Morgunblaðið - 13.08.1998, Page 1
STOFNAÐ 1913
180. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR13. ÁGÚST 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Fjármála-
markaðir
hjarna við
Tdkýó, Singapore. Reuters.
VIÐ lokun á Wall Street í gær hafði
Dow Jones-vísitalan hækkað um
90,11 stig, eða 1,1% en á þriðjudag
féll hún um 112 stig. Sögðu fjármála-
skýrendur ástæðu hækkunarinnar
ekki síst vera styrkari stöðu jap-
anska jensins.
Nokkur hækkun varð í evrópskum
kauphöllum og þökkuðu fjármála-
skýrendur það góðri stöðu við opnun
markaða í Bandaríkjunum í gær.
Hlutabréfavísitalan í London hækk-
aði um 0,54% í gær, í Frankfurt um
1,91% og í París um 2,59%.
Japansstjórn gagnrýnd
Ríkisstjórn Japans gengur illa að
ávinna sér traust á fjármálamörkuð-
um að mati sérfræðinga. Jenið
styrktist aðeins gagnvart Banda-
ríkjadollara í gær eftir dýfu þriðju-
dagsins og fengust 147,64 jen fyrir
einn Bandaríkjadal við lokun Asíu-
markaða. Hang Seng-vísitalan skreið
upp um 9,35 punkta í Hong Kong en
Nikkei-visitalan þokaðist niður á við
um aðeins 0,18%.
„Stjórn Keizo Obuehi, forsætisráð-
herra Japans, virðist ekki vekja
traust á fjármálamörkuðum. Um er
að kenna slakri efnahagsstjórn und-
anfarinna ára,“ segir Ron Bevaqua,
hagfræðingur hjá Merrill Lynch í
Japan. „Það á eftir að taka langan
tíma að endurvekja trú manna á
japönsku efnahagslífi.“
Ekki „sömu karlarnir“
Sérfræðingar í efnahagsmálum
hafa ekki sparað stóru orðin í gagn-
rýni sinni á stjórn Obuchi, sem glímir
við verstu kreppu eftirstríðsáranna í
Japan. Þó vilja aðrir gefa hinni
tveggja vikna gömlu ríkisstjóm ráð-
rúm til þess að starfa. „Ég myndi
ekki vanmeta Kiichi Miyazawa fjár-
málaráðherra né heldur Obuchi, sem
er engin fjaðurvigt í stjórnmálum
gagnstætt því sem margir halda
fram,“ bætti Bevaqua við.
Aðalhagfræðingur Morgan Stan-
ley-fyrirtækisins í Japan tekur í
sama streng: „Nýja ríkisstjórnin hef-
ur gripið til róttækra efnahagsað-
gerða, bæði lækkað skatta og aukið
ríkisútgjöld til muna. Það er ósann-
gjarnt að halda því fram að þetta séu
sömu gömlu karlarnir sem hafist
ekkert að.“
Jarðskjálfti
í San
Francisco
STARFSMENN vegagerðarinnar
huga að sprungu í þjóðvegi 101 í
Kaliforníu, skammt frá San
Francisco í gær. Vægur jarð-
skjálfti, er mældist 5,4 á Richter,
skók borgina í gærmorgun (laust
upp úr kl. 14 að íslenskum tíma).
Ekki urðu slys á fólki og tjón varð
lítið. Upptök skjálftans voru um
134 km sunnan við borgina. Jarð-
eðlisfræðingar segja að ekki þurfi
að óttast að tjón verði af svo væg-
um skjálfta, en margir íbúar borg-
arinnar voru minntir óþyrmilega á
skjálfta sem varð 1989, sá mældist
7,1 stig og varð 67 manns að bana
og olli gífurlegum skemmdum.
Reuters
FLAK bifreiðar, sem grunur leikur á að hafi geymt sprengjuna sem sprakk fyrir utan bandaríska sendiráðið
í Nairóbí sl. fóstudag, var flutt á brott til rannsóknar í gær.
TJrvinda björgunarsveitir ljúka störfum í Nairóbí
Sprengjuhótun
virt að vettugi?
Jerúsalem, Nairóbí, Washington, Sanaa. Reuters.
DAGBLAÐIÐ Híi’íirctz í Jerúsalem
greindi frá því í gær að Israels-
stjórn hefði ráðlagt Bandaríkja-
stjórn að virða að vettugi hótanir
um árás á bandaríska sendiráðið í
Nairóbí. Að sögn blaðsins höfðu
bandarískir embættismenn leitað
ráða hjá starfsbræðrum sínum í Isr-
ael um áreiðanieika hótana, sem
borist höfðu frá manni sem Israelar
töldu umdeilanlegan.
Fjöldi látinna í sprengingunni í
Nairóbí er nú 247 manns. Björgun-
arfólk og leitarhundar segja fleiri
lík ekki leynast í rústum Ufundi-
byggingarinnar. Erlendar björgun-
arsveitir og sjálfboðaliðar Rauða
krossins eru að ijúka störfum. Sál-
fræðingur ísraelsku rústabjörgun-
arsveitarinnar segir sitt fólk úr-
vinda, bæði andlega og líkamlega,
eftir að hafa grafið 95 lík úr rústun-
um.
Lík kenýsku konunnar Rose
Wanjiku fannst eftir mikla leit að-
faranótt miðvikudags. Björgunar-
menn heyrðu síðast til hennar á
mánudag en hún sat föst í svolitlu
loftrými undir mörgum tonnum af
steinsteypu og braki.
Fjölmiðiar harðorðir
Kenýsk yfirvöld hafa handtekið
„hóp fólks“ í tengslum við spreng-
inguna, og í yfirlýsingu frá skrif-
stofu forseta landsins, Daniel arap
Mois, sagði að verið væri að yfir-
heyra fólkið.
