Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Opinberri heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra til Grænlands lauk í gær í BOTNI ísafjarðar, við Eqalorutsit-jökulinn, var áð og hádegisverður snæddur um hádegisbil í gær. Eftir árið 2000. Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landstjórnarinn- málsverðinn fannst Jonathan við hæfi að reisa vörðu til minningar um heimsókn Davíðs Oddssonar og nefndi ar, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Benedikte Thorsteinsson, um- hann hana „Davíðs-vörðu“. sjónarmaður Leifs Eríkssonarverkefnisins, skoða aðstæður. „Grænlendingar sýna okkur mikla og góða gestrisni“ Grænlendinffar tóku vel á móti for- sætisráðherra Islands í opinberri heimsókn hans til Grænlands í vik- unni, en heimsókninni lauk í ^ær. Kristinn Ingvarsson ljósmyndari og Arna Schram blaðamaður lýsa heim- sókninni í máli og myndum. ÓHÆTT er að taka undir orð Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra um að Grænlendingar hafí sýnt honum og fylgdarliði hans mikla og góða gestrisni í opin- berri heimsókn hans til Græn- lands í vikunni. Jonathan Motz- feldt, formaður grænlensku land- stjóraarinnar, og eiginkona hans, Kristjana Motzfeldt, tóku á móti Davíð Oddssyni, eiginkonu hans, Ástríði Thorarensen, og fylgdar- liði í Nuuk sl. þriðjudag og eftir formlegan ftind þar hófst skipu- lögð dagskrá, með þyrluflugi og siglingum um merka og fallega staði á Suður-Grænlandi. í gær var meðal annars var farið að Innsta bæ í svokölluðu Vatna- hverfi austan við Einarsfjörð, þar sem sjá má fomar minjar um búsetu norrænna manna, þá var flogið að skriðjöklinum Eqalorutsit í fsafírði og snædd- ur hádegisverður skammt frá og að lokum farið í Brattahlíð við EiríksQörð, þar sem ætlunin er að endurreisa Þjóðhildarkirkju og bæ Eiríks rauða. Hjónin Jon- athan og Kristjana voru allan tímann með í för, en á flugvell- inum í Narsarsuaq, í botni Ei- ríksfjarðar, skildust Ieiðir og ís- lenski hópurinn hélt heim á leið. Davíð Oddsson sagði skömmu fyrir brottför að ferðin hefði ver- ið ógleymanleg og firábær í alla staði. Áður hafði hann dásamað gestrisni Grænlendinga í samtali við blaðamann og sagt að þeir hefðu sýnt íslendingunum mikla og góða gestrisni. „Ég tel að Færeyingar, Grænlendingar og við séum svona hvað myndarleg- ust hvað þetta varðar,“ sagði hann aðspurður um skipulagn- ingu heimsóknarinnar á Græn- landi. „Hjá Evrópuríkjum og öðram era svona heimsóknir komnar í fastar skorður skrifræðisins. Þar fá allir sömu meðferð eftir einhveijum reglu- strikuaðferðum. En það er ekki þannig í samskiptum fslands, Grænlands og Færeyja," sagði hann. Leifs Eiríkssonar verkefnið Benedikte Thorsteinsson var leiðsögumaður íslensku gest- anna í Brattahlíð við Eiríksfjörð í gær, en hún er starfsmaður Leifs Eiríkssonar verkefnisins sem Grænlendingar settu á laggimar í byijun janiíar sl. Verkefnið er á vegum Ferðamálaráði Græn- lands og er m.a. stefnt að því markmiði að undirbúa ferðaþjón- ustu Grænlendinga undir hátíð- arhöldin árið 2000, en þá verða liðin 1000 ár frá því að Leifúr heppni fann Ameríku. Til dæmis væri verið að vinna að því að bæta samgöngur á Grænlandi og þá væri fyrirhugað að koma á beinu flugi á milli Grænlands og Ameríku, en verkefnið miðar m.a. að þvf að laða að fleiri bandaríska og kanadíska ferða- menn. Benedikte segir ennfremur að auk samstarfsverkeftiisins við Islendinga og Færeyinga um byggingu Þjóðhildarkirkju og bæjar Eiríks rauða í Brattahlíð, væru Grænlendingar að skipu- leggja ýmis verkefni í tilefni af landafundaafmælinu árið 2000. Til dæmis væri í undirbúningi að endurbyggja bæi og verk- stæði, í líkingu við þá sem nor- rænir menn og inúítar reistu á víkingatímanum og hafa í þeim starfsfólk sem sýndi ferðamönn- um hvernig unnið hefði verið að handiðnaði á þeim tfma. Að- spurð sagði hún að til greina kæmi að hafa til dæmis eitt slfkt verkstæði á stað sem heitir Garðar við Einarsfjörð. HJÓNIN Kristjana og Jonathan Motzfeldt slógu á létta strengi og dönsuðu við harmon- íkuspil á leiðinni frá Hvalsey að Görðum í Einarsfirði. Morgunblaðið/Kristinn GENGIÐ frá kirkjunni í Brattahlíð. • i í $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.