úr
Jörundarskál og Strengsgili og
verja þar með syðsta hluta byggð-
arinnar í bænum.
Leiðigarðarnir verða tveir, annar
um 750 m á lengd en hinn 220 m.
Þeir verða 50-60 metra breiðir og
hæðin verður 15-18 metrar mælt úr
rás sunnan við garðana.
Héraðsverk átti lægsta tilboðið í
verkið og hljóðaði það upp á 225
millj. kr. Að sögn Sveins Jónssonar,
framkvæmdastjóra Héraðsverks,
mun verkið nú vera u.þ.b. hálfnað.
„Þetta hefur gengið afar vel bæði
vegna þess að við höfum ekki orðið
fyrir teljandi áföllum og hve við höf-
um góðum mannskap á að skipa en
nú eru starfandi við verkið um 30
manns og er það fjölmennasti hópur
sem Héraðsverk hefur haft í sínum
verkum. Veðrið hefur afskaplega
mikið að segja í framkvæmdum sem
þessum og rysjótt tíð og kuidi hefur
einkennt sumarið svo það hefur
ekki verið eins og best verður á kos-
ið. En veðrið hefur reyndar undan-
farið verið afskaplega gott og því
hefur verið unnið á vöktum allan
sólarhringinn og svo verður eitt-
hvað áfram.“
Sveinn sagði að haldið yrði áfram
að vinna fram á haustið eins lengi
og hagkvæmt þætti en þó yrði eitt-
hvað dregið úr þunganum. En
stefnt væri á að klára 70-80% af
verkinu í ár. Samið var um að verk-
inu yrði lokið í september 1999 en
talið er að það muni verða búið vel
fyrir þann tíma.
Veiðiferð í
Kringluvatn
Vaðbrekku, Jökuldal - Stangveið-
ar og útivist eru skemmtileg
áhugamál, sérstaklega þegar vel
veiðist. Veiðin bregst ekki í Kr-
ingluvatni ofan Laxárdals en
þangað brugðu ungir og aldnir
sér um verslunarmannahelgina
til að renna færi. Kringluvatnið
er kjörið til að fara með unga
krakka í til veiða, fiskurinn í því
er að vísu mjög smár en tekur
fjörlega svo krakkar hafa þar oft
erindi sem erfiði. Það er miklu
skemmtilegra fyrir ungdóminn
að veiða þegar ekki þarf að bíða
kiukkustundum saman eftir að
bíti á, því að þolinmæði er ekki
alltaf sterkasta hlið ungra
krakka.
rs?i
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson
ÞAÐ voru 8 börn sem tóku fyrstu skóflustunguna að íþróttahúsinu, tvö
frá hveiju íþróttafelagi í Snæfellsbæ.
Skóflustunga að nýju
íþróttahúsi í Snæfellsbæ
FYRSTA skóflustunga að nýju
iþróttahúsi í Snæfellsbæ var tek-
in 8. ágúst sl. Húsinu er ætlaður
staður við Engihlíð í Ólafsvík við
hlið íþróttavallarins milli kirkj-
unnar og skólans. Fjölmenni var
viðstatt.
Bæjarstjórinn í Ólafsvík, Krist-
inn Jónasson, bauð gestina vel-
komna og núverandi formaður
byggingamefndar, Guðjón Pet-
ersen, fyrrverandi bæjarstjóri,
flutti ávarp. Það voru svo átta
börn sem tóku fyrstu stunguna,
tvö frá hveiju íþróttafélagi í
Snæfellsbæ.
Húsið verður 2.277 fm að
stærð. Arkitektastofan Gláma-
Kím annaðist teikningar. Verk-
takar að fyrsta áfanga eru Bjarni
Vigfússon og félagar. Aætlað er
að útboð að smíði verði í nóvem-
ber. Áætlaður byggingarkostnað-
ur er 200 millj. kr.