Morgunblaðið - 15.08.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 15.08.1998, Síða 1
STOFNAÐ 1913 182. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Uppreisn- armenn sækja að Kinshasa Muanda, Goma, Genf, Brusscl. Reuters. UPPREISNARHERMENN í Lýð- veldinu Kongó söfnuðust saman í hafnarborginni Muanda í gær til þess að leggja á ráðin um lokaatlög- una að höfuðborginni Kinshasa. Uppreisnarmenn sækja fram um allt land og segja þess stutt að bíða að þeir steypi forsetanum af stóli. Orðrómur var á kreiki snemma í gær um að Laurent Kabila forseti hefði flúið Kinshasa en talsmenn forsetans báru þetta hins vegar til baka og sögðu Kabila í höfuðborg- inni sem fyrr. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan snemma í vik- unni. Rafmagn komst aftur á í flestum hverfum Kinshasa í gær eftir að borgin hafði verið rafmagnslaus í um sólarhring, að sögn ríkisút- vai-psins þar. Héldu uppreisnar- menn því fram að þeir, en ekki stjómvöld, hefðu komið rafmagninu á og viðurkenndu embættismenn stjómarinnar að uppreisnarmenn hefðu virkjunina við Inga á sínu valdi. Sögðu þeir rafmagnsleysið hins vegar ótengt því. Ríkisstjórnir Bretlands, Frakk- lands, Japans og Þýskalands hafa allar hvatt þegna sína til þess að yf- irgefa landið vegna stríðsástands- ins. Stjóm Frakklands sendi flugvél til landsins í gær til þess að ná í Frakka sem vilja komast á brott, en belgíska flugfélagið Sabena aflýsti flugi til Kinshasa í gær. Reuters UPPREISNARHERMENN í Kongó segja of seint að semja um lausn deilunnar og að Kabila verði að fara frá. Clinton sagður íhuga breytt- an framburð Washington. Reuters, The Daily Telegraph. BANDARÍSKA forsetaembættið mun ekki gefa út neina yfirlýsingu vegna fréttar í blaðinu The New York Times í gær um að Bill Clint- on forseti ihugaði að viðurkenna, er hann ber vitni fyrir rannsóknar- kviðdómi á mánu- dag, að hafa átt munnmök við Monicu Lewin- sky. Gert er ráð fyrir því að Clinton hefji vitnisburð sinn um fimmleytið að ísl. tíma og sagði Mike McCurry, talsmaður for- setans, í gær ómögulegt að segja til um hversu langan tíma vitnisburður hans tæki. The New York Times greindi frá því í forsíðufrétt í gær að forsetinn hefði átt langa fundi með nánustu ráðgjöfum sínum um hvernig hann gæti farið að því að viðurkenna fyrir Kenneth Starr, sérstökum saksókn- ara er rannsakar meint misferli for- setans, að hafa haft náin kynferðis- leg samskipti við Lewinsky, fyrrver- andi starfsstúlku í Hvíta húsinu. Segja heimildarmenn að Clinton ráðfæri sig í þessu máli einungis við fjórar manneskjur, Hillary eigin- konu sína, lögmenn sína David Kendall og Nicole Seligman, auk Mickeys Kantor, sem áður var við- skiptaráðherra. Munu þau Kendall og Seligman, auk Charles Ruff ráð- gjafa Clintons, verða viðstödd yfir- heyrsluna á mánudag en undir venjulegum kringumstæðum fá menn ekki að hafa lögmenn sína við- stadda er þeir gefa vitnisburð fyrir rannsóknarkviðdómnum. Öruggtim tækjabúnaði komið fyrir I janúar neitaði forsetinn þvi í eið- svarinni yfii-lýsingu að hafa átt í ást- arsambandi við Lewinsky. The New York Times sagði að þótt forsetinn hefði ekki tekið ákvörðun snerust fundirnir með ráðgjöfunum um leið- ir til að viðurkenna munnmök en neita um leið „kynferðislegu sam- bandi“ við Lewinsky. McCurry vildi hins vegar í gær lítið gefa fyrir spá- dóma blaða- og stjórnmálaskýrenda og líkti áhuganum á vitnisburði Clintons við það sem best þekktist í kringum „superbowl", úrslitaleik bandaríska fótboltans. Tæknimenn í Hvíta húsinu eru nú að koma upp öruggum tækjabúnaði til sjónvarpssendingar frá vitnis- burði forsetans í Hvíta húsinu til bækistöðvar rannsóknarkviðdóms- ins í umdæmisdómshúsinu í Was- hington. Ganga á úr skugga um að enginn geti séð eða heyrt framburð- inn, en ráðgjafar Clintons óttast að óviðkomandi aðilar geti með full- komnum tækjabúnaði náð sending- unni og selt fjölmiðlum upptöku. Fjármálamarkaðir hjarna við í Rússlandi Jeltsín heitir að fella ekki gengið Nasistar í Danmörku Hunsa göngubann Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DÖNSKUM nasistum hefur verið bannað að safnast saman í miðborg- um Kaupmannahafnar, Koge og Hróarskeldu, eins og þeir höfðu