Morgunblaðið - 15.08.1998, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Opinberri heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra til Grænlands lauk í gær
í BOTNI ísafjarðar, við Eqalorutsit-jökulinn, var áð og hádegisverður snæddur um hádegisbil í gær. Eftir árið 2000. Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landstjórnarinn-
málsverðinn fannst Jonathan við hæfi að reisa vörðu til minningar um heimsókn Davíðs Oddssonar og nefndi ar, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Benedikte Thorsteinsson, um-
hann hana „Davíðs-vörðu“. sjónarmaður Leifs Eríkssonarverkefnisins, skoða aðstæður.
„Grænlendingar sýna okkur
mikla og góða gestrisni“
Grænlendinffar tóku vel á móti for-
sætisráðherra Islands í opinberri
heimsókn hans til Grænlands í vik-
unni, en heimsókninni lauk í ^ær.
Kristinn Ingvarsson ljósmyndari og
Arna Schram blaðamaður lýsa heim-
sókninni í máli og myndum.
ÓHÆTT er að taka undir orð
Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra um að Grænlendingar hafí
sýnt honum og fylgdarliði hans
mikla og góða gestrisni í opin-
berri heimsókn hans til Græn-
lands í vikunni. Jonathan Motz-
feldt, formaður grænlensku land-
stjóraarinnar, og eiginkona hans,
Kristjana Motzfeldt, tóku á móti
Davíð Oddssyni, eiginkonu hans,
Ástríði Thorarensen, og fylgdar-
liði í Nuuk sl. þriðjudag og eftir
formlegan ftind þar hófst skipu-
lögð dagskrá, með þyrluflugi og
siglingum um merka og fallega
staði á Suður-Grænlandi. í gær
var meðal annars var farið að
Innsta bæ í svokölluðu Vatna-
hverfi austan við Einarsfjörð,
þar sem sjá má fomar minjar
um búsetu norrænna manna, þá
var flogið að skriðjöklinum
Eqalorutsit í fsafírði og snædd-
ur hádegisverður skammt frá og
að lokum farið í Brattahlíð við
EiríksQörð, þar sem ætlunin er
að endurreisa Þjóðhildarkirkju
og bæ Eiríks rauða. Hjónin Jon-
athan og Kristjana voru allan
tímann með í för, en á flugvell-
inum í Narsarsuaq, í botni Ei-
ríksfjarðar, skildust Ieiðir og ís-
lenski hópurinn hélt heim á leið.
Davíð Oddsson sagði skömmu
fyrir brottför að ferðin hefði ver-
ið ógleymanleg og firábær í alla
staði. Áður hafði hann dásamað
gestrisni Grænlendinga í samtali
við blaðamann og sagt að þeir
hefðu sýnt íslendingunum mikla
og góða gestrisni. „Ég tel að
Færeyingar, Grænlendingar og
við séum svona hvað myndarleg-
ust hvað þetta varðar,“ sagði
hann aðspurður um skipulagn-
ingu heimsóknarinnar á Græn-
landi. „Hjá Evrópuríkjum og
öðram era svona heimsóknir
komnar í fastar skorður
skrifræðisins. Þar fá allir sömu
meðferð eftir einhveijum reglu-
strikuaðferðum. En það er ekki
þannig í samskiptum fslands,
Grænlands og Færeyja," sagði
hann.
Leifs Eiríkssonar verkefnið
Benedikte Thorsteinsson var
leiðsögumaður íslensku gest-
anna í Brattahlíð við Eiríksfjörð í
gær, en hún er starfsmaður Leifs
Eiríkssonar verkefnisins sem
Grænlendingar settu á laggimar
í byijun janiíar sl. Verkefnið er á
vegum Ferðamálaráði Græn-
lands og er m.a. stefnt að því
markmiði að undirbúa ferðaþjón-
ustu Grænlendinga undir hátíð-
arhöldin árið 2000, en þá verða
liðin 1000 ár frá því að Leifúr
heppni fann Ameríku. Til dæmis
væri verið að vinna að því að
bæta samgöngur á Grænlandi og
þá væri fyrirhugað að koma á
beinu flugi á milli Grænlands og
Ameríku, en verkefnið miðar
m.a. að þvf að laða að fleiri
bandaríska og kanadíska ferða-
menn.
Benedikte segir ennfremur að
auk samstarfsverkeftiisins við
Islendinga og Færeyinga um
byggingu Þjóðhildarkirkju og
bæjar Eiríks rauða í Brattahlíð,
væru Grænlendingar að skipu-
leggja ýmis verkefni í tilefni af
landafundaafmælinu árið 2000.
Til dæmis væri í undirbúningi
að endurbyggja bæi og verk-
stæði, í líkingu við þá sem nor-
rænir menn og inúítar reistu á
víkingatímanum og hafa í þeim
starfsfólk sem sýndi ferðamönn-
um hvernig unnið hefði verið að
handiðnaði á þeim tfma. Að-
spurð sagði hún að til greina
kæmi að hafa til dæmis eitt slfkt
verkstæði á stað sem heitir
Garðar við Einarsfjörð.
HJÓNIN Kristjana og Jonathan Motzfeldt slógu á létta strengi og dönsuðu við harmon-
íkuspil á leiðinni frá Hvalsey að Görðum í Einarsfirði.
Morgunblaðið/Kristinn
GENGIÐ frá kirkjunni í Brattahlíð.
• i
í $