Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg EINAR Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Islandspósts, tekur fyrstu skóflustunguna. Morgunblaðið/Jim Smart FEÐGARNIR Ólafur Friðriksson og Gunnar Ólafsson, eigendur bygg- ingafyrirtækisins og Einar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Islands- pósts við undirritun samningsins. Fulltrúar kjörnir til kirkjuþings Jafnt í þremur kjördæmum 380 millj- óna kr. póst- miðstöð FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN að nýrri póstmiðstöð íslands- pósts var tekin í gær, föstudag. Verksamningur um byggingu miðstöðvarinnar var undirritað- ur á flmmtudag og hljóðar hann upp á 380 milljónir króna. Byggingafyrirtækið Ólafur og Gunnar ehf. sér um fram- kvæmdina. Póstmiðstöðin verður reist á lóð fyrirtækisins að Jörfa við Vesturlandsveg og munu fram- kvæmdir hefjast á næstu dög- um. Aætlað er að verkinu ljúki í september á næsta ári, sam- kvæmt upplýsinguin frá ís- landspósti. Samninginn undir- rituðu Ólafur Friðriksson fyrir hönd byggingafyrirtækisins og Einar Þorsteinsson fyrir hönd Islandspósts. Einar Þorsteinsson segir HLUTFALL þeirra íslendinga, sem búa í þéttbýli, hækkar jafnt og þétt og voru aðeins 7,9 af hundraði lands- manna búsettir í stijálbýli árið 1997. Þetta kemur fram í Hagtölum land- búnaðarins 1998, sem upplýsinga- þjónusta landbúnaðarins gefur út. Samkvæmt tölunum, sem fengnar eru hjá Hagstofu Islands, hefm- hlut- fall íbúa í sti-jálbýli verið að lækka jafnt og þétt undanfarin ár, var 8,1% 1996 og 8,3% árið 1995. Fram kemur að miklar breytingar hafa orðið frá því í upphafi aldarinn- bygginguna verða um 5.700 fermetra og alla á einni hæð. Að því verði mikið hagræði, en flokkun pósts á að fara fram í miðstöðinni. Hann segir stað- ar, þegar 77,4% íbúa bjuggu í strjál- býli. I Hagtölum landbúnaðarins kem- ur einnig fram að færri starfa að landbúnaði og fækkar þeim jafnt og þétt þótt breytingin sé ekki mikil. Hlutfall mannafla í landbúnaði var 4,2% í fyrra og hefur verið undir 5% allan þennan áratug, en var 7,9% ár- ið 1980. Þess má þó geta að fram til 1990 voru vinnuvikur eiginkvenna bænda meðtaldar að hálfu. Árið 1940 var hlutfall mannafla í landbúnaði 32,0%. setninguna betri en í núver- andi póstmiðstöð í Ármúla og á nýja staðnum verði allar sam- göngutengingar mun auðveld- ari. Hvalfjarðargöngin Fljótlega hægt að nota GSM- síma ÁÆTLAÐ er að notkun GSM- síma í Hvalfjarðargöngunum verði möguleg innan tveggja vikna. Landssíminn gerði upp- haflega ráð fyrir að GSM-sam- bandi yrði komið á þegar göngin yrðu opnuð snemma árs 1999. Að sögn Hrefnu Ing- ólfsdóttur, upplýsingafulltrúa Landssímans, gat fyrirtækið ekki flýtt pöntun búnaðarins þegar framkvæmdum við göngin miðaði betur en áætlað var, auk þess sem afhendingu hans frá framleiðanda seink- aði. Landssíminn hefur nú mót- tekið búnaðinn og er nú unnið að því að setja hann upp. Próf- anir verða gerðar í næstu viku og reiknað er með að sambandi verði komið á innan tveggja vikna, að sögn Hrefnu. Búnað- urinn er mjög sérhæfður há- tæknibúnaður sem ekki hefur verið notaður áður af Lands- símanum. MAMMA Allt sem þig vantar ÞUMALÍNAs. 551 2136 ÓVENJU jöfn barátta var á með- al presta um sæti á kirkjuþingi í kosningum til þingsins, en frestur til að senda inn atkvæðaseðla rann út 7. ágúst. I þremur kjör- dæmum voru tveir prestar efstir og jafnir og þurfti því samkvæmt lögum að varpa hlutkesti um val. Þeir sem ekki hlutu sæti voru þeir Sigurður Helgi Guðmundsson í Kjalarnesprófastsdæmi, Karl Matthíasson í Borgarfjarðar-, Snæfellsness- og Dalaprófasts- dæmi og Davíð Baldursson í Múla- og Austfjarðaprófasts- dæmi, en þeir hlutu kosningu sem varamenn. Þeir prestar sem taka sæti á kirkjuþingi verða sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, sóknarprestur í Dómkirkjuprestakalli, sr. Hreinn Hjartarson, sóknarprestur í Fella- prestakalli, sr. Gunnar Kristjáns- son, prófastur í Kjalarnespró- fastsdæmi, sr. Geir Waage, sókn- arprestur í Reykholtsprestakalli, sr. Magnús Erlingsson, sóknar- prestur í ísafjarðarprestakalli, sr. Dalla Þórðardóttir, prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi, sr. Pétur Þórarinsson, sóknarprestur í Laufássprestakalli, sr. Sigfús J. Árnason, sóknarprestur í Hofs- prestakalli, og sr. Halldór Gunn- arsson, sóknarprestur í Holts- prestakalli. Auk kosningar presta fór fram kosning leikmanna, en þeir verða; fyrir Reykjavíkurprófastsdæmi vestra þeir Guðmundur Magnús- son og Þórarinn Sveinsson, fyrir Reykjavíkurprófastsdæmi eystra þeir Jóhann Björnsson og Bjarni Grímsson, fyrir Kjalarnespró- fastsdæmi Helgi K. Hjálmsson og Gunnar Sveinsson, fyrir Borgar- fjarðar-, Snæfellsness- og Dala- prófastsdæmi Hallgrímur Magn- ússon, fyrir Barðastrandar- og Isafjarðarprófastsdæmi Jens Kristmannsson, fyrir Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi Lárus Ægir Guðmundsson, fyrir Eyjafjarðar- og Þingeyjarpró- fastsdæmi Magnús Stefánsson, fyrir Múla; og Austfjarðapró- fastsdæmi Olafur Eggertsson, og fyrir Skaftafells-, Rangárvalla- og Árnesprófastsdæmi Jón Helga- son. Ráðgert er að þingið verði sett í byrjun október samkvæmt upp- lýsingum Hrundar Hafsteinsdótt- ur formanns kjörstjórnar. Troðfull búð af stórglæsilegum haustfatnaði hj&QýQaftthiUi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.30, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. UTSALAN hafin HERRASKÓR www.mbl.is Ibúum fækkar í strjálbýli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.