farið fram á. Bannið er rökstutt með því að hætta sé á að gangan leiði til óeirða, þar sem andstæðingar nas- ista hugðust efna til andófs um leið. Þá ætla danskir gyðingar að koma saman til að minna á ógnarstjórn nasista. Nasistarnir segjast þó ætla að koma saman en óljóst er hvar og hvernig fundur þeirra fer fram. Jonni Hansen, leiðtogi danskra nas- ista, segist ánægður með mikla um- fjöllun danskra fjölmiðla, sem hafi komið boðskap þeirra á framfæri. Nasistar hafa þann háttinn á að gefa ekki upp hvar þeir komi saman. Hansen segir að búist sé við um 500 manns og segir þýsku og dönsku lög- regluna hafa vísað 150 manns frá við landamærin, en samkvæmt lögreglu er um að ræða innan við 20 manns. I Þýskalandi er nasistum bannað að koma saman. Samkoman í dag er í minningu Rudolf Hess, hægri handar Adolf Hitlers, þýska nasistans Fritz Clausen og norska nasistans Vidkun Quisling, eða til minningar um „fóm- arlömb lýðræðisins", svo notuð séu orð nasistanna. Samkoman hefur verið fastur liður undanfarin ár og dregið að sér vaxandi athygli. Fatastærðir á smartkort FULLYRÐINGIN um klæðskera- sniðinn fatnað mun að öllum lík- indum öðlast nýja merkingu á næstu árum þegar svokallaðir lík- amsskannar verða teknir í notkun í verslunum. Skannarnir eru nú þegar notaðir hjá ýmsum fata- framleiðendum í Bandaríkjunum, en þeir taka þrívíða mynd af fólki og reikna út hvaða stærð af fötum það notar. Er vonast til að almenn notkun skannanna muni leiða til þess að fatastærðir verði lagaðar betur að vaxtarlagi neytenda. I The New York Times er haft eftir verslunareigendum að þess sé skammt að bíða að skannarnir verði teknir í notkun í stórum verslunarsamstæðum. Upplýsing- ar um stærð fólks verða skráðar inn á svokölluð smartkort, sem eru á stærð við greiðslukort og rúma alls kyns upplýsingar, og verður hægt að lesa af þeim í verslunum. Skannarnir eru þegar notaðir við fataframleiðslu, enda er mæl- ing með málbandi ekki talin full- nægjandi. Þykja skannarnir koma sér vel t.d. þegar skyrtur eru hannaðar þar sem erfitt sé að mæla efri hluta líkamans ná- kvæmlega. Framleiðendur segja stærðir vera að breytast í sam- ræmi við breytingar á líkamlegu atgervi, sem þeir segja m.a. af- leiðingu heilsuræktaræðisins sem nú gangi yfir Vesturlönd. Novgorod, Washington. Reuters. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, reyndi í gær að róa fjármálamenn með því að heita því að gengi rúss- nesku rúblunnar yrði ekki fellt. Hann hvatti ennfremur þingið til að koma saman til aukafundar til að af- greiða frumvörp ríkisstjórnarinnar um efnahagsumbætur. Fjármála- markaðir í Moskvu hjörnuðu nokk- uð við í gær, eftir hrun á fimmtu- dag. Jeltsín og Bill Clinton Banda- ríkjaforseti ræddu saman í síma í gær um aðgerðir til að rétta efna- hag Rússlands við. Talsmaður Hvíta hússins skýrði frá því að Clinton hefði hvatt Jeltsín til að bregðast skjótt við vandanum og gera ráðstafanir til að efla tiltrú fjárfesta á rússeska fjármálamark- aðinn. Hann tók þó sérstaklega fram að þeir hefðu ekki rætt um frekari peningaaðstoð til Rússa. Jeltsín sagðist í gær ekki hafa nein áform um að stytta sumarfrí sitt og snúa aftur til Moskvu vegna óróa á mörkuðum. Stjómmála- Reuters BORIS Jeltsín Rússlandsforseti sýndi leikræn tilþrif er hann ræddi við verkamenn í borginni Novgorod í gær. skýrendur hafa í kjölfar fjármála- hrunsins velt því fyrir sér hvort for- sætisráðherrann Seirgei Kíríjenkó standi nógu styrkum fótum til að þola þessa eldraun. Aðspurður hvort hann styddi ennþá forsætis- ráðherrann svaraði Jeltsín: „Já, ég mun hafa hann áfram.“ Vísitala hækkar um 14% Útlit þykir nú fyrir að rússneskir fjármálamarkaðir séu að ná sér á strik eftir hrunið á fimmtudag. Hlutabréf hækkuðu svo ört í verði í gær að stöðva þurfti söluna um tírna. Interfax-hlutabréfavísitalan hafði við lokun markaða í gær hækkað um nær 14%, og var í 115 stigum eftir að hafa fallið um sam- tals 24% síðustu fjóra dagana á und- an. Gengi rúblunnar gagnvart bandaríkjadollar fór þó áfram lækk- andi í gær, en Irina Jasina, talsmað- ur rússneska seðlabankans, sagði að lækkunin væri „eðlileg" og innan viðmiðunarmarka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.