Morgunblaðið - 13.08.1998, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Laxá í Aðaldal
Veiddi 24
punda lax
í LAXÁ í Aðaldal veiddist í
fyrradag 24 punda lax og er
hann sá stærsti sem fengið hefur
vottaða vigtun í Vökuholti, veiði-
húsi Laxárfélagsins í Aðaldal, í
sumar en þar er löggilt vigt.
Þórunn Alfreðsdóttir, ráðs-
kona í Vökuholti, vottar vigtun
allra laxa sem eru yfir 20 pund-
um og segir laxinn sem veiddist í
fyrradag þann stærsta sem kom-
ið hafi í hús hjá sér í sumar.
Ragnhildur Pétursdóttir veiddi
iaxinn og segir hann stærsta fisk
sem hún hafi veitt á um tuttugu
ára veiðiferli. „Það verður erfitt
að fá stærri lax eftir þetta,“
sagði Ragnhildur í samtaii við
Morgunblaðið.
Ragnhildur veiddi laxinn í
Brúarhyl á maðk en liún segir
laxinn hafi tekið maðkinn í kjaft-
vikið eins og flugu. Hún segir að-
stæður við Brúarhyl nokkuð erf-
iðar þar sem bakkarnir séu mjög
háir. Það hafi því verið góð til-
finning að landa honum þar ein
síns iiðs. „Þetta var mjög þungur
fiskur, 24 pund og 104 cm á
lengd og auk þess nokkuð spræk-
ur. Við siógumst í um hálftima,
hann vildi fara upp og niður og
sína leið en ég togaðist á við
hann og náði að lokum yfirhönd-
inni,“ sagði Ragnhildur.
Ragnhildur var búin að veiða í
ánni í Qóra daga þegar hún náði
stóra iaxinum. Hún segir flesta
laxana sem veiddust þessa daga
hafa verið um 7 pund, Guðrún
Kristmundsdóttir hafi fengið 17
punda lax á flugu einn daginn,
konumar hafi því verið fengsæl-
ar þessa daga í Laxá.
Morgunblaðið/Erlmgur Helgason
RAGNHILDUR Pétursdóttir með Iaxinn stóra, 24 pund og 104 cm, sem
hún veiddi í Laxá í Aðaldal.
Lækkun á verði olíu á heimsmarkaði
Gæti lækkað
útgjöld um
1-2 milljarða
LÆKKUN olíuverðs það sem af
er þessu ári gæti auðveldlega bætt
stöðu þjóðarbúsins um 1-2 millj-
arða króna á þessu ári ef lækkunin
verður til frambúðar. Verðið hefur
ekki orðið jafnlágt frá árinu 1986
og hefur lækkunin að undanförnu
einkum komið fram í lækkun á
verði hráolíu og gasolíu, en verð á
bensíni er enn að mestu óbreytt.
Bjöm Rúnar Guðmundsson,
forstöðumaður hjá Þjóðhagsstofn-
un, sagði að verðlækkunin hefði
jákvæð áhrif á rekstur þjóðarbús-
ins og minnkaði viðskiptahallann.
Á síðasta ári voru fluttar olíuvörur
til landsins fyrir tæpa 10 milljarða
króna, en þá nam heildarvöruinn-
flutningurinn, ef þjónusta er und-
anskilin, 131 milljarði króna. Hrá-
olíuverð á síðasta ári var að með-
altali 19,1 Bandaríkjadalur fyrir
fatið á Rotterdammarkaði, en var
komið niður fyrir 12 dali fatið í
gær. Björn Rúnar sagði að miðað
við þessar tölur gæti sparnaður
þjóðarbúsins á ársgrundvelli
numið 1-2 milljörðum króna.
Verð á skipagasolíu lækkar
Skipagasolía lækkaði hjá Skelj-
ungi 1. júlí síðastliðinn um eina
krónu lítrinn og hefur verðið síðan
þá verið 16,80 kr. Dísilolía lækkaði
á sama tíma um 50 aura lítrinn í
27,30 aura. Verðið á mörkuðum
erlendis breyttist lítið í júlímán-
uði, en síðustu dagana hefur það
lækkað um 10 til 15 Bandaríkja-
dali tonnið. Kristinn Björnsson,
forstjóri Skeljungs, sagði að félög-
in fengju farma frekar títt eða
kannski á 25-30 daga fresti og
hann gerði ráð fyrir því að verð-
lagningin yrði skoðuð gaumgæfi- j
lega nú í ljósi þessara atburða.
Óvissa um verðþróun á
heimsmarkaði
Verð á bensíni á heimsmarkaði hef-
ur hins vegar lítið breyst frá því í
vor og er í kringum 160 dalir tonn-
ið. Mikil óvissa ríkir á heimsmark-
aði um þá verðþróun sem framund-
an er. Meginástæða verðlækkunar-
innar er offramleiðsla, en ríki í
samtökum olíuframleiðsluríkja 1
hafa ekki staðið við yfirlýst mark-
mið um samdrátt í framleiðslu.