Dagblöð í Kenýa hafa gagnrýnt
Bandaríkjamenn harðlega fyrir að
sinna ekki særðum Kenýabúum
sem skyldi strax eftir sprenginguna
og standa í vegi fyrir því að vegfar-
endur gætu aðstoðað. Leiðarahöf-
undur The East African Standard
segir almenning óánægðan vegna
þess að Kenýabúum og Bandaríkja-
mönnum hafi verið mismunað við
björgunaraðgerðirnar. Bandaríska
sendiráðið í Nairóbí hefur vísað
ásökunum kenýskra fjölmiðla á bug.
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, mun fylgja
líkkistum starfsfólks bandaríska
sendiráðsins í Kenýa, sem fórst í
sprengingunni á föstudag, frá
Þýskalandi til Bandaríkjanna í dag.
Suu Kyi
mótmælir
áfram
Rangoon, Tak í Taílandi. Reuters.
AUNG San Suu Kyi, leiðtogi lýðræð-
ishreyfingarinnar í Burma og friðar-
verðlaunahafi Nóbels, jók í gær
þrýsting á herstjórnina í landinu
þegar hún hóf á nýjan leik mótmæla-
setu í bfl sínum eftir að hermenn
höfðu stöðvað för hennar nærri
borginni Anyarsu í Ayarwaddy-hér-
aði, um 32 kflómetra suðvestur af
höfuðborginni Rangoon. Fyrir
tveimur vikum beittu hermenn valdi
til að binda enda á mótmæli Suu Kyi
á svipuðum slóðum en þá hafði hún
setið í bfl sínum í sex daga.
Suu Kyi yfirgaf Rangoon í gær í
Toyota-bifreið sinni ásamt aðstoðar-
mönnum og hugðist sem fyrr reyna
að ná fundum stuðningsmanna lýð-
ræðishreyfmgarinnar NLD í borg-
um í nágrenni Rangoon. I yfirlýs-
ingu stjórnvalda sagði að hermenn
hefðu hins vegar stöðvað för hennar
enda hefðu Suu Kyi og fylgdarlið
hennar „ekki gert nauðsynlegar ör-
yggisráðstafanir" áður en haldið var
af stað.
Sjónarvottar segja að Suu Kyi sé
talsvert betur undir það búin nú að
dvelja lengi í bfl sínum heldur en í
fyrra skiptið. Segja þeir hana hafa
nægar birgðir af drykkjarvatni en
hún mun hafa þurft að þola vatns-
skort er hún dvaldi í bfl sínum í júlí.
--------------------
Hörðustu
átökin í
Kosovo
Pristina, Belgrad. Reuters.
SERBNESKAR öryggissveitir náðu
þorpinu Glodjane á sitt vald í gær,
en þar hafði verið vígi skæruliða að-
skflnaðarsinnaðra Kosovo-Albana.
Serbneskir heimildai'menn sögðu
að bardaginn um Glodjane, sem stóð
í tvo daga, hefði verið með þeim
hörðustu eftir að átök hófust í hérað-
inu fyrir hálfu ári. Fregnir hafa
einnig borist af átökum um þorpið
Junik, nálægt albönsku landamær-
unum, þai' sem serbneskar öryggis-
sveitir hafa setið um skæruliða í tíu
daga.
Reuters
Kínverskur prófessor hyggst
rétta skakka turninn í Písa
Róm. Reuters.
KÍNVERSKUR prófessor, sem
segist hafa rétt áttatfu turna um
ævina, tilkynnti í gær að hann
gæti bjargað skakka turninum í
Písa frá falli.
Prófessor Cao Shizliong, sem
titlar sig yfirmann „Réttinga-
rannsóknastofnunar hailandi
bygginga", sagðist vilja rétta
turninn við, en áréttaði að hann
hygðist ekki ræna ítali sínu
fræga kennileiti. „Eg ætla að
skilja eftir 2,1 metra halla, eins
og var á honum fullgerðum árið
1350,“ sagði Cao á blaðamanna-
fundi í Róm. Hann sagðist hafa
velt því fyrir sér úr fjarlægð í
þrjátíu ár hvernig rétta mætti
liallann, en sá ekki turninn með
eigin augum fyrr en í síðasta
mánuði. Hann sagði að við fyrstu
sýn virtist sér sem verkið yrði
auðveldara en hann átti von á.
Skakki turninn í Písa hefur
sigið sífellt meira til suðurs eftir
að þriðju hæðinni var bætt á
hann árið 1274. Sérfræðingar
segja óhjákvæmilegt að hann
falli ef ekkert verður að gert, en
björgunartilraunir hafa ekki
skilað árangri hingað til og jafn-
vel gert illt verra. Tveir stálkapl-
ar voru festir við turninn í júní
til að halda honum uppi.
Cao vildi ekki skýra nákvæm-
lega hvernig hann ætlaði að fara
að því að bjarga turninum, en
sagði að hann hefði ýmis brögð í
hattinum og myndi treysta á
sambland af „austrænni visku og
tækni og vestrænum tækjum og
búnaði“. Hann tjáði blaðamönn-
um að hann hefði meðal amiars
rétt við Drekaturninn í Shang-
hai, sem hefur verið nefndur
Skakki turn þeirra Kínveija. „Ég
hef rétt áttatíu turna síðan árið
1980, enda eru níu turnar af
hvetjum tíu skakkir í Kína.“
Hann sagðist von bráðar
myndu ræða áform sfn við
Michele Jamiolkowski, formann
sérfræðinganefndar sem fjallar
um turninn.