Einar Sigurðsson, aðstoðarmað-
ur forstjóra Flugleiða, sagði að
lækkun eldsneytisverðs hefði já-
kvæð áhrif á rekstur félagsins. Þó
hefðu sveiflur í eldsneytisverði
skipt félagið meira máli á árum
áður þegar eldri og eyðslufrekari j
flugvélategundir voru í rekstri hjá
félaginu. Nýju vélarnar eyddu
minna eldsneyti, en útgjöld vegna
þess hefðu á árinu 1996 til dæmis
numið um 10% af heildarrekstrar-
kostnaði félagsins.
Opinber heimsókn Davíðs Oddssonar
til Grænlands
Samstarf milli
landanna eflt
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra heimsótti í gær m.a. þjóð-
minjasafn Grænlendinga og há-
skólann í Grænlandi. Heimsókn-
inni er ætlað að efla samstarf
Grænlendinga og íslendinga og í
yfirlýsingu sem undirrituð var í
fyrradag er kveðið á um næstu
skref í samstarfi landanna, m.a. í
menntamálum og ferðamálum
Rætt um samvinnu
Opinber heimsókn forsætis-
ráðherra til Grænlands hófst á
mánudag og átti hann þá m.a.
fund með Jonathan Motzfeldt,
formanni grænlensku landstjórn-
arinnar, og ræddu þeir margs
konai' samvinnu og samskipti
landanna og undin-ituðu sameig-
inlega yfirlýsingu. Munu þeir
eiga fleiri fundi á meðan á heim-
sókninni stendur.
Tuttugu milljónir til
uppbyggingar
Meðal þeirra staða sem Davíð
mun heimsækja á Grænlandi er
bær Eiríks rauða í Brattahlíð við
Eiríksfjörð. Ríkisstjórn íslands
mun leggja fram 20 milljónir
króna til uppbyggingar hans, til
að minnast sögulegra tengsla
landanna. Þetta er í fyrsta sinn
sem forsætisráðherra Islands fer
í opinbera heimsókn til Græn-
lands. Með Davíð í fór er Ástríð-
ur Thorarensen, eiginkona hans.
Áætlað er að heimsókninni ljúki
á föstudag.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
DR. WERNER Hoyer, aðstoðarutanríkisráðherra Þýskalands, ásamt
Birni Bjarnasyni, menntamálaráðherra.
Ræddu samskipti
íslands og Þýskalands
DR. WERNER Hoyer, aðstoð-
arutanríkisráðherra Þýskalands, er
staddur hér á landi þessa dagana. I
gær átti hann m.a. viðræður við
Bjöm Bjamason menntamálaráð-
herra þar sem þeir ræddu samskipti
þjóðanna í menningar- og mennta-
málum. Einnig ræddu þeir samskipti
þjóðanna almennt og um alþjóðamál.
Aðspurður sagði Björn að málefni
Goethe-stofnunarinnar hefði borið á
góma, en það mál væri óbreytt og
ákvörðun þeirra stæði.
Hoyer verður hér á landi til 18.
ágúst, en með honum í för er eigin-
kona hans, Katja Hoyer.
Enski bolt-
inn á bolta-
vef Morg-
unblaðsins
Á BOLTAVEF Morgun-
blaðsins verður opnaður sér-
stakur vefur 15. ágúst sem
helgaður verður ensku úrvals-
deildinni. Á vefnum verður að
finna yfirgripsmiklar upplýs-
ingar um öll liðin og alla leik-
mennina í deildinni. Þá verður
umfjöllun um hverja einustu
umferð í ensku úrvalsdeildinni
á sama tíma og leikirnir fara
fram. Einnig munu fréttir af
ensku úrvalsdeildinni verða
uppfærðar daglega á vefnum.
Á boltavef Morgunblaðsins eru
þegar fyrir þrír sérstakir vefir;
Landssímadeildin, Meistara-
deildin og HM-vefurinn.
Hægt er að nálgast vefinn
með því að slá inn slóðina
http://www.mbl.is/bolt-
inn/enski/ eða smella á hnapp-
inn Enski boltinn sem er stað-
settur á Fótboltavef blaðsins.
VlDSiaPn MVINNULÍF
TÆKNI FJARSKIPTI
Evrópsk *
ráðstefna
Brýnt að bæta
tölvuþekkingu/B4
10% hlut-
deild Tals
Mikil og hröð
uPPbygging/B5
VIDSKIFn AMNNULÍF
Ekkert heimsmet féll á
„Gullmótinu" í Zurich/C4
Guðjón Þórðarson sagði;
Nei! við Dundee United/CI